Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1970, Blaðsíða 28
nucivsmcnR ^-^22480 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1970 Sluppu úr jeppa — er endasentist niður Kamba SNEMMA í gærmorgun sluppu þrír piltar vel, er þeir komust út úr Bronco jeppa, áður en hann hentist út af vegarbrún- inni efst í Kömbum og var varla heil brú í honum, þar sem hann stöðvaðist um 200 metrum neðar í brekkunni. Piltarnir voru að fara á gæsaveiðar, og þeyttust skotfærin út úr bílnum í fallinu. Þetta gerðist uim sjöleytið í gærmorgun. Piltarnir þrír komu á nýjum Bronco jeppa, árgerð 1970, úr Reýkja'vík. Er þeir komu austur undir Kajmtbabrún, imiuu þeir hafa lent í hálku og voru bremsuförin 48 m áður en bíllinn stöðvaðist þannig að Ihann vó sailt á brúninni. Var það rétt eftir að hann kom úr efstu beygjunni í Kömbunium. Tveir piltainna fóru út úr bíln- um, en bílstjóri-nn setti bilinn í bakgir í von um að (hann mundi hamga þarna kyrr. í sam-a mund sem hanin stökk út, hentist bill- inn fram af og -end'aigeintist niðiur brattann. Kom hann niðu-r með ýmisu móti og Skotfærin þeyttwst út, en eitthvað af þeim mun hafa sprungið. Piiltaimir höfðu samband við lögregluna á Selfossi og þóttu þeir hafa sloppið vel. Biiiinn er alveg óniýtur. Skuttogari til Sauðárkróks Sauðárkróki, 5. nóv. — SKJÖLDUR h.f., Sauðárkróki hefur fest kaup á skuttogara Al- ize frá La Rochelle í Frakklandi. Umboðsaðili seljanda er. L. M. Johansson Co. í Reykjavík. Togarinn er þriggja ára gam all, en 400 brúttó smálestir að stærð, og verður afhentur um n.k. áramót. Ný siglinga- og fiski leitartæki verða keypt sér, en með öllu mun kaupverð verða um 41 milljón króna. Skjöldur h.f. á og rekur hrað- frystihús á Sauðárkróki og gera forráðamenn fyrirtækisins sér vonir um að með tilkomu þessa Framhald á bls. 27 Húsavík vill eignarað- ild að Laxárvirkjun Samningaviðræður standa yfir Húsavíkurkaupstaður hefur farið fram á að gerast eignar- aðjli að Laxárvirkjun og hafa viðræður um það staðið nokk- urn tíma. Laxárvirkjun er 35% eign ríkisins, en 65% eign Raf- magnsveitu Akureyrar. Mbl. fékfk þetta staðfest í gær- kvöldi hjá Biirni Friðfinmssyni, bæjarstjóra á Húsavík, sem sagði að málið væri að vissu leyti efeki nýtt og hefði Húsavík nokkrum sinnium fairið fram á eignarfhliut. En m-eð nýju virkj- uinin-ni við Laxá yrðiu breytimgar á eigninni, þannig að ríkið hefði heimMd til að eiigmaist 50% og Rafma-gnsveita Ak-ureyrar 50 %, og væru báðir aðilar tiibú-nir til viðræðn-a um hlutdeiid Hú-sa- vikur, sem farið hefur fram á 5% eignaraðild. Hatfa samninig- ar staiðið yfir í nokkra mán- uði og verður væotanlega genig- ið frá málimu um leið og ákveðið verður hvont nýtt verðd eignairheimild ríkisins. (Húsvikinigar kaupa raímagn af Ratfmagnsveitum ríGdsinö og kaupa því dýrara ratfmagn mú en Afcureyrinigar. Með eiignaraðáld að Laxárvirkjun muiradi úr þvi bætt. Enda er stefrat að því að geta keypt rafmaign á Húsavík á saima verði og Akureyrinigar og þar með búa iðnaðarfyrdr- tæfkjum sömu sikilyrði á Húsa- vík sem þar. En um leið þarf að leysa það mád, að Laxár- virkjun eignist Mnuiraa til Húsa- víkur, sem Ratfm-aignisvedtiurnar eiiga nú. Svona leit nýi Bronco jeppinn út, þar sem hann lá í Kömbum eftir fallið. Stórrányrkja i ísa- f j ar ðar d j úpi? 40% af afla rækjubáta eru ýsu- og þorskseiði eða alls 4 tonn á viku á bát VESTMANNAEYJUM, 5. nóv. — Á aðalfundi LÍÚ í Vestmannaeyjum í dag kvaddi Guðmundur Guð- mundsson, formaður Útvegs- mannafélags Vestfjarða, sér hljóðs og bar fram tillögu til fundarins. í tillögunni var m.a. farið fram á, af gefnu tilefni, að rányrkja í sam- bandi við rækjuveiðar yrði könnuð án tafar, því að í al- gert óefni væri komið við fsafjarðardjúp. Sagði hann, að samkvæmt lauslegri rann- sókn væru dæmi um að allt að 40% af afla rækjubáta væru ýsu- og þorskseiði. — Þyrftu þessi mál ítarlegrar rannsóknar við án tafar. Guðmundur gat þess, að frið- unarráðstafanir