Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 16
40 MORGUNBLAi>IÐ. SUNNUDAG'UR 1. NÓVEMBíBR 1970 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR * Lrlendur Jonsson skrifar um J [)] KJ M [] EJ N N n m [] Á LÍÐANDI STUND Ferðasaga með útúrdúrum Svíþjóð og ísland eru ekki giska lík lönd. Sama máli mundi gegna um þjóðirnar, ekki aðeins i nútímanum, heldur svo langt fram sem sögur herma. íslenzk- ir fornmenn trúðu helzt á Óðin, goð skáldskapar. Og hann er með nokkrum hætti tignaður hér enn. Fornmenn Sviþjóðar höfðu Frey i mestum hávegum, goð ástar og frjósemi. Sænskar kvikmyndir bera með sér, svo ekki verður um villzt, að þeir eru enn við það heygarðshornið. „Pornó“ eða „porr“ er þar hluti daglega lífsins. Og ungar ólétt- ar konur bera keisir sínar á torg. Af óteljandi þvílíkum „sýningum" að dæma mætti ætla, að Svium fjölgaði nú svo ört, að þeir væru á góðri leið með að uppfylla jörðina í bókstafleg- asta skilningi. En raunin mun önnur — þeim fjölgar þjóða minnst þrátt fyrir talsverðan innflutning fólks frá öðrum lönd um. Ekki veit ég, hvernig Sviþjóð kemur fyrir sjónir þeim, sem hafa dvalizt þar árum saman, né heldur, hvað þeim mun minnis- stæðast frá þvi landi. Sá, sem dvelst aðeins nokkrar vikur í landi, fer þaðan með svipmynd- ir einar. Mín fyrsta og síðasta svipmynd af Sviþjóð mætti vel orðast með slagorðunum: hreint land, fagurt land. Svíar eru þrifin þjóð. Meira að segja hund amir ganga þar um svo hrein- lega sem yfirhöfuð er hægt að ætlast til af hundum, leggja lít- ið frá sér á almannafæri og trufla vegfarendur sjaldan með gelti og urri. f þeim efnum standa þeir jafnvel fram- ar brezkum bræðrum sinum, sem iæra þó umgengni í sérstökum hundakvöldskólum, að enskur hundaeigandi tjáði mér fyrir nokkrum árum (hann gekk sjálf ur með hund sinn í slikan skóla). En svo maður snúi sér aftur að sænsku myndunum — auk þeirra eða réttara sagt vegna þeirra munu nú sænsku „flifck- umar“ bera hróður lands sins hvað „djarflegast" út um heim- inn. Otlendingur í Svíþjóð má því vera dauður úr öllum æðum, renni hann ekki hýru auga til þeirra. En margt er skrýtið í harmoníu — í reyndinni kvað þetta vera blessuð dygðaljós, sýnd veiði, en ekki gefin. Ekki er heldur neina „dirfsku" á þeim að sjá, þar sem þær líða á sínum stuttu pilsum eftir prýðilega sópuðum gang- stéttunum, alltaf eins og nýbað aðar — ekkert nema saklaust holdið. Sænskir intelligentar eru heimsins Ijúfasta fólk, látlausir og elskulegir (þeir, sem ég hef fyrirhitt). En klæðnaðurinn og „hollningin" getur staðið í öfugu hlutfalli við sálarljósið. f>að er ekki nútímalegt að ber- ast á í klæðnaði; skraddara- reikningar ættu ekki að setja föður neins stúdents á höfuðið nú eins og á dögum Gríms Thom sens — og þó; það sem við fyrstu sýn kann að minna á tötra, get- ur, þegar öllu er á botninn hvolft, verið rándýr skratti; stællinn verður alltaf dýr, hvernig sem hann lítur út, á það er óhætt að reið^sig. En það er ninn dæmigerði sænski ungi menntamaður — hvernig kemur hann annars fyr- ir sjónir? Þú ert ef til vill stadd ur á einhverri „ráðstefnunni", eins og allar kjaftasamkomur eru nú kallaðar, hversu ómerki- legar sem þær eru; gefið er kaffi hlé, samkomugestir setjast að borðum og sjá: þar birtist nýtt andlit, magurt og drengjalegt og óreynslulegt, svo