Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMRER 1970 17 — Sverrir Júlíusson Framhald af bls. 15 jafnt hjá báðum. Hins vegar minnkaði heildaraflinn í maí- mánuði mjög mikið bæði hjá bát um og togurum, og í lok maí nam aflinn á öllu landinu rúm lega 295 þús. tonnum á móti 262 þús. tonnum árið. áður. Aukning varð einnig veruleg á loðnuaflanum, þótt engin loðna veiddist vestan Vestmanna eyja. Nam hann nú tæplega 192 iþús. toniniuim móti 171 þús. eyja. Nam hann nú tæplega 192 tonnum í fyrra. Skelfiskaflinn var svipaður bæði árin. Fram til septemberloka virð- ist hafa haldizt i horfi með báta aflann, þannig að frá maílokum er hann mjög svipaður og í fyrra þrátt fyrir tafir af völd- um verkfallanna í vor. Hins vegar hefir togaraaflinn minnk að tilfinnanlega frá apríllokum, eða um meira en 5 þús. tonn. 1 septemberlok var þorsk- afli bátaflotans rúm 354 þús. tonn á móti tæpum 321 þús. tonni í fyrra. Síldaraflinn var þá orðinn 22.4 þús. tonn á móti 24.1 þús. tonni í fyrra. Rækju- og humarafli var svipaður. Alls nam þorsk- sildar- loðnu- og skelfiskafli í septemberlok 636.7 þús. tonnum á móti 585.9 þús. tonnum í fyrra. Hafði þó togaraafli minnkað úr 64.5 þús. tonnum í 63.1 þús. tonn nú. Um aflann það sem eftir er ársins verður litlu spáð. Það virðist þó ljóst, að aflabrögð í október voru yfirleitt mjög rýr, bæði á togveiðum og línuveið- um. Það er t.d. áberandi hvað togveiðibátum gengur miklu verr nú en á sama tíma í fyrra að afla fisks fyrir brezka markaðinn. Bæði er flatfiskafl- inn miklu minni að magni og kolinn smærri, ýsu verður naum ast vart. Eins og nú horfir má búast við verulegum samdrætti í útflutningi bátaflotans á is- fiski til Englands. En á það má benda, að i nóvember og des- ember í fyrra fóru bátar 68 söluferðir til Englands og seldu þar 2760 tonn af ísfiski fyrir 82 millj. króna brúttó. Mjög verulegur hluti af þessum afla var flatfiskur. FISKVERÐIÐ 1970 Þegar verkalýðsfélögin lýstu kröfum sínum á síðasta vori, urðu fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins sammála um að segja upp fiskverði, sem aiþi frá 1. janúar s.l. samkvæmt sér stakri heimild þar um. Ljóst var, að fyrrgreindar kröfur verkalýðsfélaagnna myndu, þótt ekki yrði gengið að þeim nema að hluta, koma mjög við pyngju fiskiðnaðarins og þótti sjálfsagt að sjómenn og útvegsmenn fengju skipt til sín hluta af bættum hag fiskiðnaðarins. Vegna nýrrar verðákvörðun- ar var Efnahagsstofnunin béð- in um nauðsynleg gögn. Þau sýndu, að á þessu ári mátti að öllu óbreyttu vænta bærilegr- ar afkomu, bæði í útgerð og fiskiðnaði, þótt ljóst væri að fjarri færi því, að fiskiðnaður- inn gæti orðið við körfum verkalýðsfélaganna nema að tak mörkuðu leyti. Jafnframt var ljóst, að afkoma útgerðarinnar myndi stórversna við miklar al Imennar kauphækkanir, þdtit ekki yrði um hækkun að ræða á launum sjómanna, nema með fiskverðshækkun. Eins og menn muna hækkaði fiskverð til útgerðar um ára- mót að meðaltali um tæp 7%, en skiptaverð sjómanna hækk- aði um 15%. Þetta nam tæplega 10% verðhækkun fyrir fiskiðn- aðinn. Verðhækkun til sjó- manna varð meiri en til útgerð arinnar vegna lækkunar á greiðslu kostnaðarhlutdeildar fiskkaupenda til útgerðarinnar. Hinn 1. júní s.l. hækkaði svo fiskverð að meðaltali um 5.5%. Nemur þannig fiskverðshækk un á þessu ári tæplega 13% til útgerðar og rúmlega 21% til sjómanna. Ekki liggur ennþá fyrir, hver áhrif kauphækkan ir á