Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 5
MORÖUTNTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓRBR 1970 29 — Já, sagði Eyjóifur, — það var fremur fátitt að unglingar færu í skóla, og það þótti tölu- vert mikið fyrirtæki. Skólarnir voru heldur ekki margir það var Flensborgarskólinn, Gagn- fræðaskólinn á Möðruvöllum, svo og náttúrlega búnaðarskól- arnir. Þetta voru alþýðuskólarn ir, en menntaskólinn var þá auð- vitað einnig til — hann var fyr- ir þá sem ætluðu í langskólanám og vildu gerast embættismenn. Ég minnist góðra daga og góðra manna frá verunni í Flensborgarskólanum. Þá var þar skólastjóri Jón Þórarins- son, sem litlu síðar varð fyrsti fræðslumálastjóri landsins. Jón var glæsimenni mikið og ákaf- lega stjórnsamur. Þarna kenndi líka séra Magnús Helgason, sem var þá nýkominn frá prestsskap á Torfastöðum í Biskupstungum, einstakur maður sökum vitsmuna og lærdóms. Einnig gæti ég nefnt Ögmund SigurCsson kenn- ara, en þeim sem þekktu til ann- arra kennara, þótti kennsla Ög- munds tilþrifamikfl og sérstök. Hreppstjóri í Meðallandinu í rúm 50 ár Spjallað við Eyjólf á Hnausum sem m.a. segir frá skólaárum í Flensborg 1904-7 og tíðum skips ströndum á Meðallandssöndum Sennilega hefur aðeins einn maður verið lengur hreppstjóri en Eyjólfiu- Eyjólfsson á Hnaus um í Meðallandi. Það var Þor- leifur Jónsson í Hólum í Horna- firði. Hann var hreppstjóri í 54 ár, frá 1890—1944, en Eyjólfur hefur nú verið hreppstjóri í Eeið valiahreppi í Meðaliandi í 51 ár. — Var um þritugt þegar hann tók við embættinu, og verður hann 82 ára i fehrúar í vetur. — Þegar ég var ungur höfðu menn það oft á orði að ég væri ellilegur, en nú eru flestir að segja mér að ég sé unglingur miðað við aldurinn, sagði þessi aidraði héraðshöfðingi, en hann leit við hjá okkur á Mbl. fyrir skömmu og við ræddum við hann um stund. Og þetta eru orð að sönnu. Eyjólfur ber aldttr inn vel. Er enn léttur í spori og beinn í baki. Það eina sem hef- ur látið á sjá er sjónin — hún er ekki eins góð og áður, en þó gengur Eyjólfur gleraugnalaus og sér sæmilega til lestrar með gleraugttm. TVEGGJA TÍMA FERÐ TIL REYKJAVlKUR Þegar ég var í Flensborg var Hafnarfjörður litill bær, — íbú- arnir voru víst í kringum 1000 talsins. Það þótti töluvert sögu- legur atburður að raflýsing hafði komið þangað veturinn 1904—1905 og mun það hafa ver- ið fyrsta raflýsingin hér á landi. Mér þótti auðvitað gaman að þvi að það skyldi vera Skaftfelling- ur, sem annaðist framkvæmd þess verks, þótt tæpast gæti ég þó verið montinn af því. Á þessum árum voru samgöng- ur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur heldur litlar. Til Reykjavikur var tveggja tima gangur, og menn fóru ekki nema þeir ættu erindi. Ég man það, að á leiðinni til Reykjavikur sá maður Bessastaði og Kópavog blasa við til beggja handa, og hafði andúð á báðum stöðunum. Þessir staðir hafa heldur betur náð sér upp á þessum árum sem síðan eru liðin. LÍTIÐ UM SKEMMTANIR Aðspurður um skemmtanir skólafólksins sagði Eyjólfur: — Fólk gerði ekki svo mikið af þvi að skemmta sér. Stundum var þó farið á böll, en það var ekki vel séð, nema þá ef skól- inn hélt þau. Öðru hvoru voru svo skemmtanir í skólanum. Ég man t.d. eftir því að á einni slikri skemmtun hélt Jón Aðils sagnfræðingur ákaflega áhrifa- mikið erindi um Eggert Ólafs- son. Jón var snillingur í að setja fram mál sitt. Annars lifði skólafólkið, sem flestir þá, heldur óbrotnu og reglusömu lifi, og þrátt fyrir töluverða umbrotatima í islenzk um þjóðmálum, létu skólapiltar þau yfirleitt lítið til sin taka. Við lásum sjaldan blöð og póli- tík var ekki nefnd á nafn svo ég muni. Það væri þá helzt símamál ið fræga sem ég man eftir, enda risu öldurnar