Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 4
4 MOftCrííNtiLAi>í£>, ÍÖSXUDAGUR 6. NOVEMBER 1970 mmm BILALEIGA HVEjRPISGÖTU 103 VW Sendrferðabifretf-VW 5 marma-VW wefrwag,a VW 9maona-Landrover 7manra 22*0-22* RAUÐARÁRSTIG 31 bilaleigan AKBHA VT car rental service /* 8-23-17 h senilum Fjaðrir. fjaðrablöð, hljóðkútar, pústrðr og fleíri varahlutir f margar gerðér bifreiða Bibvörubóðin FJÖÐRHM Laugavegi 168 - Simi 24180 Sköfnm útihurðir og utanhússklæðninga. HURÐIR & PÓSTAR Sími 23347. MORNY kynnir nýjar baðvörur FÆST UM LAND ALLT Snyrtivörusamstæða, vandlega valin af Morny, og uppfytlír allar óskir yðar um baðsnyrtivörur. Sápa, baðolía, lotion, deodorant og eau de cologne. Vandlega valið af Momy til að vernda húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. Ó. JOHNSON & KAABER E ^ Hvað kostar þessi skattheimta? Þórður Jónsson, litriim, skrifar: „Heiðraði Velvakandi! f*að var í þínum frægu þátt- um 17.10.—’70, að ég las neyðar kall frá gamalli móður, 77 ára, sem var sent út, að þvi ér virt ist, af þvi að konan er orðin heilsulaus og þrotin að kröft- um, til að sinna þvi mikla álagi, sem það er fyrir móður, er elskar bamið sitt, að eiga drykkjumann fyrir son, hafa hann á heimili sinu, vaka eftir honum, yfir honum, gæta hans. Móðurást hennar, kvöl henn ar, og bæn hennar til þjóðar- innar, koma fram í þessum fögru og sönnu orðum hennar: „Engin móðir reknr vesaling sinn út á hjarnið“. (Letur- breyting min). Nú lofaðir þú, Velvakandi góður, aðeins þvi, að gæti ein- hver gefið konunni ráð, þá fengi það rúm í dálkum þínum. Nú kann ég ekkert ráð, heldur en þú, sem konan hefir ekki þegar reynt, og svo mun flestum fara, eins og ástandið er í þessum málum nú. En svo gæti farið, að orð mín, eða annarra, mundu vekja ein- hverja velhugsandi menn eða konur með bein í nefinu til dáða, sem hæfust þegar handa, svo að þjóð okkar gæti sinnt slikum neyðarköllum, eða það, sem betra væri, komið í veg fyrir, að þörf væri á að senda þau út, og þá væri vel farið, en i þeirri von bið ég þig að ljá þessum línum rúm. Áfengið er í einhverri mynd tilefni allflestra neyðarkalla, eða að minnsta kosti alltof margra þeirra. Á háttvirtu Al- þingi eiga sæti 5 tylftir okkar mætustu borgara; það er með samþykki meirihluta þeirra, sem sagt löggjafans, að áfeng- inu, þessum slysa- og bölvaldi, eftir þvi sem á er haldið, er dreift út á milli þjóðarinnar til fjáröflunar í ríkissjóð, og til að verða við óskum og kröfum f jöldans. Hundruð miUjóna safnast ár Iega í rikissjóð, fjáröflunin lukkast. En hvað kostar hún, þessi skattheimta, í tárum kvenna, barna og manna, hvað kostar hún i mannslífum, hvað kostar hún i glæpum, hvað kostar hún í niðurfelldum vinnustundum, hvaö kostar hún i eyðilögðum verðmætum, hvað kostar hún í aukinni lög- reglu, fangelsum, sjúkrahúsum og hælum, sem eru þó mjög af skornum skammti, hvað kost ar hún í andlega og líkam- lega eyðilögðum ungmennum, hvað kostar hún marga lífs- hamingjuna? Þannig mætti lengi telja. 