Morgunblaðið - 17.03.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971 15 Jóhann Hafstein, forsætis- og iönaðarráðherra: Kröf u um hreinsitæki verður að byggja á vísindalegum rannsóknum Iðnþróun má ekki verða skaðvaldur á öðrum sviðum HÉR FER á eftir ræða Jóhanns Hafsteins iðnaðarráðherra í lit- Vftrpsumræðunum í g’ærkvöldi. 1 Það skal teldð fram, að ein- hverjar breytingar kunna að hafa orðið á ræðunni í flutningi. Við ræðum hér um það, hvort Alþingi eigi að segja ríkisstjórn inni fyrir verkum um, að tafar- laust skuli sett upp hreinsitæki í álbræðslunni við Straumsvík. Frá öndverðu var það ljóst, að frá álbræðslunni í Straumsvik, eins og frá öðrum álbræðslum, mundi stafa viss mengunarhætta. Þetta kom sérstaklega til um- ræðu 1 sambandi við staðsetn- ingu verksmiðjunnar. Rætt var aðallega um tvo staði, Eyja- fjörð eða Straumsvik. Ljóst var, að ef álbræðsla yrði staðsett við Eyjafjörð gat ekki verið um annað að ræða en að hafa frá byrjun sem fullkomnust hreinsitæki í slikri verksmiðju. Þar hefði hún verið staðsett í landbúnaðarhéraði þar sem vindáttir eru mjög á einn veg, hafgolan a.m.k. verulega rikj- andi. Athugaðar voru vindáttir við Straumsvík eftir upplýsing- um frá Veðurstofunni, sem gáfu það til kynna, að rikjandi vind- átt á þessum stað væri til hafs og að öðru leyti var staðsetn- ingin á opnu svæði en ekki i lokuðum fjalladal þar sem hætt- an er önnur og meiri. Af þess- um sökum varð það að samkomu lagi að byggja verksmiðjuna frá öndverðu með þeim hætti, að hægt væri að setja í hana hreinsitæki, en þó án þess að það væri gjört, þar til visinda- legar rannsóknir lægju fyrir og með þeirri niðurstöðu, að þess væri þörf. 1 nefndaráliti meirihluta iðnaðarnefndar er lagt til að visa málinu til ríkisstjórnarinn- ar með þeim rökum að af henn- ar hálfu og annarra stjórnvalda hafi verið gætt fyllstu varúðar og verið sé að vinna að því að fá úr þvi skorið frá vísindalegu sjónarmiði, hvort þess sé þörf, að í þessari verksmiðju sé sett upp hreinsitæki. Ég hef hugboð um, að þess sé þörf, þegar verk smiðjan stækkar og byrjar með auknum afköstum, næstum tvö- földum, 1972. Hitt er svo annað mál, að kröfu mína fyrir hönd rikisstjórnar íslands um nauð- syn hreinsitækja verð ég að byggja á niðurstöðu visinda- legra rannsókna. Ég hefi lagt á það áherzlu, að ekki þarf að kvíða skorti sér fræðilegra athugana í þessu máli og vísindalegrar niður- stöðu. 1 fyrsta lagi var sett á laggirnar sérstök rannsóknar- nefnd, sem við getum kall- að „fluornefndina", með fulltrú- um frá báðum aðilum. Af minni hálfu er annar aðilinn rann- sóknastofnun iðnaðarins eða forstjóri hennar, en jafnframt sá maður, sem mér hafði verið bent á sem hæfastan í þessum efnum, formaður reykráðsins norska, dr. A. Lydersen, prófessor við tækniháskólann í Þrándheimi. Ég hygg að mér sé óhætt að fullyrða, að við ekkert iðjuver á íslandi hafi fyrirfram verið gerðar viðlíka varúðarráð stafanir og við álbræðsluna í Straumsvík, enda kannski eðli- legt, þar sem hún er fyrsta efna iðjuverið slíkrar tegundar hér á landi, sem verulega varð að gæta varúðar við. 1 nefndaráliti meirihlutans er gerð grein fyrir þeim varúðarráðstöfunum, sem gerðar hafa verið og á hvern hátt það er á valdi okkar sjálfra að krefjast frekari varúðarráð- stafana, og eins hefur þess ver- ið mjög skilmerkilega getið í ræðu háttvirts sjöunda þinig- manns Reykvíkinga, Péturs Sigurðssonar, sem er framsögu- maður meirihluta nefndarinnar. En menn geta spurt, hvers vegna að eiga nokkuð á hættu og því ekki að krefjast, að hreinsitæki séu sett upp og þeg- ar í stað eins og tillagan ber með sér. I fyrsta lagi eigum við ekkert á hættu, því að það er að staðaldri fylgzt með þessum hlutum, eins og nákvæmlega er gert grein fyrir í greinargerð- um þeirrar nefndar, sem um þessi mál fjallar, fluornefndar- innar, sem ég hefi svo nefnt. Sé hætta á ferðum eða fram kom- in alvarleg áhrif mengunar, þá er það okkar að taka í taum- ana og segja hingað og ekki lengra. Hér þarf endurbóta við, hreinsun á útblæstri frá ál- bræðslunni. En