Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 20
44 MORGUNKLAÐIÐ, SUNNXJDAGUR 1. NÓVEMBER 1970 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - - LISTIR — Erlendur J. Framhald af bls. 40 um á það efni blaðsins, sem hún telur hann munu hafa áhuga á. Á heimleiðinni — ef ekki fyrr um daginn — hefur hann að öll- um líkindum keypt síðdegisblað, sem hann svo ber heim með sér — Aftonbladet eða Expressen, ef hann á heima á Stokkhólms- svæðinu. Síðdegisblöðin sænsku eru eingöngu lausasölublöð. Fólk kaupir þau í vinnunni, á matsölustaðnum eða á leið heim að vinnu lokinni. Heimferðin get ur tekið drjúgan tíma, og sé far- ið t. d. með lest, verður ekkert betra við tímann gert en lesa. Það er að þessum mjög svo frjálsa markaði, sem síðdegis- blöðin höfðu lagað sig. (Þessi blöð eru í litlu broti — líkt og dagblöðin hér). Fyrirsagnir eru stórar og glossalegar; for- síðufréttir fáar, kannski ein eða tvær, og þá hvorki um heims- pólitík né merk innanlandsmál, heldur kjaftasögur í þess orðs fyllsta skilningi — efni handa þreyttu fólki, sem þarf á ein- hverju krassandi og vekjandi að halda. Svo kallað frægt fólk er þarna ofarlega á lista (sem for- síðufréttir), pop-stjörnur og aðrir þess kyns bleiugreifar og hispursmeyjar. En séu forsíðu- hetjurnar ekki frægar „í for- vejen“, er hægur vandinn að frægja þær, áuglýsa þær upp. Það má gera t. d. með stöðugum framhaldsfréttum, og gegnir sú aðferð auðvitað sínu hlutverki vegna lausasölunnar — sá, sem einu sinni byrjar að fylgjast með „málinu", má með engu móti missa af framhaldinu og verður því að kaupa blaðið aftur á morgun og hinn. daginn og hinn og hinn. Einkar gott dæmi um slikar forsíðufrægingar má enn vera í fersku minni frá síðast liðnu sumri: Dag nokkurn í maímánuði kemur maður einn heim til sín i Södertelje (rétt hjá Stokkhólmi), fer út með frúnni að skoða í búðarglugga, kveður hana laust fyrir klukk- an sjö og biður hana að sækja sig á bil þeirra hjóna eftir klukkustund á tiltekinn stað þar í borginni. En þegar til á að taka, kemur frúin ekki að sækja hann, svo maðurinn má arka heim einn síns liðs. Frúin er þá ekki heima að heldur, og á raun ar ekki afturkvæmt til sins heima, þvi nokkrum dögum síð- ar finnst hún myrt (lostamorð) uppi á einhverjum „Ástarhöfða" þar i grenndinni. Skömmu eftir það er svo eiginmaðurinn tek- inn fastur, grunaður um morðið á konu sinni. Hvort sem nú rannsóknardómaramir sænsku hafa gengið nokkuð rösklega fram í yfirheyrslunum, þá er svo mikið vist, að síðdegisblöð- in gerðu hann að pislarvotti og framhaldsforsiðufrétt með glannastórum myndum, viku eft ir viku, þar til lögreglan lét undan „almenningsálitinu" og sleppti manngarminum lausum eftir svo sem hundrað daga inni setu. Næst morðmálum sænsku síðdegisblaðanna og öðrum æsi- fréttum af því tagi koma svo kynferðismálin, sem er þó frem- ur að finna á innsíðum blaðanna. í þeim efnum sem öðrum er leit- ast við að tala til hjartans — það er frumhvatanna — birtar eru stuttorðar spumingar, sem eiga að vera komnar frá lesend- um blaðsins, en að því búnu svör eða heilræði blaðsins, og þá gjarnan í nokkuð löngu máli miðað við inntak spurninganna. Sumt af þessu efni þætti líklega fullmergjað í islenzkum blöðum, en Sviar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna í þeim efnum. Vitaskuld eru sænsku síðdegis blöðin