Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 2
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNiNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1970 og eldur í sinu. Danskur skip- stjóri, Larsen að nafni, vann það aðdáanlega afreksverk að brjótast með skip sitt inn á Raufarhöfn. „Blessaður Larsi gamli.“ Guðmundur litli Magnússon flyzt þetta vor búferlum með móður sinni, þau fara um á Raufarhöfn. Þá sér hann skip Larsens, „Kristínu litlu,“ en mest þráði hann að sjá Larsen sjálfan, segist ekki mundu hafa fagnað þvi meir, þótt hann hefði fengið að sjá Snorra Sturluson eða Egil Skallagríms son. Og svo sá hann „Larsa garnla" og gleymdi honum aldrei. „í þrjátíu og sex klukkustundir sat hann þannig uppi í reiðanum og stýrði skipinu þaðan. Loks er það var komið svo nálægt Raufarhöfn, að ekki var annað eftir en róa það inn á leguna, lét hann sækja sig og styðja sig ofan úr reiðanum. Þá var hann mátt- laus og svo þrekaður, að hann gat hvorki staðið uppréttur né gengið óstuddur — en þá var líka þessi mannraun á enda og fullur sigur unninn." Jón Trausti bendir á , að þessi maður hafi ekki fengið nein verðlaun úr hetjusjóði, ekkert „annað en þakklæti fá- einna bágstaddra vesalinga á nyrzta hjara Islands, og ævi- langa aðdáun piltungs eins og mín.“ Og hann klykkir út með því að segja að slíkir menn ættu að ráða löndum og lýðum. Hann bætir við: „Þeir verða að afsaka uppskafningarnir og oflátungamir — hvort sem þeir nú eru búfræðingar, búðarlok- ur, barnakennarar, námsbusar í einhverjum bekk menntaskól- ans eða uppgjafa sýslumenn í einhverju miður álitlegu fjár- málabraski — þeir verða að afsaka, þótt ég geti ekki metið þá mikils. Menn eins og Lar- sen gamli fylla hug minn og í samanburði við slíka verður lít ið úr þeim." Hér á skáldið m.a. við þrjá menn, sem höfðu á síð- ari árum skrifað óþægilega um bækur hans, Árna Jakobsson, Kristján Albertsson sem þá var í skóla og Einar Benedikts- son. x x Af þessari frásögn má glöggt greina, hversu langt fólkið á Melrakkasléttu hefur verið leitt vorið 1882. Kannski hef- ur aldrei neitt skip komið til hafnar, sem vakið hefur jafn mikinn fögnuð og þegar Larsen sigldi „Kristinu litlu“ inn á Raufarhöfn. Þegar við ókum um Sléttuna rifjaðist þetta upp. Og Helgi í Leirhöfn sagðist hafa heyrt, að æðarfugl hefði frosið á hreiðr- unum eftir frosthörkuáfelli. Helgi bætir því við, að enginn vafi sé á, að aðstaðan á Odds- stöðum, næsta bæ við Núps- Rif. kötlu, sé fyrirmyndin að nátt- úrulýsingunni i smásögunni Á fjörunni: Sigmundur gamli vökumaður er á leið út á tang- ann til að vaka yfir varpinu og tekur að sjálfsögðu með sér dagdraumana. Hann hafði það markmið „að einhver, sem væri að marka hvað segði, kallaði hann skáld, áður en hann legð- ist í gröfina." Hann hefur vist ekki verið einn um það, Sig- mundur gamli! En þarna blasir við tanginn hans, stolt hans og yfirráðasvæði: „Ennþá var flóð alveg upp í árósinn; vaðlarnir voru allir í kafi, og hvergi sá á þang á skerjunum og flúðun um. Grandinn fram í varpeyj- una var líka i kafi, svo að það var breitt sund út í eyjuna, fulldjúpt fyrir meðalhafskip." En nú er Sigmundur gamli horfinn úr f jörunni. Brimið tók BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. Reynimel 60. — Sími 18660. Þjóðgarðar Islands The National Parks of lceland Islands nationalparker Die islándischen Nationalparks SKAFTAFELL ÞINGVELLIR BIRGIR KJARAN lýsir sögu og sérkennum staðanna í texta, sem er á fjórum tungumálum: íslenzku, ensku, dönsku og þýzku. Bókin er prýdd 50 litmyndum eftir ýmsa af þekktustu Ijósmyndurum þjóðarinnar. Útsöluverð kr. 362,00. hann, þetta hljóða brim sém tekur okkur öll. x x Helgi í Leirhöfn segist hafa spurt Jón Trausta að því, hvort hann notaði ákveðna at- burði í sögum sínum. Nei, hann vildi ekki kannast við að Borgir væru t.a.m. um alkunn átök á