Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 12
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBBR 1970 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1970 37 Frá Montreal — stærstu borg Kanada. Höfundur greinarinnar, Þór E. Jakobsson, er veður- fræðingur að mennt. Lauk námi sínu í Noregi, en stund- ar nú framhaldsnám við McGill-háskólann í Montreal í Kanada. Þar hefir hann átt heima í rúm tvö ár. Illt þegar lítil þjóð lendir í heimsfréttunum. Öðru hvoru. Ekkert fréttist af henni þess á milli, af velgengni hennar, seiglu hennar í glímu við lang- vinnan vanda, orsök heimsfrétt- anna. Þvi miður dregur stundum til tíðinda hér í Quebec-fylki: Ýmsir hafa gert garðinn fræg- an, gesturinn de Gaulle hér um árið („Vive Quebec libre!“), — og undanfarin sjö ár laun- sprengjumenn, bankaræningj- ar og morðingjar FLQ „Frelsis- hreyfingar Quebec" (Front de Libération du Quebec). Er þar með sagan öll? Stundarhrifningu gamla mannsins gátu menn skilið, en hvað segir af öðrum Kanada- Frökkum, þeim sem minna láta yfir sér en FLQ? Liklega er ekki öllum kunnugt, að tæpar 6 milljónir Kanadamanna eru frönskumælandi, þar af um 5 milljónir í Quebec, en samtals eru íbúar landsins um 20 millj- ónir. I Quebec-fylki, sem að víð áttu er 1,5 milljón ferkílómetar (þrisvar sinnum stærra en Fr^kkland), eru 80% íbúanna af frönsku bergi brotnir. — Hver er fortíð og framtið alls þessa fjölda? Sögu landsvæðis þess, sem nú nefnist Quebec, er oft skiþt í þrjú megintímabil: hið franska (1534—1763), enska (1763—1867) og kanadíska (frá 1867). FRANSKA TÍMABILIÐ Á timum landafundanna miklu tóku Frakkar forystuna í könnun Norður-Ameríku. Að vísu var það Englendingur, sem Quebec-borg — höfuðborg Quebec-fylkis. fyrstur plantaði fána sinum á Nýfundnaland og uppgötvaði hin ríku fiskimið úti fyrir ströndum landsins, en ekki leið á löngu þar til krökkt var þar orðið af annarra þjóða fiski- mönnum og þá helzt Frökkum. Þá ríkti kjötbindindi kaþólsk- unnar í Evrópu og var torgað þar meiri fiski en nú á dögum. Fransmenn fóru nú hvern leið- angurinn á fætur öðrum næstu áratugina, úpp með St. Lawr- ence-fljóti og um víðáttumikil svæðin umhverfis. — Ferðir þessar voru farnar af ýmsum hvötum: i von um fé og frama, af forvitni um ókunn lönd og af áhuga á trúboði meðal Indí- ána. Menn bjuggust við að finna beina leið til Austurlanda. Það brást að visu, en skinna- vöruverzlun varð brátt arðbær atvinnuvegur og hennar vegna og fiskimiðanna vöndu Frakkar komu sina í æ ríkari mæli vestur yfir hafið. I kjölfar fiskveiða, skinniðn- aðar og trúboðs fylgdi landnám og síðan stofnun franskrar ný- lendu, Nýja Frakklands, árið 1604. Komið var á afbrigði léns skipulags, en „lénsherrarnir" voru valdalitlir rukkarar, undir gefnir héraðsstjóra. Auk hér- aðsstjóra, sem hafði mikil fram kvæmda- og löggjafarvöld, stjórnaði landshöfðingi, oftast herforingi, sem hafði með hönd- um varnir og samskipti við Indí ána. Rómversk-kaþólska kirkj- an varð snemma áhrifamikil i Nýja Frakklandi, fyrst fyrir at beina Jesúita, sem voru ein- beittir hugsjónamenn og harð- gerir landkönnuðir. Um þessar mundir var veldi Frakka mikið og deilur þeirra Lúðviks XIV og Innosentíusar XI um valda- hlutfall ríkis og kirkju voru fyrirmynd biturrar baráttu hins þríhöfða valds í Nýja Frakk- landi, landshöfðingja, héraðs- stjóra og biskupsins yfir Que- bec. Laval biskup (d. 1708) er eitt af stórmennum Quebec-sög- unnar, kraftakarl, einráður og ötull. Hann hafði betur í glím- unni en páfinn og hefur hin einstæða