meira en það, sem hér hef ur verið drepið á. Þau flytja einnig verulegar fréttir í svip- uðum stíl og morgunblöðin, svo og greinar um stjómmál og menningarmál, og fyrir því fer hreint ekki svo lítið, enda nær- ist meðalmaðurinn í nútíma þjóð félagi ekki á einu saman morði og klámi, svo svakalegt er það nú ekki. En hitt er engu síður mergurinn málsins, að þessi blöð eru látin auglýsa sig með fyrr- greindu æsiefni, framboð og eft- irspurn hefur sem sagt leitt í ljós, að flestir kaupa og lesa blöðin þeirra hluta vegna. En hvað er svo lesið af öðru efni blaðanna, því sem við hér teljum eðlilegt og sjálfsagt blaða efni? Allir sænskir blaðamenn, sem ég hef talað við, eru sam- mála um, að einhvers konar ELEKTRA FÆRAVINOUR Vegna mikils fjölda fyrirliggjandi pantana og fjölda fyrirspurna eru þeir, sem hug hafa á að kaupa ELEKTRA færavindur á næstu 6 mánuðum, beðnir að gera aðvart, og staðfesta pant- anir og hvenær þurfi að afgreiða þær. Þetta er nauðsynlegt, svo hægt sé að undirbúa og skipu- leggja framleiðsluna og gera framleiðsluáætlun. Rafgeyma, hleðs.utæki og gervibeitta önglaslóða er hægt að afgreiða með vindunum. Hleðslutækin er hægt að afgreiða fyrir 2—12 vindur eftir óskum. ELLIÐI IMORÐDAHL GUÐJÓNSSON, Lindarflöt 37, Garðahreppi. Sími 42833. fréttir hljóti að vera aðalkjami sérhvers blaðs. Mörg sænsk dag blöð hafa rannsakað sér í lagi fyrir sig, hversu margir lesi hverja tegund efnis, en birta ógjaman niðurstöður slikra rannsókna. Ég var þó svo hepp- inn að sjá úrslitatölur einnar þvilíkrar könnunar. Samkvæmt henni voru fréttir efst á blaði, sjötíu til áttatiu þrósent lásu þær (miðað við alla, sem eitt- hvað lásu í blaðinu). Greinar um bókmenntir og menningarmál lásu nokkru fleiri en fimmtíu prósent. En mig furðaði að sjá, að færri en fimmtíu prósent lesa íþróttasíðurnar og spurði, hverju það sætti. Var mér tjáð, að „sænskt kvenfólk, sem er jú helmingur lesenda, hefur ekki áhuga á iþróttum." (Prósentu- tölumar eru skrifaðar eftir minni). Svíþjóð hefur fengið að kenna á blaðadauða eins og mörg önn- ur lönd. Um stórblöðin er það að segja, að þau teljast óháð, en styðja þó hvert sinn flokkinn. Hins vegar hefur gengið illa að halda hreinum flokksblöðum gangandi. Sósíaldemókratar, sem eru þarna fjölmennir, hafa reynt að gefa út slík blöð; þeir ættu líka að hafa til þess bezta aðstöð una. En blaðaútgáfa þeirra hef- ur gengið illa, til að mynda lognaðist Stockholms Tidningen út af í höndum þeirra 1966 eftir tíu ára útgáfu; fyrrum rótgróið blað og mikilsvirt. Raunar er ekki sér-sænskt fyrirbæri, að sósialdemókrötum veitist erfitt að gefa út blöð; það er alþjóð- legt; dagblöð dragast viðast hvar upp í höndum þeirra. Eru menn alls ekki á eitt sáttir um orsökina. Sumir álíta, að þeir séu of einhliða í málflutningi, of pólitískir fyrir nútíma borgara, sem vill ekki láta mata sig á skoðunum, heldur mynda sér þær sjálfur. Aðrir láta sér detta í hug, að sósíaldemókratískir kjósendur séu í eðli sinu svo borgaralega hugsandi og hafi svo lítinn áhuga á sinni eigin pólitík, að frjálslynd blöð eins og t. d. Dagens Nyheter skír- skoti í rauninni fremur til þeirra en sú upplitaða sýndarrauðka, sem forsvarsmönnum þeirra þyk ir svo oft henta að bera utan á sér. En einnig hafa sósíaldemó- kratísk blöð fengið að kenna á þvi, sem kallað er „upplagaspír- allinn", það