Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBÍLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEM1B1BR 1970 31 RAFTORti VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26660 OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR. Blaðamenn NB höfnuðu til- hoði Spies um kaup á tímariti sem nú er í andarslitrunum vegna f járhagsörðugleika flokkstnaður í nasistaflokknum danska árið 1942, en vill nú sem minnst um afskipti sin af þeim flokki ræða. Talið er, að hann hafi gengið í flokkinn til að fá atvinnuleyfi í Þýfcka- lancíi á sínum tima sem honum tókst, og enn aðrir fullyrða, að Spies hafi verið nasisti að líí's- skoðun og sé það enn. Sjálfur segist hann gjarnan vilja fylgja góðum, gamaldags stjórnmálaflokki að málum, en hann er vafalaust dyggasti stuðningsmaður „kapitalísks" þjóðskipulags sem Danmörk hefur enn alið. Hann segir: „Raunar finnst mér skömm að því að hætta þessari einstæðu tilraun sem „kapítalisminn" er. Hann hófst fyrir tæpum 200 árum, og nú höfum við byggt stórborgir, og heilar okkar og hendur fást við flókin verkefni. En vissu- lega getum við snúið við, gej-zt bændur að nýju, og byrjað upp á nýttf' Skoðanir Spies á ýmsum málum þykja afar frumiegar, Spics á sanikomum sínuni: „Spyrjið" — en þær eru fjölsóttari en nokkur skemmtikraftur getur látið sig dreyma um. stundum næsta sérstæðar en oftast hneykslanlegar. En hann vekur athygli hvar sem hann fer, og nýlega stofnaði hann til auglýsingaherferðar undir slagorðinu „Kynnist Jót- unum“ og efndi af þvi tilefni til fjöidafunda undir heitinu „Spyrjið," þar sem hann kom fram og svaraði fyrirspurnum. Drógu þessir fundir að sér fleira fólk en samkomur nokkurra skemmtlkrafta, en hinn viðskiptalegi tilgangur þeirra var að kanna undirtekt- ir varðandi stofnun józks leigu flugfélags. Hann hefur þótt standa sig frábærlega vel á þessum fundum; fyrirspumirn- ar hafa verið um allt mifli him- ins og jarðar og hann hefur átt svör vlð þeim öllum. 1 ijós hefur komið, að þekking hans er ótrúlega viðtæk, hann hefur verið eldfljótur til svars og engum hefur tekizt að koma honum í opna skjöidu. Örlítið sýnishorn af spurningum og svörum: — Er það rétt skilið, að stúlkur eigi að llkjast Rubens- kvenfólki í rúminu en hafa líkamsbyggingu sýningar- stúlkna á daginn ? Svar: Þá verður ekkert pláss i rúminu. Eða: Á unga aldri þoldi ég alls ekki Júða, þvi að ég var óheppinn með þá fyrstu, sem ég kynntist. Þeir voru pabba- drengir, sem hver einasti fá- tækur og metnaðargjarn ungur piltur hlaut að hata — ekki vegna kynþáttarins heldur vegna þess hversu fyrirhafnar- laust þeim tókst að verða það, r-IGNIS--| FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlífðarkantar á hornum — Ijós í loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". •— ^ BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF., REYNIMEL 60, SÍMI 18660. uppeldis hand- hókin FORELDRAR OG BÖRN eftir Dr. Haim G. Ginott í þýðingu Björns Jónssonar, skólastjóra, með formála eftir Jónas Pálsson, skólasálfræðing. Höfundurinn er oft nefndur Dr. Spock, barnasálfræðinnar. Hann bendir á nýjar lausnir gamalla'vandamála. Bókin á erindi til allra: heimila, skóla og uppeldisstofnana. Þér munuð skilja barn yðar betur — og barnið yður. GEFIÐ HEIMILINU GLEÐI — GEFIÐ BÓK SEM STUÐLAR AÐ GLÖÐU OG GÓÐU HEIMILISLÍFI. Spies ásamt einni þjónustustúlku sinni og biaðaljósmyndimim. sem þeir voru. Núna hef ég ekkert á móti Júðum. þeir eru ekki verri en Svíarnir (fagn- aðarlæti), sumir eru aðlaðandi, aðrir aumingjar en flestir ösköp venjulegir menn. — Eruð þér andlegur arftaki Sörens Kierkegaard? Svar: Nei, hann varð sjálfur að greiða útgáfukostnað bóka sinna. Vikjum þá aftur sögunni til NB og viðskipta starfsmanna timaritsins við Simon Spies. Þegar eftir yfirlýsingu Spies um áhuga sinn á að kaupa NB, kallaði hann fulltrúa NB á sinn fund til viðræðna. Hjá NB er sá háttur hafður á, að þar ákvarðar nefnd, sem skip- uð er nokkrum blaðamönnum tímaritsins, stefnu blaðsins og viðhorf til mála, sem upp koma. Þetta fyrirkomulag er nokkuð tekið að ryðja sér til rúms með al blaða og timarita í V-Evr- ópu. Og það var við fulltrú- ana í þessari nefnd, sem Spies vildi ræða til að komast að raun um, hvort ekki mætti sam ræma skoðanir hans og skoðan ir starfsmanna ritstjórnar NB varðandi ýmis ritstjómarleg atriði. Lengi hefur verið á allra vit- orði, að Simon Spies hefur um langt skeið haft áhuga á út- gáfu fréttatímaritsins í likingu við Time, Newsweek og Der Spiegel. Raunar hafði hann slíkt á prjónunum löngu áður en NB kom til sögunnar. Hins vegar óttuðust margir, að ef hann léti verða af þessum H júkrunarkonur Staða deildarhjúkrunarkonu við Hjúkrunar- og endurhæfingar- deild Borgarspítalans í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1971. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 1970. Upplýsingar veitir forstöðukona Borgarspitalans í síma 81200. Reykjavík, 29. 10. 1970. Heilbrigðismálaráð Reykjaviktir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.