Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1970 41 — Á slóðum F.í. Framhald af bls. 39 sandsvegurinn gamli, niður með Innri-Skúmstungnaá að vestan, allt niður að Þjórsá. Er þar far- ið yfir Fremri-Skúmstungnaá, en milli þeirra er Skúmstungna- heiði. Sýnir þetta glögglega, hvað mönnum hefur áður verið sýnt um að velja vegstæði, að verkfróðir menn skuli telja heppilegast að leggja bílveg að mestu á sama stað og menn völdu sér leið með hesta sína fyrir mörgum öldum og vörðuðu síðar. Vegurinn liggur úr Skúms- tungum upp kúlulaga fell, eigi mjög bratt. Þetta er Sandfell. Er fram á fellið kemur, blasir við mikið sandflæmi vestan Þjórsár, Hafið. Nú sveigir bíl- vegurinn austur á við og ligg- ur af fellinu austur undir Þjórsá og síðan skammt vestan árinnar til Búrfells, en gamli veg urinn liggur nokkru vestar nið- ur af fellinu og fram í Hóla- skóg, sem er vestan við Hafið, vestur við Stangarfell, og er þaðan skammt fram í Þjórsárdal. Eins og sjá má af þvi sem nú hefur verið sagt, er mestur hluti þessarar leiðar greiðfarinn. Að- eins í Jökulkróknum norðan við Kerlingarfjöllin og í Illahrauni má kalla að vegur sé stirður en vafalaust mætti velja þar betri leið, og lagfæring sem um munaði, væri varla kostnaðar- söm. En leiðin er fögur og eftir- minnileg, svo sem nú hefur ver- ið sagt. Er einkum minnisstæð- ur hinn víði fjallahringur sem sést af Fjórðungssandi, og um- hverfi í Gljúfurleit, sem er fag- urt og stórfenglegt i senn. Ennfremur má benda á, að fyr ir einu eða tveim árum var ruddur vegur inn með Stóru- Laxá að austan. Liggur sá veg- ur upp frá Skáldabúðum og állt inn á Sultarfit. Þaðan er svo slóð austur að Fossá. Þá er ekki eftir nema örstuttur veglaus kafli austur að Helgavatni og á áðurnefndan veg niður með Þjórsá. Það væri á allan hátt mjög æskilegt að tengja þessar leiðir saman. Haraldur Matthíasson. - QUEBEC Framhald af bls. 37 ið í tvennt og gekk á ýmsu með samkomulag skoðanabræðranna. Árið 1963 hafði ógnarstefnan Front de Libération du Quebec (FLQ) rutt sér til rúms með ann- arlegum sprengjuhvelli og þótti þessi innflutti siður furðu gegna fyrst i stað. Smám saman fannst mönnum ekki í frásögur færandi vikulegt næturnötur glugga- rúðanna á heimilum miðborgar- búa í Montreal. Fólk gerði það að íþrótt sinni, áður en það sofn aði aftur, að gizka nánar á, — út frá styrkleik sprengingarinn ar og ýlfrinu i aðvífandi lög- reglu- og brunaliði —, hvarbylt ingarhetjur þessar mundu hafa læðzt með húsum í skjóli nætur með böggulinn sinn. Urðu eink- um opinberar byggingar fyrir barðinu á FLQ. -— öðru hvoru hafðist upp á einstaka fanti og hafa þeir hlotið sinn dóm fyrir sprengingar, bankarán, morð og fleira. Nefna lagsbræður þess ara glæpamanna þá pólitíska fanga. Hefur nú FLQ með sið- asta herbragði sínu gert heimin- um heyrinkunnugt um réttarfar í Kanada og gizka ég á, að þess- um „pólitisku föngum" sé sums staðar vorkennt af þeim, sem sjá sér hag í fréttabrengli. En það er af lýðræðissinnaðri skilnaðarstefnu að segja, að henni óx fiskur um hrygg jafnt og þétt er á leið áratuginn, en þáttaskil urðu fyrst árið 1969, þegar einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum Quebec, René Lévesque, tók af skarið, stofnaði Parti Quebecois (PQ) og fylktu þar liði öll félagsbrot lýðræðissinnaðra skilnaðar- manna. Lévesqus hafði líkt og Pierre heitinn Laporte verið ráð herra i nýstefnustjórn Lesage, ákaflyndur, snjall skipuleggjari, máttugur í orði og verki og ein dreginn fylgjandi opinberra af- skipta af fjármálalífi fylkisins. Snemma á ráðherratíð sinni hélt hann því hiklaust fram, að lausn skilnaðarstefnunnar yrði óhjá- kvæmileg, ef þarfir og kröfur franska Kanada yrðu að vett- ugi virtar. Hann var um síðir rekinn úr Frjálslynda flokknum fyrir skoðanir sínar. — Er svo skemmst frá að segja, að PQ olli pólitískri