Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 14
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1, NÓVEMBER 1970 Meðal þeirra ferða sem Ferða- félag fslands auglýsti í vor, var ein sem nefndist Gljúfurleit — Kerlingarf jöll. 2 j/z dagur. Þessi stutta lína lætur ekki mikið yf- ir sér, en býr þó yfir allmiklu. Munu fáar ferðir á vegum félags ins sem standa ekki lengri tíma, veita meiri þekkingu á óbyggð- um landsins og fegurri fjalla- sýn en þessi. Ferðin var farin nú í sumar 21.—23. ágúst, og var lagt af stað föstudagskveld kl. 8 síðdeg- is, en komið til Reykjavíkúr sunnudagskveld. Ferðin stóð þvi aðeins rúma tvo daga. Ekki skal lýst hér mörgum orðum fyrsta hluta leiðarinnar eða allt inn I Ásgarð. Sú leið er flestum kunn, einkum fyrsti hlut inn. En leiðin af Bláfellshálsi og áfram inn yfir Hvítá og allt inn í Ásgarð er hin fegursta, þó að sjálf liggi hún víða um grjót- mela. Fjallasýri er afar mikil. Blasir við á vinstri hönd Hrútfell og Langjökull, en und- ir rótum hans Hvítárvatn. Til hægri gnæfa Kerlingarfjöll, en fram undan er Hofsjökull, og skagar Blágnípa fram úr. Blá- íell er að baki. Er þessi fjalla- sýn fögur og tilkomumikil. Eins og kunnugt er, er Jökul- kvislin brúuð, þar sem hún renn ur í örþröngu gljúfri. Skömmu síðar er farið yfir Innri-Ás garðsá, sem er venjulega lítið vatnsfall. Siðan liggur vegur- inn upp bratta brekku og upp á hryggmyndaðan ás, sem minn- ir mjög á garð, nokkuð boginn, svo að myndast kvos eða hvamm ur, er snýr mót suðri. 1 þessum hvammi er sæluhús Ferðafélags Islands, Ásgarður. Hér gisti hóp urinn um nóttina. Leiðin úr Ásgarði liggur fyrst inn með Ásgarðsfjalli að vestan, en er norður fvrir fjall- ið kemur, er stefnan tekin aust- ur Jökulkrókinn, en svo nefnist svæðið frá Kerlingarfjöllum og upp að Hofsjökli, um 6 km breitt. Jökulkrókurinn er að mestu melar, nokkuð öldóttir. Hér hefur alls ekkert verið rutt nema hvað vegíarendur hafa veit steinum úr bílaslóðinni sem liggur hér, en staksteinótt er nokkuð, en annars torfærulaust. Fjallasýn er glæsileg. Til vinstri er jökulhvel Hofsjökuls og er nú allnærri, en fram úr suð- vesturhorni hans skagar Blá- gnípa úr dökkbláleitu basalti með gróðurlausum skriðum, klett ar víða i brúnum, en austan við hana á Jökulkvíslin meginupp- tök sín. Kerlingarfjöll eru á hægri hönd og virðast nú hærri en nokkru sinni fyrr, því að segja má að leiðin liggi fast við þau. Einkum hlýtur Loðmundur að draga athygli ferðamannsins að sér, bæði vegna hæðar og lögunar. Hann er næsthæsti tindur fjallanna, 1432 m, en Snæ kollur 1477. Loðmundur stendur norðan við fjallaþyrpinguna austanverða og því stakur nokkuð. Er hátt skarð milli hans og Snækolls, og er hann þar kleifur, en annars er hann girtur feikna háum hömrum, brattur eins og turn, en kollur þó stýfður. Loðmundi og Kerl- ingarf jöllum er annars lýst ágæt ar, en á milli eru melöldur, greiðar yfirferðar. Er austur fyrir Loðmund kem- ur, er stefnt til landsuðurs. Enn um skeið liggur leiðin nærri fjöll unum, og er mjög fagurt að sjá þessa Ijósgulu f jallaþyrpingu, viða drifna fönnum, sem ber svo mjög lit af dökku basalti, sem er í flestum öðrum fjöllum. Einna