þessu ári muni hafa á af- komu út.gerðarinnar. Hins veg- ar er ljóst, að viðhalds- og veiðarfærakostnaður eykst stór- lega auk þess sem ýsmir þjón- ustuliðir fylgja í kjölfarið. Þá hefir orðið stórkostleg olíuverð hækkun og óttast ég að ún eigi eftir að verða ennþá meiri eftir verðþróuninni, sem verið hefur erlendis á árinu. ■ Hinn 23. þ.m. mun Verðlags- ráð sjávarútvegsins koma sam- an til fyrsta fundar síns, til þess að fjalla um fiskverðið á næsta ári. Er þess að vænta, að Efnahagsstofnunin muni þá leggja fram gögn um afkomu þessa árs eftir því sem hún er þekkt, svo og afkomuspá fyrir næsta ár. HORFUR A NÆSTA ARI Á þessu stigi verður engu spáð um afkomuna á fiskiskipa flotanum á næsta ári, né held- ur um afkomu fiskiðnaðarins. Á það ber að líta, að allmikil óvissa ríkir í efnahagsmálunum, meðan ekki er vitað hverjar verða aðgerðir Alþingis, sem boðaðar hafa verið. Þó virðist ljóst, að stefnt muni að þvi að stöðva dýrtíðina. En atvinnu- vegunum verður vafalaust gert að taka á sig hluta af þeim byrðum, sem af verðstöðvuninni leiðir. I sambandi við ákvörðun fisk verðs, sem augljóst er að verð- ur að hækka, óttast ég að sú mynd, sem við kann að blasa um greiðslugetu fiskiðnaðarins verði dekkri en menn nú vænta, vegna þess að honum sé ætlað að bera meiri launahækkanir en getan leyfir með góðu móti. Þess ber þó að gæta, að verð- þróunin erlendis helzt okkur í hag, en við skulum gjalda var- hug við fréttum fjölmiðla um þetta efni, bæði af þvi, að fréttamenn keppast nú einu sinni við að segja stórfréttir, hinar liggja fremur I láginni, og fiskiðnaðurinn greiðir helm- ing af öllum verðhækkunum í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins. Útvegsmenn eru bjartsýnir menn, og vissulega vonum við að forsjónin gefi okkur a.|i.k. jafngóða vertíð og i fyrra, en mikla bjartsýni þarf til að treysta á slíkt, þótt ekki sé nema vegna þess, að veðurfar á síðustu vetrarvertið var með ein dæmum gott. Stuðlaði það út af fyrir sig ekki aðeins að mikl- um afla, heldur og að því, að fiskgæði urðu miklu meiri en ella hefði orðið. Loks verður að vona að ekki hendi sú ógæfa að til vinnustöðvunar á fiski- skipum komi. En samkvæmt framansögðu er vairilegast aið sipá litliu uim það sem í vændum er, og vissu lega setur að mönnum nokkurn ugg þegar horft er yfir afla- brögð togaraflotans frá því í maímánuði og bátaflotans nú síð ustu vikurnar. En að öðru leyti skýrast þessi mál undir lok þessa mánaðar og munu menn þá betur geta áttað sig á þessu. ÞRÓUNARSAGA OG ÁHRIF L.Í.Ú. Þótt útvegsmönnum sé um það kunnugt, að ég gefi nú ekki kost á mér til endurkjörs sem formað- ur L.I.Ú., vil ég nota þetta tæki- færi til að staðíesta það form- lega. Ég vona, að mér verði ekki lagt það út á verri veg, þótt ég á þessum tímamótum starfsævi minnar líti lítið eitt yfir farinn veg og stikli á helztu atvikum í þróun og mótun Landssambands ísl. útvegsmanna á þessu tíma- skeiði, og raunar frá upphafi stofnunar þess 1939. Fyrstu fimm starfsár sam- bandsins voru reynslu- og mót- unartími. Að þeim loknum töldu menn sig hafa mótaðar hugmynd ir um það, hvaða skipulag hæfði sambandinu bezt og var lögum þess breytt í samræmi við það árið 1944. Að loknu öðru enn lengra skeiði var skipulag sam- bandsins enn breytt með setn- ingu nýrra samþykkta árið 1963. Veigamesta breytingin, sem þá var gerð, var endurskipulagn- ing sambandsfélaganna, sem leiddi til þess, að nú eru