þetta liggur fyrir, segja menn. Grasafræðingur tók sýni af nokkrum trjám, þau voru alls þrjú, og þau sýna meira fluor- magn en góðu hófi gegnir. Þess vegna skal nú hlaupa upp til handa og fóta og láta í veðri vaka, að lamaður trjágróðu á síðastliðnu sumri sé allur ál- bræðslunni að kenna. Það er vit að um gjörvallt land, að trjá- gróður og gróður yfirleitt var með lélegasta móti, af miklum kulda og meiri kulda en við höf um átt að venjast um langa tíð. Og hvað segja svo þessar þrjár niðurstöður af stökum sýnis- hornum hins meinta vísinda- manns? Jú, svo og svo mikið fluormagn. En enn er ósvarað þeirri spurningu, hvað veldur því, að í ýmsum sýnum, sem flu- ornefndin tók árið áður en ál- bræðslan byrjaði að starfa er meira fluormagn en mældist hjá grasafræðingnum og meira fluor magn en árið eftir að hún tók til starfa. Á þessu er þörf frek ari skýringa. Hinu hefur svo grasafræðingurinn leynt blöð- ín og útvarpið, a@ hanin sendi einnig fjórða sýnið til Noregs, og fékk um það þá umsögn, að skemmdir stöfuðu af sitkagreni lús. Alþingismönnum er hér ætlað að dansa eftir öðrum nótum en visindalegum og sérfræðilegum. Það er hin pólitiska mengun hug arfarsins, sem hér á að ráða. Þegar flutningsmenn þessarar tillögu hafa orðið þess áskynja og vita, að stóriðjan á Islandi fellur almenningi í geð og al- menningur skilur, að hér er ver- ið að vinna að þjóðarheill, þá skal reynt að koma á stóriðj- una klámhöggi með einum eða öðrum hætti og skiptir þá ,ekki máli, hvað vísindi og sérfræði segja. Ég bið ekki um annað fremur en rannsakað sé til hlítar, hvað rétt sé að gera og hver hætt- an kunni að vera. Ég hefi lagt það til við framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins, að hún skipi sérstaka nefnd til þess að rannsaka, hvar mundu vera hættumörk fluormagns í gróðri hérlendis, bæði vegna bú penings, sem á honum er fóðr- aður síðar og einnig vegna trjá gróðursins sjálfs. Þessi nefnd er nú þegar tekin til starfa. Auk þéss hefi ég fengið í hendur skýrslur amerískra vísinda- manna um áætluð skaðleysis- mörk fldormagns I Sviss, en rik isstjórn Sviss hafði fengið þessa vísindamenn til að kanna þetta mál sérstaklega þar. Ef is- lenzka nefndin, sérfræðinga- nefndin, sem skipuð er að minni ósk og af framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins, óskar þess að fá þesea amerísku vís- indamenn sér til aðstoðar, er ég reiðubúinn til þess að stuðla að því, að af hálfu rikissjóðs verði lagt fé af mörkum til þess að svo megi verða. I fyrri viku voru hér sérfræðingar á þessu sviði að minni tilhlutan eftir við ræður milli min og dr. Paul Múllers, sem er einm af fram- kvæmdastjórum Alusuisse, en jafnframt einn af stjórnar- meðlimum ISALS. Áttu þeir við- ræður við íslenzka sérfræðinga og íslenzku nefndina, sem hef- ir það verkefni að ákvarða skaðleysismörk fluormagns- ins hér á landi. Af minni hálfu skal ekkert látið undir höf- uð leggjast til þess, að þessi nefnd fái þá beztu aðstöðu, sem hún óskar í sambandi við at- huganir sínar til þess að kom- ast að réttri niðurstöðu. Ég get látið þess getið hér að ráðgert er að bæta í fluornefndina tveim líffræðingum frá hvorum aðila, en tilmæli hafa komið fram um það. Ég óska ekki að berjast við vindmyllur eins og Don Quijote. Ég vil að staðreyndir málsins séu leiddar í Ijós og ákvarðanir teknar, þegar þær liggja fyrir. Framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs rikisins hef- ur sagt í bréfi til iðnaðarnefnd- ar Alþingis um þetta mál, að að sjálfsögðu geti hún ekki tekið ákvörðun um það, hvort nauð- syn sé að setja upp hreinsitæki í álbræðslunni í Straumsvík, fyrr en niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Undir þetta skrif- ar Steiinigirímur Hermiainnisison fyrir hönd framkvæmdanefnd- ar Rannsóknaráðs ríkisins. Eru þingmenn það meiri menn, að þeir telji sig þess umkomna að taka ákvarðanir áður en nið- urstöður rannsókna liggja fyrir? Ég spyr. Ef tilgangurinn væri ekki annar en sá að þyrla upp mold- viðri um þetta mál, mundu að sjálfsögðu allir þingmenn greiða því atkvæði, að þessari tillögu Jóhann Hafstein. væri visað til ríkisstjórnarinnar, sem hefur málið til meðferðar og hefir látið gæta fyllstu var- úðar og vill að svo sé gert. En á hitt er að líta, að mengun get- ur verið margs konar. Sagt var um aldamótin, af einu skáldi okkar: „Öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís þá gagnar ei sól né vor.