Morgunblaðið - 21.03.1971, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971
FÉLAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
ísafjörður — ísafjörður
BYGGÐASTEFNA
Ungir Sjálfstæðismenn efna til fundar um: BYGGÐAÞRÓUN
og BYGGÐASTEFNU mánudaginn 22. marz kl. 20,30 i Sjálf-
stæðishúsinu, Isafirði.
Frummælendur:
ELLERT B. SCHRAM
og HERBERT GUÐ-
MUNDSSON.
Fundurinn er öllum opinn og fólk hvatt til að fjölmenna og
bera fram munnlegar eða skriflegar fyrirspurnir og ábendingar.
S.U.S. Fylkir F.U.S.
SELTJARNAENES SETJARNARNES
Umræðu- og spilakvöld
mánudagskvöld 22. marz, kl, 8,30 í NÝJA FÉLAGSHEIMILINU.
ÓLAFUR G. Einarsson, þriðji maður
á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
neskjördæmi flytur erindi um NÝJA
FASTEIGNAMATIÐ OG FASTEIGNA-
SKATTA.
Félagsvist. — Góð kvöldverðlaun.
Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti.
Verið með frá byrjun í nýrri þriggja kvölda keppni.
SJÁLFSTÆÐISFÉALG SELTIRNINGA..
Málfundafélagið Óðinn
Almennur félagsfundur i Valhöll við Suðurgötu n.k. þriðjudag
23. marz kl. 8,30.
Frummælandi:
DR. GUNNAR THORODDSEN.
Að lokinni framsöguræðu verður
fyrirspurnum svarað og frjálsar
umræður.
Félagar fjölmennið og takið með
ykkur gesti.
STJÓRN ÓÐINS.
garðahrIpTur^
Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur almennan
félagsfund í Gagnfræðaskóla Garðahrepps þriðjudaginn
23. marz og hefst fundurinn kl. 21.
Dagskrá:
1. Kosnir fulltrúar á landsfund.
2. Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri ræðir
fjárhægsáætlun Garðahrepps 1971 og mun
siðan svara fyrirspumum fundarmanna.
Félagsfólk er hvatt til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.
Almennur fundur
Hafnarfjörður — Hafnarfjörður
Stefnir F.U.S. efnir til almenns fundar miðvikudaginn 24. marz
kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Hafnarfirði.
Umræðuefni: ALÞINGISKOSNINGARNAR OG
STJÓRMÁLAVIÐHORFIÐ.
Frummælendur: Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður,
Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri, Oddur Ólafsson læknir.
Hafnfirðingar eru hvattir til þess að sækja fundinn.
Ath.: Stefnisfélagar!
Á fundinum verða kosnir fulltrúar á Landsfund.
Stjóm Stefnis F.U.S.
BIN GÓ-SKEMMTUN
sem fólk bíður eftir!
Hverfasamtök Nes- og Melahverfis halda eitt
af sínum vinsælu skemmtikvöldum
að HÓTEL BORG þriðjudaginn 30. marz
og hefst klukkan 8.30.
MJÖG GÓÐIR VINNINGAR
ásamt skemmtiatriðum.
Nánar auglýst síðar. — Upplýsingar í síma
26686 milli klukkan 5—7 eftir hádegi.
Öllum heimill aðgangur.
