Morgunblaðið - 25.02.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971
11
Sigtryggur Klemenz-
son Seðlabankastjóri
Minning
F. 20/8 1911 — D. 18/2 1971
SIGTRYGGUR Klemenzson var
fæddur á Húsavík 20. ágúst
1911. Hann hafði því ekki náð
sextugsaldri, er hann lézt 18.
þ.m. eftir margra ára erfið veik-
indi. Sigtryggur var manna
atarfsamastur, vökull og áhuga-
samur að hverju, sem hann
gekk. Þegar hann á bezta aldri
varð fyrir þungum sjúkdóms-
áföllum, mætti hann þeim með
karlmennsku og þrautseigju,
sem hlaut að vekja undrun og
aðdáun allra, er til þekktu.
Skapfesta hans og áhugi bilaði
aldrei, á meðan hann gat uppi
staðið.
Sigtryggur Klemenzson var
maður óvenjulega vel af guði
ger, nlámsmaður ágætur, dreng-
lyndur og réttsýnn. Hann varð
stúdent frá Akureyrarskóla árið
1933 og cand. juris frá Háskóla
íslands fjórum árum síðar,
hvort tveggja með frábærum
árangri. Skömmu eftir lög-
fræðipróf, veturinn 1937 til
1938, fór hann til framhalds-
náms erlendis, og kyrmti sér
tolla- og skattalöggjöf, en þau
mál áttu eftir að vera ríkur
þáttur í starfi hans æ síðan.
Eftir heimkomuna varð hann
ritari milliþinganefndar í tolla-
og skattamálum, en fulltrúi í
fjármálaráðuneytinu var hann
skipaður í apríl 1939, og hófst
þá hinn glæsilegi ferill hans
sem embættismanns.
Næstu árin gegndi Sigtryggur
margvíslegum störfum í þjón-
ustu ríkisins, og var þjá m.a.
fonstöðumaður Skömmtunar-
skrifstofunnar og sat í við-
skiptaráði. 1 fjárhagsráð var
hann skipaður 1947 og gegndi
því starfi, unz hann tók við for-
stöðu fjármálaráðuneytisins sem
skirifstofustjóri sumarið 1952.
Var Sigtryggur síðan ráðuneyt-
isstjóri fjármálaráðuneytisins í
full fjórtán ár, og er óhætt að
segja, að hann hafi helgað því
blómann úr lífsstarfi sínu.
Hlífði hann sér hvergi við
ábyrgð eða önnum, en þetta
embætti er flestum öðrum eril-
samara. Honum tókst þó að
rækja það svo, að hann naut
óskoraðs trausts bæði ráðherra
þeirra, sem hann starfaði fyr-
ir, og þeirra mörgu, er leita
þurftu til hans um hin ólíkustu
vándamál.
f þessari stöðu var Sigtrygg-
ur, er ég kynntist honum fyrst,
þá nýkominn til starfa sem hag-
fræðingur Landsbankans árið
1954. Hann var þá á bezta
starfsaldri, ötull og sístarfandi.
Lærði ég strax að meta mann-
kosti hans: skarpskyggni á
kjarna hvers máls, manndóm til
þess að taka ákvarðanir, en þó
umfram allt hreinlyndi í akipt-
um við hvern, sem var. Tókst
þegar með okkur hin ágætasta
samvinna, sem hélzt alltaf síð-
an og var mér bæði ómetanleg
í starfi og dýrmæt persónulega.
Nánust urðu samskipti okkar
þó, eftir að Sigtryggur var skip-
aður bankastjóri Seðlabankans
1. júlí 1966. Var mér mikið
gleðiefni að fá hann sem sam-
atarfsmann, og sjálfur kom
hann til starfa í bankanum full-
ur af áhuga og bjartsýni. Harrn
hafði þá árið áður kennt sér
sjúkleika, en hafði náð sæmi-
legri heilsu og starfsþreki á ný.
Því miður fór þó svo, að ár
hans í Seðlabankanum urðu
bæði færri og erfiðari en nokk-
unn gat grunað. Veikindi hans
tóku sig brátt upp að nýju, og
átti hann lengst af þaðan í frá
við mikla vanheilsu að stríða.
Hann lét þó aldrei bugast, þótt
sárþjáður væri, en rækti starf
sitt, eins og kraftar frekast
leyfðu, og voru starfsafköst
hans oft furðulega mikil. Kom
þá gleggst í ljós, hve fljótur
hann var að átta sig á hverju
máli og ótrauður að taka
ákvarðanir.
