Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 18
18 MOR'GTJN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1970 Minning hjónanna: Guðnýjar Árnadóttur og Ólafs Sigurðssonar Þegar ég miimist hjónanna Guðnýjar Árnadóttur og Ólafs Sigurðssonar, sem bæði létust hér á Isafirði og var hér búið hvilu- rúmið hinzta, sé ég svífa fyrir h u gskotss j ón um mínum svip- myndir hins liðna í þjóðlífi og háttum þeim, sem nú þegar hafa sungið sitt síðasta vers og eiga því ekki afturkvæmt inn í vit- und og svipmynd þjóðlifsins á nýjan leik. Sumt, sem að vísu mátti hverfa og tilheyra hinum liðna tíma einum, en annað, sem skolazt hefir burt í straumi tím- ans og nýrra hátta með þjóðinni, sem átti í sér fólgið mikið iifs gildi og bar í sér traustleikann og þá festu, sem ein getur skap- að holla hætti, þá einstaklinga, sem traust vekja og traust býr með, sem standa sem bjargið, drangurinn, trausti og stöðugi, er veltir af sér hverri holskeflu og iðuköstum án þess að titra eða haggast í umróti tímans. Þau hjón voru alin upp við hætti hins liðna. Lifið skar þeim þröngan stakk, sem mótaði þau og lífsferil þeirra, allt frá fæð- ingu svo að segja til hinzta dags. Og þótt þau væru misjöfn eð skapgerð, hún ör í lund, en hann maður, sem nálega aldrei brá skapi, þá áttu þau margt sameiginlegt. Þau voru hrein- skiptin og máttu hvorugt vamm sitt vita, og sá, sem var minni máttar átti víst skjól, þar sem þau voru, þeim var veitt af megni aí örlæti þess hugar, sem ekkert má aumt sjá. Þau voru bæði börn þeirrar dalabyggðar, sem ói hann frá blautu barns- beini, en hana frá því hún var á f jórtánda ári. Ólafur var fæddur í Grímsgerði t Útför eiginmanns míns, Friðriks Júlíussonar, Freyjugötu 18, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 7. nóv- ember kl. 2 e.h. Fyrir mina hönd, barna okk- ar og annarra vandamanna, Fjóla Jónsdóttir. á Flateyjardal í Suður-Þingeyj- arsýslu 8. júlí árið 1878, en hann lézt á Isafirði aðfaranótt hins 14. febrúar s.L Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jónsson og Mar grét Indriðadóttir. Var hann ní- unda bam þeirra hjóna, en þau eignuðust 12 böm, en aðeins 6 komust til fullorðinsára. Bama- veiki, mislingar og kíghósti varð hinum að banameini. Bújörð þeirra hjóna varð harðbýl mjög og þau fátæk. Þvi varð það að ráði, þegar Ólafur var fjögurra ára að aldri, mislingasumarið 1882, að hann fór i fóstur til föð ursystur sinnar, Önnu Jónsdótt- ur og manns hennar, Ólafs Sig- urðssonar, sem bjuggu í Tungu í Fnjóskadal. Þar ólst hann upp hjá þeim til fulltíða aldurs og naut mikil ástrílds af þeim. Vor- ið sem hann fermdist fluttist á heimili fósturforeldra hans 15 ára stúlka, Guðný að nafni Árna dóttir og ílentist þar. Síðar, eða 19. nóv. 1901 gengu þau í hjóna- band. Er hún lézt 24. apríl 1964 höfðu þau hjón dvalið samvist- um í 71 ár, en í hjónabandi sex- tíu og þrjú ár og hálfu betur. Guðný var eyfirzk að ætt, fædd að Fífilsgerði í Kaupang- urssveit hinn 7. des. árið 1876, dóttir þeirra hjóna, Guðrúnar Benjamínsdóttur og Áma Magnússonar. Hún var yngst þriggja systkina. Bjuggu foreldr ar hennar við litið bú, en gagn- samt, því faðir hennar var ágæt- ur fjármaður. Voru þau hjón því bjargálna, en vorið 1886 varð fjölskyldan að flytja frá Fífils- gerði, þar sem eigandi jarðarinn ar þurfti hennar meö fyrir ætt- ingja eða skyldulið sitt. Varð þetta upphaf að hrakningasögu fjölskyldunnar. Varð hún að búa við lítið jarðnæði næstu árin fjögur, en 1890 missti faðir Guð- nýjar heilsuna og móðirin biluð að heilsu þá. Fóru eigur þeirra hjóna á uppboð og fjölskyldan tvístraðist. Fór Guðný þá með móður sinni að Bakka