Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEM'RER 1970 15 Goðæri í útvegi sj avar- skammvinn Setningarræða Sverris Júlíus * * sonar á aðalfundi L.I.U. í Vestmannaeyjum í gær Ég vil fyrir hönd stjórnar Landssambands ísl. útvegs- manna bjóða ykkur velkomna á 31. aðalfund samtakanna. AÐALFIINDUR í VESTMANNAEYJUM Þetta er í fyrsta sinn, sem aðalfundurinn er haldinn utan aðsetursstaðar skrifstofu sam- bandsins, Reykjavik. Á síðasta aðalfundi buðu fulltrúar Út- vegsbændafélags Vestmanna- eyja, að næsti aðalfundur yrði haldinn hér í Vestmannaeyjum. Fyrir það boð vil ég færa for- ráðamönnúm félagsins og félags mönnum í heild þakkir. Einnig þakka ég þá miklu fyrirhöfn, sem þið Vestmannaeyingar haf- ið á ykkur lagt vegna þessa fundar. Við, sem hér erum, eig- um eftir að sjá, að mikið starf hefur verið lagt af mörkum til þess að taka á móti svo mörg- um gestum sem hér eru sam- an komnir. Ég lýsi ánægju minni ýfir því, að í fyrsta sinn, sem brugðið er út af þeirri venju að halda aðalfundinn í Reykja- vík, þá eru það Vestmannaeyj- ár, sem við gistum. Þá vil ég bera þá ósk fram, að heimsókn in verði Útvegsbændafélaginu hér til uppörvunar og til að áuka samheldni útvegsmanna hér í Vestmannaeyjum. Einnig vonast ég til þess, að fundurinn verði okkur öllum til ánægju og auki samheldni og samtaka- mátt útvegsmanna um land allt. SfÐASTI AÐALFUNDUR Ég tel rétt að víkja að nokkr um ályktunum, sem síðasti aðal fundur gerði, en mun engan veg inn hafa það tæmandi yfirlit, heldur aðeins drepa á nokkrar þeirra. Ég vil þó benda á, að i heild hafa ályktanir síðasta að- alfundar fengið afgreiðslu hjá stjórn samtakanna og verið sendar þeim aðilum, er leita varð til um framgang þeirra mála, er þær fjölluðu um. Að vísu er þessum málum ekki öll um lokið, en í skýrslu stjórnar innar, er lögð verður fram síð- ar á fundinum, eru upplýsing- ar um afdrif ýmsra þeirra og önnur störf sambandsstjórnar innar á starfsárinu. Einnig hef- ur sambandsmeðlimum verið í umburðarbréfum gefnar upplýs ingar um framvindu ýmissa mála, bæði þeirra, er ályktanir voru gerðar um á síðasta aðal- fundi, og um ýmis hagsmuna- mál, er varða útvegsmenn og stjórnin hefur haft afskipti af á starfsárinu. f framhaldi af þessu vil ég geta þess, að á síðasta aðal- fundi var samþykkt lagabreyt- ing, er fól það í sér, að L.Í.Ú. gengi i Vinnuveitendasamband fslands. Þessi samþykkt kom til framkvæmda í júlimánuði s.l. Nokkrir útvegsmenn eru í í stjórn Vinnuveitendasambands- Ins, en formaður L.Í.Ú. er í framkvæmdastjöm þess. Við samningaumræður, er fram fóru á s.l. vori á hinum almenna vinnumarkaði, bauð Vinnuveit- endasambandið L.Í.Ú. að hafa fulltrúa við þær umræður, og tók Kristján Ragnarsson þátt í þeim fyrir okkar hönd. Að þeim samningum mun ég vikja síðar. BREYTINGAR A STARFSMANNAHALDI OG SJÓMANNALÖGUM Á síðasta aðalfundi var sam- þykkt að breyta starfsmanna- haldi samtakanna, samkvæmt þeirri samþykkt, ákvað fram- kvæmdaráð L.Í.Ú. hinn 31. marz s.l., að Sigurður H. Egilsson yrði framvegis forstjóri samtak anna, Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri bátadeildar og Gunnar I. Hafsteinsson skrifstofustjóri samtakanna. Það er álit mitt, að skipu- lagsbreyting sú, sem hér hefur verið gerð sé mjög til bóta og það ásamt fleiru, skapi festu í starfsemi Landssambandsins. Á undanförnum aðalfundum hafa verið samþykktar tillögur um að fela stjórn samtakanna að vinna að breytingu á sjó- mannalögunum varðandi greiðsluskyldu útvegsmanna