Morgunblaðið - 17.03.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MJÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971
7
Hvítabjörn unninn í Skagafirði
Árið 1518 kom bjamdýr
eitt mikið, rauðkinnungnr, á
land á Skaga i Skagafirði við
Ásbúðartanga, og sá hvergi
til íss af sléttlendi, en þó af
háfjöllum. >að dýr var solt-
ið mjög, mannskætt og
grimmt. Það deyddi 8 mann-
eskjur, sem voru fátækar
konur með bömum, er um
fóru, og ekki vissu dýrsins
von. Dýr þetta braut niður
alla hjalla á Skaga utan að
Ketu, því það fann í sumum
matföng handa sér. Þetta var
um sumarmáil.
Ketill Ingimundarson bjó
þá á Ketu þar á Skaganuna.
Hann var aflamaður mikill og
voru í þann tima aflaföng all
góð á þeim Skagatanga. Tók
þessi Ketill 80 stundum 90 há
karla á einu wri á sitt skip,
er hann lá úti með, en lét
annað skip sitt í land flytja
og gera til aflann, og flytja
íram til sín kost og drykk.
Völdust til hans ungir menn,
hraustir til aflatekta.
Bar þá svo til einn mor.g-
un árdegis, að Ketiil gekk til
sjávar og inn í hjall einn
mikinn, er þar stóð með há-
karli, og vildi sækja morgun-
verð hjúum sinum. Sá hann
þá dýrið koma að utan.
Greip þá Ketill eitt mikið há
karlsbægsl og snaraði vel
langt út i svig við dyrnar.
Björninn greip við og bar á
bak við hjallinn og tók til
snæðings, en Ketill snaraðist
út með skyndi og hljóp heim
til bæjarins. Ketill sendi þá
tvo menn með skunda, annan
út á Skaga, en annan inn, að
menn skyldu strax sáman
koma. Og svo komu
menn saman af stundu og
urðu 14 menn þeir, sem vopn
höfðu, þvi i þann tima áttu
flestaliir menn verjur og
vopn hér á landi.
Gengu þeir þá fram að sjó
og var bangsi þá búinn með
bægslið. Ætluðu þeir þá
strax að ráða á dýrið, en það
vék sér undan og inn með
sjó. Þeir gengu eftir og inn
yfir björgin, og svo sem nokk
uð lækkuðu björgin vafði
bangsi sig saman í hring eða
' hnipur, og velti sér þar ofan
i fjöru, síðan á sund og fram
í það sker, er þar liggur og
menn nefna Þursasker.
Ketill skipti þá mönnum,
ÁRNAI) heillá
Niutíu ára er í dag Sveinn
Bjarnason frá Skaftafelli i ör-
æfum, nú til heimilis að Ljós-
vallagötu 32, Rvik. Hann er að
heiman í dag.
80 ára er í dag Marta Arnórs-
ðóttir frá Hesti í Borgarfirði, til
heimilis Ásgarði 4.
AHEIT 0G GJAFIR
Fréttir hafa borizt frá Hafn-
arfirði um það, að safnazt hafi
kr. 7.400 til fólksins á Grettis
götunni. Söfnunin heldur áfram
og tekið er á móti gjöfum i Hafn
arborg, Strandgötu 34 i Hafnar-
firði.
lét 7 eftir og skyldu þeir
mæta biminum hvar sem á
land kæmi á Innskaga, en
hann með 6 mönnum gekk
heim til Ketu, hrundu fram
sexasringi og reru inn til
skersins. Björninn hljóp þá á
sjó og lagði út á fjörðinn.
Reru þeir þá eftir kappsam-
lega. Mæddu þeir um siðir
dýrið og lagði það þá í króka
og varð þá mjúkara í vik-
um en báturinn. Gekk svo
lengi dags, að þeir komu
ekki vopnalögum við svo að
björninn sakaði. En um siðir
þrengdi að dýrinu. Hýddi
hann þá hramminum upp á
borðið og ætlaði að hvolfa
skipinu, og drakk þá skipið
í sig sjó, en Ketill þreif þá
öxi og hjó á framhramminn
við borðið, svo af tók. Lagði
þá dýrið frá og dapraði sund
ið, svo þeir lögðu það síðan
og drápu, drógu upp á skip
og héldu síðan að landi.
Þessa sögu ritaði Bjöm
Jónsson annálsritari á
Skarðsá. Foreldrar hans
Gjafir til fólksins, sem brann
hjá, afhentar dr. Jakobi Jónssyni.
Frá NN 500, frá manni á Hrafn-
istu kr. 500, frá Harrý kr. 200,
frá Hafsteini kr. 500, frá ónefnd
um kr. 100, frá Kötu og Róbert
kr. 1.000, frá NN 500, safnað af
börnum í 5. bekk í Álftamýrar-
Skóla kr. 72.459.00.
Kærar þakkir dr. Jakob Jóns-
son.
Morgunblaðið hefur verið beð
ið að koma peningagjöf til fólks
ins, sem brann hjá á Grettis-
götu 52. Fé þetta safnaðist með-
al starfsfólks íshúsfélags ísfirð-
inga, 11. marz og er að upphæð
kr. 21.900,00.
voru Guðrún, dóttir Ketils,
og Jón Jónsson, Orms-
sonar skipara Runólfssonar.
