Morgunblaðið - 10.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971 SKEIÐARÁRHLAUP 1954 undon jokulsporðinum.|,S.RisfJ Grimsvötn VATN AJÖKULL Kortið sýnir svæði það ogr vatnakerfi, sem Vegagrerðin þarf að sigrra til að hringvegrurinn verði að veruleika. Kortið til liægrri spannar yfir stærra svæði og sýnir afstöðuna tii Grímsvatna, en sérfræðingar Vegragrerðarinnar bíða lilaups úr því með eftir- væntingii. Verður Skeiðarár- sandur sigraður? HVENÆR má búast við vegasambandi umhverfis landið? Er tæknilega fram- kvæmanlegt að brúa vötnin á Skeiðarársandi? Hvernig er kleift að fjármagna slíka framkvæmd? Allar eru þess- ar spumingar nú ofarlega á baugi vegna umræðna á Al- þingi um þetta mál. Þar ligg- ur nú fyrir fmmvarp um happdrættislán til að afla fjár til framkvæmdanna, og bendir allt til þess að það nái fram að ganga. En til að fá hugmynd um hversu mikil framkvæmd er hér á íerðinni og hversu langt rann sóknir og undirbúningur fyrir vega- og brúargerð á Skeiðar- Srsandi eru komin, sneri Morg- unblaðið sér til Helga Hallgríms sonar, deildarverkfræðings hjá Vegagerð ríkisins, og ræddi við hann. RANNSÓKNIR Að sögn Helga var það við síðasta Grímsvatnahlaup i sept- ember 1965, að fyrst var fylgzt með hlaupi með þennan mögu- leika í huga. Eiginlegar rann- sóknir og mælingar hófust hins vegar árið 1968, og hafa þær verið framkvæmdar reglulega á ári hverju allt síðan. Fyrstu rarmsóknir voru mælingar til kortagerðar af ákveðnum svæð- um á sandinum og í framhaldi af þvi flugmyndir og kortagerð. Þá hafa verið framkvæmdar vatnamælingar frá 1969. Botn- rannsóknir voru gerðar við öil meginvötnin á árunum 1968—70, og reglulega hafa verið tekin vatnssýnishorn, og þau efna- greind, svo og hefur verið fylgzt með þróun jökulsins. Botnrann- sóknirnar miða að þvi að finna heppileg brúarstæði á þessu svæði, en með töku vatnssýnis- homa og efnagreiningu þeirra ásamt athuguninni á þróun jök- ulsins er verið að leita fyrirboða um jökulhlaup. Að áliti heima- manna hækkar jökullinn ætíð fyrir Grímsvatnahlaup og hefur Ragnar Stefánsson, bóndi á Skaftafelli, tekið eftir þessu og fýlgist með jöklinum 1 þessu skyni. HLAUPIN HELZTA HINDRUNIN Jökulhlaupin eru stærsta hindrunin fyrir vega- og brú- argerð á Skeiðarársandi. Þau koma úr tveimur stöðum. Ann- ars vegar úr Grænalóni en þau hlaup koma fram í Súlu, sem er vestast á sandinum. Rennsli í stærstu hlaupunum hefur verið áætlað 5—8 þúsund rúmmetrar á sekúndu, en til viðmiðunar má nefna, að meðalrennsli Þjórsár er um 400 rúmmetrar á sekúndu. Þróunin virðist vera sú, að hlaupin minnka með árunum en styttri tími líður á milli þeirra. Síðasta hlaup úr Grænalóni kom sl. haust og var fremur litið. GRÍMSVATNAHLAUPS AÐ VÆNTA 1 öðru lagi eru hlaupin úr Grimsvötnum, sem koma aðal lega fram í Skeiðará, en gætir einnig talsvert í Sandgígjukvísl. Eins og aðstæður eru núna eru þessi Grímsvatnahlaup megin hindrunin fyrir framkvæmdum á þessu svæði. Stærð þeirra hefur verið áætluð 30—40 þúsund rúm metrar á sekúndu og er þá mið- að við hlaup á fyrstu áratugum þessarar aldar, en þá liðu gjarn an 10—12 ár milli hlaupa. Síð- ustu 20—30 árin hafa þessi hlaup verið þéttari — oftast 5—6 ár milli hlaupa —- og þau hafa minnkað að sama skapi. Mesta rennsli í hinum smærri hiaupum er á'ætlað 10—12 þús- und rúmmetrar á sekúndu. Síð- asta Grímsvatnahlaup var árið 1965 og nú líður mjög að því, að nýs hlaups sé að vænta. Rannsóknir sýna, að Grímsvötn hlaupa, þegar vatnsyfirborð þeirra kemst í tiltekna hæð. Jöklarannsóknafélagið hefur gert reglulegar mælingar á vatnsstöðunni og sl. vor vant- aði 5 metra upp á að þessari hæð væri náð en 3 metra við mælingar í haust. Að fenginni þessari vitneskju um helzta farartálmann spyrjum við Helga hvemig horfumar séu á því að yfirstíga hann. Helgi segir, að Skeiðarárjökull hafi stytzt mikið hin síðari ár og við það hafi aðstæður til vega- og brúargerða gjörbreytzt á þessu svæði. Áður