vegna slysa- og veikindabóta til sjómanna. Á siðasta aðalfundi var rætt lagafrumvarp um þetta efni og í þeim anda, er samtök- in geta sætt sig við. Frumvarp- ið var flutt á síðasta Alþingi og varð að lögum. Mál þetta er nú í höndum Tryggingarstofn- unar ríkisins. Tillögur hafa bor izt frá stofnuninni um iðgjalda greiðslur, en þetta er ekki enn komið til framkvæmda. Væntan lega verður nánar skýrt frá þessu máli nú á þessum fundi. Ég tel ekki nauðsyn á að rekja frekar þær samþykktir, er gerðar voru á síðasta aðalfundi. En í framhaldi af þessu vil ég lesa hér ályktun síðasta aðal- fundar, því þótt hún hafi verið gerð um þetta leyti í fyrra, virðist mér hún að flestu leyti geta átt við nú, og höfða að verulegu leyti til þeirra verk- efna, sem framundan eru i bar- áttu samtakanna nú á næstu mánuðum. efnahagsmAlaAlyktun SlÐASTA AÐALFUNDAR Tillagan er svohljóðandi: „Aðalfundur L.I.Ú., hald- inn í Reykjavik 26.-—28. nóv- ember 1969 telur að gengis- breytingin, sem gerð var í nóvembermánuði í fyrra og setning laga um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna gengis- breytingarinnar í árslokin hafi verið óhjákvæmilegar til þess að koma í veg fyrir stöðvun sjávarútvegsins vegna aflabrests og verð- hruns á sjávarafurðum á er- lendum mörkuðum. Þessi áföll voru svo stór- felld, að útflutningsandvirði sjávarafurða á árinu 1968 minnkaði um helming frá því sem áður hafði verið. Telur fundurinn að nú sé sannað, að þessar ráðstafanir hafi á þessu ári, sem nú er að ljúka, orðið til að bjarga útflutningsframleiðslunni og þar með afstýrt þjóðarvoða. Að sjálfsögðu var ekki unnt að ná þessum árangri, nema með ráðstöfunum í efnahags- málum, sem viðurkenndu þá kjaraskerðingu, sem verðfall og aflabrestur hlutu að hafa í för með sér, en sem mundi þó hafa orðið miklu meiri, ef ekki hefði verið gripið til þessara ráðstafana. Þótt síldveiðin hafi brugðizt hrapalegar á þessu ári en nokkurn tíma áður, hafa þorskveiðar gengið betur en undanfarin ár og sumar aðrar greinar sjávarútvegsins, svo sem loðnuveiðar, humarveið- ar og rækjuveiðar. Einnig eru horfur um verð á helztu útflutningsafurðum nú betri en um þetta leyti í fyrra. Hins vegar hvila þungir skuldabaggar á útgerðinni vegna tapreksturs undanfar- inna ára og gengistaps á er- lendum skuldum vegna ný- bygginga, sem ekki verður undir risið, nema með nýjum lánum til langs tíma. Það er þvi augljóst, að ekki er unnt að verða við frekari kröfum um aukin útgjöld sjávarút- vegsins. Kjarasamningar voru gerð- ir við sjómenn í s.l. febrúar- mánuði. Útvegsmenn töldu þá, að leystur væri allur ágrein- ingur, sem reis milli þeirra og bátasjómanna. vegna setn- ingar laganna um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna gengis- breytingarinnar i nóvember í fyrra og séu þvi samnings- uppsagnir nú ótímabærar og komu þær útvegsmönnum á óvart. Telur fundurinn, að kjaradeila nú, í byrjun vetr- arvertíðar milli útvegsmanna og bátasjómanna myndi stofna atvinnu og afkomu þúsunda manna á sjó og landi í tví- sýnu og torvelda rekstur út- gerðarinnar í framtiðinni. Sú breyting, sem orðið hefir til batnaðar á aflabrögðum á öðr um veiðum en síldveiðum, og bætt viðskiptakjör, ætti að veita svigrúm til að hækka verð á ferskum fiski veru- lega frá núgildandi verði, þrátt fyrir mikla hækkun á vinnslukostnaði, sem stafar m.a. af hækkun kaupgjalds í krónutölu. Hækkun fisk- verðs er sameiginlegt hags- munamál sjómanna og útgerð- armanna. Telur fundurinn nauðsyn- legt, að