þá hátt. Ég hlust- aði á Hannes Hafstein vígja sím- ann og var það all minnisstætt. KYNNTIST MÖRGU FÓLKI A LEIÐINNI Á skólaárum Eyjólfs á Hnaus- um var ekki auðhlaupið milli Meðallands og Reykjavíkur. Árnar voru flestar hverjar óbrúaðar og götur grýttar. Eyjólifur sagðist jafnan hafa far- ið gangandi til Hafnarfjarðar á haustin og heim aftur á vorin. — Það var ekki fyrr en maður kom austur fyrir sýslumörk í Skaftafellssýslu að farið var að reiða mann, sagði hann. — Ekki man ég glöggt hvað svona ferða- lag tók langan tima, en það var talin 4 daga ferð að fara ein- hesta úr Meðallandi til Reykja- víkur. En þrátt fyrir að þetta væru erfið ferðalög voru þau skemmti- leg ferðalög, og maður kynntist mörgu fólki á leiðinni. Gisti víða. Það þótti t.d. sjálfsagt að gista að Kolviðarhóli og i Þjórs- ártúni. Oft var það töluverðum erfiðleikum bundið að komast yf ir ámar. Oft fékk maður reiðslu yfir þær, og einkum var fólkið í Skógum undir Eyjafjöllum hjálpsamt að koma manni yfir Jökulsá á Sólheimasandi, sem var einn mesti farartáiminn á leiðinni. BtJSKAPUR OG BARNAKENNSLA — Eftir að ég lauk námi í Flensborgarskólanum 1907, sett- ist ég að hjá foreldrum mínum i Botni, sagði Eyjólfur, — jafn- framt fór ég að fást við að kenna börnum og var við það meira og minna í 12 vetur. Einn- ig kenndi ég unglingum I Vík í Mýrdal, en hætti þvi laust fyrir 1920, og fór þá að gefa míg meira að búskaparmálum, fyrst með foreldrum minum, en árið 1923 keypti ég jörðina Hnausa í Með- allandi og hef búið þar síðan. Þá var ég orðinn kvæntur mað- ur; konan min er einnig úr Með- allandinu, hún heitir Sigurlin Sigurðardóttir og er af ætt hins fræga eldklerks, Jóns Stein- grímssonar. Þessi fyrstu búskap arár mín voru óneitaniega erfið. Millistríðsárin fóru illa með margan. Þá hækkuðu útlendar vörur mjög í verði, en afurðirn- ar ekki að sama skapi. Bústofn- inn var heldur ekki stór hjá manni. Þegar ég hóf búskapinn mun ég hafa átt um 50 ær, tvær kýr og nokkur hross. Ég hef víst heldur aldrei mikill búmaður verið, enda ærið oft orðið fyrir miklum töfum við búskapinn. AFSKIPTI AF 30 STRÖNDUM — Ég var skipaður hnepp- stjóri Leiðvaliahrepps árið 1919, sagði Eyjólfur, — og það starf var oft nokkuð erilssamt og erf- itt, einkum vegna strandanna. Að öðru leyti voru mín hrepp- stjórastörf vitanlega svipuð og hjá öðrum hreppstjórum. Við þetta bættust svo ýmisleg önn- ur störf sem ég tók að mér, t.d. var ég lengi i hreppstjóm og Hreppstjóraferill Eyjóllfs er í senn langur og sérstæður. Eng- inn íslenzkur embættismaður hef Eyjólfur Eyjólfsson er ann- ars Meðallendingur að uppruna. Fæddur að Botnum í Meðallandi, en á ættir sínar að rekja í marg- ar áttir: Suðursveit, Öræfin, Dal ina og e.t.v. liggja hans ættár- þræðir alla leið norður til Möðruvalla. En foreldrar Eyjólfs bjuggu í Botnum og þar óx hann upp við leik og störf, allt fram til ársins 1904, en þá beygði hann nokkuð út af hinni venjulegu braut samtíðarmanna sinna, hleypti heimdraganum og hélt suður á bóginn fór til Hafnarfjarðar og hóf nám í Flensborgarskólanum, sem þá var ein virtasta menntastofnun landsins. ur sennilega þurft að hafa eins mikil bein afskipti af skips- ströndum og Eyjólfur hefur þurft að hafa. Á Meðallands- sÖndum hafa skipsströndin alla tíð orðið mörg, stundum með fárra daga rnillibili. Og meðan samgöngur voru erfiðar yfir óbrúaðar ár og torfæra sanda mæddi oft mikið á hreppstjóran- um um fyrirgreiðslu fyrir strandmennina, og uppboðssölu á strandgóssinu. — Ég var oft ekki nema hálfur við búskapinn, sagði Eyjólfur — enda vist ekki hægt að segja um mig, að ég hafi verið stórbóndi, þótt alltaf hafi ég komizt sæmilega af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.