“ Við tilhugsun um þessar ljóð- línur vil ég segja að allri meng- un verri er hin pólitíska meng- un hugarfarsins, sem hefur þann eina tilgang að eitra and- rúmsloft þjóðarinnar, að eitra hugarfarið þannig, að það sé ekki þess umkomið að kveða upp skynsemisdóma um hluti. Þegar þessi mengun heltekur hugarfarið, þá gagnar ei sól né vor. Ég vil nú leyfa mér að lokum að taka saman nokkur atriði, sem mér finnast öðru fremur at- hyglisverð: 1. Vitnað hefur verið til at- hugasemda og skýrslu fluor- nefndarinnar, sem 37 líffræð- ingar sendu 5 ráðuneytum á þessu ári. Leiðrétt hefur verið það, sem leiðrétta þurfti vegna athugasemda þessara 37 ágætu manna. En má ég spyrja, af hverju gerði ekki einhver einn þessara manna þessar athuga- semdir upp á eigin ábyrgð án undirskriftasmölunar? Ef svo hefði verið gert, þá var þegar unnt að leiðrétta það, sem leið- rétta þurfti, og algjörlega án nokkurs úlfaþyts í blöðum. 2. Ég hefi ekki miðað mál mitt við nein ákveðin skaðleysis- Framhald á bls. 16. Bjorgvin Schram á aðalfundi FÍS; Þeir sem komu verð- lagsmálum 1 öngþveiti verða að létta þeim krossi af þjóðinni „MÉK virðist að það verði að vera verk þeirra, sem komu verðlagsmálunum í það dæinalausa öngþveiti, sem þau eru í að létta þeim krossi af þjóðinni,“ sagði Björgvin Schram, fráfarandi formaður Félags ísl. stórkaupmanna á aðalfundi félagsins sl. laug- ardag. Björgvin Schram skýrði ennfremur frá því í ræðu sinni, að samtökum verzlunarinnar hefði staðið til boða að velja mann til að fara utan og kynna sér fram- kvæmd verðlagslaga t. d. í Danmörku, en ekki hefði tek- izt að fá mann til þessa verks, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Björgvin Schram ræddi atutt lega um skattamálin í ræðu simni og sagði, að samtökum verzlunarinnar hefði verið gef inn kostur á að koma fram með breytingartillögur við skatta- frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og hefði mikil vinna verið lögð í að skoða efni frumvarpsins. Til þessa verks hefðu verið fengnir sérfróðir menn á þessu sviði og ótal fund ir verið haldnir til að ræða ýmsa liði frumvarpsins, sem sér staklega snerta atvinnurekstur og skattlagningu fyrirtækja. Þá gerði Björgvin Schram að umtalsefni opinber framlög til félagsstarfsemi landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar og sam- taka vintnumarkaðarins. Han.n Björgvin Scliram. sagði, að í þessu skyni væru landbúnaðinum ætlaðar 54 millj ónir króna á árinu 1971, til sjáv arútvegsins og samtaka hans mundu renna 27 milljónir og til iðnaðarins 41 milljón króna. — Loks gengju um 5,5 milljón kr. til samtaka vinnumarkaðarins. Að því er verzlunina varðar, sagði Björgvin, að hið eina, sem benda mætti á væri 10,2 millj ónir til verðlagsnefndar, ef verzlunin vildi eigna sér hana en að auki hefði sl. ár runnið nokkurt fé til svonefndrar verzl unarmálanefndar, sem gerði könnun á afkomu smásöluverzl unar árið 1967, 1968 og 1969, en fjárframlög til hennar hafa numið um 1 milljón króna. Björgvin Schram kvaðst vekja athygli á þessu til að undir- strika, að verzlunin hefði ekki kallað eftir neinum . slíkum framlögum til sinna þarfa, en þó væri sennilega ærin ástæða til. Það kemur æ betur í ljós, sagði Björgvin Schram, að mörg vandamál verzlunarinnar verða aðeins leyst með því að hún fái fleiri menn í sína þjónustu, sem kynnt hafa sér ýmsa þætti á sviði verzlunar, tæknilegs, við- skiptalegs og lögfræðilegs eðlia. Það væri ekki ónýtt fyrir okk ur að hafa stofnun, sem velti um 15—20 milljónum árlega og hefði hagræðingarráðunauta í þjónustu sinni, sem ynnu að þ.ví að auka framleiðni og bæta afkomu fyrirtækja okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.