Verðlagsráð sjávarút vegsins ákveði ferskfiskverð svo fljótt sem verða má, svo að það liggi ljóst fyrir um hve mikla hækkun verður að ræða. Fundurinn vekur athygli á þvi, að aukin útgjöld útflutn ingsframleiðslunnar, sem stafa af ótímabærum kauphækkun- um, leiða til aukinnar dýrtíð- ar og gera um leið að engu þær kjarabætur, sem sjómenn og útgerðarmenn fá hverju sinni við hækkun fiskverðs og síðast en ekki sízt kiþpa fótum undan starfsgrundvelli sjávarútvegsins og girða fyr- ir endurnýjun togaraflotans og þeirrar stærðar fiskibáta, sem bezt henta til þorksveiða og nauðsynleg er til að tryggja hráefnaöflun til fisk- vinnslustöðvanna." KJARASAMNINGARNIR I SUMAR Það er kunnara en frá þurfi að segja, að miklar almennaf kauphækkanir hafa orðið á þessu ári. Eins og ég hefi áð- ur vikið að, voru samtök okkar ekki aðili að þessum kauphækk unum. En þar eð til stóð að sam tökin tengdust nánar Vinnuveit endasamtökunum, fylgdist full- trúi L.l.Ú. með samningsviðræð um. Um það var enginn ágreining ur, að vegna þess bata, sem orð ið hafði á verðlagi sjávarafurða erlendis óg vegna aukins afla- fengs á árinu 1969 og það sem af var árinu 1970, frá því að aflabrögð og verðlag útflutn ingsafurða komst niður í hinn djúpa öldudal á árunum 1967 og 1968, þegar útflutningsverð- mæti lækkaði um hart nær 50% miðað við árin á undan, og ráð stafanir höfðu verið gerðar til þess að mæta þessum áföllum, ráðstafanir er báru þann ávöxt, að verulegur bati hafði orðið og launþegar almennt höfðu tek ið á sig kjaraskerðingu til þess m.a. að reyna að forða frá dyr um þjóðarinnar átvinnuleysis- vofunni og þeim hörmungum, er af atvinnuleysi leiðir, þá voru eins og ég segi allir sammála um, að talsverðar kjarabætur ættu að koma í hlut launþega almennt. Ágreiningur stóð hins vegar um það, hversu miklar kauphækkanir mættu verða. Frá sjónarmiði atvinnurekenda máttu þær ekki verða svo mikl ar, að endanlegur kaupmáttur launa rýrnaði óeðlilega og at- vinnufyrirtækin kæmust von bráðar í greiðsluþrot. Ágreiningur þessi leiddi til verkfalla síðastliðið vor, er stóðu víða um mánaðartíma og sums staðar lengur. 1 samningaviðræðum var sýnt fram á það af sérfræðingum, að 10 til 12% grunnkaupshækk un væri hagkvæmust fyrir laun þega, því að þá yrði verðhækk un nauðsynja hófleg. Þannig yrði kaupmáttaraukning launa með 10% og áhrifum þeim, er fylgdu 9% ,en með 12% launa- hækkun yrði kaupmáttaraukn- ing 10.6%. Samingar þessir end uðu á mun hærri tölu eins og kunnugt er, eða samkvæmt út- reikningum Hagstofu Islands þýddu samningar þeir, er gerð- ir voru s.l. or 17.5% launa- hækkun og vísitalan „sett í sam band“ á alla launaflokka og með því er kjarabreytingunni stefnt í mikla hættu, verðbólgu bálið brennir upp óeðlilega stór an hluta af hækkuninni, það er hærri hlutur rennur úr í verð- lagið, eins og við sjáum glögg dæmi um siðustu vikurnar, og að minum skilningi verðúr ekki komizt hjá að gera ráðstafanir til að hindra að rekstur at- vinnufyrirtækja stöðvist og að forða því að atvinnuleysi hefji aftur innreið sína í þjóðfélagið. Ég hefi hér minnst á kaup- samninga frá í vor. 1 kjölfar þeirra hefir svo farið, að hinar ýmsu stéttir og starfsgreinar hafa síðan, liggur mér við að segja, hrifsað til sín stærri bita af kökunni en efnahagskerfið þolir. Þetta leiðir svo til gagn- ráðstafana. Er þetta ekki vitn- isburður um hversu óstöðugt efnahagsástand okkar er ,og að mikið vantar enn á, að for- svarsmenn hinna ýmsu starfs- greina hafi nægilega vel