0 Tölvan telur ekki tárin Þetta virðist enginn hagfræð ingur ríkisins hafa verið lát- inn reikna út, þrátt fyrir til- komu tölvunnar, enda mundi útkoman ekki verða ráðamönn um þjóðarinnar í hag, eða þjóð arbúinu í heild hagkvæm. Það sem löggjafanum hefir sézt yfir, og þeir gera ekki kröfu um, sem vilja hafa þetta svona í sambandi við þessa fjárCflun og áfengisdreifingu, er aC gt-ra jafnframt margfalt fjölþættari og víðtækari ráð- stafanir til að mæta afleiðing- unum af þessari vafasömu fjár öflun og áfengisdreifingu held ur en nú er gert. Og hversu lengi getur lög- gjafinn skotið sér undan því að gera viðunandi ráðstafanir, til að geta mætt, þó ekki væri nema neyðarkalli gamallar móð ur, sem áfengisbölið er búið að taka allt frá, nema móðurást- ina, — fyrir hana lætur mörg móðir lífið, menn og dýr. Er honum, Iöggjafanum, fyr- irmunað að heyra kveinstafi hrópað um hjálp i áfengisböl- inu, honum, sem á fyrst og fremst að fegra lífið, gera okk ar þjóðfélagsbyggingu, þó lítil sé, fagra og trausta, „hanná“ hana. 0 Hún hefur kallað fyrir f jöldann íslenzku þjóðinni er það eðl islægt að hlusta eftir neyðar- kalli, hvar sem er í heiminum, og reyna að svara þvi, það hef ir hún oft sannað. Ég held því, að hún muni hlusta, hvernig löggjafinn bregzt við neyðar- kalli þessarar konu, því að það er hann einn, sem getur gert, og ber að gera viðeigandi ráð- stafanir í þessu máli, og von- andi gerir þær. Með beztu kveðju til hinnar þreyttu móður, sem ekki má gefast upp, hún hefir kallað fyrir f jöldann. Og þökk fyrir gefið rúm í dálkum þínum, Velvakandi sæll. Látrum, 28.10, 1970 Þórður Jónsson". 0 Klám og sönn lífernisfræði Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Heill og sæll, Velvakandi! Enn verð ég að leita til þin, og í þetta sinn ekki af einu tilefni heldur tvennu nl. klámi og eðiisfræði. Fyrra tilefnið er grein Krist jáns Albertssonar: „Noregur verst, verjum fsland”, sem er þess eðlis, að hvort sem menn eru meira eða minna hneigðir til frjálslyndis á ýmsum svið- um, getur enginn gengið fram- hjá þeirri aðvörun, sem í greininni felst. Kristján vitnar þarna i dr. Helga Pjeturss, og er það vel gert og drengilega, því að ef satt skal segja, þá hygg ég, að ekki mætti aðeins verjast, heldur snúa vörn í sókn, ef stofnað yrði til sannr- ar lífernisfræði eftir kenningu dr. Helga. Hafi Kristján þökk fyrir að vekja máls á þróunar skilningi hans í þessu sam- bandi. — Ég vil aðeins skjóta því inn, að ég held að hann hafi ekki vitnað þarna alveg orðrétt í rit Helga: man ég ekki til þess að hann tali nokk urs staðar um „helvízka þró- un,“ heldur um helstefnuþró- un, sem er mildara orðalag og jafnframt markvissara. 0 „Þróunaraðsto3“ Ct frá skilningi dr. Helga mundu menn einnig dæma klám ið og önnur sýkingareinkermi menningarinnar á annan hátt en nú. Menn mundu líta svo á, að eftirsóknin í slíkt stafaði fyrst og fremst af „skorti lífs- nautnar", en undirrót þess skorts væri skortur á þeim krafti, sem að lífinu stendur, þ.e. Iífmagnaninni, sem dr. Helgi talar um í ritum sinum og færir rök að, að til muni vera. Til þess að rétta við stefnuna, þyrfti að taka upp aðferðir til að auka lífskraft- inn hjá hverjum einum, þannig að enginn yrði afskiptur, og þyrfti helzt heilt þjóðfélag eða heil þjóð að verða samtaka um slikt, á grunni þekkingar. Slikt