samstjórn hins kaþólska og veraldlega valds í Quebec allt fram á þessa öld borið áhrifum þessa jötuns glöggt vitni, áhrifum sem menn ýmist kenna við skin eða skugga. Auk kirkjustjórnar og þátttöku í landsstjóm helgaði Laval krafta sína skólastofnun og öðrum menningarmálum. Veitti Kanada-Frökkum nú ekki af að verða sjálfbjarga á öllum sviðum í sínu nýja föður landi, hið gamla í órafjarlægð. Sérkenni þjóðar voru í mótun og nú þegar sitthvað í dagfari og lifnaðarháttum Kanada- Frakka ólíkt frönskum samtíma austan hafs. Samkvæmt frásögn ferðalangs „hefur hver og einn nóg að bíta og brenna. Gjald til konungs er vægt, brauð er ódýrt kjöt og fiskur ekki dýrt, en vín, föt og vörur, sem fá þarf frá Frakklandi kosta miklu meira. . . . Konur færa ekki eiginmönnum sínum annan heimanmund en kátínu sína, ást, yndi og mikla frjósemi. . . Allir eru hér vel skapaðir og bezta blóð í heimi rennur í æðum beggja kynja; létt fyndni, hátt- prýði og góðir siðir eru aðall manna hér um slóðir, búralegt háttelsi og orðfæri óþekkt jafn- vel rrieðal skógarhöggsmanna. . . Nýlendumenn eru ráðvandir, djarfir og duglegir. . En ekki voru Kanadamenn gallalausir og mátti þar með telja fégirnd, sjálfsþótta, vanþekkingu á vis- indum, vanþakklæti, hviklyndi, geðbrigði fram úr hófi og skort á virðingu fyrir foreldrum sín- um. En hvað sem líður sköpu- lagi og skaplyndi í Nýja Frakk landi var eitt víst: hér var töl- uð franska og ekki enskaf ráða menn og alþýða þurftu engan túlk. Brátt skipti sköpum. Sjö ára striðið var lokaþáttur í baráttu Frakka og Breta um yfirráð í N-Ameríku. Nýja Frakkland féll í hendur Bretum árið 1759. Herkænska hins franska hers- höfðingja, Montcalm, stoðaði hvergi, enda átti hann einnig við að stríða öfund þáverandi landshöfðingja Nýja Frakk lands og fjármálaspillingu hér- aðsstjóra. En úrslitum hafði samt ráðið, að Bretar höfðu sent geysilegan herafla yfir um hafið, en Frakkar hins vegar ekki séð sér fært að dreifa kröftum sin- um frá mikilvægari væringum að þeirra dómi, striði við sam- herja Englendinga, Friðrik mikla. Auk þess hafði Frakk- land undanfarið haft mun meiri áhuga á safaríkum nýlendum sínum í Vestur-Indíum en „nokkrum ekrum af snjó“ (Volt aire) i Norður-Ameríku. — Þeg ar Nýja Frakkland leið undir lok voru Kanada-Frakkar 65 þúsund talsins. „Ég man“ voru löngum eink- unnarorð franskra Kanada- manna og þá höfðu ,þeir ekki einungis í huga timabil frjáls- ræðisins, Nýja Frakklands, heldur einnig þá staðreynd, að þeir voru sigruð þjóð. Að vísu vildu þeir stundum ekki viður- kenna, að þeir hefðu verið sigr- aðir af Bretum, en öllu heldur yfirgefnir af Frakklandi. ENSKA TÍMABILIÐ Umskiptin í brezka stjóm munu hafa gengið furðu greið- lega. A.m.k. má telja sigurveg- urunum til hróss, ef hrós skyldi kalla, að þeir reyndu ekki að útrýma eða knésetja þá sigruðu, en undirokun þjóða var þá tal- in til dyggða. Áratug eftir und irritun friðarsamninganna var komið á lögum til verndar menningu og þjóðareiningu Kan ada-Frakka undir nýlendu- stjórn Lundúnaborgar. En höf- uðástæðan fyrir þvi, að þjóð þessi hvarf ekki i „enska" haf- ið var þó hvorki göfuglyndi Breta né ytri atburðarás, held- ur lifsvilji Kanada-Frakka og staðfastur ásetningur þeirra að rækja tungu sína og menningu. Trú og þjóðerni sneru bökum saman. Kaþólska kirkjan fékk nú enn frekari ítök með þjóð- inni, tengsl við Frakkland rof- in. Samkomulag Kanada-Frakka og Breta var sem sagt dágott i upphafi og auk starfsliðs ný- lendustjórnarinnar tóku ensku- mælandi kaupsýslumenn og aðr ir