Morgunblaðið - 21.03.1971, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971
19
Á „gruimskólinn” að vera and-
legar þrælabúðir fyrir börn
— Er ætlun menntamálaráðherra að uppræta bændastéttina?
— Ekki veldur sá er varar við hættunni
Einn vinur minn hefur sent
mér skólafrumvörpin, sem nú
liggja fyrir Alþingi. Þá ég sé nú
hættur kennslu vegna aldurs og
vanheilsu eftir 33 ára kennslu-
störf, þá er mér ekki sama hvern
ig farið er með börn og ungl-
inga þjóðar vorrar af hálfu
hins opinbera, þvi ég held að
engin Evrópuþjóð eigi betur
gerð börn og unglinga frá guðs
hendi en þjóð vor, ef rangt skóla
kerfi og námsþrælkun drepur
ekki það bezta í æskulýðnum.
Ég hafði opin augun og sá,
hvernig skólakeríið frá 1946
verkaði á börnin, þvi ég stund-
aði ekki kennsluna vegna þeirra
smánarlegu kennaralauna held-
ur vegna barnanna, sem ég átti
að kenna. Þess vegna skrifa ég
þetta.
FRÆÐSIAJLÖGIN FRÁ 1946
Þessi svonefndu lög voru
mesti óskapnaður og flausturs-
verk fullt af ósveigjanleika, þar
sem múgmennskan var ræktuð
og allir áttu að læra það sama,
hvort sem þeir höfðu hæfileika
til þess eða ekki. Bezt gefnu
börnin fengu ekki að njóta sín
við námið og var haldið niðri
við námið, svo að þau færu ekki
fram úr tossunum. Ekki mátti
viðurkenna að einn væri betur
gefinn en annar því „allir áttu
að vera jafnir“, hvort sem þeir
voru „geni“ eða hálfvitar. Flest-
ir tossarnir gáfust upp og fundu
BARNAVERNDARNEFND
Kópavogs fékk til meðferðar mál
203 barna og unglinga á árinu
1970, að því er segir í nýútkom-
inni skýrsiu nefndarinnar. í árs-
lok liafði nefndin stöðugt eftir-
Iit með 17 heimilum vegna að-
búna.ðar 43 barna og ungmenna.
Þrjú börn voru í vistun nefnd-
arinnar allt árið og nefndin út-
vegaði 30 börnum dvalarstað um
langan eðí» skamman tíma.
Á árinu 1970 hafði barnavernd
arnefnd Kópavogs afskipti af
45 heimilum vegna aðbúnaðar
117 barna og ungmenna. Tilefni
þessara afskipta voru:
Drykkjuskapur 7
Lyfjamisnotkun 1
Geðveila og aðrir geðrænir
erfiðleikar 6
Ósamkomulag 8
Hirðuleysi 3
Hegðunarvandkvæði barna 7
Annað, s.s. líkamleg veiikindi
vanmátt sinn til að uppfylla
námskröfurnar. Gáfuðu börnin
urðu leið á athafnaleysinu og
lögðu einnig árar i bát. Þarna
var verið að berjast við lögmál
sjálfs lífsins. Eina vörn barns-
ins var að gefast upp við námið.
Ég held t.d. að það sé fátítt að
barn líti i bók eftir páskafrí á
vorin, þá eru þau orðin leið á
allt of löngum árlegum skóla-
tíma. Það eru takmörk fyrir hve
mikilli þekkingu er hægt að
troða ínn i barnsheilann. Það er
ekki hægt að troða þekkingu
inn í óþroskaðan heila, „eins og
heyi í poka," svo að ég noti
orð vel þekkts kennara, sem hélt
þessu fram, þegar ein kynslóð
var vaxin upp undir þessum laga
óskapnaði, komu ávextirnir i
Ijós. Margir tossar, sem töggur
var í urðu ofbeldislýður og
fjandmenn þjóðfélagsins, fullir
af skemmdarfýsn og andlega
þjakaðir af vanmáttarkennd fyr
ir of harðar námskröfur í skól-
anum. Margir gáfaðir nemendur
fóru sömu leiðina, af því náms-
hvöt þeirra og starfshvöt var
drepin í barnaskóla með tillits-
lausu og ósveigjanlegu skóla-
kerfi.
