Morgunblaðið - 19.01.1971, Page 12

Morgunblaðið - 19.01.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971 Averell Harrimann í bók: Stalín stefndi að heimsyfirráðum Kosygin raunsær alvörumaður Jósef Stalín var heims- valdasinni, sem stefndi að heimsyfirráðum, Nikita Krús jeff var harður og beinskeytt ur, en átti til sveigjanleika Alexei Kosygin og Alexei Kosygin er aivöru gefinn og raunsær. Á þennan hátt lýsir banda- ríski diplómatinn Averell Harrimann þremur helztu leiðtogum Sovétríkjanna I bók sinni „America and Russia in a Changing World,“ sem kemur innan skamms út i Bandaríkjunum. Harrimann hefur þekkt þessa þrjá ofannefndu stjórn málamenn persónulega, enda haft mikil samskipti við sov- ézka ráðamenn í áratugi. Hann segir að i raun og veru sé djúpið milli Bandaríkj- anna og Sovétrikjanna jafn mikið og það hafi verið árið 1945. — En við getum þó náð samkomulagi á fleiri sviðum og í fleiri málum en við gát- um árið 1945, sagði Harri- mann á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum vegna væntaniegrar útkomu bókarinnar. Eins og fyrr segir lýsir Harrimann Josef Stalín sem algerum heimsvaldasinna með sömu hugsjónir í utan- ríkismálum og keisarinn Averell Harrimann hafði á sínum tíma. Harri- mann kynntist Stalín allvel er hann var sendiherra í Sovétríkjunum meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð. Krúsjeff segir hann að hafi verið einbeittur og harður í .ákveðnum málum, en viðfelld inn og mannlegur í aðra rönd ina. Einhverju sinni lýsti hann því yfir af miklum sannfæringarkrafti að Sovét- ríkin væru staðráðin i að gera að engu réttindi okkar í Vestur-Berlín. En þegar ég lét í ljós, að ég tryði þvi ekki að hann léti leiðast út í styrj- öld, dró samstundis niður í honum og hann fullvissaði mig um, að Sovétríkin vildu ekki styrjöld út af Berlinar- málinu. - Núverandi forsætisráð- herra er maður mjög alvöru- gefinn og raunsær í viðræð- um, segir Harrimann, sem hef ur þekkt Kosygin í þrjátíu ár. — Hann er fullkomlega laus við tilhneigingar Krús- jeffs að bregða á glens, tala digurbarkalega og koma með hótanir. En þótt hann ógni á annan hátt en Krúsneff legg- ur hann mikla áherzlu á þær hættur, sem yfir vofa vegna djúpstæðs ágreinings Banda- ríkjanna og Sovétrikjanna. Þegar ég ræði stjórnmál við hann, segir Harrimann —- hef ég jafnan á tilfinning- unni, að við vitum hvar við höfum hvorn annan. Líklegt er að Harrimann sæki Kosygin heim á næst- Josef Stalín unni er hann heldur til Moskvu til að undirbúa heim sókn Edmunds Muskie, öld- ungadeildarþingmanns. Á blaðamannafundinum sagði Harrimann að hann taki í bókinni afstöðu, sem sé mitt á milli stefnu þeirra sem vilja kynda undir kalda stríð ið, svo og þeirra, sem séu svo glámskyggnir að halda að bil ið milli Bandarikjanna og Sovétríkjanna sé ekki jafn breitt og áður. Einar Örn Björnsson, Mýnesi: HERNAÐURINN GEGN FÓLK INU í LANDINU Ýmsar fáránlegar kenningar hafa komið fram um landnám Is- lands aðrar en þær sem sagan greinir, og verið iðja sumra manna að reyna að afskræma í sínum hugarheimi viðbrögð þess fólks sem nam landið, sem talið er að hafi gerzt fyrir nær ellefu öldum og allt landið hafi verið numið milli fjalls og fjöru á 60— 80 árum og þar með skapað þjóð félag þeim, sem þá höfðu tekið sér bólfestu. Eigum við ekki að vera stolt af þvi að vera afkomendur þess fólks, sem lagði leið sína yfir hafið í leit að búsetu og sjá það í anda berjast við ægimátt út- hafsins á smábátum tygjað þeim vonum, að þess biði betra og frjálsara líf en ella. Það hafði með sér búsmala sinn eftir því sem flutningageta leyfði og tæki, sem þá voru tiltæk til búrekst- urs og heimilishalds. Þeir sem ferðazt hafa um landið og eru kunnugir í byggðarlögum sínum geta með eigin augum séð hvern ig landnámsmennirnir tóku sér bústaði. Þar var engin vankunn átta að verki. Bæjarstæði voru þannig valin hvort sem það var við sjávarströnd, meðfram ám og vötnum, inn í landi og upp tiL dala. Allt var miðað við land- gæði og aðra aðstöðu eftir þvi sem við