Seyðisfirði. En auðvit- að eru þau grunntónn sögunn- ar, segir Helgi. Hún er hlaðin úr austfirzku blágrýti, eins og Stefán Einarsson segir. Sama er að segja um Leysingu, sem „er merkust fyrir það, að í henni er lýst í fyrsta sinn í is- lenzkri skáldsögu þjóðfélags- legri hreyfingu, baráttu gam- alla og nýrra verzlunarhátta," eins og Stefán Einarsson kemst að orði. Grunntónn sögunnar eru átökin á Húsavík milli kaupfélagsmanna og Þórðar Guðjohnsens. Helgi segir að Þórður hafi einhvem tíma lát- ið þessi orð falla: „Margt hef- ur mátt segja um mig. En gera mig að brennuvargi og morð- ingja, það finnst mér nokkuð feitt!“ x x Sigurður Nordal segir á ein- um stað í nýútkomnu riti sínu um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana, að þvi sé ekki að neita „að snuður i æviatriði og einkalíf skálda og rithöf- unda, eins og í bóklegar fýrir- myndir þeirra, hafi um skeið keyrt nokkuð úr hófi. Þegar fræðimenn hafa leitað dauða- leit að þess háttar efni og fund ið fáein korn í nef sér, hættir þeim við að gera sér helzti mikinn mat úr þeim.“ Þrátt fyrir þessi orð reyndi ég að hnýsast nokkuð að tjalda baki með aðstoð Helga í Leir- höfn. Það ætti að vera fyrir- gefanlegt, því að Sigurður Nordal bætir við fyrrnefnd ummæli sín, að samkvæmt „svo- nefndri „nýrri gagnrýni" á ekki að gefa neinn gaum að höfundum skáldrita, heldur rannsaka þau eins og hvert þeirra væri jafneinangrað sem loftsteinn. Þarna er auðsæ ein af krampateygjum húmanískra fræða nú á dögum, tilraun að gera eðlilega hluti að launhelg um og telja almenningi trú um að þau séu „visindi“.“ Það er því varla goðgá, þótt rifjuð sé upp dálítil vísa, sem Guðmund- ur Magnússon orti drengur í Núpskötlu, meðan hann varþar hjá móður sinni og stjúpa. Þessi visa er I bréfi til móður Helga I Leirhöfn: „Bið ég drótt að bréfið þá beri fljótt til Leirhafnar, húsfrú skjótt í hendur fá Helgu dóttur Sæmundar." Guðmundur var sendur til séra Þorleifs Jónssonar á Skinna- stað i Axarfirði og kom þeim ekki saman, enda óvist hvaða kantar voru uppi á presti og gat verið þunglyndur. Hann sagði um Guðmund: „Ég finn enga gáfu hjá þessum strák.“ Þorleifur var é-maður. Ein- hverju sinni, þegar hann var við skál, fór hann að rífast um é og j. Þá var honum bént á, að j væri í Jesús. Þá sagði hann, „Það er ekkert að'marka, það er útlenzkur anskoti." Eins og fyrr segir, var Guð- mundur í Skinnalóni á við- kvæmum aldri. Strákurinn hef- ur verið skýr, hvað sem séra Þoríeifur sagði. 1 Skinnalóni sváfu krakkarnir saman. Einn morguninn var hann snupraður fyrir að hafa bleytt rúmið. Þá sagði hann: „Já, það veit ég ekki. En ef það er blautt, þá hefur Helga bleytt það.“ Helga var alsystir hans. Af þessari litlu sögu Helga i Leirhöfn má sjá, að sjálfsbjargarviðleitnin Afgreiðslumaður Maður vanur afgreiðslustörfum óskast til að sjá utn vöruafgreiðslu okkar. Páll Þorgeirsson & Co. Litmynda- og landkynningarbók Tilkynning Samkvæmt samningum milli Vörubifreiðastjórafélagsins Þrótt- ar í Reykjavík og Vinnuveitendasambands Jslands, og samning- um annarra sambandsfélaga, verður leigugjald fyrir vörubifreið- ar frá og með 1. nóvember 1970 og þar til öðruvísi verður ákveðið, eins og hér segir: Fyrir 21 tonna bifreið Dagv. 275,40 Eftirv. 312,10 Naetur- og helgidv. 348,80 - 21 til 3 tonna hlassþ. 306,80 343,50 380,20 — 3 til 31 — — 338,30 375,00 411,70 — 31 til 4 — — 367,10 403,80 440,50 — 4 til 41 — — 393,30 430.00 466.70 — 41 til 5 — — 414,40 451,10 487.80 — 5 tii 51 — — 432,70 469,40 506.10 — 51 til 6 — — 461,10 487,80 524,50 — 6 til 61 — — 466,70 503,40 540,10 — 61 til 7 — — 482,50 519,20 555,90 — 7 t« 71 — — 498.30 535.00 571,70 - 71 til 8 — — 514,00 550,70 587,40 Iðgjald atvinnuveitenda til Lrfeyrissjóðs Landssambands vönt- bifreiðastjóra innifalið í taxtanum. Landssamband vörubifreiðastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.