Báðir þessir hópar hafa svo
síðar reynt að drekkja hörmum
sínum í áfengi eða fíknilyfjum
og orðið hippar með lúsuga loð-
hausa. Líklega verður þetta fólk
æði dýrt fyrir þjóðfélagið i fram
tíðinni. Menntamálaráðuneytið
húsnæðisvandamál, örbirgð
o.s.frv. 13
Árið 1969 hafði nefndin af-
skipti af 28 heimilum.
Nefndin hafði afskipti af 75
börnum og ungmennum á árinu
vegna samtals 114 brota. — Sjá
meðfylgjandi töflu. — Árið áður
hafði nefndin afskipti af 100
börnum og ungmennum vegna
samtals 160 óknytta eða afbrota.
Til nefndarinnar komu mál
sex barna vegna fjarvista úr
skólum og þrjár ættleiðingar-
beiðnir bárust, sem nefndin
mælti með.
í nefndinni sitja nú: Sigríður
Gísladóttir, formaður, Stefán
Tryggvason, varaformaður,
Gerður Óskarsdóttir, ritari og
meðstjórnendur eru: Jóhanna
Valdimarsdóttir og Björn Helga
son. Ólafur Guðmundsson, barna
verndarfulltrúi, annaðist fram-
kvæmdastjórn daglegra starfa.
mætti muna, þegar svona lýður
gerði innrás í skrifstofu þess á
s.l. ári. Flest þetta fólk hefði
getað orðið góðir þegnar, hefði
það fengið að njóta sin, hver
á sínu sviði fyrir röngu skóla-
kerfi og fræðslulöggjöf.
Langsoltinni kennarastétt var
lofað launahækkun, ef hún legði
blessun sína yfir farganið. En
þær launabætur úrðu aldrei ann
að en sannkallaðar hunds-
bætur. Hafa þingmenn skýrslur
um, hve mörg góð mannsefni
hafa komið með eyðilagða fram-
tíð út barna- og unglinyaskól-
um hér síðustu 15 árin? Nei,
þeim skýrslum er ekki safnað.
ÚR ÖSKUNNI í ELDINN.
En með grunnskóla- og skóla-
kerfisfrv. á að halda enn lengra
á kúgunar- og forheimskunar
brautinni. Hafi t.d. einhver nem-
andi ekki þolað námsþrælkun-
ina og bilað á geði eða ef skól-
anum og kerfinu, hefur tekizt
að drepa aðlögunarhæfileika
hans, getur menntamálaráðu-
neytið (ráðuneytisstjórnin)
svipt nemandann almennum
mannréttindum allt til 18 ára
aldurs (sjá 9. og 10. gr). Hvaða
foreldri vill fela óviðkomandi
mönnum slikt vald yfir börnum
sínum? Nú eru unglingar sjálf-
ráða 16 ára og þvi ekki leyfilegt
að skylda þá til náms eftir þann
tíma. En þetta sýnir bara þann
ofbeldis- og kúgunaranda, sem
einkennir allt þetta frv. gagn-
vart nemendum skólans. Slikt
getur íslenzk skapgerð ekki lát-
ið bjóða sér til lengdar, því of-
beldi fæðir af sér nýtt ofbeldi.
Frakkar og Vestur-Þjóðverjar
hafa lent út í svona námsþrælk-
unarfen. Afleiðing þess varð
eiturlyfjanautn, hippiamennska
unglinga og stúdentaóeirðir.
Þegar unglingar svo loks losna
úr þessum námsþrælkunar-
búðum, sem nefnast skólar, er
buið að slíta þá úr tengslum við
atvinnulifið og allt hið raun-
hæfa mannlíf, svo að margir
þeirra verða óhæfir til að vinna
sér brauð á heiðarlegan hátt.
