Morgunblaðið - 04.02.1971, Síða 19

Morgunblaðið - 04.02.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1971 19 Snjólaug Ásta Sigurjónsdóttir Fædd 30. september 1899. Dám 16. janúar 1971. Nú kveður æskan, elsku bamið mitt, og aðrir tímar breyta högum þinum, en Drottinn verður leiðarljósið þitt og lif þitt allt hann geymi í örmum sínum. Ég bið af hjarta, blessi Guð þín spor og breiði ljós á veginn, sem þú gengur, og að þú geymir æsku þinnar vor ævilangt sem heill og sannur drengur. G.J. Elsku, hjartans amma min! Það sem ég festi hér á blað er frá okkur öllum. En hversu tilkomulitil eru ekki orð á örk? Þau geta aldrei flutt allar þær þakkir, sem þú átt skilið. Þetta er ekki kveðja, amma mín, við kveðjum aldrei þann, sem stend ur við hlið okkar og er greypt- ur í huga okkar alla ævi. Ná- lægð þín mun veita okkur sama styrk og allt það, sem þú gerð- ir fyrir okkur, ér við vorum börn. Þú varst aldrei týnd, þín þurfti aldrei að leita, þegar eitt hvað var að. Þú varst alltaf til- búin að strjúka tárvota vanga, hugga og hughreysta. Þú varst bjartasti þátturinn í æsku okk- ar allra. Mig langar að rifja upp, byrja á byrjuninni, okkar byrj un. Ég á minningu um lítinn hnokka, sem stóð rennandi blautur inni á eldhúsgólfinu i Árgerði. Hann er með tárin i augunum. „Amma, ég datt í læk tan,“ sagir hann. „Jæja,“ segir amma og snýr sér að hinum unga sveini. „Uss, ekki gráta vinur,“ segir hún, er tárin taka að renna niður vanga hans. „Þetta er allt í lagi góði minn, ég skal finna á þig þurr föt, þetta er allt i iagi.“ Þetta er í annað sinn, sem hann þarf að hafa alfataskipti þennan dag. „Komdu til ömmu, vinurinn, amma skal hugga þig.“ Og amma tekur hann í fang sér, hún skil ur allt, hún verður aldrei vond, og eftir stutta stund labbar litli ömmudrengurinn út i sólskinið og kærleiksrík orð hennar fylgja honum. Árin liðu, og sveinninn ungi óx og vitkaðist. Á veturna í skóla, á sumrin í sveit hjá afa og ömmu. Á fermingarárinu sínu hélt hann sig vera stóran mann, en eitt kvöldið um sum- arið, er hann sat í eldhúsinu hjá ömmu, komst hann að raun um, að hann var ennþá agnar lit- ið peð. Amma útskýrði fyrir hon um, hvað lífið var í raun og veru, hvað tilveran hafði raun- verulega að geyma. Upp frá þeim degi blasti lifið við i dá- lítið öðru ljósi. Amma hafði gefið honum i veganesi frásögn um hennar líf, frásögn, sem enginn gleymir, er á hefur hlýtt. Á fermingardag- inn sinn um vorið fékk hann bréf frá ömmu með fermingar- gjöfinni. Þetta bréf hófst á ofanrituð- um vísum, og þær biður amma hann að læra. Bréfið sjálft er ekki langt, en þar speglar hvert orð ást, fómfýsi, kær- leika og trú. Þetta stutta bréf verður honum mikill raunalétt Hugsun hennar var aldrei að safna veraldlegum auði, heldur gleðja og fórna sér fyrir aðra. Hún lagði á sig óhemju mikla vinnu fyrir hver jól og sendi allri fjöiskyldunni jólagjafir. Og pakkarnir frá afa og ömmu voru ætíð opnaðir fyrst. Þannig var amma. Það er sælt fyrir okkur systkinin, sem erum að leggja út i lífið að hafa slíkt veganesti, sem minningin um ömmu er. Við segjum því öll, Guð blessi þig, amma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Soffía, Gísli, Ilrefna og Ólafur. ir á erfiðum stundum