fyrr voru ámar, sem frá jöklinum komu, dreifðar um allan sandinn, en eftir að jökullinn styttist hefur komið fram lægð bak við hina upphaflegu jökulöldu, þar sem vatn frá útföllum undan jökl- inum safnast saman. Rennur það síðan fram á sandinn á fáum stöð um. 3 AÐALVATNSKERFI Á þessu 30 kílómetra svæði eru þrjú aðalvatnakerfi, sem brúa þarf. Vestast eru Núps- vötn og Súla, sem stundum renna hvor í sinu lagi en stund- um saman; þá kemur Sandgigju- kvísl en austast eru Skeiðará og Morsá. Að Sandgígjukvísl undanskilinni er þessum vötn- um sameiginlegt, að þau hafa ekki afmarkaðan farveg og þeg- ár hlaup er í þeim flæmast þau yfir stórt svæði. Má nefna að í síðasta Grímsvatnahlaupi flæddi Skeiðará yfir 4—5 km breitt svæði. Til að kleift megi verða að brúa þessi vötn, þarf því að gera varnargarða, sem þrengja að ánum og beina vatninu und- ir brýrnar. Tii þess að fá hug- mynd um, hversu öflugir slíkir garðar þurfa að vera, voru í ti) raunaskyni byggðir varnargarð- ar við Skaftafell sumarið 1969. 1 þvi hlaupi, sem nú er væntan- legt, ætti að fást reynsla um þetta atriði. UM TVÆR LEIÐIR AÐ VELJA Ef koma á föstu vegasambandi yfir Skeiðarársand, má segja, að einkum sé um tvær leiðir að velja. Sú fytrri er að miða stærð og gerð mannvirkja við það, að brýrnar tækju fyrst og fremst venjulegt rennsli í ánum. Árn- ar mundu þá flæða yfir varn- argarða og vegi, þegar hlaup kæmu í þær, og allt samband myndi þá rofna, og gæti svo stað ið í nokkrar vikur. Hin leiðin er sú að miða mannvirkin við, að þau geti tekið hlaup, eins og þau hafa verið hin síðari ár, án þess að samband rofnaði. Ef hlaupin tækju að stækka mikið aftur, mætti hugsa sér, að þau færu að einhverju leyti framhjá brúnum yfir varnargarða og vegi. Mannvirkjagerð yrði að haga þannig, að sem minnst tjón hlytist af slíkum stórhlaup- um. Eftir að fast samband væri komið á yfir Skeiðarársand, kæmi fljótlega að því, að ýmiss konar atvinnurekstur risi upp báðum megin sandsins, sem byggðist að meira eða minna leyti á þessu sambandi og væri þvi háður. Yrði þá mjög tilfinn- anlegt, ef vegasambandið rofn- aði um lengri tíma á fárra ára fresti, og er því síðari lausnin mun æskilegri. 3—5 ÁRA FRAMKVÆMD Eins og hlaupum hefur verið háttað í seinni tíð, ætti að vera tæknilega framkvæmanlegt að gera mannvirki á Skeiðarár- sandi, sem tækju hlaupvatn í minni hlaupum án veru- legra áfalla. Um kostnað við þá mannvirkjagerð vildi Helgi ekki spá neinu á þessu stigi málsins. Það yrðu niðurstöður rannsókn anna að leiða í ljós. Rannsóknum á Skeiðarársandi á að vera lokið árið 1972, en auk Vegagerðar rikisins vinna að þeim á hennar vegum ýms- ir aðrir aðilar, svo sem Orku- stofnun, Jöklarannsóknafélagið og Raunvísindastofnun Háskól- ans. Ef teknar verða ákvarðan- ir um að ráðast i framkvæmd- ir að rannsóknunum loknum, gæti samband verið komið á 3—5 árum síðar, háð fjármögnun og þvl, hve framkvæmdir verða um fangsmiklar. HAPPDRÆTTISSALA I HAUST? Sem fyrr segir eru umræður um vega- og brúarsamband yf- ir Skeiðarársand nú mjög á döf- inni vegna umræðna á Alþingi um frumvarp Jónasar Pétursson ar um happdrættislán Vegasjóðs til að fjármagna þessa fram- kvæmd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að gefin verði út happ- drættisskuldabréf í 5 flokkum, hver að upphæð 40 milljónir króna á ári í 5 ár — samtals 200 miiljónir króna. Skal happ- drættislánið falla í gjalddaga 10 árum eftir útgáfudag þess og vera hvert að upphæð 1 þúsund krónur. Ráðgert er, að 1230 vinningar verði á ári hverju í öllum flokkum, — samtals að f járhæð 14 milljónir króna. „Ég er mjög bjartsýnn á að frumvarpið nái fram að ganga,“ sagði Jónas Pétursson í stuttu viðtali við Morgunblaðið, „vegna þeirra góðu undirtekta, sem það hefur hlotið á Alþingi og ég finn að það á bergmál í allri þjóðinni. Hljóti frumvarpið sam þýkki núna, geri ég mér vonir um að hægt verði að undirbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.