— Grunnskólinn
Fratmh. aif bls. 19
bamarefsinefnd í stað þess að
vernda bamið. Sjá 91. gr. For-
eldrarnir, sem ættu að þekkja
bamið bezt, eiga hvergi að koma
þar nærri. Danir flöskuðu á
þessu þrælkunarskeri, en ráða-
menn þar tóku til greina
kvartanir fólksins og brugðust
rétt við þeim. Skólavika bama
og unglinga þar var orðin 40
stundir (hver stund 40 mín.),
þar var ekki þagað og þumbazt
á móti öllum kvörtunum nem-
enda eins og hér i Vélskól-
anum s.l. haust. Bömin fengu
rúm fyrir kvartanir sínar. Þetta
varð til þess að Helge Larsen
menntamálaráðherra Dana lagði
s.L vor frumvarp fyrir ríkisþing
ið um að draga svo mjög úr náms
efni (pensum) í öllum fræðigrein
um, nema kristnum fræðiun að
hámarkstaia kennslusttinda yrði
30 stundir á viku (hver stund
40 mín.) í eldri deildum skyldu-
námsins og tilsvarandi lægri
í yngri bekkjunum. Þar ríkir
ekki einræði og ofbeldi
gagnvart unglingunum. Þar er
ekki nóg að ala upp „nýta og
viðsýna“ þegna. Danir vilja
einnig ala upp góða þegna. Þess
vegna var ekki dregið úr krist-
indómsfræðslu þar. Skv. 63 gr.
frv. á að kenna „Trúarbrögð".
En hvaða trúarbrögð? Maó-
isma? Stalínisma? eða vilja þeir
láta fólk trúa á kúgun
og ofbeldi? Álíta þeir það betri
trúarbrögð en kristindóminn ?
Þá skal kenna það, sem þeir
nema „almenna siðfræði".
Hvað eiga þeir við með „al-
mennri siðfræði". Á hverju á að
byggja siðfræðina, ef ekki á
kenningum Krists? Nei?
Svona útþynnta vitleysu og rök
leysu skilur enginn sæmilega
hugsandi maður. Telja þeir
svona blaður betra en siðfræði
Jesú Krists? Siðfræði hans er
einföld og auðlærð og hljóðar
svona: Allt, sem þér viljið að
aðrir menn geri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra. Ég
held að höfundur grunn-
grunnskólafrv. hafi gleymt þess
ari gullnu reglu gagnvart nem-
endum og þjóðfélaginu. Viða í
löndum hafa nemendur í eldri
skyldubekkjum valfrelsi um
námsgreinar þannig að 3-4 náms
greinar eru skyldugreinar, t.d.
móðurmál, skrift, kristindóm-
ur og reikningur. Aðrar
greinar, bóklegar og verklegar
(4-5) mega eldri nemar velja
sjálfir, eftir því sem hver er
hneigður fyrir. I frv. skal aft-
ur á móti reyra allt i ósveigjan-
legar þrælaviðjar. Höfundur
virðist ekki skilja, að hver og
einn nýtur sin bezt í þeirri
grein, sem hann er hneigðastur
fyrir. Hér skal múgmennskan
gilda.
1 89. gr. frv. er lagt bann við
að nemandi megi vinna neitt ut-
an skólans, ef skólastjóri telji
það tefja hann við námið. Óbil-
gjarn skólastjóri getur alltaf
spunnið upp einhverja átyllu
til að banna þetta, þó að nem-
andinn verði að vinna til að
geta lifað.
Hér skulu nemendur slitnir
úr tengslum við atvinnulífið og
sjálft þjóðlífið. Ekki verða nem-
endur „nýtari og víðsýnni"
þegnar við það, og ekki færarl
til að lifa lífinu, eftir að þeir
sleppa úr þrælkuninni. Eða
vilja frumvarpshöfundar heldur
að unglingar brjótist inn til að
stela, þegar þá vantar peninga
en að þeir fái að vinna sér það
inn á heiðarlegan hátt? Ekki
verða unglingar „nýtari og við-
sýnni“ þegnar við það. Ef heil-
brigð sjálfsbjargar- og starfs-
hvöt unglinga er drepin með
svona lögum, þá brýzt hún út
í glæpum og í eymd og örvænt-
ingu og leitar unglingurinn þá
oft á náðir eiturlyfjanna, eins
og Geir Vilhjálmsson, sálfræð-
ingur, vék að í ágætu erindi,
sem hann flutti nýlega
í útvarp, um sálfræði mannúðar-
innar og afleiðingar af nauðung
þeirri, sem oft er beitt við skól-
ana hér á landi. Allt er þetta
frv. með sama ósveigjanleikann
um framkvæmd, eins og „lögin
frá 1946. Þetta sýnir hve höf-
undar þess virðast steinrunnir
í hugsun og hugmyndasnauðir.