er, að stór blöð stækka, en lítil blöð minnka. Fjármögnun blaðanna — auglýs ingamar — valda þeirri þróun að miklu leyti: auglýsandi aug- lýsir vitanlega í því blaðinu, sem prentað er í flestum eintök- um og líkur eru til, að flestir lesi. Vegna aukinna auglýsinga- tekna getur blaðið svo bætt sig, aukið fréttaþjónustu, keypt vandaðra eða að minnsta kosti eftirsóttara efni, byggt yfir sig, endurnýjað vélar og svo fram- vegis. Kaupendum fjölgar, og árangurinn verður sá, að ennþá fleiri auglýsa nú í blaðinu; og þannig koll af kolli — veltan hleður sjálfkrafa utan á sig. Hjá smáblaði gerist á sama tíma gagnstæð þróun: það missir af auglýsingunum, sem fara til stórblaðsins, neyðist þá til að draga saman seglin, kaupendum fækkar, þar til svo er komið, að greiðslugetuna þrýtur, blaðið deyr. Þessi þróun sýnir í senn styrk og veikleika dagblaðsins sem fjölmiðlunartækis: Sé málið skoðað frá annarri hliðinni að- eins, má segja, að líf blaðsins sé i höndum þess, sem heldur því gangandi fjárhagslega, það er auglýsandans. En hvers vegna auglýsir hann í blaðinu? — Vegna þess, að blaðið er vold- ugt áróðurstæki; hann er þá sjálfur háður því ekki síður en það honum; það er hin hlið málsins. En hvað sem því líður, er sænskum auglýsendum svo fyr- ir að þakka, að stórblöðin í því landi eru ákaflega ódýr; áskrif- andinn greiðir varla meira fyr- ir blaðið sitt en heimsendingar- kostnaðinn og 1 sumum dæmum varla svo mikið; auglýsendumir — iðnaðurinn og verzlunin — stendur undir gervöllum rekstr- inum. — G. Hagalín Framhald af bls. 40 af einhverju, sem liggur í loft- inu — líkt og einhverjir stór- kostlegir atburðir séu i nánd, atburðir, sem eiga eftir að ger breyta heiminum. Ég finn stund um sjálfur til óróa og eirðar- leysis. Stundum finnst mér að nýr Messías hljóti að vera á leiðinni inn í mannheim." Síðar í sama samtali: „Ungt fólk gerir kröfur, sem ekki er hægt að neita." Sumarliði spyr: „Til hvers leiða þær kröfur." Séra Friðrik svarar; „Ég veit það ekki. Þegar ný alda skellur yfir heiminn, kem ur kraftur hennar öllum að óvörum. Ekki sízt þeim, sem setja hana af stað." Sumarliði segist halda, að þetta sé ekki nema fálm og góugróður, og séra Friðrik svar ar: „Allt þetta kann að líta svo út. En menn ættu ekki að láta það villa sig. Raunverulegar byltingar byrja ævinlega með fálmi og jafnvel góugróður sýn ir að vorið sé i nánd." Sagan er kölluð bók um ást- ir og æsku í uppreisn. En fyrir ástum unga fólksins sem af- brigðilegum frá því, sem lengi hefur átt sér stað í þeim mál- um hér á landi og vítt um ver- öld, fer ekki mikið í sögunni. Þau Arnaldur og Bergljót, sem verða að teljast fulltrúar æsk- unnar í ástamálum, eru tiltölu- Hnýtið fallegt, vandað teppi Borgið Readicut röggvateppi yðar neðan þér vinnið að því. Sendið mér úrklippu strax í dag. Það er svo auðvelt að hnýta Readicut-teppi. Munstrið, sem þér veljið er áteiknað 1 réttum litum á teppastrammann. Þér fáið garnið klippt og það eina sem þér þurfið að gera er að hnýta garnið með þar til gerðri nál í strammann. Gerið góð kaup. Staðgreiðið eða borgið með afborgunum. Þér sendið aðeins seðilinn og fá- ið sendan ókeypis litskrúðugan verð- lista og getið vaiiS úr 50 mismunandi munstrum og 52 lit- um af garni. Nafn: Heimili: readicut BL H 3 READICUT DANMARK Holbergsgade 26, 1057 Köbenhavn K. lega hófsöm, og