í þeim næstum því allir útgerðarmenn fiskiskipa á landinu og jafnframt var sambandsfélögunum fækkað með því að gera félagssvæðin stærri en áður, og vil ég leyfa mér að telja þau nú upp frá og með Reykjanesskaganum, en þau eru þessi: Útvegsmannafélag Suðurnesja, sem nær til verstöðvanna á Reykjanesskaga að Hafnarfirði, Útvegsmannafélag Hafnar- fjarðar, Útvegsmannafélag Reykjavík- ur, Útvegsmannafélag Akraness, Útvegsmannafélag Snæfells- ness, Útvegsmannafélag Vestfjarða, sam iniær yfir Vestfjarðiairlkjállk- amn, Útvegsmannafélag Eyjafjarð- ar og nágrennis, sem nær yfir svæðið frá Húnaflóa til Raufar- hafnar, Útvegsmannafélag Þórshafnar, Útvegsmannafélag Austfjarða, sem nær yfir Austfirði frá Vopnafirði að Breiðdalsvik, - Útvegsmannafélag Hornafjarð ar og Djúpavogs, Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja, Útvegsmannafélag Þorláks- hafnar og loks Félag ísl. botnvörpuskipaeig- enda, sem er landsfélag. Eins og sjá má er ekki í öll- um tilfellum um stór svæðisfé- lög að ræða og stafar það af sér stökum aðstæðum svo sem sam- göngum, sérstökum hagsmunum o.þ.h. Þá var einnig fjölgað mjög í stjórn sambandsins 1963 og með því stefnt að því að auka sem verða mátti náin og lifandi tengsl við félögin úti um landsbyggð- ina. Þetta nýja skipulag hefir nú staðið í 7 ár, og sýnist mér reynslan af því vera mjög góð og því líklegt, að það verði lang líft. Auk stjórnarinnar starfaði lengi vel mikilvæg nefnd innan vébanda sambandsins. Var það Verðlagsráð L.I.Ú., sem sett var á laggirnar 1948 og jafnan kos- ið af aðalfundi. Verkefni Verð- lagsráðs voru árlegir samningar við fiskkaupendur um fiskverð, en þetta var að sjálfsögðu eitt- hvert mikilvægasta hagsmuna mál útvegsmanna, sem samband- ið fjallaði um. Vann Verðlags- ráðið gífurlega mikið og gott starf, þótt aðstaðan væri oftast erfið vegna skorts á nægilega haldgóðum gögnum. Síðari hluta árs 1961 voru sett lög um Verð- lagsráð sjávarútvegsins, sem skipað er bæði fulltrúum fisk- kaupenda og fiskseljenda, en í síðarnefnda hópnum eru fulltrú ar bæði útvegsmanna og sjó- manna. Óhætt er að fullyrða, að gamla Verðlagsráðið var visir að því, sem nú er orðið, enda komu fram strax í upphafi raddir um, að nauðsynlegt væri að fá lög sett um Verðlagsráð, þó hug- myndir um skipan þess og starfs svið væru óljósar. Þá hefir frá árinu 1945 starf- að Innkaupadeild L.I.Ú., sem hef ir kappkostað að selja útvegs- mönnum veiðarfæri á lægsta verði. Er hún undir sérstakri stjórn. Á liðnum 25—30 árum hafa verið settar á laggirnar ýmsar merkar stofnanir, sem L.Í.Ú. á fulltrúa í og sambandið hefir ým ist haft forgöngu um eða átt hlutdeild að, að stofnaðar væru. 1 því sambandi vil ég fyrst af öllu nefna Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, sem upphaflega hét Hlutatryggingasjóður sjávar útvegsins, og var stofnaður með lögum 25. maí 1949. Ekki þarf að kynna fyrir útvegsmönnum starfshætti sjóðsins og hitt er þeim öllum kunnugt, að á erfið- leikaárum hefir hann verið út- veginum hin mesta hjálparhella og iðulega komið í veg fyrir stöðvun útgerðarfyrirtækja. Er það einlæg von mín, að sjóður- inn eflist og megi verða íslenzkri útgerð kjölfesta í framtíðinni. Þessum sjóði er skyldur hinn nýstofnaði Verðjöfnunarsjóður, en sambandið á fulltrúa I stjórn hans. Er ég sannfærður um, að sjóður þessi getur gegnt afar mikilvægu hlutverki í þá átt, að tryggja afkomu og rekstur sjáv- arútvegsins