Morgunblaðið - 25.02.1971, Page 7

Morgunblaðið - 25.02.1971, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971 7 William Shakespeare, 15t>4—1616. Kopar- stunga eftir Martin Droeshont. Titiiblað folio útg-áfunnar fyrstu 1623. Sviðsmynd úr .Jónsmessunæturdraumi. Koparstunga úr fyrstn myndskreyttu útgáf- unni af verkum Shakespeare, sem ritstýrð var af Nicholas Rowe, 1709. Jónsmessunæturdraumur á Góu Menntaskólanemendur sýna um þessar mundir leik- rit Williams Shakespeare um drauminn á Jónsmessunótt í Háskólabíói, við mikinn fögn- uð áhorfenda. I>að er eitthvað friskt við sýninguna, þótt sitt livað megi alltaf finna að framsögn einstakra leikenda, og ekki er að undra, þegar kallast verður á um þveran stóran sal eins og í þessu bíói háttar. Samt síast snilli Shakespe- are inn í mannskapinn, á sviði og handan þess, og ekki skemmir sú aldagamla Skrap arotsprédikun úr Skálholts- skóla, sem flutt er i upphafi af mikilli innlifun, svo mik- illi, að allur salurinn stendur upp og hlýðir standandi á síð ustu bænina. Á morgun, föstudag, er síð asta sýning þessa ágæta leik- rits, sem Menntaskólanem- endur hafa æft undanfarinn háifan annan mánuð, og marg ir eru þeir Reykvikingarnir, sem hafa jafnan hlakkað til skólaleikjanna, og vafalaust fyiia þeir húsið annað kvöld. Annað hvort væri! — Fr.S. * A skökkum f jölum 30. janúar sl. voru gefin sam- an í hjónaband í Akraneskirkju af séra Jóni M. Guðjónssyni ungfrú Ásdís Elin Júlíusdóttir bankamær og Aðalsteinn Ólafur Aðalsteinsson skrifvélavirki. Heimili þeirra er að Dverga- bakka 4, Rvík. Ljósmyndast. Ólafs Árnasonar, Akranesi. VÍSUKORN Meðan þeir menn hafa völdin, sem meta harðfisk og smér, Ijúf verða kútmagakvöldin með kveðju frá hafinu og mér. Gunnlaiigur Gunnlaugsson. Við sjónvarpsskerminn 1 langstökki og listum sprækur. lagði flesta í keppninni, enda les hann allar bækur, en eina bezt á nóttunni. J.Jn. Auður Auðuns sextug. Veit ég þú ert Vestfirðingur, viröulega frú. Andi þinn svo orkuslyngur Islands sómi nú. Lilja Björnsdóttir. Þann 31.12 voru gefin saman í hjónaband hjá Borgarfógeta ungfrú Pálína Erna Ásgeirsdótt ir og Kristinn Hreinn Þorbergs- son. Heimili þeirra er að Rauða- læk 29, Rvík. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. ÁHEIT OG GJAFIR Áheit og gjafir á Strandar- kirkju afh. Mbl. L.G. 1.000, H.S. 200, P.H. 500, H.P.H.G. 200, G.J.M. 500, S.S. 100, S.M. 500, Þ.J. 100 N.N. 300, F. 1.000, S.V. 200, H.S. 200, T.R. 600, G.H. 1.000, Skiptinemi 20, Sæmundur 100, Gerður 100, J.G. 200, P.J. 500, M.S.J. 150, Guð- rún 300, Kiddý 1.000, V. og L. 300, Guðrún Kolbeinsd. 300, ónefndur 100, L.K- 200, Þ.P. 300, Guðný Petersen 200. Ástralíusöfnunin afh. Mbl. G.G. 200, E.