í sambandi við síld-arstofna við ísland væru mjög ánægjulegar en hims vegar sagði bann að tillögumenn teldu viðar pott brotinn i sambandi við friðun anraarra fistostotfha. — Benti hann á í því sambandi, að rækjuveiðd hefði aukizt mjög síð ustu ár. Gat hann þesa að árið 1936 hefðu fiskifræðingar talið að hám-ariksveiði af rækju úr Djúpinu mætti vera 600 tonn á á-ri. í fyrra stunduðu um 30 bát ar rækjuveiðar við Djúp og nam aflinn alls 2400 tonnum á öUu veiðitímabilinu frá október til maí. í ár hefur 52 bátum verið veitt leyfi til rækjuveiða í Djúp inu og 40 bátar eru þegar byrjað ir veiðax þar. Sagði Guðmundur að reiknað væri með, að þessi Framhald á bls. 27 Aðalfundur LÍÚ í V es tmannaey j um Fyrsta sinni utan Reykjavíkur VESTMANNAEYJUM, 5. nóv. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna var settur í dag í Vestmannaeyjum og er það í Launa- og verðlagshækkanir auka útgjöld borgarsjóðs fyrsta skipti sem LÍÚ heldur sinn aðalfund utan Reykjavik- ur. Fundurinn er haldinn í boði Otvegsbændafélags Vestmannar eyja. 90 fulltrúar si-tja fundinn. Þar af eru 80 fulltrúar víðs veg- ar að af landinu og komu þeir í dag með Herjólfi til Eyja frá Þoriákshöfn. Sverrir Júlíusson, formaður LlÚ, gat þess í setraingarræðu sinni á þinginu að hann gæfi Framhald á bls. 27 Gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld fari 97 millj. kr. fram úr áætlun Á FUNDI borgarstjómar í gær- kvöldi upplýsti borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, að vegna launahækkana sl. vor og hækk- ana á almennu vöruverði muni útgjaldaliðir Reykjavíkurborgar fara verulega fram úr áætlun. Þannig munu rekstrarútgjöld fara 97 milljónum króna fram úr áætlun, sem miðuð var við verðlag í desember 1969. Bygg- ingaframkvæmdir fara um 32 milljónum fram úr áætlun og greiðsla til þriggja borgarstofn- ana tæpum 14 milljónum króna. Af þessum sökum munu Tántök- ur aukast um 45 milljónir króna. Umræður um fjárhaigsáæt'km borgarsjóðs urðu veigna fyrir- spumiar frá borgairtfulltrúa Al- þýðutflokksins, þar sem spurt var um útigjöid borgarinnar fram yf- ir áætlun, með hvaða ráðstöfun- um útgjaldaaukninigunni verði mætt og hvemig innheimta á- lagðra gjalda hafi geragið í ár. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, svaraði fyrirspurninni. Hann sagði, að erfitt væri að meta stöðuna fyrir fyrstu tíu mánuði ársins, þar sem áætlunin miðaðist við ársútgjöid. Mál þetta hetfði verið til meðíerðar í bongarráði og bongartfulltrúi AlþýðutfHokksins hefði því öll þessi gögn undir höndum. Borg- arstjóri sagði, að vegna lauraa- hækkana, sem urðu í júná sl. og þeirra verðiagshækkana, sem komiu í kjöifarið, þá sé gert ráð fyrir, að flestir útgjaldaliðir fari fram úr áætlun á árimu 1970. Samkvæmt áætlun, sem gerð hafi vexið um væntanlega reikn- ingsútkom-u ársins 1970, þá sé gert ráð fyrir, að útgjöld borg- arsjóðs fari a!'ls 143 millj. fcr. fram úr fjárhagsáætlun. Gert væri ráð fyrir, að rekstrarút- gjöld fari nærri 97 mdlijóraum kr. og byggingatframkvæmdir um 32,2 milljónir króna fram úr á- ætkm, en aiuk þess þurfi bongar- sjóður að greiða 13,8 milljónir til þriggja borgarstofnana umtfram áætlun. Borgarstjóri gerði síðan -grein fyrir h-ækkun'um á einstökum lið- uim rekstrarútgjalda umfram fjár hagsáætlun. Allis væru áætluð út gjöld umtfram fjárhagsóætlun 97 milljónir kr., en útgjadaauki vegna verðhækkana 96,1 millj. kr. Fjárhagsáætllun in ætlar því að standast, ef tekið er tillit til kostniaðarhækkana, sem orðið hafa á áriniu, sa-gði borgarstjóri. Framhald á bls. 27 Refsifangi strauk REFSIFANGA, sem afplánar dóm í Hegningarhúsinu við Skólavörðustfíg, tókst að strjúka, er hann var við yfir heyrslu hjá rannsóknalögregl unni við Borgartún í tym- dag. Maðurinn var ekki kom inn í leitirnar í gær, en hans var leiitað um borgina. Maður inn hefur verið dæmdur fyrir ýmsar saki-r, m.a. ávíisanafals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.