Morgunblaðið - 10.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971 17 Nýtt valda- jafnvægi í Sovétríkjunum Eftir Milovan Djilas Milovan Djilas. Júgóslavneski stjórn- málamaðurinn Milovan Djilas var um árabil einn helzti hugmyndasérfræð- ingur Títós forseta, og auk þess iðinn en ekki ávallt vel metinn, pólitískur rit- höfundur, 1954 var hann rekinn úr Koinmúnista- flokknum og á árunum 1956 til 1961 sat hann í fangelsi. Það var ekki fyrr en 1968 að hann var hreins aður af öllum sakargiftum og tekinn í náð á ný. í fangelsinu ritaði hann hina kunnu bók sína „Hin nýja stétt“, og 1969 kom út bók hans „Hið ófullkomna þjóðfélag: Handan hinnar nýju stéttar“. í eftirfar- andi greii. ræðir Djilas hið breytta valdajafnvægi í Sovétríkjunum nú, þar sem herinn leikur aðal- hlutverkið og flokkskerfið er að molna niður í hrörn- un, sem ekki verður við snúið. Frelsisþráin breiðist út eins og eldur í sinu í Sovétríkjunum, og fram hjá þessu verður ekki leng ur litið af hinni ráðandi stétt manna, sem mun ekki lengur geta stjórnað land- inu algjörlega að eigin geðþótta, að mati Djilasar. MEÐ falli Krúsjeffs 1964 tókst sovézka flokkskerfinu loks að losa sig við hina gömlu martröð sína um al- gera (í þesisu tilviki „and- srtalíníska“) hreimsun, sem kynni að hafa leitt til mjög hættulegrar afturfarar varð andi ofurveldi skriffinnsku- kerfisins. Með þessu tryggði flokks- kerfið sér frið og öryggi, en jafnframt glataði það þeim hæfileikum sínum, sem allt frá dögum byltingarinnar hafa birzt í hreinsunum í röðum ráðamannanna og skipulegri út rýmingu þeirra sósíalístísku afla, sem „sagan fordæmir". Þetta kann í sjálfu sér að virð- ast hræðiiegt og alveg fráleitt, og það er það einnig. I ein- ræðiskerfi líkt og því sovézka eru nýjar leiðir til félagslegr- ar tilveru óhugsandi og ófram- kvæmanlegar án hreinsana í röðum æðstu ráðamanna og mikilla kúgunaraðgerða gegn almenningi. Fall Krúsjeffs jafngilti þvi hinsvegar ekki, að vissir hóp- ar, sem voru I andstöðu við skriffinnskubákn flokksins, væru fjarlægðir. 1 raun og veru eru stjórnunar- og efna- hagsstofnanir uppistöðurnar í hinu raunverulega flokkspóli- tíska kerfi, en sérhver þeirra hefur sitt eigið „innanhúss- kerfi“, eigin séreinkenni og eig in sérhagsmunasvið, sem eru þröng. Yfirleitt hafa allar þær breytingar, sem á undangengn um árum, hafa orðið innan ramma hins sovézka kerfis, ver ið afleiðing mismunandi af- stöðu hinna þriggja aðalvalda- eininga hverrar til annarrar. OFRÍKIÐ 1 Á dögum Leníns stóð flokk- urinn fyrir hinni hugmynda- fræðilegu stjórn, og jafnrétti ríkti nokkurn veginn miili flokksins, stjórnarinnar og efnahagsstofnananna. 1 tíð Stalíns urðu allar stofnanir til að byrja með að beygja sig undir flokksveldið — en síð- ar var flokkskerfið lagt und- ir stjóm einstaklinga ellegar var stjórnað af leynilögregl- unni, og á valdatímum Krús- jeffs var gerð tilraun til þess . að koma á fullkomnu jafnrétti hinna einstöku stofnana. Ljóst er, að Sovétrík- in misstu ekki í Krúsjeff and- legt ofurmenni, sem tekizt hefði að leiða landið inn á frjálsari og lýðræðislegri brautir. Hið rússneska samfélag er enn þannig að allri gerð, að endur- bótum verður því aðeins kom- ið á, að til komi ofríki og pér- sónuleg völd þess, sem knýr þær fram. Jafnvel í tíð Krús- jeffs voru endurbæturnar óað- skiljanlegar frá persónuvald- inu. Krúsjeff, sem var ákafa- maður um allt, er laut að rík- ismálum, hagaði sér líkt og hann gæti breytt hinu viðtekna kerfi með þvi að styðjast að- eins við hugmyndafræðilegar úrbætur. Þetta eitt fyrir sig var of mikið fyrir flokksskrif- finnana: Krúsjeff var nú orð- inn til baga, kannski jafnvel