Þ. 200, Margrét 1.000, Jón Vigfússon 1.000, S.G. 200, Stefán Th. 1.000, Ólafur Thorarensen 200, I.I. 100, S.S. Guðbjörg Bjarman 1.000, Hús- móðir á Hellissandi 1.000, Rot- aryklúbbur R, 6.300, Mummi 1.000, E.E. 400, Kristbjörg, 500, G.J. 500, N.N. 500, Elín Sigurð- ard. 100, E.S. 500, Brynjar og Hörður 300, Starfsmenn Gufu- borsins 2.400, S.G. 200, Sigur- björg 400, Versl. O. Ellingsen hf 1.000, Othar Ellingsen 500, Guðni. góði afh. Mbl. J.Þ. 1.000, Sigr. Guðmundsd. 200, Sigríður 100. Vísukorn PENNAVINIR Joseph Raguin, 14, rue la Pata lisse, (37) Jove les Tours, France óskar eftir bréfaskriftum við is lenzka stúlku 20—22 ára að aldri, annaðhvort á frönsku eða ensku. Jóseph er 22 og hálfs árs gamall. Osvaldo J. Lopez, Fischetti 528, Caseros, F.C.N.G.S.M., Arg entínu, óskar eftir pennavinum á Islandi, en hann safnar fri- merkjum og sérstaklega mynt. Anneniarie Tiefenthaler, Lind- achersengasse 50, 8223 Trost- berg, Alz, Þýzkalandi óskar eft ir pennavinum á íslandi. Anne- marie er fædd 23.3. 1933 og safnar póstkortum. SÁ NÆST BEZTI Presturinn (á sunnudag). „Ætiar Jens til kirkju í dag?“ Jens: „Ó-nei! Ég þarf að fara í dag með grísina til hans Óla.“ Prestur: „Það gaztu gert í gær eða getur það á morgun, á sunnudögum má enginn erfiða." Jens: „Presturinn erfiðar þó á sunnudagana fyrir árstekjunum sinum." Prestur: „Það er ekki líkamlegt erfiði, að leiða frávillta sauði inn í hópinn." Jens: „Ég held, að það sé ekki minna strit, að leiða þá sauði, en að draga grísina til hans Óla.“ Frystihús - Framkvæmdustjóri Framkvæmdastjóra vantar að frystihúsi H.f. Hólaness á Skagaströnd. Upplýsingar í síma 95-4671 eða 95-4690. Cluggatjaldaverzlun óskar eftir að ráða konu til afgreiðsiustarfa hálfan eða allan daginn. Þarf að vera vön gluggatjaldaafgreiðslu. Upplýsingar er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf (hvar unnið) óskast sendar Morgunblaðinu fyrir 4. marz merktar: „25—40 ára 6752”. Niðursoðnir ávextir ANANAS: 1/1 dós Kr. 56.00 FERSKJUR: 1/1 — — 62.00 JARÐARBER: 1/1 — — 69.00 PERUR: 1/1 — — 61.00 ENNFREMUR: RÚSlNUR 1 kg Kr. 66.00 HVEITI 25 kg — 398.00 KORNFLAKES 500 gr. — 43.00 VEBÐ ÚT A VIÐSKIPTASPJÖLD. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD. SKEIFUNNI 15 — SiMI: 30975. Hljómplötusaínoror Notið einstakt tækifæri þessa viku og eignist öndvegisverk íslenzkra listamanna á hljóm- plötum í tali og tónum. Útsalan á íslenzkum hljómplötum er í full- um gangi að Suðurlandsbraut 8. Fáið vandaðan lista yfir allar íslenzkar út- gáfur Fálkans. Fólkinn hi. Sími: 8-46-70. Samtök frjálslyndra í Reykjavík Skoðanakönnun um framboð til Alþingiskosninga fyrir utanfélagsmenn verður haldin n.k. laugardag og sunnudag 27. og 28. febrúar kl. 2—6 hvorn daginn. Þátttaka utanfélagsmanna er aðeins bundin því skilyrði, að þátttakendur samþykki að láta setja sig á skrá félags- ins yfir stuðningsmenn til Alþingiskosninganna í vor, séu þeir ekki þegar skráðir þar. Samtök frjálslyndra hvetja alla stuðningmenn sína til að taka þátt í skoðanakönnuninni. Uppstillinganefnd SF í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.