væri miklu vænlegra til fram fara en að taka upp „þróunar aðstoð" með gamalkunnum að- ferðum og öllu þvi sukki, sem þar með fylgir. Heilbrigð þjóð með sjálfsvirðingu er miklu fær ari um að hjálpa öðrum til manns en sú, sem í öllu fylgir þeim fyrirmyndum, sem fengn- ar eru að láni, jafnframt þvi sem henni hnignar inn á við. 0 Lífsaflið sem heims- magn Hitt atriðið, sem kom mér enn til að snúa mér til þín, er eðlisfræðin, og stendur hún raunar nær hinu fyrrtalda, um skort lífsafls og afleiðingar hans, en í fyrstu kynni að virð ast. Því að þegar til kastanna kemur, er það eðlisfræði, hvort slíkt lífsafl er til. Viðurkennir eðlisfræðin tilveru lifsaflsins sem heimsmagns? Hún hefur ekki gert það. Framundir þetta hefur hún borið á móti því, að nokkur sambönd hraðari en ljóss og seguls gætu átt sér stað. En á síðustu árum hafa verið að brotna skörð í þann múr, og nú sem stendur bíða isl. eðlisfræðingar með eftir- væntingu eftir nýiu hefti af „Nature", með grein, sem flyt ur hið gagnstæða, eftir því sem blaðafréttir herma. Ég hef engar aðrar fregnir af þessu haft, en mér þykir líklegt, að þarna sé um að ræða fyrir- bæri það, sem nefnt er „puls- ar“ á erlendu máli og er mönn um hin mesta ráðgáta. Eru merki þau, sem berast frá þess um „púlsörum", svo regluleg, að mönnum datt í fyrstu ekki ann að í hug en að þarna væri um skeytasendingar stjarnbúa að ræða. Og hefur ekki annað lik legra komið fram síðan, þótt margt hafi verið revnt. Þorsteinn Guðjónsson". — Velvakanda minnir, að hann hafi séð eða heyrt þessa „pulsars” kallaða slagstjörnur. En hvemig á þá að þýða „quasars”? Sendisveinn óskast til léttra sendistarfa há.fan eða allan daginn. DAVÍD S. JÓNSSON & CO. H.F., heildverzlun Þingholtsstræti 18 — Sími 24-333. Sendiferðabílstjóri Óskum eftir að ráða lipran og áreiðanlegan mann (aldur 20—30 ár) til að aka sendiferðabíl og til aðstoðar á lager. Þeir sem áhuga hafa á starfi þessu, sendi eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir 15. þ.m. í pósthólf 519. SMITH & NORLAND H/F., Verkfræðingar — Innflytjendur Pósthólf 519 — Reykjavík. 2ja herb. jarðhæð við Blönduhlíð. Sérinngangur sérhiti. Góð íbúð. 2ja herb. jarðhæð við Skeiðarvog. Sérinngangur. sérhiti. 2ja herb. íbúð við Kleþpsveg. Falleg íbúð. 3ja herb. sérhæð við Nesveg. íbúðin er ein stofa. 2 svefnherb. eldhús og bað. Bílskúrsréttur. 3ja herb. íbúð i Hraunbæ. íbúðin er 1 stofa, 2 svefnherb. eldhús og bað. Falleg íbúð. 3ja herb. íbúð i jnýlegu húsi í Gamla bænum. íbúðin er 1 stofa. 2 svefn- herb. eldhús og bað. ÍBÚDA- SALAN Gegnt Gamla Bíói sími mto HEEVIASÍMAR GÍSLI ÓLAFSSON 83974. AitMAtt SiúlfiÐ&SOM W48. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Ásbraut. íbúðin er 2 stofur, 2 svefnherbergi, eldhús og bað. Falleg íbúð. Sérhæð i Austurborginni. íbúðin er 2 stofur, 3 svefnherb., eldhús og bað. Sérþvottahús á hæðinni. Einbýlishús við Reynihvamm. Einbýlishús við Furuland, Garða- hreppi. Húsið selst tilbúið undir tré verk og málningu og pússað utan. Tvöfaldur bílskúr fylgir. Hagstæð lán áhvílandi. Höfum ávallt eignir, sem skipti kem- ur til greina á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.