í fjárvon að koma sér fyrir í Montreal og annars staðar í Nýja Frakklandi, sem skömmu síðar var skipt i Efra-Kanada (núv. Ontario) og Neðra-Kan- ada (núv. Quebec). (Nöfn mið- uð við St. Lawrence-fljót) En tortryggni í stað umburðarlynd is ruddi sér til rúms í hugum Englendinga við þróun mála í Frakklandi stuttu eftir stjórnar byltinguna 1789 og stóð Eng- lendingum stuggur af öllu, sem franskt hét vestan hafs sem austan. Ekki bætti úr skák of- ríki og fjandskapur konung- hollra Breta, sem beðið höfðu ósigur í frelsisstríðinu i Banda- ríkjunum og flykkzt þúsundum saman til Kanada og fengið þar sárabætur og ívilnanir. Reyndu þeir með ráðum og dáð að svipta Kanada-Frakka þvi sjálf ræði, sem þeir höfðu hlotið með stjórnarskrá árið 1791. Frakk- arnir voru hins vegar ráðnir í að tryggja sér umsjón fjármála fylkisins með meirihluta sínum á þinginu i höfuðstað fylkisins Quebec-kaupstað. En annars var innanlandsstjórn Neðra-Kanada að mestu leyti í höndum ráðs með meirihluta enskra kaup- manna og fylkisstjóra, sem var enskur. Foringi Frakka um þessar mundir utan þings og innan var Louis-Joseph Papineau, gæddur eldmóði baráttumannsins og brennandi mælsku. Hann varð forseti þingsins árið 1815. Gekk nú á ýmsu næstu áratugina. Margt bar á milli. Fór svo að lokum, að upp úr sauð. Hvorki þing né fjölmennir útifundir viðs vegar í Neðra-Kanada máttu sín nokkurs í átökum við nýlendu og kaupmannavald. Paþineau var nú um megn að stöðva þá skriðu, sem hann hafði með mælsku sinni og ósveigjanleik hrundið af stað, baráttugleði rót tækari fylgjenda hans snerist upp í örvæntingarheift blóðug- ar uppreisnar árið 1837. Menn kröfðust endurreisnar Nýja Frakklands. Uppreisnin var bæld niður. Papineau og helztu lærisveinar hans í hópi yngri stjórnmála- manna komust undan til Banda ríkjanna og nýlendan var nú verr á vegi stödd en nokkru sinni áður á valdatíma Breta. Gáfnaljós nokkurt og sjentil- maður úr Englandi, Durham lá- varður, var nú sendur út af örk inni tii að kanna ástand þjóðlífs ins i Neðra-Kanada og gaf hann um það viðamikla skýrslu, sem löndum hans þótti mikið til koma og sóttu til hennar margt gott ráð næstu áratugi við mót un nýlendustefnu heimsveldis- ins. En franskir Kanadamenn sáu á hinn bóginn harla litla ástæðu til að taka jafn vel á móti ráðleggingum Durhams og honum sjálfum árið áður. Hann taldi hjálpræði Kanada-Frakka vera í því fólgið að læra sem fyrst ensku: . . Hér eftirverð ur það að vera megintilgangur brezku ríkisstjórnarinnar að skapa enska þjóð með enskum lögum og enskri tungu i þessu fylki og fela ekki öðrum stjórn þess en staðráðnu ensku lög- gjafarþingi." Það var fransk-kanadísku þjóðinni mikið lán og ef til vill til bjargar, að tveir stjórnmála snillingar, Lafontaine og Carti- er, völdust til forustu í rétt- indabaráttunni næsta áratuginn. Lafontaine hafði upphaflega ver ið lærisveinn Papineaus, en tók nú þá stefnu að berjast fyrir auknum verzlunarréttindum og sjálfræði gagnvart brezku stjórninni í samvinnu við ensku mælandi landa sína innan og ut an Quebec (Neðra-Kanada). Draumur Papineaus um frjálst og fullvalda franskt ríki var nú kallaður einangrunarstefna, þótti hyggnum stjórnmálamönn- um hann fullreyndur og álitu óvænlegan til efnahagslegra framfara. Samt fagnaði fjöld- inn heimkomu Papineaus úr út- legðinni og hlustaði alltaf jafn hugfanginn á orðkyngi átrún- aðargoðs síns, sem fram á áhrifalaus elliár flutti sömu tímaskökku ræðuna af funandi mælsku. Pólitík hinnar nýju forustu reyndist farsæl, þjóðleg sagn- fræði