Námsleiðinn hefur drepið náms-
hvöt þeirra og heilbrigða starfs-
hvöt, en hún brýzt þá út í
óeirðum og ofbeldisverkum. í
Frakklandi kvað svo ramt að
þessu, að nærri lá, að sjálfur
De Gaulle yrði að flýja land um
tíma. Nei. Þjóðfélag, sem æsir
hina uppvaxandi kynslóð upp á
móti sér til haturs og hermdar-
verka, það getur ekki lengi þrif-
izt. Það er bráðfeigt. í útvarpi
heyrði ég að einn reyndur og
goður þingmaður hefði spurt
Gylfa, hvernig færi, ef ungling-
ar neituðu að læra. Gylfa hafði
orðið svarafátt. Líklega hefur
hann ekki látið alþjóð vita,
hvaða þrælatökum ætti að beita
við slika nemendur. En hvernig
færi, ef unglingarnir líktust nú
þeim fullorðnu og gerðu verk-
fall við skólann? Verkfallsrétt-
ur telst hér heldur „málfræði-
stagl!“ (hann hefur þá víst
gleymt þjóðrækninni austur 1
Moskvu), því hann vildi láta
kenna einhverja kommaþvælu,
sem hann nefndi „bókmenntir“.
Þar var hægt að koma að áróðri.
Hinn reyndi og greindi þing-
maður rak hann þar á stampinn.
Það er enginn vandi að kenna
málfræði. Ég álít rétt, sem
Arnór Hannibalsson vitnar i
grein dr. Braga Jósepssonar í
Morgunbl. 6.11., ‘68, að hingað
til hafa fræðslumál okkar verið
„stefnulaust fálm“ út i loftið og
einkennzt af eftirhermum eftir
fræðslulöggjöf þjóða með allt
aðra staðhætti og viðhorf
en þau, sem hér eru til staðar.
Nefndir hafa verið skipaðar.
En vegna andlegrar fátæktar,
vanþekkingar á islenzkri þjóð-
arsál, og annars aumingjadóms,
hafa þessar nefndir ekki getað
annað en gleypt ómeltar ýmsar
hugmyndir meira og minna
óskyldra þjóða. Hugmyndir,
sem hafa reynzt þeim þjóðum
misjafnlega. Nefndunum hefur
þótt hægra að herma eftir, en
að hugsa sjálfar. Hitt er ekki
tekið með í reikninginn, þó að
það kosti fjölda nemenda, og
síðar þjóðfélagið, framtíðarvel-
ferð. þess. Nei. Við þurfum
fræðslulöggjöf, sem er miðuð við
islenzka staðhætti og ísienzkan
lnigsiinarliátt, en ekki eitthvert
fálm og eftiröpun eftir þjóðum
úti i heimi, sem búa við allt aðr-
ar aðstæður og hugsunarhátt en
við hér.
Á AÐ „FÆKKA"
BÆNDUNUM?
Eina tálbeitu hafa höfundar
frumvarpsins um skólakerfi sett
i það frv. þar sem gert er ráð
fyrir, að rikið og sveitarfélög
kosti að öllu leyti nám þeirra
barna, sem foreldrar hafa ekki
efni á að kosta sjálf. Þetta á
vist að blekkja ýmsa góða menn
til fylgis við þennan frumvarps-
óskapnað. Það er lika ekki sagt
um hvernig efndir verða á þessu
í framkvæmd.