með því að milda af- leiðingar af hinum miklu og tíðu verðsveiflum á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum. Ég hefi til- hneigingu til að ætla, að hér hafi verið hleypt af stokkunum einhverri merkilegustu stofnun í íslenzkum sjávarútvegi, ef vel tekgt til um starfsemi hans. Þá vil ég nefna Stofnfjársjóð fiskiskipa. Við eigum að vísu enga hlutdeild að stjórn hans, né heldur 'þeirrar stofnunar, sem hefir vörzlu hans og afgreiðslu, Fiskveiðasjóðs Islands, en álykt anir hafa verið gerðar um, að út vegsmenn fengju aðild að henni. Svo sem Verðjöfnunarsjóðurinn er Stofnfjársjóðurinn hin merk- asta stofnun og er vonandi að hann geti skapað aukna festu og stuðlað að eðlilegri endurnýj un fiskiskipastólsins. Síðan 1961 hefir Trygginga- sjóður fiskiskipa starfað. Mikil- vægi þessa sjóðs sézt m.a. af því að vátryggingarverðmæti fiski- skipastólsins er nú rúml. 6 mill- jarðar króna og iðgjaldagreiðsl- ur rúml. 315 millj. króna. Sjóðn- um var lengi vel stjórnað af sjávarútvegsráðuneytinu, en á síðasta ári fékk sambandsstjórn in því til leiðar komið, að hon- um var sett sérstök stjórn og eigurri við tvo fulltrúa í henni af fjórum. Á vegum hennar starfa tvær nefndir, fjárhæða- nefnd, sem ákveður vátrygging- arverð skipa og iðgjaldanefnd. Eigum við fulltrúa í þeim báð- um. Þá hafa áhrif Landssambands ins vaxið að því leyti hin síðari ár, að það á nú orðið fulltrúa í Síldarútvegsnefnd og stjórn Síldarverksmiðja ríkisins svo og Samábyrgð íslands á fiskiskip- um. Allt eru þetta mikilvægar stofnanir, sem fjalla um mikils- verð hagsmunamál útvegsmanna og því hollt og nauðsynlegt, að samtök þeirra hafi þar hönd í bagga. Ennfremur hefir fulltrúi báta- deildar nýlega tekið sæti í Líf- eyrissjóði sjómanna, sem á þessu ári var stofnaður upp úr Lífeyr issjóði togarasjómanna og und- irmanna á farskipum, en báta- sjómenn fengu aðild að honum í samræmi við bátakjarasamning- ana, sem gerðir voru 1968. •— Um aðild að Vinnuveitendasam bandi íslands hefi ég áður rætt. Auk afskipta okkar af fyrr- greindum stofnunum er í fjölda tilfella leitað til sambandsins um skipan málefna útvegsins, hvort sem um þau er fjallað í ráðu- neytunum eða öðrum opinberum stofnunum eða sérstökum nefnd um. Yrði það hér of langt upp að telja. SAMTÖKIN ERU BURÐARÁS ÚTVEGSINS En það, sem ég er að leitast við að segja hér er það, að sam- tök okkar eru orðin máttugur aðili, sem ekki verður gengið framhjá við skipan útvegsmála og ítök þeirra og áhrif eru miklu víðtækari og meiri en menn e.t.v. gera sér grein fyrir. Og um það verður ekki deilt, að þau eru sá burðarás, sem at- vinnurekstur okkar má sízt án vera. Þegar litið er yfir farinn veg, verður ekki annað sagt, en að starf Landssambandsins hafi ver ið næsfum látlaust varnarstríð. Sjávarútvegurinn, einkum fisk- veiðarnar, eru langsamlega af- kastamesta og arðmesta atvinnu grein þjóðarinnar. Þeim er um- fram allt annað að þakka sköp un þess nútíma þjóðfélags, neyzlu- og velmegunarþjóðfé- lags, sem á þessari öld hefir ris- ið af rústum sárafátæks og frum stæðs bændasamfélags, og þarf ekki að skýra það sérstaklega, svo kunnugt sem það ætti að vera hverju mannsbarni. En samt hefir þessi atvinnuvegur ekki notið þess skilnings sem skyldi. Oft og tíðum hafa verið gerðar á hendur honum miklu meiri kröfur en hóf var á, svo að það hefir margsinnis háð honum, dregið úr framleiðsluhæfni hans og þjóðartekjurnar þar með ver