og skáldskapur kom fram á sjónarsviðið og andi frjáls- lyndis og framfara blés nýju lífi í hefðbundna menningu, sem í upphafi þessa skeiðs átti sér tveggja kosta völ, að taka breyt ingum eða liða undir lok. 1 lok þess var tvíhyggja Kanada við urkennd með nýrri stjórnar- skrá og frönsk-kanadísk menn- ingarleifð föst í sessi. f stjórn- arskrá Kanada við stofnun þess 1867 voru staðreyndir þessar grundvallaratriði. Franskt mál hlaut sömu réttindi og enska á sambandsþinginu í Ottawa, við sambandsdómstólana og á þingi Quebec-fylkis. Um 30% Kanada manna voru þá frönskumælandi og hefur það hlutfall haldizt til skamms tíma. (Ör fjölgun franskra Quebec-búa hefur „unnið upp“ tölu innflytjenda til Kanada, sem flestir temja sér ensku.) KANADÍSKA TÍMABILIÐ Eftir stofnun Kanada voru (og eru) pólitisk ágreiningsefni oft og einatt spurning um völd, ábyrgð og stjórnskipulega stöðu einstakra fylkja annars vegar og sambandstjórnarinnar í Ottawa hins vegar. Stundum markaði Quebec sér sérstöðu og lagðist gegn ákvörðunum sam- bandstjórnarinnar í utanrikis- málum, svo sem þátttöku í Búa stríði, skylduskráningu í her Kanada í heimsstyrjöldinni fyrri og stofnun flota snemma á þessari öld, í stuttu máli sagt: gegn hervæðingu Englendinga vegna. Af völdum þessara og ann- arra deiluefna skaut þjóðernis- stefna upp kollinum enn á ný og var helzti forsprakki þeirr- ar hreyfingar Maurice Dupless- is, sem átti eftir að koma mik- ið við sögu Quebec. Hann varð formaður fhaldsflokks fylkisins árið 1931, en stofnaði nokkrum árum síðar annan flokk, L'Uni- on Nationale. Duplessis hygl- aði ensk-kanadískum, brezkum og bandarískum kaupsýslumönn um. Þrátt fyrir illindi sín við verkalýðshreyfinguna, vann hann sér hylli fransk-kanadískr ar alþýðu með því að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast meira sjálfræðis úr höndum sambandstjórnarinnar í ýmsum málum. Flokkur hans vann meirihluta í kosningum árið 1936 og að frátöldum stríðsárunum rikti járnkarl þessi óslitið til dauðadags i árslok 1959. Dupl- essis vann að iðnvæðingu fylk- isins, en fáar sögur fóru af þjóð- félagslegum umbótum og ka- þólska kirkjan sat sæl að óskor uðum völdum, ekki einungis í kennslumálum heldur menning- armálum almennt. Er miðöld -' —— ði Dunlessis, talin rót alls ills enn þann dag í dag i Quebec. Vert er að geta þess hér, að siðustu stjórnarár Duplessis var blaðamaður nokkur, lögfræðing ur að menntun, manna djarfast- ur og löngum einn til að gagn- rýna ákvarðanir hans og hneyksl ast á vaxandi spillingu í skjóli hinnar þaulsætnu afturhalds- stjórnar. Maður þessi, Pierre Laporte, kom æ síðan við sögu Quebeck, varð framtakssamur ráðherra í endurreisnarstjórn og barðist fyrir því sem til heilla horfi í fylki hans. En þau urðu örlög hans um daginn, sem heim- inum er kunnugt, að hann var myrtur með köldu blóði — í nafni frelsis og framfara. HIN FRIÐSAMA BYLTING Skömmu eftir fráfall Dupless- is hófst endurreisn í Quebec á öllum sviðum þjóðlífsins, „hin friðsama bylting," undir forsæt- isstjórn Jean Lesage, formanns Frjálslynda flokksins í Quebec. M.