Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1970
21
— ísland
Framhald af bls. 12
þekkja þennan heim, komast í
snertingu við hann og kynnast
vandamálum hans. Við þyrftum
að eignast menn, sem sérfróðir
væru á þessu sviði og þeirrar
þekkingar yrði bezt aflað með
þátttöku i aðstoð við þróunar-
löndin. í frumvarpi þessu væri
m.a. lagt til að kanna möguleika
á auknum viðskiptatengslum við
þróunarlöndin og eftir atvikum
í samvinnu við aðra opinbera að
ila og einkaaðila, sem áhuga
kynnu að hafa á slíku. Hin ó-
líku náttúruskilyrði hér og í
þessum löndum, gætu skapað sér
staka möguleika fyrir viðskipti,
enda væri framleiðsla og fram-
leiðsluhættir mjög ólíkir.
Þá sagði Ólafur, í lok ræðu
sinnar að þótt frumvarp þetta
fjallaði fyrst og fremst um þá
stofnun, sem ætlað væri að hafa
eftirlit með og framkvæma tví-
hliða aðstoð, sem íslendingar
kynnu að veita, þá útilokaði það
vitanlega ekki að við veittum
aukna aðstoð í þeirri mynd að
leggja fram meira til alþjóðlegra
stofnana heldur en við gerðum
nú. Það mundi aðeins vera utan
verkahrings þessarar stofnunar
að gera tillögur í þvi efni, og
mætti í þessu sambandi geta þess
að nefndin hefði mælt með að
ísland gerðist 1. flokks aðili að
ITA, eða þeirri lána- og hjálp-
arstofnun, sem veitti þróunarað
stoð á vegum aiþjóðabankans.
— Skoðanir
Framhald af bls. 11
trausts Winstons Churchills og
kom því til leiðar að Tizard varð
að segja af sér sem vísindalegur
ráðunautur stjórnarinnar í hern
aðarmálum.
Jónas H. Haralz orðar tilgang
Snows með bók sinni á eftirfar-
andi hátt: „Það skelfir höfund
þessarar bókar, að mikilvægustu
ákvarðanirnar i vísindamálum
skuli teknar af mönnum, er
skorti vísindalega þekkingu, án
þess að til komi náið og víðtækt
ráðuneyti við þá menn, sem hafa
yfir slíkri þekkingu að ráða.“
Snow verður tíðrætt um það,
sem hann kallar lokuð stjórnmál.
Hann á við leynilegar ákvarð-
anir, sem teknar eru án vitund-
ar almennings, en þær eru vit-
anlega algengar I samskiptum
vísinda- og stjórnmálamanna. Sú
hætta, sem því fylgir, að mikil-
vægustu úrlausnir séu í höndum
örfárra manna, held ég að sé
flestum ljós. En Valdstjórn og
vísindi er þörf ádrepa um þetta
efni, þau átök, sem höfundurinn
gerir að umræðuefni, uggvæn-
lega nærtæk.
C. P. Snow hefur sjálfur ver-
ið embættismaður og vísindamað
ur. Hann er þekktur rithöfund-
ur, enda ber bók hans merki
þess, að skáldsagnahöfundur
heldur á pennanum. Valdstjórn
og vísindi er með afbrigðum
skemmtileg bók. Hún er spenn-
andi frá upphafi til enda. Það
er sönn list að skrifa á þennan
hátt um vísindi og stjórnmál.
Iðnríki okkar daga er eftir
John Kenneth Galbraith, prófess
John Kenneth Galbraith
or i hagfræði við Harvardhá-
skóla. Eins og C. P. Snow hefur
hann ekki aðeins samið fræðirit.
Ein skáldsaga hefur komið út
eftir Galbraith, einnig endur-
minningar hans frá æskuárum i
Kanada, og hann hefur líka rit-
að um bókmenntir. Galbraith
var stuðningsmaður Johns F.
Kennedys og var eftir að Kenne
dy komst til valda gerður að
sendiherra á Indlandi. 1 for-
spjalli Jóhannesar Nordals kem
ur fram, að enda þótt Galbraith
hafi verið einna fremstur ráð-
gjafa Kennedys, áttu stjórnar-
störf ekki við hann. „Honum
hentar betur eggjandi andrúms-
loft akademiskrar umræðu við
fremstu háskóla heimsins, held-
ur en strit þess, sem situr á
stjórnarskrifstofum, þar sem hug
myndaþrótturinn eyðist í barátt
unni við þungan veruleikann",
segir Jóhannes Nordal. Eftir
þessum orðum Jóhannesar að
dæma er John Kenneth Galbra-
ith réttur maður á réttum stað.