í Fnjóska dal, en þangað hafði Guðrún syst ir hennar ráðizt áður sem vinnu kona, en móður sína missti hún 3. janúar 1891. Var Guðný fermd þá um vorið. Af föður hennar er það að segja, að hann lá rúm- fastur og varð eftir í Eyjafirði, er þær mæðgur fluttu austur I Fnjóskadal, en hann lifði aðeins tvö ár eftir það, því hann lézt 3. júlí 1892. Ég hefi rakið að litlu feril þessarar fjölskyldu og vanda hennar, sem sýnir, að hún bað- aði ekki í rósum, en varð að sæta þeim örlögum að tvistrast. Og þung raún hefur það verið Guð nýju á viðkvæmum aldri að missa báða foreldra sína með skömmu millibili, svo viðkvæm sem hún var, barn að aldri. Hún naut að sjálfsögðu ekki mikillar skólamenntunar í æsku sinni. Aðeins mánaðartíma á und an fermingu sinni naut hún skólavistar, en hún var flugnæm og nýttist vel þessi eini mán- uður og tók miklum framför- um, að sögn kennara hennar. Og það liknsemdar- og vinarbragð sýndu þau hjónin henni á Stein kirkju, þar sem hún naut kennsl unnar, að gefa henni skólavist- ina. Það mundi hún alla ævi, þá móðurlausa bamið að föður sín um fársjúkum. Eftir að Guðný kom í Tungu hófst nýr þáttur í lifi hennar. Og sem fyrr getur gengu þau Ólafur og hún i hjónaband tíu og hálfu ári síðar. Til vorsins 1902 dvelja þau svo I Tungu, en flytja þá að Fjósatungu, þar sem þau dvelja í vinnumennsku til 1908, en eftir það em þau á ýms um stöðum í Fnjóskadal í hús- mennsku. Fyrst 1923, eftir 22 ára veru á ýmsum stöðum, fengu þau jarðnæði. Við aldamótin síðustu var öðru visi um að litast en nú. Þá lá jarðnæði ekki á lausu. Ég hygg að margt það fólk, sem lifði þá og barðist sinni lífsbaráttu hefði talið sig finna lífshamingju sina fullkomna með ábúðarrétt í hendi á ýmsum þeim jörðum, sem nú eru í eyði og enginn vill nýta til ábúðar lengur, þar á meðal jarðir í Fnjóskadal. Þá var ekki hafinn að neinu ráði straumurinn að sjávarsiðunni. Og þau hjón voru líka rótgróin við heimabyggð sína og bundin gróðurmoldinni, svo að óhugs- andi var annað en að vinna þau störf, sem þau voru alin upp við. Þau hjón eignuðust einn son barna, Jón, sem síðar varð prest ur og prófastur að Holti í Ön- undarfirði. Þrátt fyrir kröpp kjör og lítil efni brauzt hann I það, með hjálp og stuðningi for- eldra sinna, að hefja langskóla- nám. Þótti það, að ég hygg hátt siglt á þeim tíma, að setja sér slíkt mark, en hann og foreldrar hans létu það ekki á sig fá, enda unnu þau hjón syni sínum mikið og vildu af heilum hug fórna sér fyrir harm, enda sýndi hann á- gæta námshæfileika, sem varð þeim foreldrum hans enn meiri hvatning að duga honum af fremsta megni, en hann vann sér sjálfur inn á námsárum sínum sem hann mátti. Þannig blessað- ist allt. Þar var lika einn hugur innan fjölskyldunnar, að ná settu marki. Hann lauk embætt- isprófi í guðfræði frá Háskóla Islands árið 1928. Þegar sönurinn, sr. Jón vigð- ist að Holti í Önundarfirði, 1929, bjó hann sig undir að setjast á staðinn og fluttist þangað og hóf þar búskap vorið 1930, varð það að ráði að foreldrar hans flyttust þangað norðan úr Fnjóskadal. Kvöddu þau þá sína kæru heima byggð, Fnjóskadalinn, samferða menn, ættingja og vini. Mun það ekki hafa verið sársaukalaust, eftir svo langa samleið, enda voru þau hjón bæði komin þá á sextugs aldur. Hófst nú nýr þátt ur í lífi þeirra. Þau unnu búi sonar síns og tengdadóttur, Elísa betar Einarsdóttur og nutu með þeim og bömum þeirra fjöl- skyldulífsins í nýju umhverfi og kynntust nýju fólki, sem þau bundu vináttu við og tryggö. En þau gleymdu ekki gömlu átthög- unum fyrir því. Þeir áttu ríkan þátt í lífi þeirra, hug þeirra og sinni og vinirnir fomu gleymd- ust heldur