Morgunblaðið - 25.02.1971, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971
— og með tilkomu hinna nýju heimilisvéla þarf húsmóðirin
ekki að eyða jafnmiklum tíma við matreiðslu og ræstingar-
störf í heimiii sínu.
. . 22 . .
Joyce til sin og þarna hefur
hún veriS siðan. ’Skömmu eftir
ráðningu hennar dó móðir henn
ar og hún erfði kofann og tvö
eða þrjú pund á viku, í viðbót
við kaupið sitt. Mér skilst, að
bróðir hennar hafi ekkert kært
sig um að hýsa hana í London.
Hún ákvað því að vera kyrr í
kofanum og halda áfram að
vinna hjá Woodspring.
—• I>að var hraustlega gert af
stúlku á hennar aldri, sagði
Jimmy.
— Ég var búinn að segja, að
henni var ekki fisjað saman.
Hún er mjög róleg stúlka, og
eins og margt rólegt fólk, er
hún mjög einbeitt. Það er al-
mennt talið, að Ben frændi henn
ar sé ástfanginn af henni, en
hvort hún svarar honum i sama,
er mér ókunugt um. Hún er
ekki vön að bera tilfinningarn-
ar utan á sér, get ég sagt yð-
ur. Jæja, svona er þá saga
það, sem ég kann af henni.
— Við erum yður mjög þakk-
látir, hr. Templecombe, sagði
Jimmy. — Skilst mér það rétt,
að Arthur Blackbrook verði erf-
ingi að Farningcoteeigninni, að
Benjamín Glapthorne frágengn-
um?
— Það verður tæpast sagt,
sagði Templecombe. — Erfða-
skrá Símonar Glapthorne mælir
svo fyrir, að eignin skuli ganga
til elzta eftirlifandi sonar. Nú,
þegar Caleb er frá, er því Benja
mín erfinginn. Ég skal taka það
fram, að einu sinni benti ég Sím
oni á, að hugsanlega dæju báð-
ir synirnir á undan honum og
benti honum á að gera ráðstaf
anir með þann möguleika i
huga. En það þvertók hann fyr
ir, og hélt því fram, þvert ofan
í alla skynsemi, að beini karl-
leggurinn i Glapthomeættinnl
gæti aldrei dáið út. Það er auð-
vitað þessi skrattans áletrun,
sem þar hefur spilað í honum.
— Hvað mundi þá verða, ef
Benjamín drukknaði á morgun?
— Þá mundu Arthur og Joyce
Blackbrook, verða næst til
erfða, og skipta eigninni að
jöfnu, en það væri sama sem, að
þau tækju á sig jafnar skuldir.
Ég sé, hvað þér eruð að fara,
fulltrúi. En ég vona, að ég hafi
gert það nægilega ljóst, að eng-
inn maður gæti haft nokkurn
hugsanlegan hagnað af dauða
Calebs Glapthorne.
Nú leit Templecombe á úrið
sitt og þeir félagar sáu, að ekki
var meira á honum að græða.
Þeir þökkuðu honum og fóru
leiðar sinnar.
— Úr því að við eigum leið
fram hjá Drekanum getum við
eins vel athugað húsagarðinn
þar um leið, sagði Appleyard.
— Mowbray vörubílstjóri hefur
alltaf stöð þar og við getum náð
í hann, áður en hann leggur af
stað heim. Hann kynni að muna,
hver afhenti honum skothylkja
kassann, sem átti að fara til
Famingcoteklaustursins.
Þeir gengu inn i húsagarðinn
og sáu þar meðal annarra bíia,
einn sem merktur var John
Mowbray, Winterspear.
.— Þetta er sá rétti, sagði
Appleyard. — Winterspear er
þorp sex mílur handan við
Klaustrið. Og svei mér ef Mow-
bray er ekki alveg að leggja af
stað. Við máttum ekki seinni
vera.
Þeir gengu til bílstjórans,
sem var gildur, rjóðleitur mað-
ur, sem virtist alltaf lafmóður,
en kannski stafaði það af at-
vinnu hans.
— Góðan daginn, Mowbray.
sagði Appleyard. — Mættum
við tala hálft orð við þig?
Mowbray hætti við það von-
litla verk að snúa sveifinni á
tryggnislega á fulltrúann. —
Góðan daginn, svaraði hann. Og
hvaða erindi eigið þið við mig?
Vonandi hef ég ekki syndgað
neitt?
—■ Nei, alls ekki, sagði Apple
yard vingjarnlega. — Okkur
langar bara að fá dálitlar upp-
lýsingar. Flyturðu oft böggla í
Farningcoteklaustrið ?
— Ekki get ég sagt, að það sé
oft, svaraði Mowbray. — Og
þér vitið það sjálfsagt eins vel
og ég, að það eru ekki margir
kaupmenn, sem mundu senda
neitt þangað, nema fyrirfram
greitt.
— Jú, mér skilst það. En úr
því að þú ferð þangað svona
sjaldan, mundirðu kannski
muna eftir að hafa flutt bögg-
ul til Calebs Glapthorne,
einn föstudag, ekki alls fyrir
löngu.
— Og það verður víst síðasti
böggullinn, sem ég flyt fyrir
hann, veslinginn. Hann var nú
eriginn vinur minn, en manni get
ur ekki staðið á sama, þegar
einhver fær slík endalok. Jú, ég
man eftir að hafa ekið upp að
klaustrinu. Horning, sem
þeir kalla bryta, tók við böggl-
inum og ég man hvaða eilífðar
tíma hann var að finna þessi
þrjú pens til að borga undir
hann.
— Manstu hvaða föstudag
þetta var?
Mowbray klóraði sér í hárinu.