Bjuggu þau lengi á Ingveld-
arstöðum á Reykjaströnd og
þangað fiuttist Ketill í elli
sinni og andaðist hjá þeim
níræður að aldri 1580. Hefir
hann þá sagt Birni dóttur-
syni sinum söguna af bjarn-
dýrinu mikla, og þótt Bjöm
væri ekki nema 6 ára þegar
Ketill dó, hefir hann munað
söguna og skrásett hana er
hann þroskaðist. Er sagan
tekin hér eftir Skarðsár-
annál.
Spakmæli dagsins
Vinna. — Það er bæði skylt
og rétt, að allir hafi eitthvert
nauðsynjaverk að vinna, eitt-
hvert verk, sem ánægja er að.
Og það á að vera unnt að leysa
það svo af hendi, að því fylgi
hvorki ofþreyta né óbærilegar
áhyggjur. Hve oft sem ég velti
þessari kröfu fyrir mér eða
hvernig sem ég skoða hana, fæ
Frá
horfnum
tíma
ég ekki séð, að hún sé neitt óhóf
leg. Og ég fullyrði, að ef þjóð-
félagið vildi og gæti fallizt
á hana, mundi heimurinn taka
stakkaskiptum. Það mundi
binda enda á óánægjuna, óheið-
arieikann og stéttabaráttuna. Ef
vér störfum að einhverju, sem
er öðrum að gagni og vér sjálf
höfum ánægju af, og ef vér eig-
um það vist að geta haldið slíku
starfi og sanngjörnum launum
fyrir það . . . hvað fyndist oss
þá geta sakað oss verulega?
W. Morris.
BRÚÐARKJÖLL brotamAlmur
Fafiegur, siður brúðarkjófl tíl sötu. Upplýsingar í síma 84652 eftir kl. 6. Kaupi allan brotamáfm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91.
KEFLAVlK Einhleypan kennara vantar herbergi. Góð leiga, góð um- gengni. Upplýsingar í sima 1420. Til KAUPS ÖSKAST Hefi kaupanda að steypu- hrærivél, eins poka vél, raf- eða dísilknúin. Upplýsingan Bilaborg, sími 30995.
KEFLAVÍK Til sölu eignarlóð undir ein- býlishús við Baugholt. Stærð 765 fermetrar. Fasteignasalan Hafnarg. 27, Keflavík, simi 1420. HERBERGl ÓSKAST Eitt lítið herbergi óskast á leigu, helzt innan Hringbraut- ar fyrir fullorðinn, einhleyp- an mann. Upplýsingar i síma 22150.
IESI0 Jhpvjjunblaíúíí DRGLECR FlN RAUÐAMÖL til sölu. Mjög góð i bílastæði og tieira. Uppl. i sima 40086.
Bifvélavirkjar
Okkur vantar brfvélavirkja á verkstæði okkar í Laugarnesi.
Upplýsingar hjá stöðvarstjóra, símí 33533.
OLlUVERZLUN ISLANDS.
Bókari
Viljum ráða nú þegar mann eða konu til að starfa við bók-
hald og innflutning hjá stóru innflutnings- og verzlunarfyrir-
tæki í Reykjavík. Verzlunarskólamenntun og einhver starfs-
reynsla nauðsynleg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist Mbl. merkt: „Framtíðarstarf — 6460” fyrir 25. marz
næstkomandi.
Aðstoðarlœknar
3 stöður aðstoðarlækna við röntgendeild Borgarspítalans eru
lausar til umsóknar.
Upplýsingar varðandi stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar.
Laun samkvæmt samningi Læknafé'ags Reykjavíkur við
Reykjavíkurborg.
Stöðurnar veitast frá 1. maí, 1. júni og 1. júlí til 6 eða
12 mánaða.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil sendist Heil-
brigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 20. apríl n k.
Reykjavik, 16. 3. 1971.
Heilbrigðismáiaráð Reykjavikurborgar.
ATVINNA
Ungur maður með verulega starfsreynslu í viöskiptum og
fjármálastjórn eða viðskiptafræðingur með einhverja starfs-
reynslu, getur fengið eftirsóknarverða atvinnu við starf er-
lendis í þágu islenzks fyrirtækrs.
Skilyrði er um 2ja — 3ja ára ráðningu og að viðkomandi geti
lagt fram meðmæli, sé reglusamur og hafi áhuga fýrir að
vinna sig upp i starfinu.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og unnin störf,
sendist afgr. Mbl. merkt: „Erlendis — 6764”.
Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmáS, sé þess óskað.
SÁ NÆST BEZTI
Húseigandinn: Annað hvort verðið þér nú að borga eða ílytja
burt.
Leigjandinn: Guð þakki yður! — Þar sem ég tojó áður varð
ég að gera hvort tveggja.
QOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
KA UPUM HREINAR,
STÓRAR OG GÓÐAR
LÉREFTSTUSKUR
PRENTSMIÐJAN
ooooooooooooooooooooooooooo