Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 20
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBBR 1970 — Nader Framhald af bls. 33 ÓSTUNDVÍS Nader hefur lítið timaskyn. Hann er alltaf á eftir áœtl- un og stundvísi þekkir hann ekki. Engar fastar skorður eru á vinnutima hans. Hann vinnur 16—20 tíma í sólar- hring 7 daga vikunnar. Hann býr í einu herbergi i ein- hverju gömlu húsi i Washing ton og þar eru líka aðal- stöðvar hans. Símar hans eru með leyninúmerum og hann þarf að skipta um númer nokkrum sinnum á ári. Hann kemur sjaldnast til dyra þótt bankað sé og það er hending ef hann svarar síma. Örugg- asta leiðin til að ná I hann er að senda honum símskeyti. Foreldrar Naders voru frá AÐALFUNDUR Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi verður haldinn miðvikudaginn 28. okt. kl. 20,30 að Skipholti 70. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kjör stjórnar fyrir næsta starfsár. 3. Kjör fulltrúa í fulltrúaráðið. 4. Önnur mál. Á fundinn kemur Dr. Gunnar Thor- oddsen, flytur ávarp og svarar fyrir- spurnum. Stjórn Hverfasamtakanna. AÐALFUNDUR Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Langholts-, Voga- og Heima- hverfi verður haldinn þriðjudaginn 27. október kl. 20,30 í samkomu- sal Kassagerðar Reykjavíkur við Kleppsveg. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kjör stjórnar fyrir næsta starfsár. 3. Kjör fulltrúa í fulltrúaráðið. 4. Önnur mál. Á fundinn kemur frú Auður Auðuns, dóms- og kirkjumálaráðherra, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum. Stjórn Hverfasamtakanna. AÐALFUNDUR Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi verður haldinn miðvikudaginn 28. okt. kl. 20,30 í samkomusal Kassagerðar Reykja- víkur við Kleppsveg. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kjör stjórnar fyrir næsta starfsár. 3. Kjör fulltrúa í fulltrúaráðið. 4. Önnur mál Á fundinn kemur Jóhann Hafstein, for- sætisráðherra, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum. Stjórn Hverfasamtakanna. I bbm Líbanon, en fluttu ung til Bandaríkjanna. Faðir hans er vel efnaður veitingamaður. 1 uppvexti var alltaf lögð mik- il áherzla á það i foreldra- húsum að börnin ræddu þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni. Hafa sumir fréttamenn líkt kvöldmáltíð- inni á heimili Naders við Kennedyfjölskylduna, en yf- irleitt var setið undir borð- um í margar klukkustundir og rökrætt um hin ýmsu mál efni. Nader var fyrirmyndar- stúdent i skóla og fékk alltaf hæstu einkunnir á öllum próf um. Hann fékk orð á sig í háskóla fyrir að vera hinn mesti næturhrafn og lánuðu prófessoramir honum lykla að bókasöfnunum, svo að hann gæti lesið á nóttunni. Um helgar ferðaðist hann á puttanum til þess að sjá land ið og sýna sig. Nader er um 190 cm á hæð, en fremur grannur og fölur i andliti. Hann er óskaplega feiminn meðal ókunnra og veit stundum ekkert hvernig hann á að haga sér. Hann reynir að láta sem minnst á sér bera, og þegar hann kem ur á hótel segir hann aðeins: „Ég heiti R. Nader.“ Hann held ur afmælisdegi sínum leynd- um, því að annars myndu gjafir og tertur flæða yfir hann. í vinahópi er hann sagður skemmtilegur og þægí- legur félagi, en yfirleitt yfir TOM DARCY—REWSOAY „Svo að við snúum okkur að bjartari hlið málsins, þá er alltaf von til að Ralph Nad- er kaupi einhvern af 296 þús und bifreiðum okkar, sem eru með gallaða hemla og ljósabúnað." gefur heinn samkvæmi fyrst- ur allra, til að komast heim og lesa eða hringja i nokkr- ar klukkustundir áður en hann fer að sofa. Nader seg- ist ekkert hafa á móti kven- fólki, en hann hafi bara eng an tíma til að bjóða stúlku út. Foreldrar hans sögðu nú fyrir skömmu: „Við erum mjög hreykin af Ralph, en vildum að hann færi að gifta sig. Ballestarjórn í fiskibdta Höfum hrájám, hentugt til notkunar í ballest, fyrirliggjandi. Upplýsingar í sima 41757 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 e.h. Einbýlishús 12—15 herbergi, helzt innan Hringbrautar, óskast til kaups. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunbiaðsins, merkt: „Húseign — 6005", fyrir 30. þessa mánaðar. Með væntanleg tilboð verður farið sem trúnaðarmál. Afvinna Stúlka óskast nú þegar til símavörzlu. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veittar frá kl. 14—18 mánu- daginn 26. þ.m. (ekki í síma). KR.HHISTJANSSDN H.F. ÖMBDHIB SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.