þér dettur í hug, að þar sé kominn sendi- sveinn fundarins. En aldeilis ekki — þarna er semsé kominn fram í dagsljósið næsti fyrirles- ari „ráðstefnunnar", fil cand, fíl mag, fíl líc eða yfirleitt hvaða fíl sem verkast vill, en alltént háskólamaður undir grímunni. Og svo byrjar hann að tala, leggst fram á ræðuborðið, kveik ir í sígarettu og púar út um munnvikin, til að byrgja sig þó ekki sýn áheyrenda, og malar þetta blæbrigðalaust og jafnt í sömu tóntegundinni eins og hann sé að spjalla við gamla fé- laga, sem sitji þarna andspænis honum af hreinni tilviljun og enginn þeirra nenni að hreyfa sig. Og hvert er svo ræðuefnið? Kannski þetta eða hitt í sænsku þjóðféiagi, „samhallet", það er tízkuefnið; kannski „pomó“ í sænskum myndum; kannski eitt- hvað enn annað, en í öllu falli eitthvað um samtíðina; Svíar ríg halda í liðandi stund. Svo líður að kvöldi með kostulegri máltíð — a la surprise —- kaffi með vondu skandínavísku „koníaki" og allri þeirri fölsku einlægni og sjálfumgleði, sem þvilik veizla hefur í för með sér. Ungi menntamaðurinn leikur á alls oddi í rúliukragapeysu sinni og hnýtir þessum hala gjarnan aft- an i rabb sitt: „ . . . þvi eins og allir vita er Svíþjóð sósíaliskt ríki.“ Ef til vill telur hann sér trú um, að sér sé alvara, hver veit? En svo mikið er víst, að undirritaður fátækur gagnrýn- andi frá Islandi vildi heldur vera erfiðismaður heima á Fróni en „arbetare" í þessu „sósíal- íska riki“: Heldur margt til þess, sem ekki verður að sinni rætt. Hins vegar gizka ég á, að betra sé að vera háskólamaður í Sví- þjóð en á Islandi. Svíar kunna að meta sérkunnáttu, með hjálp hennar hafa þeir byggt upp vel- ferðarriki sitt; og að þar væri framin önnur eins villimennska og sumir vilja nú hafa í frammi hérlendis gagnvart háskóla- menntuðum kennurúm til að mynda — slíku mundi ég alls ekki trúa á Svia eftir þeim tak- mörkuðu kynnum að dæma, sem ég hef af þeim haft. Biaðaþjóð eru Svíar mest í heimi. Rösklega hundrað dag- blöð eru gefin út í landinu, og annað hvert mannsbarn kaupir blað daglega. En gagnstætt þvi, sem viða gerist, t. d. hérlendis, eru siðdegisblöðin útbreiddari en morgunblöðin. Stærst að upp lagi er Expressen, drjúglega 550 þúsund eintök, síðdegisblað; þá kemur Aftonbladet með 430 þúsund, líka síðdegisblað, en þriðja í röðinni er svo Dagens Nyheter, morgunblað, með ríf 420 þúsund. Svenska Dagbladet, sem telst líka mikils háttar morg unblað, er hins vegar miklu neð ar að eintakafjölda eða með 165 þúsund eintök (þessar tölur eru tveggja ára gamlar og sléttaðar af hér; teknar úr Dagspressen í Sverige, 1968). Fljótt á litið sýn- ist ekki mikill munur á Dagens Nyheter og Svenska Dag- bladet; bæði í stóru broti, fyrir- sagnir margar á siðu, en fyrir- sagnaletri stillt í hóf; heimsfrétt- ir og merkustu innlendar frétt- ir á forsíðu; „kúltúrsíður" í hverju blaði og svo framvegis. Hins vegar voru þessi blöð í upphafi stofnuð með ólík mark- mið fyrir augum — Dagens Ny- heter skyldi vera almennings- blað, en Svenska Dagbladet handa menntuðu heldra fólki — og enn í dag má greina þau sjónarmið gegnum efni þessara blaða. Dagens Nyheter er í orðs ins fyllsta skilningi almennt blað, flytur efni, sem almenning ur vill lesa, og boðar stefnu, sem fjöldinn er móttækilegur fyrir. Þannig er blaðið borgara- legt