En hvað um bændurna og
börn þeirra? Þar er ætlazt til
að börn séu rifin frá heimilum
sínum 1. sept. ár hvert um há-
sláttinn, þótt það sé þvert á
móti vilja barnanna, og þau
flutt nauðungarflutningi, jafn-
vel í aðrar sýslur til náms. Það
þarf engan sáifræðing til að
skilja, hvaða áhrif slík meðferð
getur haft á sálarlíf barnsins
og mestar líkur til að það bíði
þess aldrei bætur. Þá er hinn
fúli ítroðningur skólans orðinn
ærið dýrkeyptur. Ég álít að þeir,
sem fremja slik afbrot gegn
varnarlausum börnum, ættu að
sæta þungri ábyrgð fyrir slikt
athæfi. Það hlyti að teljast
ill meðferð á börnum. ef til dóm-
stóla kæmi. Samkvæmt alþjóða-
viðurkenningu á mannhelgi er
líka vafamál, hvort löggjafi hef-
ur vald til að heimila slika með-
ferð á börnum í löggjöf. Börn-
in eru mannverur og eiga að
njóta mannlielgi: En þeir menn,
sem sömdu þessi frv. virð-
ast ekki hafa gert sér ljóst, að
mannanna börn eru líka vits-
munaveriir, sem ekki er hægt að
fara með eins og dauða hluti.
Þau hafa sínar tilfinningar og
hugsanir og ekkert barn verður
jafngott eftir slíka meðferð.
í stjórnarskrá vorri er ákvæði
um að heimilið sé frið-
heilagt. Það hlýtur að vera
röskun á friðhelgi heimilisins að
vaða þar inn og ræna börnum
þaðan með ofbeldi. Slíkt er því
nær öruggt ráð til að gera barn
ið að glæpamanni, eiturlyfjaneyt
anda eða varanlegum aumingja.
í réttarríkjunum varða barna-
rán þyngstu refsingu, sem lög
þeirra leyfa. Svo er önnur hlið
á þessu máli. Sláttartíminn er
hábjargræðistími bóndans og
undir heyöflun er afkoma hans
komin. Án heyja getur bóndinn
ekki framleitt mat handa skrif-
stofulýð og nefndalýð landsins.
Nú er það svo, a.m.k. norðan-
lands og á Vestfjörðum, að slátt-
ur getur oft ekki byrjað fyrr en
í byrjun ágúst eða um miðjan
ágúst. Víða í sveitum eru börn
14-16 ára gömul eina hjálp for-
eldra sinna við heyskapinn. Én
á nýbyrjuðum slætti á nú eftir
þessu frv. að svipta börnunum
burtu, oft frá heilsutæpum for-
eldrum, eftir kröfu tillitslausra
og duttlungafullra harðstjóra i
skólastjómastöðu. Ot yfir tekur
þó, að með þessu er börnunum
fyrirmunað að kynnast foreldr-
um sinum og viðhorfum þeirra,
nema rétt eins og kaupstaða-
börn, sem fá sumardvöl í sveit.
Foreldrum er einnig fyrirmun-
að að fylgjast með þroska og
þörfum barna sinna. Halda frum
varpshöfundar að sveitafor-
eldrar séu tiifinningalaus gagn-
vart börnum sínum og sveita-
börn gagnvart foreldrum
sínum? Þetta vCTkar á þau líkt
og Berlínaimúr, sem þarna á að
reisa milli foreldra og barna.
Börn í sveitum fá þannig ekki
að kynnast sveitalífi frá 7 ára
aldri. Þetta er svo kallað „jafn-
rétti“ þeirra við kaupstaðaböm.
Núverandi menntamálaráðherra
þykir ekki vinveittur bændum.
Þarna virðist hann hafa fundið
öruggt ráð til að „fækka bænd
unum“. Um það skal minna hirt,
þótt meginhluti landsins leggist
við það í eyði og geti þar með
orðið auðveld bráð fyrir ofbeld-
isþjóð, sem þá mundi nota land-
ið sem herstöð, en flytja Is-
lendinga burt. Ég er sammála
því, sem Arnór Hannibalsson
segir í Vísi 10. febr. s.l.
að stjórn núverandi menntamála
ráðherra á fræðslumálum
Islands sé orðin 14 árum of
löng. Grein Arnórs að öðru
leyti er ég einnig sammála.
Það vil ég og láta háttvirtan
menntamálaráðherra vita, að ef
skólafruinvörp lians eiga að
vera kosningatromp í vor, þá
nmn hann fá minna kjörfylgi út
á þau, en hann vonast eftir.