þeir, sem vilja, að í skáldsögu séu klúrar og klámfengnar lýsingar, ef hún eigi að geta talizt til nútíðar- bókmennta, fara þarna i geitar hús að leita ullar. Jafnvel þeg ar lýst er samförum hinna ungu elskenda er allt að því róman- tískur og þó næsta eðlilegur sætleiki yfir lýsingunum. Og þau eru einu ungu unnendurn- ir í sögunni, sem nokkuð veru- lega er um fjallað Þau eiga og ekki við neina andstöðu „gaml- ingjanna" að stríða, og í raun- inni eru þau yfirleitt ekki dæmi gerður fulltrúi þeirrar æsku, sem vill fórna öllu fyrir upphaf hins sæluþrungna alheimsríkis. Þau hafa ekki forvstu í óeirð- unum þó að þau fylli flokkinn, sem að þeim stendur, og í sögu lok lætur höfundur þau hverfa á brott til Þýzkalands, Berg- ljótu með ríkulegen föðurarf og Arnald til þess að taka við rekstri arðbærs íyrirtækis, að látnum föður, sem hefur stofn- að það og auðgazt á því. Berg- ljót er þá búin sérlega fallegri og dýrri kápu, og Arnaldur dá- ir að verðleikum kápu og konu. Af flestum þeim persónum, sem fram koma í sögunni, er að eins brugðið upp skyndimynd- um, enda fæstra þeirra að nokkru getið nema út af óeirð- unum. Af tveimur helztu óeirð- arseggjunum fáum við þó all- glögga mynd, Erni Austmanni, sem hefur lifað sig svo inn i hlutverk sitt sem æðsta foringja í baráttunn fyrir því, sem koma skal, að hann allt að því „tal- ar tungum" og svífst einskis, beitir jafnvel fyrir sig skamm- byssu, og Guðmur.di Atla, sem einkum virðist njóta þess að beita ofbeldi og fremja hermd- arverk í krafti sinnar heljar- mennsku. Þau Arnaldur og Berg ljót verða fyrst og fremst eftir minnileg sem ungir, dreymnir og hugnanlegir elskendur. Þá festist mynd séra Friðriks í minni, þó að hann komi ekki mikið við sögu, og lesandanum dettur í hug, að það sé hreint engin tilviljun, að hann heitir þessu nafni. En ennþá er ógetið þeirra per sóna og atburða i sögunni, þar sem mér virðist höfundi hafa tekizt bezt upp, en þetta er ekki i öðrum tengslum við aðal efni sögunnar en að hinar áhugaverðu persónur eru Reg- ína, móðir Bergljótar, og Stur- laugur, stjúpi hennar. Lýsingin á þeim áhrifum, sem það hefur á Regínu, að hún bjargar barni Sumarliða trésmíðameistara, og á viðbrögðum Sturlaugs, sem ætlar að æskja skilnaðar, þeg- ar hún verður fyrri til, vitnar um glöggskyggni á mannlegt sálarlíf og frásagnargáfa höf- undarins nýtur sín hvergi bet- ur í bókinni en í lýsingum hans á þvi, sem síðar. gerist, unz hann skilst við þau Regínu og Sturlaug. Það, sem séra Friðrik segir og til er vitnað hér að framan, virðist mér glöggur vitnisburð- ur um það, að höfundur hafi ekki — frekar en í sögunni Orð stír og auður - ritað þessa bók til þess að tolla að þvi leyti í tízkunni að velja sér æsi legt söguefni, heldur af því, að honum sé ástand og horfur hér á landi og í umheiminum raun- verulegt og áleitið íhugunar- og áhyggjuefni, og vel væri, að þeim séra Friðriki yrði að þeirri von sinni, að vor kunni að vera í nánd, en ekki hryss- ingslegt haust, undanfari helj- arvetrar. Og þó að höfundinum hafi ekki tekizt með þessari sögu að móta heústeypt skáld- rit, er það sannarlega athyglis- verðara og meira að innviðum en sú eftiröpun úrkynjunar og klámbókmennta, sem nú er hér orðin ungum höfundum ærinn fjötur um fót. Guðinundur Gíslason Ilagalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.