á stjórnmálasviðinu, en frjálslynt í menningarmálum og engum stjómmálaflokki háð. Rit stjórar tveir skipta með sér verkum. Olof Lagercrantz, sem er okkur Islendingum að góðu kunnur, er menningarritstjóri. Verkaskipting ritstjóranna mun eiga rætur að rekja til upphafs Viet-nam stríðsins árið 1965. Ýmsir greinarhöfundar úr rit- höfundastétt, þeirra á meðal Lagercrantz, urðu þá til að spyma óþyrroilega við málstað Bandarikjamanna; blaðið virtist ætla að taka krappa vinstri beygju. En þá komu eigendurn- ir til skjalanna, fjölskyldan Bonnier, og sögðu hingað og ekki lengra. Og eftir það hefur Dag- ens Nyheter verið hófsamara í ádeilum sinum á vestrænan mál- stað og Lagercrantz haldið sér við sinn leist; vilji hann skrifa um póltiík, verður hann að skrifa undir fullu nafni. Svenska Dagbladet er eins og fyrr segir „intelligensblað" á virðulega visu; borgaralegt —. ekki aðeins í þjöðmálum, held- r einnig í ménningarmálum; mál gagn alls hins „gamla og góða“ og tæpast eins alþýðlegt og Dag ens Nyheter, enda mun helming- ur áskrifenda vera háskólaborg- arar. Svenska Dagbladet hefur löngum lagt áherzlu á vandað- an fréftaflutning og „stabílar" skoðanir; fyrirmynd þess er The Times í London. Sagt er, að það leggi ekki metnað sinn í að verða fyrst með fréttina, held- ur að segja hana sem sannasta og réttasta. Morgunblöðin eru að mestu leyti áskrifendablöð og hræódýr. Áskrifendur fá þau heimsend snemma á morgnana. Húsbónd- inn á heimilinu les blaðið fyrst, meðan hann neytir síns frúkosts. Ef frúin er „hemmafru", les hún það vandlega, milli þess sem hún grípur í verkin og gengur út að verzla, og þegar svo eig- inmaðurinn kemur heim úrvinn unni síðdegis, bendir hún hon- Framhald á bls. 44 Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Heimsbylting 1 lausu lofti Halldór Sigurðsson: Á heitu sumri. Bók um ástir og æsku í uppreisn. Bókatitgáfan Örn og Örlygur. Rvík. Höfundur þessarar skáldsögu mun vera hinn sami og lengi hefur verið þjóðinni kunnur af Ijóðum og ljóðaþýðingum og bókum um heimspekileg efni — og í fyrra sendi frá sér skáld- söguna Orðstír og auður, sem útgáfufélagið Skarc kostaði. All ar þessar bækur gaf hann út undir höfundarheitinu Gunnar Dal, og Gunnar Dal var hann ávallt kallaður, þegar á hann var minnzt. Þessi saga um „ástir og æsku í uppreisn" segir frá ærið æsi- legum atburðum, sem að stend- ur hópur unglinga, er flestir stunda háskólanám. Þeir vilja gera byltingu, sem á að vera liður í uppreisn ungs fólks í öðrum löndum, svipta „gaml- ingjana", sem þeir kalla svo, öllum völdum, taka þau í sínar hendur og stofna til sæluríkis, er nái yfir hvorki meira né minna en mannheim allan. En það er ekki kommúnismi, sem vakir fyrir þessu unga fólki. Örn Austmann, foringi hreyfing arinnar, segir meða! annars svo: „Hinn hrynjandi maðksogni kapítalismi getur aldrei sam- kvæmt eðli sínu orðið slík heild arlausn. Og kommúnisminn? Hvað um hann? Við verðum að læra af öllum stefnum. Árangri þeirra og mistökum, en við get- um ekki horfið aftur á bak til kommúnismans. Kommúnistar hafa staðnað í skriffinnsku sinni og orðið sömu nátttröllin og kapítalistarnir. Þeir hafa tekið upp sína eigin stéttaskiptingu og gert bandalag við borgar- ana. Þeir eru orðnir hækja ihaldsins. Þeir ssekjast eftir sama munaði og borgararnir. Þeir hafa stungið hugsjón sinni í veskið og vefja rauða fánan um um ístruna á sjálfum sér í stað þess að halda honum á loft og sækja fram. .. “ Unglingarnir hafa „andstyggð á hungri, fátækt, þrælahaldi, Ilalldór Sigurðsson undirokun, valdníðslu og mis- rétti. Sá maður, sem miðar ekki afstöðu sína við heildarlausn fyrir mannkynið er óheilbrigð- ur og óheiðarlegur maður.