Þau miinu ekki auka kjörfyigi
hans, heldnr öfugt. Svo á að
keyra þessi frumvörp gegnum
þingið með flaustri og fagur-
gala á siðustu vikum kjörtima-
bilsins. Undanfarin ár hefur
septembermánuður verið einn
bezti og sólríkasti sumarmánuð-
urinn sbr. s.l. sumar. Hér á
landi er langt skammdegi og
sólarlítið. Landið liggur svo
norðarlega. Hvers vegna mega
íslenzk börn ekki njóta sólar-
innar meðan þess er kost-
ur? Það styrkir bæði andlega
og líkamlega heilsu þeirra, og
það er þeim hollara en nauð-
ungartroðningur í svonefndum
skóla. Hví á að loka varnarlaus
og saklaus börn inni í skóla-
fangeisi á meðan sólar nýtur
að ráði i voru norðlæga landi?
Ef hinir máttugu höfundar þess-
ara frumvarpa gætu flutt hólm-
ann okkar ea 1500 km sunnar í
Atlantshafið, þá væri nóg sól
allt árið i landinu. En það verð-
ur nú líklega erfiður flutningur
fyrir þá voidugu herra. Þetta
er bara eitt dæmi um tillits-
leysi þeirra til íslenzkra stað-
hátta. Nei, allt skal vera eins
og í París, hver sem lega lands-
ins er. Það er hægt að segja
íbúum Borneó, sem ganga nær
naktir, að búa fáklæddir
á Grrenlands.jökli. en hve lengi
héldu þeir þar lífi?
Ég álit þessi frumvörp hrein-
asta tilræði við sveitabúskapinn
og ég er ekki einn um það álit,
hvað sem pólitískir loftkastala-
smiðir segja.
„GRTJNNSKÓLINN“ verður
ANDLEGAR ÞRÆI.KUNAR—
BtJÐIR fyrir börn og
UNGLINGA.
í rússneskum þrælabúðum
skulu þeir, sem dæmdir eru til
ströngustu þrælkunar, vinna 42
stundir á viku. í námsþrælkun-
arfrumvarpi um „grunnskól-
ann“ skuiu 8. og 9. bekk-
ir þræla í skólanum (skv. frv.)
40 kennslustundir á viku, hver
stund 40 mínútur og heimavinna
að auki. Þá er vikulegur vinnu-
tími þeirra orðinn lengri en í
rússnesku þrælabúðunum. Þetta
álít ég (og fleiri) hættulegt
álag á taugakerfi barnanna, því
námsþrælkun fer verr með
taugakerfið og allan líkamann
en nokkur hófleg líkamleg
vinna. Af þessu geta svo stafað
geðtruflanir barna. En frum-
varpshöfundar eru nú ekki í
vandræðum með hvernig fara
eigi með börn, sem hafa geðbil-
azt af námsþrælkuninni. Jú,
lokaúrræðið eftir skammir og
aðfinnslur, er það að fela
barnið algeriega í umsjá bama-
verndarnefndar, sem er orðin
Framh. á bls. 20
Aldur . 3 « * S 3 1 Taia 1 Is 5S lnnbrot Svik Falsanir Spell Skcmmdir Flakk Útivist —jO Hrekkir Meiðsl ölvun 'II '>0 Tala brota
7 ára P S 4 7 7
1 ára P s
9 ára p s 7- 3 2 2 7
10 ára p s
11 ára p s 3 1 2 1 4
. 12 ára p s 5 5 5
13 ára p s 10 I 11 1 8 1 2 22 1
14 ára p s 24 I 26 1 1 7 2 36 I
15 ára p s 16 S 10 1 2 1 5 27
16 ára p s 4 2 I 1 4
Piltar samtals 73 53 22 21 1 6 1 8 112
Stúlkur samtals 2 2 2
AILs Misferli M bari á 75 ll Og 1 1 55 ung lafði 24 22 linga afski X sen pti a1 i 21 Ka ' á s b« 1 rnav< iðast ar 'inda a ári. •n 6 rnefi a 1 id 8 Kópi 114 LVOffS
til barnaverndarnefndar Kópavogs