lífs hans. Það er sem hróp í huga hans. Lifið er svo einkennilega stutt, en þó er furðulegt, hvað sumir hafa afkastað mikiu Amma mín var ein sú duglegasta og fórnfúsasta manneskja, sem ég hefi nokkru sinni fyrir hitt. Hún var svo skrítilega lifandi og hamingjusöm, og þótt hún ætti oft við veikindi að stríða hin siðari ár, kvartaði hún aldrei. Hún gat orðið óskaplega áhugasöm út af venjulegum at- burðum og fyrirbærum. Hún var gædd þeim hæfileika að sjá og njóta í öllu hins ánægjulega og þess, er veitti lífinu gildi. Athugun á móður- málskennslu í skólum LÖGÐ var frani á Alþingi i gær þingsályktunartillaga um sér- staka atliugiin á móðurniáls- kennslu í barna- og gagnfræða- skólum og tillögur til úrbóta. Flutningsmaður tillögunnar er Gísli Guðmundsson (F). Tillagan felur menntamálaráð- herra að finna svar við 6 spurn- ingum — um það hvort kennsla í íslenzkri málfræði taki of lítið af námstimanum, hvort næg áherzla sé lögð á að kenna það sem nauðsynlegt er, og hvort eitthvað af námsefninu geti tal- izt óþarft — hvort næg áherzla sé á það lögð að kenna nemend- um að lesa og tala skýrt í heyr- anda hljóði — hvaða árangur stafsetningarkennslan ber — hvernig skólum takizt að auka orðaforða nemenda, kenna þeim notkun íslenzkra orðtaka eða orðskviða og bæta á þann hátt málfar þeirra i ræðu og riti, t.d. með því að draga úr notkun útlendra orða og orðskrípa — hvernig tekizt hafi að kynna nemendum sígildar íslenzkar bók menntir og vekja eða auka áhuga á slíkum bókmenntum — og hvort áherzla sé lögð á það að kenna nemendum ljóð og að greina stuðlað máí og rím frá óbundnu máli. — Laxdæla Framhald af bls. 15. á Halldórsstöðum og Benedikt á Auðnum, sem nú halda sviðsljós inu á lofti. Þeir voru framfara- menn, en nú eru það afturhalds- menn og bölmóðsvaldar, sem riða húsum i Laxárdal, en ann- arra sveita menn. Magnús á Halldórsstöðum á svo merka sögu í landi voru, að ég geri það hér að tillðgu minni, að hin nýja virkjun Laxár við Gljúfur verði kölluð Magnús- arvirkjun, þessum merka manni til heiðurs og ævarandi minning ar. Annað furðulegt blasir við í þessu málastappi, sem snýr að Mývetningum og þeirra sögu. Pétur á Gautlöndum var sér- stakt göfugmenni og fyrirliði Þingeyinga um langan aldur. Hann var stjórnmálamaður og skörungur, eins og faðir hans, Jón á Gautlöndum. Þrir bræð- ur, synir Jóns, sátu á þingi, máski samtímis. Tveir urðu ráð- herrar, Kristján dómari og Pét- ur á Gautlöndum, sem andaðist í ráðherrastóli skömmu eftir 1920. Tveir systursynir Péturs hafa einnig verið ráðherrar, Haraldur Guðmundsson atvinnu málaráðherra, siðast sendiherra í Noregi og Steingrímur heitinn Steinþórsson, forsætisráðherra. Það var svo sem ekkert að undra, þótt Mývetningar bæru sig vel. Og sem ég færi þetta í letur, minnist ég frásagnar heim an úr Laxárdal i bernsku um jarðarför Jóns á Gautlöndum. Við þann atburð voru margar ræður haldnar af skörungum og skáldum, sem sýslan skartaði þá með fleiri en einn i flestum hreppum. En lengst var i minn- um manna ræða síðasta manns- ins, sem talaði, óframfærins smá bónda, sem vildi færa vini sin- um Jóni hinztu kveðju sem aðr- ir. Hans ræða var á þessa leið: Við Mývetningar værum ekki meiri en aðrir menn, ef