vakningu í Que- bec. Lévesque var tekið með kostum og kynjum hvar, sem hann kom i kosningabaráttu þeirri, sem í hönd fór. í kosn- ingunum (í apríl síðastliðnum) hlaut þessi nýi flokkur hvorki meira né minna en 24% atkvæða. Túlkun: næstum fjórði hver kjós andi vildi frjálst og fullvalda Quebec. Þetta voru markverð- ustu niðurstöður kosning- anna. En vegna úreltrar kjör- dæmaskipunar hlaut flokkurinn aðeins 6% þingmanna á fylkis- þingið í Quebec-borg. Fáir nema PQ hneyksluðust á þessu og var sigur Frjálslynda flokksins bá- súnaður mjög vegna mikils fjölda þingmanna. Það hefur þvi farið minna en skyldi fyrir Parti Quebecois á þinginu. FLQ hafði haldið sér í skefj-! um meðan á kosningabaráttunni stóð. Nú um daginn sáu þeir sér leik á borði, sem eftir yrði tekið: mannrán og hótun um morð gísla, yrði ekki farið að kröfum þeirra. René Lévesque. reyndi að koma fyrir þá vitinu með skrifum í blaði sinu, en allt kom fyrir ekki. — FLQ voru og eru fulltrúar fárra og fordæmdi RIN og aðrir skilnaðarsinnar að ferðir þeirra strax í upphafi og nú einnig hinn fjölmenni stjórn- málaflokkur Parti Québecois. Mannhatur þeirra og morðfýsn kemur engum að gagni, engum í Quebec, hvorki umbótamönnum né fullveldissinnum. Fyrir nokkrum mánuðum varð 36 ára gamall hagfræðingur, Robert Bourassa, forsætisráð- herra i Quebec. Hann setti sér og stjórn sinni það mark að ráða á örfáum árum bót á atvinnu- leysinu, lífgjafa beiskju og skiln aðarstefnu í fylkinu. Hinn ungi forsætisráðherra hefur nú á við bjóðslegan hátt verið sviptur reyndasta ráðherra sinum og hægri hönd, Pierre. Laporte at- vinnumálaráðherra. Full ástæða er til að óska Robert Bourassa velgengni í tilraun sinni. Á henni veltur framtíð Quebec — og Kanada. Þór Edward Jakobsson. SENN KOMA JÓLIN BUXNA-terylene Ullareíni Jerseyefni Glitofin efni Frottéefni Knkiefni Nonbinefni Hvítt og mislitt léreft Sængurverodnmask Hnndklæði, glæsilegt úrval VEL KLÆDD KONA SAUMAR SJÁLF. KAUPIÐ EFNIN TÍMANLEGA FYRIR JÓLIN. AUSTURSTRÆTI 9. Sendisveinn óskast nú þegar. Landbúnaðarráðuneytið Arnarhvoli. IÐNNÁM Vélvirkjun Bifvélavirkjun Óskum eftir að ráða til náms á verkstæðum okkar 2 nema í vélvirkjun og 2 nema í bifvélavirkjun. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtæk- inu, er bent á að hafa samband við starfs- mannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Rvík, og Bókabúð Olivers Steins. Hafnarfirði. Umsóknir berist eigi síðar en 9. nóvember 1970 í pósthólf 244, Hafnarfirði. ARO- LADY brjósta- stœkkunartœkið ásamt fullkomnum nuddáhöldum ARO-LADY gefur brjóstum yðar nýjan lífsþrótt og er einstaklega áhrifamikið fyrir lítil og slök brjóst. Hinn einstæði fíngerði útbún- aður ARO-LADY-tækjanna gerir yður kleift að nota þau hvar og hvernær sem er, enda eru þau knúin rafhlöðum og tryggja þess vegna áhættu- lausa og þægilega notkun. ARO-LADY starfar sjálfvirkt að fegurð yðar á meðan þér hvílist frá önnum dagsins. ARO-LADY sér ekki eingöngu um velferð brjósta yðar, það hjálpar yður einnig tii að halda æskufegurð, frískleika og reisn frá hvirfli til ilja. SKILATRYGGING Skilyrðislaus trygging yður tili handa fylgir kaupunum á ARO-LADY-tækjunum þ.e.a.s. ef þér teljið að tækin standist ekki auglýst notkunargildi, þá mun Heimaval endurgreiða yð- ur tækin umyrðalaust, innan 14 daga eftir að þér móttakið þau. PÓSTLEGGIÐ AFKLIPPING- INN Látið ekki hjá líða að klippa út afklippinginn hér að neð- an og senda hann til HEIMA- VALS og munum við senda yður um hæl nánari upplýs- ingar um ARO-LADY í venju- legu sendibréfi um leið og hann berst okkur í hendur. I Prentstafir 011170/m. Vinsamlegast sendið mér upplýsingar um Arolady-tækið, mér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga frá minni hálfu. 33 Nafn: Heimilisf: HEIMAVALK8SÖ&Í39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.