ekki, því við þá var bundin órofa tryggð og minning ar, sem aldrei hurfu úr huga, enda á meðal þeirra nánir frænd ur og venzlalið, en þau undu hag sínum vel í Holti. Þar nutu þau samvistar sonar síns, sem Maðurtnn minn ÖLABJR HELGASON læknir, Hávallagötu 17, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 7. nóvember kl. 10,30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á liknarstofnanir. Kristín Þorvarðardóttir, böm, tengdaböm og bamaböm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGU GUÐMUNDSDÓTTUR Þökkum einnig starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrír góða hjúkrurr og umönnun. Jóhann J. Kristjánsson, Haraldur Kr. Jóhannsson, Guðmundur Kr. Jóhannsson, Birgir J. Jóhannsson , Heimir Br. Jóhannsson, Sigríður H. Jóhannsdóttir, Harrnes Jóharmsson. tngibjörg Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg D. Kristjánsdóttir, Asdís Jónasdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Sveinn Saemundsson, þau höfðu séð vaxa úr grasi og fylgzt með námsferli hans. Þau fylgdust nú með synin- um, sem gott var að eiga skjól hjá og njóta ástúðar hans og kærleika. Og vel reyndist tengdadóttirin þeim. Það var að- dáunarvert að sjá umhyggju hennar fyrir þeim ellimóðum, en bæði áttu þau hjón athvarf hjá þeim til hinztu stundar. Þá var og gott að njóta samvistar við bömin, sem voru afa sínum og ömmu sem ljósgeisli á vegferð- inni, er sló bjarma á líf þeirra er halla tók undan fæti og hinn dimmi skuggi ellinnar færðist yfir. Til Isafjarðar fluttist fjölskyld an 1963. Þá hófst seinasti þátt- ur lifs þeírra. Þar nutu þau enn ástríkis og umhyggju, unz yfir lauk. Á vestfirzkri grund voru þau 18gð til hinztu hvíldar, nær þeirri byggð, Önundarfirðinum, sem hafði alið þau um áratuga- skeið. Þau hvíla nú í legstað vor Isfirðinga, eftir langa ævi og giftudrjúgt starf. Þau hvila hlið við hlið, en þannig höfðu þau fylgzt að um langa stund, þar sem saman fór einn hugur og einn vilji, enda unnust þau hug ástum, sæl í ást sinni og tryggð, enda segir skáldið: Er nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð, samhljóma í böli og nauðum? Með þökk vil ég kveðja þessi hjón. Þau hafa lifað sér til sæmd ar og öðrum til fyrirmyndar um gott dagfar, heilbrigt mat á líf- inu og að vinna sér inn brauð sitt í sveita síns andlits. Megi guðs blessun fylgja þeim í eilífð arheimi. Sig. Kristjánsson. Guðlaug Ólafsdóttir Vífilsgötu 2, Reykjavík F. 3. júní 1889. — D. 27. okt 1970. ÞAÐ IhetEur OlömgMm verið sagt, að e<n)ginn ráði síruuim rtæturstaS. Varð ég þess áþreifanleiga vör, einia niótit á liðniu hausti. Ég sofnaði heknia í rúmi mínu, en vafcmaði að miorigni í sjúfcrastofú þar ®em þrjár konur vwu fyrir. Nokkur ónot fylgdu umskiptun- nm í fyrstu, þó segja megi að hver sé hólpinn, seon fciemst í ljúfar l’æknislhendur, þeg- ar þesis er þörf. SOdimu lagði inm um gQiuiggarua á sjúfcrastof- unini þennan dapra hauistmorgun og óteuinn anidlit blöstu við mér í morguinislkímu'noii. Hvað baifði 'fcomið fyrir og Ihvers var að vænta? Þamnig beið ég átefcta. Nolklkru seinna fcomu læfcnar á Stoifugang, þedr litu til sjúkling- anna sem fyrir voru og eiftir því sem ég komst næst var sitthvað að. Konan sem lá við hiiðinia á mér var með sár á fæti og fleiira amaði þar að. Þetta var myndar- bona sem bar með sér mdkiinn þdklkia, enda þótt hún væri sár- þjáð. — Þegar læfenarnir voru genignir út lanigaði mig tid að vita einlhver deili á stofusystrum mínum ag spurðist fyrir um þær. Tvær voru að vestan, en sú sem næst miér var sagðist vera ættuð frá Skarðtíhlíð urndir Eyjafjöil- um og héti Guðlaug Ólafsdóttir og væri 81 árs gömui. Dagiamir