var .comið. Ekki er annað að sjá en feg- urðarskyn og hagræn sjónarmið hafi haldizt í hendur. Öhætt er að fullyrða að landnámsmenn- írnir hafa haft hvort tveggja í huga er þeir völdu sér bústaði. Búseta Islendinga og kjarkur í nær 10 aldir þar til úr rætt- ist, er hreint ævintýri, að vísu þyrnum stráð á köflum en afrek sem varla á sinn líka um víða veröld. Forfeður okkar fluttu með sér norræna tungu, sem er í senn svo kyngimögnuð og gaf hverjum lífskraftinn til að skýra frá athöfnum sinum og samskipt- um við landið, fólkið og dýrin, sem unnu með því og gerðu mögulegt að hér lifði af þjóð þó fámenn væri, en var í álögum í einangrun sinni og oft þrúguð af innlendri og erlendri kúgun. En samt hélt hún uppi þjóð- félagi, sem stofnaði elzta þjóð- þing veraldar og þar með fyrsta lýðveldið á vesturhelmingi jarð- ar, eins og Vilhjálmur Stefáns- son, landkönnuðurinn frægi orð- aði svo snilldarlega. Við sem nú lifum og störfum í landinu eigum því mikið vega- nesti sem auðveldar okkur leið- ina fram á við. Hér búa yfir 200 þús. manns, þar af um eitt hundrað þúsund í höfuðborg- inni og næsta nágrenni. Mikið þéttbýli hefur myndazt við firði og flóa og einnig inni i landi. En bændafólk býr í sveitum á þeim jörðum, sem landnámsmenn völdu og bújarðir verið stofnað- ar í nálægð. Sú búseta sem við þekkjum í dag er því byggð á þeim grunni er forfeður okkar mörkuðu qg ákváðu að byggja landið allt til nytja og öryggis fyrir lands- fólkið. Þetta er sú mynd sem blasir við öllum og skapar hverj- um heilbrigðum manni rétta innsýn í þá tilveru sem við lif- um í og -tilgang að vera ekki ættlerar feðra vorra, en treysta stöðu okkar sem þjóðar og lífs- skilyrði í sambýli við landið. Ein var sú tegund kvikfénað- ar, sem tryggði búsetuna, en það var íslenzka sauðkindin. Harð- fengi hennar og gróðurfar lands ins gerði hana mögulega og önn ur kvikfjárrækt gat þrifizt. Hesturinn, sem var „samgöngu- tækið", var einnig harðgerður. En því aðeins gat landnámið tek izt að hér var nokkurt valllendi og grösug heiðalönd, kjarrvið- ur og góðgresi. Þetta voru nytj- ar landsins og höfuðstóllinn, sem á var að treysta ásamt hey- öfluninni, sem vetrarforða handa búfénaði. Er það ásökunarefni á horfn- ar kynslóðir að nytja gæði landsins fólki og fénaði til lífs- bjargar? Er það ekki gert á vor- um tímum? Þess vegna eigum við ekki að ásaka þá sem á undan eru gengnir fyrir ágang og eyð- ingu landsins, sem ekki var eins mikil og ýmsir spekingar vilja túlka og telja að þeir sem not- uðu skógana sem eldsneyti og til smíða hafi gert það af illum hvöt um. Um annað var ekki að ræða ef fólkið átti að lifa og halda byggð og alls ekki sú blóðtaka, sem af er látið. Ég vildi fremur telja að hver kynslóð hafi skil- að landinu betra í hendur ann arrar og einnig okkar sem nú lifum. Því má heldur ekki gleyma að samgönguleiðir voru ruddar og varðaðar og unnið að vegagerð og brúagerð, er var geysilegt átak með handverkfær um einum og hestinum góða, sem skrá ætti sem afrekssögu ís- lenzkrar bændastéttar meir en gert hefur verið og þeirri miklu verkkunnáttu, sem fylgt hefur is lenzku fólki alla tíð. Auk þess sem það skilaði norrænni sögu i hendur' okkar sem er slikt snilldarverk, unnin við ljóstýr- ur í köldu og ófulikomnu hús- næði, að lengra verður varla komizt í sagnaiist og er ótæm- andi brunnur kynslóðanna er setur okkur á bekk með mestu menniogarþjóðum veraldar. Ég er stoltur af að vera afkomandi íslenzkrar bændastéttar og það ættum við öll að vera, sem byggj um þetta land og tryggir tilveru okkar sem þjóðar. Við erum einn ig stolt af okkar Nóbelsskáldi, sem er sprottið af sömu rót, en líðum því ekki að vanvirða horfnar kynslóðir með því að þær hafi skilað okkur illa með- förnu landi, slíkar fullyrðingar eru óréttmætar. Það sem við höf um hlotíð í arf vegna seiglu og baráttu feðra okkar er hið myndarlega fólk, sem nú býr í landinu og ætlar sér að prýða það, rækta og byggja og vinna að þeirri náttúruvernd, sam- hliða þeim framkvæmdum, sem óhjákvæmilegar eru