Hann er í þeirri aðstöðu, sem
John Stuart Mill telur heppi-
lega. Skoðanir Galbraiths eru
ekki í fullu samræmi við rikj-
andi skilning. Hann leyfir sér
sjálfstæðar og nýstárlegar at-
huganir og seíur kenningar sín-
ar fram á ljósan og skilmerkileg
an hátt.
Mesta verk Galbraiths er að
sögn Jóhannesar Nordals Iðnrík
ið nýja. Iðnríki okkar daga eru
fyrirlestrar, sem Galbraith flutti
upphaflega i breska útvarpið,
en þessir fyrirlestrar eru nokk-
urs konar forsmekkur fyrr-
nefnds rits. Iðnriki okkar daga
birtist í endurskoðaðri gerð á is
iensku.
ara með að koma fram: „Þannig
verður til samfélag menntaðra
manna og kvenna, sem ber
tækni, vísindi og menntir fyrir
brjósti. Vonandi hafnar þetta
samfélag einokun iðnaðarins á
mótun samfélagsins." Málflutn-
ingur Johns Kenneths Galbra-
iths er með þeim hætti, að hann
vekur alltaf til umhugsunar og
sýnir vandamálin frá mörgum
hliðum í senn.
Afstæðiskenningin eftir Albert
Einstein er nú loksins komin út
á íslensku og verður áreiðan-
lega mörgum kærkomin. Þó að
þessi bók sé enginn skemmtilest
ur, nema ef til vill vísindamönn-
um, er nauðsynlegt að hafa ein-
hver kynni af henni, eða að
minnsta kosti freista þess að
átta sig á kenningum Einsteins.
Ekki spillir fróðlegur og ítarieg-
ur inngangur Magnúsar Magnús
sonar. Magnús gerir grein fyrir
vísindastörfum Einsteins og seg-
ir um leið ævisögu hans svo að
margt verður skilj.anlegra en áð-
ur.
Annars held ég að bandaríska
skáldið Walt Whitman hafi ágæt
lega lýst afstöðu leikmanna til
flókinna útreikninga og kenn-
inga visindamanna.
Ljóð Whitmans Stjörnufræði
er þannig i þýðingu Helga Hálf-
danarsonar.
Ég hlýddi á lærðan
stjörnufræðing,
sönnunum, tölum, var skipað í
dálka fyrir framan mig,
mér voru sýndar myndir og
uppdrættir, mæling á þeim
og útreikningar,
ég sat undir ræðu
stjörnufræðingsins sem var
tekið með miklu lófaklappi
I salnum,
æ hvað ég varð utangátta,
þreyttist fljótt, ég varð
sjúkur,
unz ég stóð upp og brá mér út,
gekk burt ósjálfrátt
í dulu næturhúmi og röku, og
öðru hverju
leit ég upp, í algerri þögn, til
stjarnanna.
Magnús Magnússon segir i inn
gangi sínum, að tveir þættir,
heimspekilegur og eðlisfræðileg-
ur, einkenni öll vísindaverk Ein
steins: „Það er ekki rétt að telja
hann stærðfræðing, heldur eðlis
fræðing og heimspeking eða nátt'
úruspeking."
13 Helgafell 59701167 VI.—2
I.O.O.F. 12 s 1521168% = K.S.
dbk
Föstudaginn 6. nóvember
myndakvöld m.a. sýndar
skuggamyndir og mynda-
getraunir.
Heimatrúboðið
Vakningasamkoma að Óð
insgötu 6 A í kvöld kl.
20.30. Allir velkomnir.
Kristniboðsfélag kvenna
Laugardagskvöldið þann 7.
nóvember heldur Kristni-
boðsfélag kvenna sína ár-
legu fjáröflunarsamkomu í
Betaníu Laufásveg 13 kl.
20.30.
Dagskrá. Ný kvikmynd frá
Etíópíu. Upplestur Hugrún,
hugleiðing Helga Hróbjarts
dóttir kennari.
Fjölmennið í Betaníu.
Þróttur Handknattleiksdeild
Af óviðráðanlegum orsök-
um verða æfingar þessa
viku og næstu sem hér seg
ir.
3. fl. karla
Sunnudag kl. 1.50—2.40.
Laugardalshöll.
4. fl karla.
Sunnudag kl. 6.00—6.50.
Álftamýrarskóli.
3. fl. kvenna
Sunnudag kl. 1.50—2.40.
