Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SU'NíNUDAjGUR 25. OKTÓBBR 197« 47 Fúsi flakkari á ferðalagi i Hvera gerði fyrir skömmu. 19,00 Hlé 20,00 Fréttir 20,20 VeSur og auglýsingar 20,25 Börn skrifa Guði Mynd um bréf, sem börn hafa skrif að skaparanum, byggð á tveim bók um um þetta efni. Kynnir: Gene Kelly. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Bókin Börn skrifa Guði hlaut svo góðar viðtökur í Bandaríkj- unum, að önnur sams konar fylgdi í kjölfarið. Á sunnudags- kvöld er á dagskrá í sjónvarpinu mynd, byggð á þessum bókum, en kynnir er Gene Kelly. Þessi þáttur fjallar eins og aö framan greinir um bréf, sem bandarísk börn hafa skrifað skaparanum. Tveir bandarískir rithöfundar söfnuðu slíkum bréfum á póststofum og skrif- uðu bók um efnið. Sú bók rann út eins og heitar lummur, svo að þeir félagar gáfu út aðra bók um efnið. Þessi þáttur mun vera nokk- uð skemmtilegur og í honum kemur vel fram barnslegt sak- leysi og kímni barna og hug- myndir þeirra um skaparann og tilveruna. Inn í efnið er fléttað barna- söng og fleiru, en bréfin fjalla um allt mögulegt. Börnin skrifa Guði um heimilið, skólann, stríð og reyndar allt milli him- ins og jarðar. Eitt bréfið var t.d. svona: „Kæri Guð. Af hverju ertu alltaf að hafa fyrir því að skapa menn og láta þá deyja? Af hverju lætur þú þá bara ekki lifa áfram, sem eru til?“ 21,00 Kýrln Þýzkt gamanleikrit. Kýr berast í tal hjá starfamönnum fyrirtækis nokkurs og sprettur af harðvítug deila um það, hvernig þær rísi á fætur. Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. Og þá er það kusa. Hér mun vera á ferðinni ágætur farsi um vangaveltur þéttbýlisfólks, þeg- ar það fer allt í einu að velta því fyrir sér hvernig kýr og fleiri nytjadýr hegða sér í hversdagslífinu. Þráðurinn í myndinni er um það, að tveir starfsmenn fyrirtækis eru að rífast um það, hvemig kýr rísi á fætur. Ekki líður á löngu þar til þetta er orðið hitamál í öllu fyrirtœkinu og starfsmennirnir ákveöa að gera út sérstakan Xeiðangur til þess að kanna málið. Þegar þeir koma til kúnna standa þær auðvitað all- ar svo að leiðangursmenn verða að gera ýmis tilþrif til þess að fá málið útkljáð, en ekki er séð fyrir endann á því. 21,25 Hljóðfall Þáttur um eitt af frumhugtökum tónlistar, hljóðfaliið, sem birtist á mörgum sviðum. Sænskar unglinga hljómsveitir flytja létta tónlist. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21,55 Sögufrægir andstæðingar Stalin — Trotzky Meðan Lenin lifði, voru Stalin og Trotzky nánustu samverkamenn hans og samherjar, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þegar foring- inn var fallinn, kom hins vegar í ljós djúpstæður ágreiningur milli þeirra, sem leiddi af sér óumflýjan legt uppgjör. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22,25 Dagskrárlok. Mánudagur 26. október 20,00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20,30 Leikhúsþáttur Þrjú atriði úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Dr. Þorvarður Helgason og Sveinn Skorri Höskuldsson svara spurning um um verkið og Sveinn Einarsson leikstjóri sýningarinnar, gerir grein fyrir skilningi sinum á verkinu. Umsjónarmaður Vigdis Finnboga- dóttir. Avallt er uppselt á sýningar á Kristnihaldi undir Jökli í Iðnó, en eins og kunnugt er, þá hafa nokkrir leikritagagnrýn- endur fundið að því á hvað er lögð áherzla í uppjœrslu þessa verks Halldórs Laxness. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, svið- setti verkið jafnframt því sem hann leikstýrir því. Leikhús- verkið er unnið upp úr bók- inni Kristnihald undir Jökli. Ugglaust verður forvitnilegt að heyra Svein Einarsson, leik- stjóra sýningarinnar, gera grein fyrir sinni afstöðu til uppfœrslu verksins og annars vegar gagn- rýnendanna tveggja. 21,10 Upphaf Churchill-ættarinnar (The First Churchills) Framhaldsmyndaflotakur í tólf þáttum, gerður af BBC um ævi Johns Churchills, hertoga af Marl- borough, (1650—1722), og Söru, konu hans. 3. þáttur — Krókur á móti bragði. Leikstjóri Daviik Giles. Aðalhlut- verk: John Neville og Susan Hamp- shire. Efni 2. þáttar. Foreldrar Johns og Söru reyna að stía þeim í sundur, því að bæði eru þau blásnauð. Margir óttast, að rikiserfinginn, Jakob hertogi af York, bróðiir kon- ungs. muni endurvekja kaþólska trú í landinu, taomist hann til vaida. Samtök eru mynduð gegn honum undir forystu aðalsmannanna Shaftesburys og Buckinghams. John og Sara ganga í hjónaband. 