ið gerðar minni en ella hefði orð ið. Þegar ég horfi til baka yfir liðinn aldarfjórðung, sýnist mér nánast, að góðæri í sjávarútvegi hafi sjaldnast staðið lengur en tvö til fjögur ár og oft skemur. Það er næstum þvi föst regla, sem hefir rækilega sannast t.d. á þessu ári, að þegar rofað hefir til hjá sjávarútveginum, hef- ir þótt sjálfsagt að krefjast af honum þess bata jafnharðan. Skiptir þá engu máli, hvort bati hefir orðið í öðrum atvinnugrein um. Sjávarútveginum er gert að standa straum af ■ almennum kjarabótum og aðrar atvinnu- greinar geta í flestum tilfellum rjsið undir slíku með því að velta af sér byrðunum út í al- mennt verðlag með hinum al- kunnu afleiðingum —- sívaxandi dýrtíð — sem verst koma niður á sjávarútveginum sjálfum. En þetta kemur einnig hart niður á ^sjómannastéttinni, þar sem þetta ákafa kaupgjaldakapphlaup leið ir oftast til þess, að þegar sjó- menn fara fram á kjarabætur, sem eðlilegast er að séu í mynd hækkaðs fiskverðs, er raunveru lega lítið eða ekkert eftir til að miðla þeim, þar ifbm launþegar í landi hafa ætlað sér of stóran hlut. Afleiðingin hefir svo orðið sú, að samtök útvegsmanna hafa þurft að heyja harða baráttu til að verjast þessari ásókn, og ég vil næstum því leyfa mér að segja, allt of oft beðið lægra hlut. Allir vita, að þegar slík barátta er háð, fæst ekki skyn- samleg úrlausn, fyrr en I óefni er komið. SÍFELLDAR NEYÐARRÁÐSTAFANIR Ég treysti mér ekki til að telja upp í fljótu bragði allar þær neyðarráðstafanir, sem ríkis- stjórnir hafa þurft að grípa til í því skyni að forða hruni í sjáv arútveginum og þar með örbirgð þjóðarinnar. Tíðar gengislækk- anir eru séríslenzkt fyrirbæri meðal þróaðra þjóða og milli þeirra hafa flest ár verið á döf- inni einhver önnur neyðarúr- ræði. Allar ríkisstjórnir, sem set ið hafa frá þvi nokkru fyrir upphaf síðari heimsófriðarihs, hafa gert slíkar ráðstafanir og allir stjórnmálaflokkar hafa lent í þeirri úlfakreppu að standa að slíkum ráðstöfunum, sem eru í sjálfu sér allar sama eðlis, það er gengisbreyting og teknatilfærsla í þjóðfélaginu í einhverri mynd. Síðari heimsstyrjöldin var ekki nema rúmlega hálfnuð, þeg ar gæðakapphlaupið í þjóðfélag inu var farið að þrengja að báta útgerðinni. Þegar hún i stríðs- lok hafði ásamt togaraútgerð inni fært í búið um 100 millj. dollara gjaldeyrissjóð, sem nú væri 8.800 millj. króna, var far- ið að hrikta í stoðum útgerðar- innar og gerði enn betur, þegar verðfall á fiskafurðum skall á eftir styrjöldina. En þjóðin velti sér upp úr stríðsgróðanum í mynd mikils gjaldeyrissjóðs og mikillar sparifjármyndunar stríðsáranna og að tveimur ár- um liðnum voru allir sjóðir tæmdir og útgerðin lömuð. Þá var gripið til ýmis konar uppbóta og svonefndra „styrkja", þar til sú leið var eigi lengur fær og 1950 var gengið fellt. Það dugðí ekki til, og báta gjaldeyriskerfið var sett á lagg- irnar og 1954 var byrjað að greiða togurunum dagstyrki. Það hrökk ekki til. Þá komu Fram- kvæmdasjóður og síðan Útflutn- ingssjóður, en í skjóli þeirra og einkum hins síðarnefnda var framkvæmd dulbúin og afar flókin gengislækkun, sem síðar var skírð réttu nafni árið 1960. Gang mála á liðnum áratug hirði ég ekki um að rekja, hann er kunnur. En þó vil ég benda á, að s.l. 10 ár hefir verið gengið miklu hreinna til verks en áður og hlutirnir verið látnir heita réttum nöfnum. Og eins ber að Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.