Auk þeirra starfa, sem ég hef
nú rakið, gegndi Sigtryggur
fjöldamörgum trúnaðarstörfum
sem embættismaður og í þágu
Framsóknarflokksins, en í mið-
stjórn hans sat hann frá 1944
til 1967. Ekki eru tök á því að
rekja öll þessi margháttuðu
störf hér, en m.a. má nefna
það, að hann var í bankaráði
Framkvæmdabankans og for-
maður þess um tíma, í stjórn
Sogsvirkjunar og síðar Lands-
virkjunar, í stjórn Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins og í stjóm
Efnahagsstofnunarinnar. Af öll-
um þessum störfum gekk hann
með sama áhuga og starfsvilja.
Sigtryggur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni Unni Pálsdótt-
ur árið 1937. Eignuðust þau sex
dætur, og er hin yngsta þeirra
nú sextán ára. Þrjár dætranna
eru giftar, en þrjár enn í for-
eldrahúsum. Eignuðust þau
Unnur yndislegt heimili, eem
var Sigtryggi mikils virði, enda
var hann mikill heimilisfaðir
og bar hag fjölskyldu sinnar
fyrir brjósti umfram allt annað.
Naut hann sérstakrar umhyggju
og ástríkis konu sinnar og dætra
ekki sízt í hinum erfiðu veik-
indum sínum síðustu árin.
Ég vil ljúka þessum orðum
með því að flytja öllum ástvin-
um Sigtryggs innilegar samúð-
arkveðjur okkar allra, er vor-
um samstarfsmenn hans í
Seðlabanka íslands.
Jóhannes Nordal.
ÞAÐ mátti sjá þegar í skóla, að
Sigtrygguir Kiemenzson var þeim
eiginieikum gædduir, sem hluitu
að skipa honum í fremstu röð,
hvar sem hanm hasllaði sér völi.
Hann bauð af sér ágætan þokka,
gjörvilegur í sjón, ófeiminn og
frj á isma ntnle gur, Ijúfux í við-
móti og glaðlyndur og laðaði
menn ósjálfrátt að séir. Hann var
óvenjuilega heill í skapi og
traustur og bjó yfir því farsæla
samræmi vitsmiuma og tilfinn-
inga, sem náttúran úthliultar
óskabömum sínurn, Námsmaður
var hann eins og þeir gerast
beztir, enda Lengstum dúx. Hjá
honum fóru sarnan miklir niáms-
hæfiieikar og ástumdun og ósér-
hlífni að því skapi.
Við skólabræður Sigtryggs
gerðum okkur háar hugmyndir
um hæfiLeika hans og töldum
honum vísan frama búinn. Og
hann stóð samnarlega við öll sín
fyrirheit. Ungur að árum var
hann valinm til hinna vanda-
sömustu starfa, og þau urðu því
fleiri og roeiri sem honum óx
reynSla og þroski. Ekki otaði
hanin sér fram, en fast var eftir
honum sótzt til hverra þeirra
starfa, sem til þuirfti dómgreind,
ráðhoMustu og starfsþrek meira
en flestum mönnum er gefið.
Sigtryggur hafði elkki Lengi
gegnt embætti, þegar ráðamenn
þjóðfélagsins sáu, að þar för
maður, sem skiliyrðisdauist mátti
treysta til allra góðTa hliuta. Þvi
fór sem fór, að það hlóðust á
hann störf. Ekki vildi han.n þó
vera í sviðsljósi, en kunni bezt
við sig í embættismannsstó'li, og
fyrir þá sök eima varð hann
aldrei alþingismaður, flokksfor-
ingi eða ráðherra, svo margt sem
virtist þó geta til þess benit, að
þangað nrundu Leiðir hans
liggja. Framagirni var ekki í eðli
hans, heldur einungis sá metn-
aður að taka á við og leysa af
höndum vehkefni, sem vinna
þurfti og hæfðu gáfum hams og
þekkingu.
Ég hygg að þeir, sem þekkja
bezt til starfsferils Sigtrygigs
KLemenzsonar í Stjómarráði,
Seðlabanlka og víðar, muini
sanna, að hér er ekki ofsögum
sagt. En sízt er þó svo að skilja,
að í þessurn embæftitisstörfum
sínum væri hann einvörðungu
gefandi og veitamdi. Hann var
þax einmig þiggjandi, því að
hann var maður óvenjuilegrar
starfsnautnar, var hei'Ll og alluir
í starfi sínu og fanm í því gleði
og lífsfyilingu. Enda má Líkiegt
virðast, að sá einn, sem hefur
mautn af að reyna krafta sína
í starfi, fái afkastað nokkuð við-
lika því, sem Sigtryggur
Klemenzson gerði, meðam hanm
nauit heilsu.
í þessuim fláu minnimgarorðum
er mér að vomum efst í huga
maðurinm og vinurinn Sigtrygg-
ur KLemenzson. í dagfari var
hann hverjum mamni yfirlætis-
lauisari og hiispurslausari, em
náttúrfega kurfeis og hlýr. Hann
lærði aldrei þann heimsins hátt
að látast, en kom alitaf til dyr-
anma eins og hanm var klæddutr.