við hefð um ekki átt silimginn í vatn- inu beitina á Austurfjölluin og Jón á Gaiitlönduni. Ég vona að ég fari nokkum veginn rétt með söguna, en skeiki minni minu, bið ég afsökunar á ranghermi. Eitt var það merkilegt í fari Gautlandamanna, að þeir voru mikiir samhygðarmenn og félags málamenn. Þótti mörgum hægri sinnuðum Þingeyingum þeir frændur vilja fórna um of hags munum einstaklinga fyrir heild arhagsmuni. Ef nokkrir menn öðrum fremur hafa skapað and- legan grundvöll fyrir lög, sem heimila eignarnám á eignum einstaklinga, ef hagsmunir heild ar eða stærri hópa þarfnast, þá eru það Gautlandamenn og Jónas frá Hriflu. Skáldið, Guðmundur á Sandi, var heilsteyptur karl með hetju lund. Ég minnist í bernsku minni, hversu sammála þeir voru í landsmálum, faðir minn og hann, báðir hægrisinnaðir í bezta máta. Jón Hinriksson, skáld á Arnarvatni, var hún- vetnskur að uppruna, niðji Jóns harða bónda á Stóru-Mörk. Arn arvatnsmenn voru margir hægri sinnaðir, s.s. Jón í Múla og Ámi sonur haris; Sigurður á Arnar- vatni á yngri árum og Páll á Grænavatni. Þótt niðjar hins húnvetnska Mývetnings hafi á seinni árum snúizt nokkuð til vinstrimennsku, bera þeir í fasi sínu og anda flest einkenni hægrimennsku; bera sig vel, djarfir meðal manna, orðprúðir og öruggir með sig. Tel ég, að vinstri-daður þessara höfðingja sé það sem stundum er kallað „snobb-niðurávið“ í aðra rönd- ina, en i hina röndina afleiðing af vanmati á andstæðingum inn an eigin félagssamtaka, enda að jafnaði ekki undirhyggjumenn. Sprenginguna s.l. sumar á stíflunni í Laxárkvíslum vil ég skýra þannig, að Þingeyingar séu nú að segja skilið við Gaut- landamenn og félagshyggju þeirra, hafl hreinlega sprengt IMilitík Péturs á Gautliindiini með dýnaniiti. Það var verið, segja margir, að verja rétt kot- ungsins með eignir sinar gegn eins konar framfara-frekju mannmargra hópa. 1 eðli Þing- eyinga hefur ætíð búið svipað sérhyggjueðli sem í öðrum landsmönnum, en Gautlanda- menn, kaupfélagið og Jónas frá Hi’iflu mynduðu á sínum tima langvarandi ægivald, sem menn urðu að lúta. Kúguð hægri- mennska virðist vera að brjóta af sér ok í Þingeyjarsýslu núna. Það verður fróðlegt að sjá átökin í íramtíðinni miili Gaut- landa-aflanna annars vegar en hins vegar niðja þeirra sér- hyggjustólpanna á Arnarvatni og á Sandi. Með beztu kveðjum norður, sérstaklega til Laxdælinga. Gunnar Bjarnason. Kalrannsóknir Frainliaki af bls. 12. lega mikinn kostnað í för með sér. GRASMJÖLSVERKSMIÐJUR Þess má geta, að hér hafa starfað grasmjölsverksmiðjur og ein kögglagerð í Gunnars- holti. Framleiðsla hennar á sl. ári var 800 tonn. Þó er gert ráð fyrir, að önnur graskögglagerð taki til starfa á komandi vori á Hvolsvelli og hún geti framleitt svipað magn eða kannski 1000 tonn, sem reyndar verksmiðjan í Gunnarholti gæti gert líka, ef hægt væri að byrja nógu snemma að slá og útvega nóg gras. Fóðurkögglamir líka vel. Það má segja, að það fari lítið meiri þungi í fóðureiningu af góðum fóðurkögglum heldux en af mjöli og tel ég rétt, að slíkar verksmiðjur kæmu víðar, t.d. fyrir norðan, jafnvel fyrir aust- an og verksmiðja er fyrirhug- uð í Dölum, sem hlutafélag stendur fyrir, sem er búizt við, að stofnað verði nú fljótlega og þessi verksmiðja verði byggð á þessu ári. FJÁRFRAMLÖG Til viðbótar þeim styrkjum, vegna kalsins má geta þess, að Landnám ríkisins greiddi árið 1970 1 milll. 