Ef mér ekki skjátlast, verða fjór
ar vikur síðan á morgun, sagði
hann loksins.
— Manstu nokkuð, hvernig
böggullinn ieit út?
— Ja, það var ferkantaður
böggull á stærð við hálfan múr
stein. Hann var í brúnum um-
búðapappír og krossbundinn,
en það sást ekkert hvaðan hann
kom og utan á honum var ekki
annað en fullt nafn og heimilis-
fang Calebs.
— Geturðu sagt mér, hver af
henti þér hann?
Enginn. Þess vegna athugaði
ég hann svona vandlega, að ég
vissi ekkert, hvaðan hann kom.
Jimmy var alls ókunnugur
háttum sveitabílstjóra og skildi
þess vegna ekki þessa síðustu
| upplýsingu Mowbrays.
— Afhenti enginn þér böggul
inn? sagði hann. — Hvernig
komst heuin þá í þínar hendur?
— Jú,' það var svona, sjáið
þér til, svaraði bílstjórinn með
þessari þolinmæði, sem varð að
sýna ókunnugum manni, sem lík
lega var auk þess Lundúnabúi,
eftir talsmáta hans að dæma. —
Það nota fjölmargir náungar
þennan húsagarð. Við komum
hérna að morgni, stöndum við
allan daginn og leggjum svo af
stað að kvöldi. Hugsum okkur
nú, að herramaður eins og þér,
frá Winterspear þurfi að senda
skó í sólun. Oftast munduð þér
fara með þá til Craig í
Aðalstræti og biðja hann að
senda þá svo með Mow-
bray, þegar hann er búinn með
þá, skiljið þér?
— Já, nú skii ég það, sagði
Jim alvarlegur.
— Gott og vel. Og hvað ger-
ir svo Craig? Hann er búinn
með skóna i morgun, segjum. Þá
bindur hann spjald á þá með
nafni yðar og heimilisfangi í
Winterspear og réttir þá að
stráknum. — Skrepptu með
þessa skó og fáðu honum Mow-
bray þá, segir hann. Hérna er
afhendingarbókin og passaðu að
fá kvittun fyrir þeim.
— Nú liggur það í augum
uppi, að maður getur ekki
hangsað þarna í húsagarðinum
allan daginn. Maður er í snatti
fyrir fólk um allan bæinn, og
við verðum að sinna því. Þess
vegna fáum við einhvern áreið
anlegan náunga til að vera í
húsagarðinum og taka við böggl
um fyrir okkur. Það er hann,
sem stendur þarna hinumegin í
horninu. Harry heitir hann. Ég
er viss um, að hr. Appleyard
þekkir hann. Hann vann í leir-
smiðjunni áður en henni var
lokað.
Jimmy leit á roskinn mann
með dapurlegt andlit og kinkaði
kolli. — Ég skil. Harry tekur
við bögglunum og kvittar í bók-
ina.
— Og þannig á það að vera,
sagði Mowbray. En svo eru
sumir þessir sendlar svo sjálf-
ráðir, að þeir vilja ekki gera
eins og þeim er sagt. Setjum
nú svo, að hann Percy hjá hon
um Craig komi með skó og
Harry sé upptekinn við ein-
hvern annan bíl. Þá vill Percy
ekki bíða, ekki aldeilis. Hann
fleygir bara skónum inn í bílinn
og krotar eitthvað í bókina, sem
Craig tekur sem kvittun og þýt
ur svo burt, eitthvað að
skemmta sér, áður en hann fer
á verkstæðið aftur.
— Þetta er skilmerkilegt hjá
yður, sagði Jimmy. — Þér hald-
íð að böggullinn til Glapthorne
hafi verið settur inn í bílinn, af
einhverjum sendli, sem nennti
ekki að bíða eftir kvittun?
— Það hlýtur að hafa verið
Húsnœði óskast
Óskum að taka á leigu 200—500 ferm. húsnæði undir lager
og hreinlegan iðnað. Húsnæðið þyrfti helzt að vera staðsett
sem næst Háaieitishverfi.
Upplýsingar í VALHÚSGÖGN Ármúla 4, simi 85375.
FEBOLIT er gólfteppi úr 100% nælonflóka með mikinn
styrkleika, en ódýrt, en endist og endist.
Athugið greiðsluskilmálana hjá okkur og staðgreiðslu-
afsláttinn.
Hrúturinn, 21. inarz — 19. apríl.
Farðu gætilega í umferðinni í dag.
Nautið, 20. apríl — 20. mai.
Trúlega hittirðu gamia kunningja, sem þig hefur lengi langað
að sjá.
Tvlbtirarnir, 21. maí — 20. jiini.
Nú er kominn tími til að gera upp hug sinn í ákveðnu máli.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Reyndu að varpa af þér oki hvunndagsins eina stund.
Ljónið, 23. júlí — 22. áffúst.
Ef þú heldur rétt á spilunum gæti útkoman orðið dágóð.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Annríki verður talsvert í dag. Taktu lífinu með ró um kvöld-
ið.
Voffin, 23. september — 22. oktooer.
Haltu upp á daginn með því að bjóða vinum þínum heim til
þín.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þrátt fyrir vafstur og snúninga getur dagurinn orðið happa-
drjúgur.
Bog:maðurinn, 22. nóveniber — 21. desember.
J»ú kemur allt í einu auga á nýjar leiðir til lausnar í ákveðn-
uin vanda.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Nú er mál að reyna að líta eigin verk gagnrýnni augum en
undanfarið.
Vrat.nsbcrinn, 20. janúar — 18. fcbriiar.
I»ú hefur áhuga á því fólki sem þú hittir í dag.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Ýmsir verða til að hvetja þig að gera þér betri grein fyrir
ætlunum þínum.