Hann var tryggðatröll, þar sem
hann tók því. Þess nutum við,
vinir hanis, og óeigingjamnari
vimur mumdi vamdfundinn. Ef
vanda bar að höndum, mátti
reiða sig á sterka og hjálpandi
hönd hana án þess vart yrði, að
neins væri vænzt í staðiinn. Það
var allt eins og sjáltfsagður hlut-
ur af hans hemdi. Og hann átti
sterfcan og góðan bakhjalJL, var
hamiingjumaður í einlkalífi. Harun
átti ágæta komu, trauist heimili
og sex mánnivæntlegar dætur.
Allar spár viirtust að því hníga,
að hann yrði maður gamall, um-
kringdur stárri fjölskýldu, og
fenigi að njóta þess að sjá hóp
bamabama sinma vaxa úr grasi
og komast til manns. En fyrir
nokkrum árum tók hanm sjúk-
dóm, sam fór geyst. Eftir það lá
harun tímum samam í sjúkrahús-
um, en vanm þó, hvenær sem af
homruim bráði. Hann vissi, hvað
yfir gat vofað, en brá sér lítt,
og dauða sínum kveið hann ekki.
Hinu kveið hamn, að hann kynni
að þurfa að hætta störfum og
lifa sem örkumlamaður. Honum
var hJíft við þeim örfögum.
Hann buimni ekki að gefast upp,
en stóð eins lengi og framast
var sitætt og dó í stöðu simni. Það
var hanmabót þeim ástvinium
hans, sem kringum hanm stóðu
eins og styrkur veggur og nú
sjá hanium á bak löngu fyrir
alduir fram.
Með þakklæti, meira en ég
kann að koma orðum að, kveð
ég Sigtrygg Klemenzson eftir 42
ára bróðuriega vináttu og votta
fjölskyldu hans eimlæga samúð
okkar hjóna.
Benedikt Tómasson.
FYRIR aldur fram er óvemjudeg-
ur manmkositamaður íaiMinm í
vallimm. Við fráfaill Sigtryggs
Klememzsonar er miargs að minn-
ast og mikið að þaíklka.
Allt frá árinu 1949 áttum við
Siigtryggur sæiti saman í stjórn
Sogsvirkjumar. 1 þeirri samhentu
stjórn kynmtist ég glögigskyggni
Siigtryggs og samvinnulipurð. En
daglegt samstarf okkar hófst 20.
nóvember 1959, þegar leið mín lá
upp I fjármálaráðuneytið, þar
sem hanm var ráðumeytisstjóri.
Var sumum mönmium hin póli-
tíska aðstaða í fjármálaráðu-
neytinu nokíkuii-t áhyggjuefni:
Fjármálaráðherrann úr Sjáilf-
útæðisÆloikkn'um, en nánasti sam-
starfsmaður hamis, ráðumeytis-
stjórinm, miðstjórnarmaður 1
Framisóiknarfloklkinum, sem var í
stjórmaramdstöðu. En við Sig-
tryggur brostum að þessum
áhyggjum mamma, þvi að við viss-
um, að þessi aðstaða, þótt attsér-
kennileg væri, myndi ekki verða
störfum okkar til baga. Sú varð
eimnig raunin. Sigtryggur reynd-
ist svo ráðhaUur og traustur
trúnaðarmaður, að ek'ki varð á
beftra kosið.
Hið nána samstarf í hálft
sjötta ár skilur eftir margar
minmirBgar. Frábært starfsþrek
hanis, dómgreind og velviljaður
skörungsskapur, — aMir þessir
kostir vöktu virðimgu og aðdáum
þá, og ekki blikmar sá Ijómi í
endurminningunni. 1 raunimni
fimnst mér enn meira til um það
nú, er ég remmi augum afltur til
þessara áma, hverju harnn kom í
verk, hvilikum starfsþunga hamn
gat lyft, — og að hin ljúfa, fasta
lund skyldi alldrei færast úr
skorðum.
Minnin'gin lifir, björt og fögur,
um þrekmikinn, gáfaðan dremg-
skaparmanm, hugljúfam og hjart-
fólgimm vim.
Frú Unmi, dætrunum og fjöl-
skýldunni allri, flyt ég innilegar
sam úðairkveð jur.
Gunnar Tlioroddsen.
HALLGRÍMSSÖFNUÐUR í
Reykjavík, og allir vinir Hall-
grímskirkju, kveSja í dag —
með virðingu og þakklæti í
huga — sóknarnefndarformann
sinn og manninn, sem um ára-
bil hefur haft forustu um fram-
kvæmdir við byggingu lands-
kirkjunnar miklu á Skólavörðu-
hæð.