“ Þannig farast Erni Austmanni orð um stefnu og markmið. Kommúnistamir höfðu sama markmið og þeir stýrðu í átt- ina til þess eftir ákveðnu striki frá Marx og Lenin. Samt fór sem fór. Hin hugsjónaríka og baráttuglaða æska á svo að trúa því, að sæluríkið, sem fyr ir er barizt með kröfum, slag- orðum og ofbeldi, komi I raun- inni af sjálfu sér og taki til alls heimsins. Forystumennirnir virðast meira að segja gleyma því, að það kunni að valda all- örlögþrungnum etfiðleikum, að kröfur, uppþot og ofbeldi er tekið talsvert öðrum tökum í kommúnistaríkjunum en á Vest urlöndum kapítalismans — og að kommúnistapáfarnir kunniað líta á það sem ærið brautryðj- endastarf í þeirra þágu að brjóta niður vesturlenzkt þing- ræði og lýðræði og kpma í veg fyrir þær umbætur á velferðar- þjóðfélaginu, sem öllum vitan- lega eru nauðsynlegar. Hinir æsilegu kröfu- og of- beldisatburðir bókarinnar ger ast við stjórnarráðshúsið, há- skólann, lögreglustöðina og al- þingishúsið, sem mesti athafna- maður aðgerðanna í þágu hinn- ar væntanlegu þjóðfélagsbylt- ingar, heljarmennið Guðmundur Atli, skilst þannig við, að um leið og hann hverfur á brott, varpar hann íkveikjusprengju inn í sal neðri deildar, en í há- skólanum hafði hann unnið það afrek, að fleygja vísindalegu handriti rektors út um glugga. Þó að lýsingunum á þessum ósköpum sé dreift um bókiria með allmiklu millibili, eru þau í rauninni það, sem mest ber á í atburðarás hennar, enda fara fram fangelsanir og yfirheyrsl- ur út af þeim, auk þess sem þau ber meira og minna á góma aftur og aftur. Frá at- burðunum segir höfundur skýrt og af fjöri og ekkt ósvipað því, sem blaðamaður mundi gera, en hins vegar eru samtölin um þá, upptök þeirra og afleiðingar ekki alltaf sérlega hnitmiðuð, það sama eða svipað sagt aftur og aftur, hlutunum velt fyrir sér með slagorðum um réttmæti þess, sem gert heíur verið, fúk- yrðum um „gamlingjana" og full yrðingum um, hversu dásamlega ávexti hin væntanlega bylting muni bera fyrir allan mann- heim. Hvert er svo hið raun- verulega viðhorf höfundar. Vart leikur vafi á þvi, að hann tel- ur lýðræði og þingræði komið i ógöngur og að Ijós vottur þess séu hin svokölluðu velferðar- þjóðfélög. En hvernig lítur hann svo á aðgerðir þess til- tölulega fámenna hluta ungs fólks, sem sakfellir eldri kyn- slóðirnar og hyggur á þjóðfé- lagsbyltingu, án þess að geta gert sér nokkra grein fyrir því, hvernig unnt verði að stjórna einu landi hvað þá heilu heims ríki þannig, að öllu réttlæti sé fullnægt? Ég hygg að viðhorf höfundarins sé að finna í orð- um prests, sem nokkrum sinn- um kemur fram i sögunni og höfundur kallar séra Friðrik. Hann segir um unglingana und ir sögulokin í samtali við Sum- arliða, húsasmíðameistara: „Þetta er öðru vísi en þegar við vorum ungir. Það er eins og eitthvert nýtt afl stjórni þeim. Eins og þau hafi veður Framhald á bls. 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.