liðu og oft lantgar nætur. Við stofusystur kynnt- umst brátt, fumdum til hver með airaniairri og hlýr hugur tengdi ofckiur saman. Við Guðlaiuig áttum oftasi. tal sameun því hún var í næsta Bábýli, farm ég brátt hvem miann hún hafði að geyma. Hún vat hetja í luind, sem bar ís- lenZka meniningu í brjósti, eins og hún getur fegurst verið. Ung fór hún Út sveitinni sinni því í blóma fjarlægðar hillti undir ný óakalönd. Hún giftist góðum manni, Marikúsi Sæmunds syni, sem hún unmi mjög, 1913 og bjuggu þau ien-gi í Vestmianma- eyjuim. Þar eiginaðis't hún fitnm börn, en. fjögur böm þeirra missti hún aftur, svo eftir lifði bara einm sonur. — En Guðlaulg fevart- aði efcki, hún taildi sig vera búna að heimta böm sín úr helju þar sem sonarbömin væru. Ég tók lifea eftir því hve ljúf og edsfeu- leg þau vomi við ömimu sína þeigar h-e imsók rnar tím inin viar. Var aJffit hien-niar nánasta skylcbu- lið samttient í því að sýna henmi ástúð og umhyiggju. Líklega er fátt sem kemur rnarnni betur í lifinu em tryggð og ræfctiarsemi og slífear gjafir fá eflauist miakteg laun þeigar kem- ur að rieifeninigsgkilaim. Það er efeki á mirau færi að refcja ævisögu Guðlaulgax til þess sfeortir mig feunnutgleilk. En mig lanigaði til að senda henini toveðju og þafcfea henni sam- verustundimar á sjúkrastofunini, það er aWtlaf mikiiltt fengur að kynmast góðu fúlki, tr.austum stofnum sem l'áta eigi bugiast, en halda sirmi reisn þar til yfir lýfcur. Ég lærði margt aif þessari hug- þefldfeu fjalllafeonu þarna á sjúkra- srtlofurwii. Hún var fróð um margt, unmi ljóðum og sögum. Taflaði fallegt mál og leiddi m-ig inn í (heim gamalla EyfeiLling'a. Síðústu dagana sem við vorum samian á sjúfcrahúsinu var Guð- laug að hressast, sárdð á fætin- um var að gróa. Vonaðist éig eftir að geta hitt haina heima á Vífiílsgötu 2 oig helzt af öJlu að ge*a fært henni ljóðabók Rrist- jáns Jónissonar. Kristján var hewnar uppáhalds sflaáld, en IjóO- in harus bunifu úr sflöápnuim einin góðan veðurdag og saknaði hún botoarimnar mjög, En nú þa-rtf þess efcki með. Um Heið og ég sendi þér þessa fátækiegu kveðju Guðlaug mín votta ég mianini þírmim og nén- asta sky’ldu'liði inniiliega samúð. Ég vona að miamntoostir þínir lifi áfnam í sona rbör nunum. Jarðarförki fór fram frá HaJl- grímisíkirfcju í gær. Hulda Á. Stefánsdóttir. — Raflínur Framhald af bls. 12 Varðandi raf'MnuS'tremgimn til Akraneiss er því til að svara, að Andaikíligárvinkjun hetfur um langan tíma séð fyrir odk-uþörf Borgarfjarðarthéraðs, en míeð tiSfeomu Semientsverksmiðju rfk- isins á Aknamesi var hins vegar óh-játovæmileg't að tenlgja raf- veituifeenfið í Bonganfirði við orlkujver Jjaindsvirkjuniar á Suð- urlandi. Var þar um að ræða í fyxsta laigi að trygigjia þá viðbótarorku, sem þörf var á, og í öðnu tegi var hér um, mikið öryggismál að ræða fýrir Sermentsverfcsmiðjuna og al’an iðnað í héraðimu. Nú stendur fyrir dynum stæfefc un 'Or'kuversiinis við Andafcíleár- fossa, en þrátt fyrir það verðúr samtemgirng við orfcuverin á Suðurlamdi óhj áfcvæmilleg um a®a framtíS. — Þá ferama tál einnig sömu rofc um aufena haig- nýtimgu á rafork.u til uppliitun- ar íbúðarhúsa hvað Bongarfjanð- arhérað stnentir og að framan gneinir varðandi Vestmannaeyj- ar. Hjartans þakklæti til ailra, sem glöddu mig á níræðis- afmælinu með skeytum og samtölum. Guð blessi ykkur öll. Sigrún L. Ólafsdóttir, Staðarhóli, Saurbae, Dalasýlsu. Hugheilar þafckir til allira þeirra, sem sýndu mér vin- semd og glöddu mig margvís- lega á 80 ára afmæli minu 27. október. Hafið öll sömun heill og þökk. Sólveig Danivalsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.