hættulegur. FÁMENNISSTJÓRNIN Allir leiðtogar Sovétrikjanna til þessá hafa lýst stjórn sinni sem „samstjórn“. Hinir núver- andi leiðtogar víkja aðeins frá þessari reglu í því, að þeir hafa ekki opinberlega lýst yfir að neinn væri „yfirleiðtogi", en það þýðir aftur að ástandið er nær því að vera ákjósanlegt fyrir flokkskerfisbáknið. Allir í æðstu stöðum eru sem sagt jafn réttháir, þó ekki sé nema í því að komizt verði hjá rót- tæku frumkvæði eins manns. Ihaldssemi er helzta og aug- ljósasta einkenni hinnar „nýju stéttar" Sovétríkjanna. Þessi „stétt" er þess vissulega megn- ug að halda lífi I sjálfri sér, en hún megnar ekki að skapa neitt nýtt. 1 ánægju yfir eig- in félagslegri velferð nötrar hún andspænis sérhverri hugs- un um breytingar. Hin sovézka fámennisstjórn hefur fryst sín ar eigin kreddukenningar af ótta við umræður, sem gætu leitt til „farsóttar" og upp- lausnar hugmyndafræðinnar og jafnvel hinar „nýju stéttar" sjálfrar. En flokkskerfið fer fyrir leiðtogunum með þvi að gefa eftir gagnvart öðrum valdastofnunum — fyrst og fremst varðandi háttsetta hers- höfðingja HERINN Hlutverk hersins tók mjög að styrkjast og aukast við dauða Stalíns. Bería og Molo- tov var steypt með raunveru- legum stuðningi hersins. Stalin hefur nú verið tekinn til „end- urreisnar" að nokkru leyti, fyrst og fremst sem hinn mikli yfirmaður hersins á styrjaldar árunum. Þungaiðnaðurinn, vopnaframleiðslan og flotinn ganga fyrir öllu. Leiðtogar hersins eru meira áberandi og miklu dugmeiri og hæfari menn en „kerfismenn" flokksins. Þessi styrkur þeirra er í nánu samhengi við nútíma hernaðartækni. Það hefur og úrslitaþýðingu, að nær allt, sem líta má á sem sigra í utan- rikismálum — hernám Tékkó- slóvakíu og þróun mála þar á eftir, vörnina gegn ógnuninni frá Kína, framgangur Sovétflot ans á Miðjarðarhafi og stefnu þá, sem rekin er i Mið-Austur- löndum — verður að skoða sem verk hersins. En herinn gegnir ekki því sameiningar hlutverki, sem flokkurinn ger- ir. Líta verður á raunverulegt ástand málanna í dag sem jafn vægi milli flokkskerfisins og hersins. VALDAJAFNVÆGIÐ Líkt og er um allar jafnvæg islistir, er ljóst að þetta jafn- vægi getur ekki staðið i lang- an tima. Að málin snúist flokknum í vil virðist harla ólíklegt eins og nú háttar. Hug myndafræði og sköpunargáfa flokksins er að molna niður; hrörnun, sem ekki verður við snúið. Og sovézkt þjóðfélag þróast ekki lengur i algjörri einangrun frá umheiminum. Það er að miklu leyti undir því komið, sem gerist utan landamæra Sovétríkjanna, hvort völdin falla úr jafnvæg- inu yfir í fang hersins, hervæð ingarinnar og heimshernaðar stefnunnar, eða i fang efna- hagsstofnananna, alþjóðlegs skilnings og bættra lifskjara sovézku þjóðarinnar. Snúist þetta efnahagsmálun- um i hag, verður um mjög flókna atburðarás að ræða, þrátt fyrir að þetta mundi verða sovézku þjóðinni til lang mests gagns. FRELSISÞRÁIN Burtséð frá sambandinu milli hinna ráðandi hópa er hins veg ar um að ræða stöðugt víðtæk- ari útbreiðslu hinnar „villutrú arkenndu" frelsisþrár. 1 Sovét- rikjunum úir og grúir af óánægjuhópum, og myndunum nýrra stjórnmálahópa, og æ fleiri pólitísk mál koma nú fyr ir dómstólana. Þessi öfl fela raunar ekki í sér sýnileg- ar sannanir þess, að árangur verði af umbótaviðleitninni i bráð, en í dag hafa þau gífur- lega þýðingu að því er tekur til þess, að þau skuli yfirleitt vera til; að ekki sé lengur hægt að rífa slík öfl upp með rótum og að þeir menn, sem annað hvort stjórna landinu eða gera í framtíðinni, munu ekki geta stjórnað því algjörlega eftir eigin höfði — einmitt vegna til vistar þessara afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.