1 Danmörku eru fræðslulög
sveigjanlegri og sveitarfélög
hafa þar meira frelsi um fram-
kvæmd þeirra. í blöðum frá 20
jan. 1971 er þess t.d. getið, að
borgin Kanders hafi gefið nem-
endum í efstu skyldunámsbekkj
um heimild til að velja
um, hvort þeir vildu heldur
stunda námið i dagskóla eða
kvöldskóla. Þetta er gert
til þess að nemendur, sem vinna
utan skólans geti notað dagtím-
ana til að vinna, hvort sem þeir
stunda sendistörf, blaðaútburð
eða aðra vinnu. Þar telst það
ekki agabrot að vinna sér inn
peninga á heiðarlegan hátt. Hér
er það talið agabrot í frumvarp-
inu, án tillits til afleiðinga af
að banna það!
LlFIÐ SEGIB TIL SÍN
Nú, síðan efnahagur þjóðar-
innar batnaði, taka unglingar
miklu fyrr út líkamsþroska en
áður, án þess að andlegur
þroski þeirra fylgi þroska lik-
amans. Ein afleiðing þess er sú,
að nú verða stúlkur oft bams-
hafandi innan við, eða um 16
ára aldur. Til dæmis var móð-
ir fyrsta barnsins, sem fæddist
í Reykjavik á þessu ári aðeins
16 ára. Fólk með snefil af mann-
úð getur skilið, hvers konar að-
staða það er fyrir 15-16
ára stúlku að sitja í skyldunámi
undir augnagotum kennara og
glósum og háði skólafélaga
sinna, því böm hllfast lítt við
því, oft, í skólum. Hafa frum-
varpshöfundar hugsað út I,
hvaða afleiðingar það getur haft
fyrir hina ungu móður og fóst-
ur hennar að vera kúguð í skóla
þannig á sig komin? Þarna er
bardagi þeirra við sjálft lífið og
lögmál þess í hámarki. Burt með
skólaskyldu til 16 ára aldurs.
Burt með lengingu árlegs skóla-
tíma. Hvorugt þetta á við hér
á landi.
HVAÐ UM FRÆÐSLUMÁLA-
STJÓRA?
Hlutverk fræðslumálastjóra
er hvergi nefnt í þessu ógeðs-
lega frumv. Á að afnema það
embætti? Öllum vandamálum
skal skjóta beint til menntamála
ráðuneytis, þ.e. til ráðuneytis-
stjórans. Líklega eru þetta
fingraför hans sjálfs á frum-
varpinu. Nú er hann ekki upp-
eldisfræði eða kennaralærður.
Hvemig getur hann þá
leyst erfið uppeldisfræðileg og
kennslufræðileg vandamál, svo
að vit sé í, að honum annars
ólöstuðum? Það getur pólitískur
ráðherra ekki heldur, ef hann
vantar sérþekkingu á þessu
sviði.
Þama er einn af mörgum van-
köntum frumvarpsins. Hins veg-
ar er núverandi fræðslumála-
stjóri bæði uppeldis- og
kennslulærður og með honum
starfa menn með sérþekkingu á
þessum málum. Hvers vegna
mega þeir ekkert leggja
til mála? Þetta er ljótur einræð-
isstimpill á frumv. og alla van-
kanta verður að sniða af grunn-
skóla- og skólakerfisfrumvarp-
inu, áður en það verður að lög-
um. Þess vegna má ekki flaustra
þessum lögum af á þessu þingi,
hvað sem pólitiskum spekúlönt-
um og flokkshagsmunum liður.
Æskunni má ekki fóma á altari
þeirra.
LOKAORÐ
Nú munu miður góðgjarnir
menn segja, að ég vilji útiloka
börnin frá rétti til menntunar.