austastur í fjallaþyrpingunni er þó mjög dökkur hnúkur, keilu- laga og meir áberandi fyrir það, að hann er mjög utan til i fjalla- klasanum. Þetta er Kisubotna- hnúkur, en norðan við hann eru Efri-Kisubotnar, og kemur það- an kvísl sem rennur austan við hnúkinn og saman við Kisu sjálfa, en hún kemur ofan úr fjöllum og rennur í miklu gljúfri sunnan við hnúkinn og niður i Neðri-Kisubotna. Nú er komið inn á það svæði sem lýst er í Árbók 1956, og má vitna til hennar um margt sem Norðan Loðrmmdar. Úr Ásgarði í Gljúfurleit lega í Árbók Ferðafélagsins kemur hér á eftir í þessari 1942. grein. Leiðin liggur undir rótum Loð mundar, og eru hér margar smá kvíslar og lækir, er koma niður úr hjarni Kerlingarfjalla. Stefn ir það allt norður og vestur Jök- ulkrók og safnast til Jökul- kvíslar. Til landnorðurs er fell nokkurt aflangt og snýr frá landnorðri til útsuðurs og nefn- ist Brattalda. Austast móts við Loðmund liggur leiðin upp melhrygg, nokkuð brattan, en þó eigi svo, að bilum séu erfiðleikar að. Er nú komið upp í nálega 800 m. hæð. Brátt versnar vegur skyndi- lega. Nú er lagt út I hraun. Þetta er Ulahraun. Hefur það sent kvíslar sínar allt vestur að rótum Kerlingarfjalla. Illa- hraun er úfið og óþjált bilum, en þar sem bílaslóðin liggur, er vandræðalaust að komast áfram. Einnig er bót i máli, að eigi þarf að aka um samfellda hraun breiðu, heldur aðeins hraunkvísl Við erum nú á Fjórðungssandi, en svo nefnist sandflæmi mikið sem nær frá Hnífá, smáá sem rennur í Þjórsá, ekki alllangt fyrir sunnan Þjórsárver, og fram að Kisu. Naumast hefur ríðandi mönnum þótt Fjórðungs- sandur yfirreiðarland; er á sand inum lítill gróður. En þeim er ferðast í bíl, hlýtur að líka hann vel, því að hann er allgóður aksturs, dálítið öldóttur víða, en þó ekki ósléttur til meins, og grýttur er hann ekki svo, að bif reiðum sé til trafala, en að sjálf sögðu er þetta nokkuð misjafnt, eftir því hvar á sandflæmj þessu er. Bílaslóðin liggur nær vestast á sandinum, skammt aust an við Kerlingarfjöllin, og er greið leið, þó að ekkert hafi ver- ið gert til vegabóta. Tvö smáfell eru austan við Kerlingarfjöll um 5 km suðaust- an við Kisubotnahnúk. Nefnast þau Setur. Kvísl úr Ulahrauni hefur runnið innan við Setur og áfram langt niður eftir, en vest- Við Ey vafen. Séð til Múlajöku ls og Arnarfells. Myndirnar tók Eyjólfur Halldórsson. an við hraunkvísl þessa rennur Kisa. Bílaslóðin liggur yfir hraunið innan við Setur, og heit ir þar Setuhraun, og síðan suð- ur með fellinu að austan. Eru þetta síðustu kynni af Ulahrauni á þessari leið. Frá Setum liggur leiðin suð- austur eftir Fjórðungssandi, öld ótt sem fyrr, en annars greið og torfærulaus. En Fjórðungssandur býður vegfaranda fleira en greiðan bílveg. Útsýni er þar afar vítt og fagurt í björtu veðri. Og við sem vorum þarna á ferð laugar- daginn 22. ágúst, vorum svo heppin að fá glaðasólskin, svo að við sáum vitt yfir öræfi, fjöil og jökla í glampandi birtunni. Segja má að ekki þurfi annað en líta út um bilgluggana, alls staðar blasir við hin feg- ursta fjallasýn. En auk þess er auðvitað sjálfsagt að aka eða ganga upp á einhverja ölduna og litast þar um. 1 útnorðri gnæfa