hjá vax- andi þjóð. Neikvæð afstaða sem mjög ber á hjá ýmsum öflum og mest er áberandi hjá þeim sem slitn- ir eru úr tengslum við atvinnu- lífið og áberandi er í áramóta- grein Halldórs Laxness í Morg- unblaðinu, ber því vitni að mik- il alvara er á ferðum ef slíkum sjónarmiðum vex ásmegin. Það væri nær fyrir Laxness og aðra rithöfunda að styðja við leitni framfaraaflanna með rit- Einar Örn Björnsson. mennsku sinni en ganga feti lengra í neikvæðri afstöðu og ætla að vinna gagn með því að telja kjarkinn úr þjóðinni þeg- ar á veltur að hefjast handa og halda áfram að virkja stórárn- ar til að knýja stóriðjuver, sem mundu með mætti sínum styðja annan atvinnurekstur, betri menningaraðstöðu, aukin félags- leg réttindi og betri lífskjör hin um almenna manni til handa. Þetta hafa aðrar þjóðir gert, til dæmis Norðmenn, sem gjör- breyttu sínum atvinnuháttum og sköpuðu fjölbreytni í iðnaði og verzlun. Mér datt í hug þegar ég las nefnda grein, aðför Þor- bjarnar Öxnamegins að Atla á Bjargi er hann vó hann í „bæj- ardurum" og Atli mælti er hann fékk lagit, „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin." Síðustu árin hafa orðið miklar framfarir á íslandi í sjávarút- vegi, landbúnaði og iðnaði. Menningarleg aðstaða hefur batnað til mikilia muna. Heil- brigðis- og félagsleg aðstaða hef- ur verið bætt. Híbýli fólksins byggð af miklum myndarbrag. Verzlunar- og viðskiptaleg að- staða þjóðarinnar batnað stór- lega. Samgöngur á landi, lofti og láði eru nú betri en áður. En þó þarf mikið um að bæta hvað snertir vegakerfi landsins, betri og traustari flugvelli o.fi. Undan- farin ár hafa óánægjuöfl verið að reyna að spyrna gegn öllum framförum, sem stefna í þá átt að gera Islendinga vel bjarg- álna með þvi að hefjast nú handa af krafti og beizla mikið af þeirri gífurlegu vatnsorku eins og þegar hefur verið byrj- að á með virkjun við Búrfell. Nefnd óróaöfl birtast i ýmsum myndum, í andstöðu við slíkar framkvæmdir svo sem með fagur gala um náttúruvernd, lands- sölu o.fl. En hafa sizt meiri um- hyggju fyrir landi sínu en aðr- ir. Markmið þessara afla er að viðhalda hér meðalmennskunni og lágkúrunni eins og var á dög um Einars Benediktssonar er hann hvatti þjóð sína til dáða. Nú hefur nýr forustumaður bætzt í hóp hinna neikvæðu afla, en það er Halldór Laxness, og tekur sér fyrir hendur að vanvirða horfnar kynslóðir og þar með íslenzka bændastétt, sem hann telur raunar ekki venjulega menn, þeir litu á land sitt sem bráð sína og kvik- fénaður þeirra kvaiinn og pínd ur. Fegurðarskyn hjá þeim hafi aldrei verið til heldur flutzt hingað 1000 árum eftir landnám frá Þýzkalandi gegnum Dan- mörku frá fólki, sem bjó í borg- um. Ég held Laxness ætti að fletta betur upp í sagnagerð íslendinga. 1 Njálssögu stendur er Gunnar á Hlíðarenda sneri aftur, „Fögur er Hlíðin, bleik- ir akrar og slegin tún." Um þetta orti Jónas Hallgrímsson, Gunnarshólma eitt fegursta kvæði sem um getur í íslenzkri ljóðagerð. Ber Valþjófsstaða- hurðin það með sér að höfund- ur heninar hafi verið gjörsneydd ur fegurðarskyni eða íslenzkar húsmæður fyrri alda, sem skildu eftir sig frábær listaverk í útsaumi og vefnaði? Þær stórstígu framfarir, sem orðið hafa í ræktun landsins og ekki sízt i framræslu þess telur skáldið að séu með þeim hætti, að nú ætti að styrkja bændur til að moka ofan i framræsluskurð- ina aftur og banna með lögum ræktun mýrlendis svo vatnið og leirinn fljóti ofan á á ný, og skor kvikindum og flugum vaxi ásmeg in og smáfuglar geti dafnað, svo fólk geti á sólskinsdögum hlust- að á kvak þeirra i forarvilpun- um, en bændum skipað að rækta upp holt og mela sem víða er bú ið að rækta í stórum stil nema ef vera skyldi á Gljúfrasteini. Þetta er óður Nóbelsskáldsins til íslenzkrar bændastéttar og þakklæti til þess fólks, sem öðr- um fremur hefur tryggt þá bú- setu sem nú er hér á landi. En þar á ég við þá sem með áræðí og hugviti námu það og kynslóð imar hafa varðveitt öld eft- Eranihald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.