21,55 Síðasti veðmálaspekúlantlnn Fyrrum lifðu margir góðu lífi á því að stunda veðmál á hinum ýmsu veðreiðum í Bretlandi, en op- inber skattheimta og fleira hefur valdið því, að þessi stétt manna er að hverfa úr sögunni. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22,35 Dagskrárlok. Þriðjudagur 27. október 20,00 Frétttir 20,25 Veður og auglýsiugar 20,30 Finnst yður góðar ostrur? (Ka' de li’ östers?) Sakamólaleikrit i sex þátturn eftir Leif Panduro, gert af danska sjón- varpinu. 5. þáttur. Leikstjóri Ebbe Langberg. Aðalhlutverk: Povel Kern, Erik Paaske, Björn Watt Boolsen og Birgitte Price. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 4. þáttar: Brydesen er eftirlýstur vegna morðsins á ungfrú Holm, en í ljós kemur, að þau eru trúlofuð. Vart verður mannoferða við sumarhús hans. Lögreglan fer á staðinn og finnur þar lík í frystikistu. (Nordvisi'on — Danska sjónvarpið). 21,05 Bankavaldið Umræðúþáttur um starfsemi og stöðu banka á íslandi. Hætt er við bankastjórana Jóhannes Nordal, Jónas Haralz, Jóhannes Elíosson, Þórhall Tryggvason og Pétur Sæm- undsen. Ólafur Ragnar G'rímsson stýrir umræðum. Þessi þáttur verður að megin hluta sendur beint út úr sjón- varpssal, en þar verða allir bankastjórarnir saman komnir, en einnig er skotið inn í þáttinn filmuglefsum, þar sem fólk er spurt um skoöanir 'á banka- málum. 22,00 Þrjátíu daga svaðilför Bandarísk mynd um sumarskóla í Klettsfjöllum, þar sem reyndur fjallagarpur kennir unglingum að klífa fjöll og sjá sér farborða í óbyggðum. Þýðandi: Björn Matthíasson. Ástæða er til að vekja at- hygli á þessari mynd, þar sem fólki er kennt að fara um fjöll og firnindi, sérstaklega með tilliti til þess, að áhugi fyrir fjallaferðum á fslandi fer ört vaxandi og stöðugt kemur það fyrir að menn lendi í vandræð- um á fjöllum. Ugglaust á fjallaáhugi eftir að fara vaxandi hér á landi og ef til vill geta einhverjir lært fjallamennsku í umrrœddum þœtti. 22,50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 28. október 18,00 Ævintýri á árbakkanum Naggrísinn keppir við vindinn. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Þulur Kristín Ólafsdóttir. 18,10 Abbott og Costello Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 18,25 Denni dæmalausi Wilson fer í hundana. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 18,50 Skólasjónvarp Eðlisfræði fyrir 13 ára börn. 1. þáttur — Tíminn. Leiðbeinandi örn Helgason. Umsjónarmaður Guðbjartur Gunn- arsson. 19,05 Hlé 20,00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20,30 Nýjasta tækni og vísindi Nýtt lyf: L-Dópa. Fiskrækt. Geimferðir handan við tunglið. Verndun jarðvegs. Umsjónarmaður örnólfur Thoirla- cius. t þessum þœtti er fjallað um tvö mál, sem mikið hafa verið rœdd hérlendis að undanförnu. Annars vegar verndun jarð- vegs og náttúrufyrirbæra, sem er stórmál fyrir ísland í fram- tíðinni, og hins vegar er fjallað um fiskirækt, sem stöðugt hefur farið vaxandi og verður líklega mun fjölbreyttari í framtiðinni, þegar farið verður að rækta fleiri fisktegundir en vatnafiska. Niðurstöður Breta af fiskeldirannsóknum á flat- fiski og fleiri fisktegundum sýna mjög jákvæðan árangur og margir telja brýna nauðsyn á því, að hefja nú þegar viða- miklar athuganir hérlendis í þessu efni. Framhald á bls. 45 Leikhúskjallarinn Uppskrift verður aldrei góð, ef notuð eru léleg hráefni. Þetta vita allar reyndar húsmæður. Því hefur Ljóma Vítamín Smjörlíki verið mest selda smjörlíki á íslandi í mörg ár. LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖR- LÍKI GERIR ALLAN MAT GÓDAN OG GÓÐAN MAT BETRI LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI OP'O I vAvÖV-Ux Kvöldverður framreiddur frá kl. 18. Vandaður matseðill. Njótið rólegs kvölds hjá okkur. Borðpantanir í síma 19636 eftir kl. 3. Leyndardómur góðrar uppskriftar! Siðustu cintök Enn eru til örfá eintök af hinni fróð- legu og skemmtilegu bók Skúla Helga- sonar SÖGU KOLVIÐAR- HÓLS þar sem hann bregður upp svipmyndum af ferðalögum yfir hinn forna fjallveg Hellishciði fyrr á tímum, mannsköðum sem orðið hafa á heiðinni frá því fyrir 1800 og greinir frá öllum gestgjöfum Kolviðarhóls, 6 að tölu, ásamt frásögnum um drauga og dulræn efni. Bókin fæst nú aðeins i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar i Reykjavik og kaupfélögun- um á Selfossi og kostar aðeins kr. 250,00. Esmjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.