opin augu fyrir þvi, hvað sé umbjóð- endum þeirra fyrir beztu, nema að það sé máske svo, að næst- um öll þjóðin vilji framhald- andi verðbólgu með þeim fórn- um, sem hún verður að taka á sig, þegar grípa verður til úr- ræða, svo sem engisfellinrtar eða ráðstafana sem hafa svlpað- ar verkanir, svo að atvinnuveg irnir stöðvist ekki. Nú er fyrirsjáanlegt, að al- mennar kaupbreytingar munu I byrjun næsta árs nema yfir 30% hækkun frá í vor. Nú má spyrja, sáu atvinnurekendur þetta ekki fyrir, og hvi gerðu þeir þessa samninga? Vissulega sáu þeir það fyrir og bentu ótrauðir á það. Þeir sömdu af sér, eins og þeir hafa vissulega oft orðið að gera til þess að forða bæði sér og þjóðarskút- unni frá enn stærri fórnum. Það eru margir sem lá þeim það í dag, en mitt mat er, að annarra kosta hafi ekki verið völ. UPPSAGNIR BÁTAKJARASAMNINGA UM S.L. ÁRAMÓT Þegar við mættum á siðasta aðalfundi lá það fyrir, að flest sjómannafélögin höfðu sagt upp kjarasamningum við útvegs- menn. Ég tel ekki ástæðu til þess að rekja gang þeirra mála nú, eða þær niðurstöður, er fengust við þær samningsgerðir, þar sem í skýrslu stjórnarinn- ar, sem lögð verður fram hér á eftir, er greinargerð um þau mál. Ég vil þó undirstrika, að samningum var lokið á gamlárs dag og var það mikið fagnaðar efni, bæði fyrir sjómenn og út vegsmenn, að þannig var á mál Sverrir Júlíusson. um þessum haldið, að vetrarver tið gat hafizt á eðlilegum tíma, og leyfi ég mér að vekja sér- staklega athygli á því, að vetr- araflinn hjá bátaflotanum ar um 20% meiri en árið á und- an, og má án efa þakka það m.a. því, að á síðustu vetrarver tíð urðu engar vinnustöðvanir til þess að hindra sjósókn. Frá sjónarmiði útvegsmanna var einnig litið svo á, að sá ágreiningur, sem upp reis vegna frádráttar á kostnaðar- hlutdeild útgerðarinnar, er lög festur var undir árslok 1968 með lögum um ráðstafanir vegna gengisskráningar ís- lenzku krónunnar, væri endan- lega úr sögunni og framundan væri einlæg samstaða fulltrúa sjómanna og útvegsmanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins um að bæta kjör þessara aðila með fiskverðsbreytingum eftir þvi sem markaður á erlendum vett- vangi gefur tilefni til hverju sinni. Það er því mikið undrunar- efni okkur útvegsmönnum, að nú síðustu daga bárust Lands- sambandinu uppsagnir á gild- andi kjarasamningum milli sjó- mannafélaganna og útvegs- mannafélaganna, og einnig frá Farmanna- og fiskimannasam- bandinu. Ég hefi svo oft áður lýst skoð unum minum á þeim skiptum, sem eru milli þessara aðila, og mun þess vegna ekki fara að ræða það nú, vil aðeins segja við sjómannasamtökin, að ef það er sjónarmið að veiðiskip- in verði ver útbúin en nú tíðk- ast, bæði hvað tækjabúnað og veiðarfæri snertir, þá ætti þetta sjónarmið rétt á sér, að öðrum kosti ekki. Kjarabætur sjó- manna geta ekki komið á ann- an hátt en með hækkandi fisk- verði, og þar eiga útvegsmenn og sjómenn samleið. Útvegs- menn verða að standa sameinað ir sem ein heild um að gengið verði frá samningum í byrjun vetrarvertíðar og að hefjá ekki vertíð fyrr en frá þeim hefur verið gengið. MIKILL VERTÍðARAFLI Síðasta vetrarvertið var hin hagstæðasta, sem komið hefir siðan 1964. Fyrstu fjóra mánuð- ina jókst bátafalinn um 46. þús. tonn á svæðinu frá Hornafirði til Isafjarðardjúps, og afli tog- aranna jókst um 4 þús. tonn. I vertíðarlok var talið að bolfisk aflinn hafi aukizt um 20% bæði hjá bátum og togurum, nokkuð Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.