Ekkert er fjær sanni en það.
En ég vil útiioka alla kúgun og
frinræðisofbeldi úr fræðslumál-
um okkar. Ég vil ekki láta
svipta 6-7 ára gömlum sveita-
bömum burt frá foraldrum sín-
um 9 mánuði á ári i 9 ár með
lagavaldi. Slíkt eru hermdar-
verk gagnvart heimilunum, sem
þó eru undirstaða þjóðfélags-
ins. Ef sú undirstaða er tætt í
sundur, þá hrynur þjóðfélags-
byggingin fyrr en var-
ir. Þess vegna á ekfcá að lög-
leiða Skólaskyldu til 16
ára aldurs. Þess vegna á ekld
að kúga bömin inn í skóla 1.
september á sumrin. Sumar
okkar er svo stutt, að bömin
þurfa að njóta þess með útiveru
meðan það varir. Hins vegar
álít ég að þau böm, sem óska
að vera í grunnskóla til 16 ára
eigi að hafa skýlausan rétt til
grunnskólanáms I 9. bekk, for-
eldrum sínum að kostnaðar-
lausu. Einnig eiga þau böm,
sem óska að nema í framhalds-
skóla eða sérskóla, að hafa rétt
til þess að hið opinbera kosti
nám þeirra þar að öllu leyti.
En það á ekki að skylda eða
kúga nokkurt barn til 9 ára
skyldunáms eða lengja árlegan
skólatíma um 1 mánuð, þó það
„tíðkist erlendis," en við erum
nú á Islandi. Mörg ung kaup-
staðaböm, sem fá sumardvöl í
sveit, gráta yfir því, þegar þau
eru kölluð í skólafangélsið 1.
sept. á sumrin og fá ekki að
fara í réttimar, sem þau hafa
svo mikið vonað eftir og hlakk-
að til. Ég held líka að börn
læri meira af veru á sveita-
heimili á sumrin, heldur en af
einhverju gervilifi í svonefnd-
um skóla.
Sem betur fer hafa nú-
verandi fræðslulög aldrei verið
framkvæmd í sveitum. Þó eru
sveitaböm miklu betur að sér
eftir 4-5 mánaða nám á vetr-
um, en kaupstaðabörn eftir
8-9 mánaða nám á ári. Sveita-
börnin hafa ekki fengið náms-
leiða af námsþrælkun og þvi
ekki gefizt upp við námið. Það
er skiljanlegt að kommúnistar
lofsyngi þessi frumvörp. Þeir
vilja gera unglingana að óvin-
um þjóðfélagsins til að geta
fiskað fyligi í því mengaða vatni
og til að geta lagt þjóðfélagið
í rúst.
Að síðustu þetta. Fræðslulög
eiga að vera sveigjanleg eftir
ástæðum hverju sinni. Þau eiga
að vera fyrir þjóðfélagið, en
ekki til að nokkrir námsmenn
geti lokið inntökuprófi i
háskóla ári fyrr en ella. Þjóðin
getur hvort eð er aldrei öll
orðið stúdentar. Fresta ber því
afgreiðslu þessara tveggja frum
varpa á þessu þingi og sníða af
þeim hina mörgu vankanta áð-
ur en þau verða lög. Ella munu
þau mæta harðsnúnari mótstöðu
sveitafólks, en áður hefur
þekkzt. Bændur geta verið harð
ir í hom að taka, ef þeir sam-
einast um að verja börn sín fyr-
ir ofbeldinu (sbr. Þingey-
inga).
24. febrúar 1971,
Jón N. Jðnasson.
N orðurlandaráð
Rabbfundur um Norðurlandaráð og
hlutverk þess, verður haldinn mánu-
dagínn 22. marz kl. 20,30 í félags-
heimilinu, Valhöll v/Suðurgötu.
Gestur kvöldsins verður:
MATTHÍAS A. MATHIESEN, alþm.
Heimdallur F.U.S.