Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 3
MORGUN'BtLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBOER 1970 27 Helgi í Leirhöfn. hefur verið í lagi hjá Guð- mundi litla. Annað erindi á sagan ekki á prent. x x Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp samtal, sem Helgi i Leirhöfn átti við Jón Trausta. Jóhann, bróðir Helga var mik- ill vinur skáldsins. Einn sunnu daginn veturinn sem Helgi var í kvöldskóla Ásgríms skruppu þeir út saman í kaffi og gafst þá tækifæri til að hlusta á skáldið. Helgi segir að Jón Trausti hafi verið ákaflega næmur á allt, sem hét gagn- rýni og viðkvæmur fyrir því, ef honum fannst að reynt væri að gera lítið úr honum, jafnvel hörundsár. En hann var ekki bitur. „Þennan vetur lenti þeim saman, Jóni og L.H. Möller út af skíðaíþróttinni. Ég sá að hann tók deiluna ákaflega nærri sér.“ 1918 var Helgi hálfan mán- uð í Reykjavik, tveimur mán- uðum áður en þeir féllu báðir frá, Jóhann og Jón Trausti. „Þá var hann orðinn ritari í stjórnarráðinu eins og Jóhann var raunar einnig. Það var ákaf lega létt yfir honum. Hann sagði að úr þessu yrði sér ekki algjörlega kastað út á kaldan klakann. Hann talaði um, að hann ætti útgáfurétt á bókum sínum og það væri síður en svo, að hann væri bitur yfir efnahag sínum eða afkomu. Hann sagðist ætla að hætta að skrifa skáldsögur og snúa sér að sögurannsóknum og skrifa söguleg verk. Hann sagðist hafa fengið nokkrar glefsur af gagnrýni fyrir Sögur frá Skaft áreldum, og þá datt út úr hon- um þessi setning: „Ég setti at- hugasemdir og leiðréttingar aft an við söguna, sem ég hefði sleppt, ef ég hefði ekki vitað um hundstungu doktor Forna.“ Sá ég þá enn hversu viðkvæm- ur hann var fyrir gagnrýni á verk sín.“ Þess skal getið hér til gam- ans, að Kristján Albertsson hefur sagt mér að hann hafi þekkt Jón Trausta, þegar hann var þíngsveinn og Jón starfs- maður í skrifstofu Alþingis (1912). Fimm árum seinna skrif aði Kristján í ísafold um Tvær gamlar sögur eftir Jón og fann margt að þeim, en var einkanlega hneykslaður á þremur lofdómum sem bókin hafði fengið og honum þótti skrifaðir af óheilindum. Jón Trausti brást svo við þessu, að hann tók ekki framar undir kveðju Kristjáns á götu og skrifaði Ólafi Björnssyni bréf, þar sem hann sagði ísa- fold upp. Auðvitað var allt þetta óþarfi, því að ritdómur- inn var að sumu leyti lofsam- legur, m.a. hrósaði Kristján beztu verkum Jóns. En rithöf- undar eru aldrei of varir um sig! X X Við kvöddum bókasafnið í Leirhöfn, þökkuðum fyrir okk- ur og gengum út á hlað. Stóð- um þar nokkra stund og önd- uðum að okkur Sléttunni. Það var eins heilsusamlegt fyrir lungun og beztu verk Jóns Trausta eru fyrir sálina. M. íbúð osknsl til leigu Stór íbúð (6 herbergi), raðhús eða einbýlishús óskast til leigu í Austurborginni. Upplýsingar í síma 82317. Hufnfirðingar — núgrcnnnr Suðurnesjnbúar VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. ★ ★ Gólfflísar góífteppi, gólfdúkar, ★ veggfóður, veggdúkar, og T.H. lím, hreinlætistæki, ýf gardínustangir og yfirleitt allt ýf sem þarf til íbúðabygginga. ☆ OPNAÐ KLUKKAN 8,30 ☆ NÆG BÍLASTÆÐI ☆ ÁHERZLA LÖGB Á GÓÐA ÞJÓNUSTU B Y GGIN G A V ÖRU VERZLUN BJÖRNS ÓLAFSSONAR, Reykjavíkurvegi 68, sími 52575, Hafnarfirði. AFRIT EDA FRUMRIT ? FRUMRIT EÐA AFRIT ? - og þess vegna breyta svo margir yfir í jAí þurrafritun. Hrein svart/hvit afrit, sem verða til ncestum sjcdfkrafa, i nýtýzkulegum vélum, sem anna svo að segja allri afritun. Myndntun af lausum blöðum eða úr bókum - nákvcem, skýr afrit, sem ekki fölna-ennfremur glcerur fyrir allar myndvörpur. Biðjið um sýmngarheimsókn, sem er ókeypis og án skuldbindingar. Síminn er 2-0235 eða 2-4250 Einkaumboð G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H Grjótagötu 7 Sími 2-4250 Söluumboð FILMUR OG VÉLAR S. F. Skólavörðustíg 41 Sími 2-0235 3M myndritun nær öllu og gleymir ekki að láta það kosta lítið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.