603 þús. kr. vegna kalskemmda í túnum til margra bænda, en greiðsla styrkja þess ara hefur nýbýlastjórn ríkisins byggt á ákvæði í 53. gr. laga frá 1962, um stofnlánadeild land búnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Slíkir styrkir hafa verið greiddir síð- an 1966, en þó mest á árunum 1969 og 1970 og hefur það gert mörgum bændum léttara fyrir með endurræktun. En vegna kalsins og grasleys- isins hefur víða verið erfitt um fóðuröflun og bjargráðasjóður hefur nú síðustu 4 árin hlaupið undir bagga hvað þetta snert- ir. Bjargráðasjóður hefur á 4 árum greitt í heyflutningastyrki 20 millj. 708 þús. kr. og á þess um 4 árum hefur bjargráðasjóð- ur greitt til bænda vaxtalaus lán 168 millj. 226 þús. kr. Þetta hefur farið til fjölda bænda bæði norðaniands og sumnan, en hæst var upphæðin á árinu 1969, en það var þá bæði kal og óþurrkar, sem fóru saman. Þá var þessi upphæð samtals, styrkir og lán 83 millj. 768 þús. kr., en á árinu 1970 63 millj. 777 þús. kr. Lánin eru til 7 ára og afborgunarlaua fyrstu 2 árin og vaxtalaus, sem vitanlega hefur ákaflega mikla' þýðingu. Vilhjálmur Hjálmarsson tók síðan aftur til máls og kvaðst fagna því að nægilegt fjármagn til kalrannsóknanna væri tryggt. Hins vegar hefði alltof mikill seinagangur verið á þess um málum og raunar ekki haf- izt handa fyrr en kals tók að gæta í túnum „sunnan jökla'. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra benti á, að alvarleg- ustu kalskemmdirnar hefðu byrjað á Austurlandi árið 1965 og þá strax hefði verið brugðið við og séð fyrir fjármagni til rannsókna. Benti ráðherra einn- ig á, að af hálfu stjórnar Stéttar sambands bænda, hefðu ekki heyrzt raddir um að illa hefði verið að þessum málið staðið og seint byrjað. Enn- fremur benti ráðherra á, að af tilhlutan TÍkisstjórnarinmar hefði harðærisnefndin verið skipuð og farið hefði verið al- gjörlega eftir tillögum hennar. En tók Vilhjálmur Hjálmara- son til máls og ræddi m.a. um að orðið hefði vart kalskemmda í túnum löngu fyrir árið 1965, — á árunum 1952 og 1955. Svaraði landbúnaðarráðherra ræðu Vilhjálms og sagði að eðli legra væri þá fyrir harur að ásaka þær ríkisstjómir er voru við völd á þessu árabili fyrir skeytingarleysi í þessum mál- Einniig tóku þeir Jónas Pét- ursson og Stefán Valgeirsson þátt í umræðunum. Þökkum iwníflega góðar gjaf- ir, kveðjur og heiimsóflcnúr á 50 ára aémæli félaigsins í nóvember sl. Lifið heill. Kvenfélagið Hlín, Grýtnbakkalireppi. Hjartanil'ega þaikika ég ykikur öil'um, sem gerðu mér átt- ræói'saOmæl ió ógleymainiegt, með hlýjum kveðjum, sikeyt- um, gjöfuim og heimisótknium. Guð blesis'i ykkuir 011. Halldóra Oddsdóttir, Hjallanesi, I.andi. Beztu þatkkir tiil alilra þeirra, sem sýndu mér vinarhug á 70 ára afhræli miniu þann 16. janúar sl. F.ggert B. Pétursson, Njálsgöfru 80. Skrifstofuhúsnœði með útstillingarglugga óskast á góðum stað. Upplýsingar í síma 16875. Skrifstofustúlka Stúlka vön skrifstofustörfum óskast nú þegar. STALIÐJAN Kópavogi. símar 40260 og 42370.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.