Það var ómetanlegur dreng-
skapur og mikill velvilji, sem
Sigtryggur Klemenzson sýndi
þessari stríðskirkju, þegar hann
á sinum tíma féllst á — fyrir
eindregin tilmæli — að taka við
forustu í málefnum hennar,
þrátt fyi-ir fjölmörg opinber og
erfið skyldustörf, sem á honum
hvíldu. Með skarpskyggni, ró-
semi og farsælli festu stýrði
hann byggingarmálum Hall-
grímskirkju út úr efa og óvissu
og fram til fyrirsjáanlegrar og
farsællar lausnar. Þetta skal nú
þakkað og þetta mun ekki
gleymast, því safn HALL-
GRÍMS uppi í tuminum mikla,
mun um alla framtíð — meðan
kirkjan fær að standa — trú-
lega geyma allt, sem varðar
minningu Passíuslálmaskáldsins '
góða og velgjörðarmanma minn- ‘
ingarkirkju hans í höfuðborg ís i
lendinga.
Nú er kominn óhjákvæmileg-‘
ur kveðjudagur — um sinn. Við ‘
sem vorum nánir samstarfs- í
menn Sigtryggs um árabil á ,
vettvangi kirkjunnar, finnum
fyrir sárum söknuði og sorg ’
jrfir því að hafa misst hann svo
fljótt og fyrir aldur fram. Ber,
er hver að baki, nema sér bróð-
ur eigi —- fundu vopnabræður '
forðum. Við finnum það engu 1
síður nú, er við höfum misst
kristinn bróður, sem reyndist
vera það í raun. Sigtryggur
sýslaði ekki við mál kristinnar
kirkju til að sýnast í sviðsljósi.
Það sem á bak við bjó var hrein
og klár kristin trú af nákvæm-
lega sömu, gamaldags, ósviknu
tegundinni og Passíusálmar sr.
Hallgríms vitna um. Aldrei
gleymdist hjá honum að láta
byrja og enda alla fundi sókn-
arnefndar með Guðs orði og
bæn. Hann þekkti og treysti
orðinu: „Leitið fyrst ríkis Guðs
og réttlætis og þá mun yður
veitast allt annað að auki.“
Hann mun heldur ekki verða
fyrir vonbrigðum nú — trúi ég.
Óteljandi eru þær stundir,
sem ég hefi átt á heimili Sig-
tryggs og hans góðu fjölskyldu
á liðnum árum í sambandi við
1001 hlut varðandi Hallgríms-
kirkju. Nú er dagur sorgar á
því heimili. Hvað stoða orð á
degi sem þessum, þegar eigin-
kona, dætur, tengdabörn og
barnabörn syrgja kæran, látinm
ástvin? Þau verða fátækleg, en
aftur verður mér hugsað til sr.
Hallgríms, sem í þrjár aldir
hefur bezt kunnað að hugga og
styrkja fslendinga í sorg, með
sínum skýra vitnisburði og
bjargföstu trú á hinn upprisna
Drottinn. — Trúað gæti ég að
sorg Hallgríms sjálfs hafi aldrei
verið meiri, en þegar hann
missti Steinunni litlu dóttur
sína. Hver voru smyrslin, sem
dugðu honum á brennandi sorg-
arsár? Jú, vitundin um að ást-
vinurinn hans kærasti væri enn
betur kominn heima hjá Guði.
Megi sama vitundin og vissa
einnig hugga ykkur, kæru vinir,
á Leifsgötu 18. Trúin — kristin
trú — er trú hinnar góðu vonar
og hún færir önnur ljós, sem
einnig skín í myrkrinu. Hún
gefur okkur kraft — innri fögn,-
uð — og djörfung til að segja
og játa: Lífið er mér Kristur
og dauðinn ávinningur. Já,
„jafnvel þótt ég fari um dimm-
an dal, óttast ég ekkert illt,
því aS þú ert hjá mér."
Reykjavík, 25/2 1971
Hermann Þorsteinsson.
Niður árinmar er mér emn. í
f ersbu minni. Haran var ekki há-
vær, þvi að áin.var iítiil og, rann
á milli grænna ba'kka svo að
Framhald á bls. 22
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert upp-
boð að Súðavogi 28, fimmtudaginn 4. marz 1971, kl, 14.30 og
verður þar seld sambyggð trésmíðavél, talin eign Smíðast.
Einars og Hjalta s.f.
Greiðsla við hamarshögg.
_________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Blaðburðarfólk
óskast í Kópavog
Álfhólsveg, innri hluta,
Lyngbrekku.
Talið við afgreiðsluna, sími 40748.