ljósir tindar Kerlingar- fjalla, sem áður hefur verið minnzt á. Austan þeirra breið- ist i hánorðri hjarnflæmi Hofs- jökuls, feiknamikið og vítt, en frá jöklinum suðaustanverðum gengur afar mikill og langur skriðjökull, Múlajökull, en upp fyrir hann sést tindur Arnar- fells hins mikla. Fram af jökl- inum má sjá mikið graslendis- flæmi, alsett pollum og tjörnum. Þetta eru Þjórsárverin, gæsa- byggðin fræga, hin mesta sinn- ar tegundar um gervalla jörð, að því er fróðir menn herma. Vestar glitrar á vatnasvæði mik- ið. Þetta er ekki stöðuvatn, held ur eru þarna Blautukvíslareyr- ar og Hmfárbotnar. Rennur Blautakvísl þarna í ótal mörg- um kvíslum, oft grunnum, en sandbleyta er mikil. Blautukvísl areyrar eru að því leyti merki- legar, að þar mun vera sá stað- ur, sem er lengst frá sjó á ís- landi. Sé litið á íslandskort, virð ist við fyrstu sýn, að Hofsjök- ull sé lengst frá sjó, en firðir Norðurlands eru svo langir, að sá staðurinn sem lengst er frá sjó, reynist vera sunnan jökuls. 1 landnorðri sést Tungnafells- jökull, en austar og sunnar sjálf ur Vatnajökull, og ber þar hæst Bárðarbungu. Miklu sunnar má sjá Hamarinn í vesturbrún, en á milli er hinn mikli skriðjök- ull, Köldukvíslarjökull, og nær hann næstum niður á jafnsléttu, en í hann ber hin miklu og virðulegu fjöll, Hágöngur. Sunn an Hamarsins tekur við Tungnár jökull, og eru Kerlingar þar mjög áberandi í vesturbrún. Suð vestan jökulsins er mikill fjalla- klasi. Eru þau fjöll flest á Tungnársvæðinu, en erfitt að greina þau sundur, renna bau all mjög saman í svo mikilli fjar- lægð. Þessi víða og fagra útsýn af Fjórðungssandi er svo mikil, að hún ein gerir þessa leið eftir minnilega og eftirsóknarverða. Norðlingaalda er á Fjórðungs- sandi suðaustanverðum. Hún er mikil um sig, en ekki há, aðeins J—60 m yfir sandinn. Er skammt frá henni austur að Þjórsá. Ligg ur leiðin nokkuð fyrir norðan ölduna. Árkvísl nokkur er norð- austan við hana og rennur til Þjórsár. Er þarna nokkur gróð- ur, bæði gras og fagurgrænn mosi. Þetta er Eyvafen. Hér má sjá vörður, sumar ekki háreist- ar, en aðrar stæðilegar og fiest- ar glöggar og greinilegar. Við erum komin á Sprengisandsveg, þó að Sprengisandur sjálfur sé fjarri. Sprengisandsvegur ligg- ur úr Þjórsárdal, vestan við Þjórsá inn Gnúpverjaafrétt, en austur yfir ána við Sóleyjar- höfða og þaðan norður á Sand. Þessi leið er ein af elztu fjall- vegum landsins, var farin þeg- ar á 10. öld. Vegurinn hefur ver ið varðaður að tilhlutan yfir- valda og kostnaður greiddur af almannafé. Þessi leið inn með Þjórsá er ágæt ríðandi mönnum. Eru þar nógir hagar, enda hef- ur hún verið tíðfarin og er far- in enn, ef fara þarf riðandi inn að Hofsjökli eða milli landsfjórð unga, þó að þær ferðir séu nú strjálli en áður, er bílar eru aðal samgöngutækin. Húsaþyrping var við Eyvafen, íbúðarskálar manna sem rann- saka vatnsvirkjunaraðstæður á þessum slóðum. Enginn maður var þar þó, er okkur bar þar að. Hingað hefur verið gerður góður bílvegur allt neðan úr Þjórsárdal. Er hann mjög víða alveg á sama stað og Sprengi- sandsvegur, lagður á hin- um gömlu götum og með vörðun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.