Laugardalshöll.
Meistarafl. I. og II. fl sömu
tímar og hefur verið. Ný
æfingatafla birt í næstu
viku.
Frá Guðspekifélaginu
Almennur fundur verður
haldinn í húsa félagsins Ing
ólfsstræti 22 í kvöld kl.
9.00 stundvíslega.
Stúkan Dögun sér um fund
inn. Sigvaldi Hjálmarsson
flytur erindi.
Fíladelfía
Vakningasamkoma í kvöld
kl. 8.30. Ræðumaður Hali-
grímur Guðmundsson. Einn
ig flytja ungir menn stutt
ávörp. Fjölbreyttur söng-
ur.
Háteigskirkja
Fermingarbörn næsta árs
eru beðin að koma til við-
tals í Háteigskirkju i kvöld
föstudaginn 6. nóvembev
til séra Arngrims Jónssonar
kl. 6.00 e.h. til séra Jóns
Þorvarðssönar kl. 8.00 e.h.
Fríkirkjan í Reykjavík
Væntanleg fermingarbörn
næsta árs eru beðin að
koma til viðtals i Frikirkj-
una þriðjudaginn 10. þ.m.
kl. 6.00.
Séra Þorsteinn Björnsson.
Kvenfélag Bústaðasóknar
fundur verður i Réttarholts
skóla mánudaginn 9. nóvem
ber kl. 8.30. Kynning á
frystingu matvæla.
Stjórnin.
Ármenningar — Skíðadeild
Sjálfboðavinna verður I
dalnum um helgina. — Ferð
ir frá Vogaveri kl. 2.30
laugardag og gist verður í
skólanum. Stjórnin.
Bústaðakirkja
Sjálfboðaliðar fjölmennurh
eftir hádegi laugardag. Öll
um ytri frágangi er að
ljúka. Upplifum sköpun
kirkjunnar undan vinnu
pöllum.
Stjórnin.
Byggingarnefnd.
BLAÐ6URDARF0LK
Um tilgang Galbraiths kemst
Jóhannes Nordal svo að orði:
„Sú vanahugsun um efnahags-
mál, en Galbraith beinir skeytum
sínum að, á sér á okkar dögum
tvo meginpóla. Á aðra hlið er
hinn austræni sósíalismi með of-
trú sinni á kenningar Marx og
alræði ríkisins, en á hina hinn
ameríski kapitalismi með trú
sína á hið fullkomna, frjálsa
markaðshagkerfi."
Galbraith lýsir stórfyrirtækj-
unum bandarisku af vægðar-
lausu raunsæi og gerir lesand-
anum ljóst hið mikla vald iðnað-
arins. Galbraith segir, að iðnað-
ur nútímans geri strangar kröf-
ur til menntunar og vegna þess
ættu ný viðhorf að eiga auðveld
Lærdómsrit Bókmenntafélags-
ins, sem Þorsteinn Gylfason rit-
stýrir, eru með helstu viðburð-
um í íslenskri bókaútgáfu á
þessu ári. Fimmtu bókarinnar
Um sálgreiningu, eftir Sigmund
Freud, hefur áður verið getið
hér í blaðinu. Þýðendur bókanná
hafa unnið sitt verk samvisku-
samlega og frágangur allur er
íburðarlaus en smekklegur.
Ósagt skal látið hvort bókaflokk
urinn þjónar þeim göfuga til-
gangi að verða grundvöliur allr
ar þekkingar á íslensku. En
ekki skal það lastað að stefna
hátt. Margir munu finna i þess-
um bókum þekkingu og þrosk-
andi umhugsunarefni.
Jóhann Hjálmarsson.
OSKAST
í eftirtolin hverfi
Rauðarárstígur — Laugaveg 114-171
Úthlíð — Meðalholt
Bergstaðastrœti — Höfðahverfi
i’ALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA lOluu
H^ETTA Á NÆSTA LEITI • eftir John Saunders og Alden McWilliams
Vifl getum talað saman liérna, Lee Itoy.
Hvers vegna ertu ekki í skólanum. er eitt
hvert frí í dag? Ég ætla ekki að skrökva
HVAÐ? Bíddu augnablik, stóri bróðir,
áður en þú færð slag. (3. mynd) Mér
fannst að þú ættir að vita að systir þín
að þér, Dan, ég skrópaði. (2. niynd) Þú
er orðin galin. Wendy ætlar að fara að
gifta sig . . . það er . . . það er hroða-
legt.
margfaldar
markað yðar