ö.o. fyrir aðeins 10 árum. Jafnvel mörgum innan kaþólsku kirkjunnar var farið að blöskra ástand þessa stein- runna þjóðfélags og árið 1960 gaf ungur prestur út skopsögu undir dulnefni um skoðanafrels- ið í kirkjunni. En það komst upp um órabelginn og var hann sendur í snatri til Parisar i fram haldsnám, en mótmæli hans voru tímanna tákn. Hingað til hafði það gengið guðlasti næst að stinga upp á minnstu afskiptum rikisins af fjárfestingu og viðskiptum i fylkinu, ensk-kanadískir og er- lendir kaupsýslumenn og iðju- höldar voru þar nær einir um hituna. Þrátt fyrir önnur við- horf og fjármálalegar aðgerðir Stjórnvalda síðan, eru ekkí ýkja mörg ár síðan hlut- ur Kanada-Frakka var talinn vera um 10%. Jean Drapeau, núverandi borgarstjóri Montre- al, hafði skrifað árið 1959 um stöðu Kanada-Frakka i fjármála kerfinu: „ . . . Hvað er eftir handa okkur? Landbúnaður, smáiðnaður, litill hlúti banka- reksturs, smásöluverzlunar og byggingaiðnaðar. Að öðru leyti erum við í síauknum mæli starfs- menn voldugra ensk-kana- dískra, enskra og bandarískra fyrirtækja. Við stefnum í ör- birgð.“ Hin nýja stjórn hafði því verk að vinna. En þrátt fyrir nýskipan mála, þar sem m.a. var komið á eftirliti með erlendu einkaframtaki er framangreind verkaskipting æði almenn enn og að vonum þyrnir í augum margra. — Seint gekk og ekki bætti úr skák, að Union Nation- ale komst aftur að völdum að tefja fyrir framförum. NÝ ÞJÓÐERNISSTEFNA Þjóðernisstefna í Quebec á sér langa sögu. Jafnvel eftir stofn- un Kanada 1867 átti einbeittur vilji Kanada-Frakka til vernd- ar máli og menningu einatt í höggi við skilningsleysi ensku- mælandi samlanda þeirra í öðr- um fylkjum. Fyrr á þessari öld var t.d. frönskukennsla lögð nið ur í barnaskólum Ontario- fylkis. — Það var sú tíð, að Kanada-Frakkar höfðu mikla trú á sannri tvíhyggju Kanada- hugsjónarinnar, en „gamla- lands“-komplex Kanada-Breta skildi þá ekki nema ensku. En undanfarin ár hefur Enska- Kanada vaknað upp við vond- an draum. Mömmubarnið hefur misst aðhald uppruna síns og risinn í suðri skyggir á allt. „Hver eru sérkenni okkar? Hver er menning okkar? Öll fengin að láni?“ — Og margir sjá hjálp- ræði úr óvæntri átt, í víxlverk- un tvímenningarinnar innan sins eigin lands. En er um seinan að ranka við sér? f augum ungra Quebec-búa virðist nú enska Kanada fátækleg eftirmynd bandariskrar menningar og fjár- málakerfis. Og hin nýja þjóðem isstefna í Quebec er jákvætt tákn um gróandi menningarlíf, sjálfstraust og trú á góðar gæft ir framtíðarinnar, frekar en ein skær upprifjun einkunnarorða fylkisins: „Ég man.“ Næsti áratugur sker úr um, hvort afleiðing þjóðernis- stefnunnar verður viðurkenning á tvíhyggju Kanada um allt landið heimshafanna á milli eða sigri hrósandi skilnaðarstefna í frjálsu og fullvalda Quebec og endalok Kanada. En úrslitum ræður einnig, hvernig tekst að ráða bót á meinsemdum í fylk- inú heima fyrir á næstu árum: 8% atvinnuleysi, kaupdeilur tið- ar og réttindi tungumálanna tveggja, franska meirihlutans og enska minnihlutans, ótæmandi púðurtunna. Menn ganga nefni- lega skilnaðarstefnunni á hönd af ýmsum ástæðum, ekki alltaf jákvæðum. Oft í mótmælaskyni. SKILNAÐARSTEFNA Formleg skilnaðarstefna nú- tímans hóf göngu sína árið 1957 undir stjórn prófessors Ray- mond Barbeau. Þrátt fyrir rit- leikni hans og áróður fengu sam tök hans fyrst töluverðan byr árið 1961 við útkomu bókar, „Hvers vegna ég er skilnaðar- sinni,“ eftir uppgefinn starfs- mann sambandsstjórnarinnar í Ottawa, Marcel Chaput: „Kan- ada er enskt land. Tilheyrir þvi fransk-kanadískt fylki, sem i rauninni er fjárhagsleg og póli- tísk nýlenda enskumælandi Kanadamanna. Hag okkar er bezt borgið án þátttöku í fylkja sambandi Kanada." Chaput varð fyrsti forseti nýstofnaðra samtaka, Rassemblement pour l’Indépendance Nationale (RIN) en eftir fáein ár klofnaði félag- Framh. á bls. 41. Sambandsþing Kanada í höfuðborginni Ottawa í Ontario.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.