Morgunblaðið - 31.03.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykj'avík.
Framkyæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakið.
MIKLAR BREYTINGAR
Á SKATTAFRUMVARPI
C|tundum er því haldið fram,
^ að Alþingi sé lítið annað
en afgreiðslustofnun fyrir
ríkisstjórn og embættismenn
hennar. Og því miður er það
svo, að of oft bera störf þings-
ins keim af slíkri afgreiðslu-
starfsemi. En þess ber að
geta, sem vel er gert, og
vinnubrögð þingsins í sam-
bandi við afgreiðslu á skatta-
frumvarpi ríkisstjómarinnar
eru til fyrirmyndar. f>au sýna
að Alþingi er annað og meira
en afgreiðslustofnun. Fjár-
hagsnefnd neðri deildar, und-
ir forystu Matthíasar Á.
Mathiesen, hefur í margar
vikur unnið að því að yfir-
fara skattafrumvarpið, sem
ríkisstjórnin lagði fram að
loknu jólalejrfi þingmanna.
Það kom fljótlega í ljós, er
þingnefndin kynnti sér af-
stöðu samtaka atvinnuveg-
anna til frumvarpsins, að þeir
aðilar töldu á því býsna
marga galla. Nú hefur meiri
hluti fjárhagsnefndar lagt
fram á Alþingi viðamiklar
breytingatillögur við frum-
varpið. Að baki þeim liggur
mikil vinna og samráð við
forsvarsmenn þeirra atvinnu-
vega, sem hér eiga hagsmuna
að gæta. Einstakir nefndar-
menn í þingnefndinni hafa
sett sig rækilega inn í alla
málavöxtu og þekkja málið
út og inn. Þannig á Alþingi
að vinna.
Þingnefndin hefur gert
veigamiklar breytingar á
frumvarpinu. Eins og kunn-
ugt er, hafði ríkisstjómin
lagt tii, að sameignarfélög
yrðu lögð niður sem sjálf-
stæðir skattaðilar. Þetta
ákvæði frumvarpsins hefur
verið mjög umdeilt og sætt
mikilli mótspymu. Nú hefur
þingnefndin lagt til að sam-
eignarfélög haldi áfram að
vera sjálfstæðir skattaðilar
með sérstökum skilyrðum
þó. Skilmálarnir eru m.a.
þeir, að slík félög verði sér-
staklega skráð í firmaskrá
og við slíka skráningu liggi
fyrir félagssamningur þar
sem getið sé eignarhlutfalls
eigenda innborgaðs stofnfjár,
sem eigendur skuldbinda sig
til að láta standa óhreyft í fé-
laginu til félagsslita, svo og
hvemig félagsslitum skuli
háttað.
Þá hefur fjárhagsnefnd lagt
til við Alþingi, að fallið verði
frá þeirri meginreglu fmm-
varpsins, að aldrei minna en
fjórðungur söluhagnaðar
verði skattlagður. Þess í stað
er gert ráð fyrir því, að sölu-
hagnaður af fymanlegu lausu
fé verði skattfrjáls eftir 4 ár
og skattlagður að hálfu eftir
2ja ára eignarhald. í sam-
bandi við fasteignir er gert
ráð fyrir, að söluhagnaður
verði skattlagður að fullu
hafi skattþegn átt eignina
skemur en 3 ár, 75% skatt-
skyldur milli þriggja og fjög-
urra ára eignarhaldstíma,
50% milli fjögurra og fimm
ára, 25% milli fimm og sex
ára en eftir það skuli sölu-
hagnaður af fyrnanlegri fast-
eign ekki skattlagður.
Um skattfrelsi arðs hefur
þingnefndin lagt til þá breyt-
ingu að hlutafélögum verði
skipt í svonefnd a-hlutafélög
og b-hlutafélög. Hjá b-hluta-
félögum verði 10% af arði
skattlaus hjá fyrirtækinu en
skattskyld hjá viðtakanda.
Hjá a-hlutafélögum verði
þetta þveröfugt. Allt er skatt-
skylt hjá félaginu en 10%
skattfrjálst hjá viðtakanda.
Hefur fjárhagsnefnd lagt til
að heimild til skattfrelsis
arðs verði takmörkuð við
10% af hlutafjáreign skatt-
þegns.
Eins og fram hefur komið
fjallaði frumvarp ríkisstjóm-
arinnar fyrst og fremst um
skattamál fyrirtækja, en í því
vom einnig ákvæði, sem
varða einstaklinga. Þing-
nefndin hefur einnig gert
veigamiklar breytingatillög-
ur við þau ákvæði. Þannig
var gert ráð fyrir því í frum-
varpinu, að frádráttur af tekj-
um giftra kvenna væri tak-
markaður við hálfan persónu-
frádrátt hjóna, en þingnefnd-
in leggur til, að núgildandi
reglur haldi áfram a.m.k.
þangað til frekari breyting-
ar verði gerðar á skattalög-
um. Þá leggur nefndin einn-
ig til, að sérstakur frádrátt-
ur einstæðra foreldra verði
hækkaður úr 27 þúsund kr.
í kr. 40.500,00 og er þar um
að ræða umtalsvert hags-
munamál hins stóra hóps ein-
stæðra foreldra.
Þá er ástæða til að vekja
athygli á þeim breytingatil-
lögum nefndarinnar, sem
beinast að því að veita skatt-
stofum meira aðhald í störf-
um þeirra og auka rétt skatt-
þegnanna. í fyrsta lagi er
lagt til, að breyting á skatti
verði ekki gerð öðru vísi en
svo, að hún sé tilkynnt með
ábyrgðarbréfi og ekki inn-
heimt fyrr en að loknum
kærufresti eða úrskurði
kæru. í öðm lagi er ætlast
til, að úrskurðir verði rök-
studdir og í þriðja lagi, að
SJÓNARMIÐ
lí.
EFTIR
ELLERT B. SCHRAM
ALLUR málflutningur stjómarand-
stæðinga bendir nú til þess, að þeir
hyggist gera landhelgismálin að helzta
kosningamáli sínu. Við því er að sjálf-
sögðu lítið að segja, en ólíkilegt er, að
þeir ríði mjög feiibum hesti frá þeim um-
ræðum.
Hitt er armað mál, að það er að mínu
mati athyglisvert tímainna tákn, ef kosn-
ingaslagurinn betoiist inn á þær brautir.
Hefði sannarlega mábt ætla, að stjórnar-
andstaða síðastliðinna tiu ára, hefði við
ríkisstjórntoa um annað að sakast og rif-
ast en mál sem síðast var á dagskrá
fyrir ámtug og lyktaði þá að mati fylg-
ismanna stjómarinnar með einum mesta
stjómmálasigri Islendinga fyrr og síð-
ar.
1 landhelgisbaráttu íslenzku þjóðar-
innar allt frá 1948, þegar lögin um
verndun landgrunnsina voru sett, voru
forystumenn Sjálfstæðisflokksins hinir
óumdeildu leiðtogar og mörkuðu þá
stefnu, sem nú er höfð að leiðarljósi hjá
stjónarfiokkunum. Þau spor hræða ekki,
þeirri stefnu er gobt að fylgja. Ef kosn-
ingabaráttan nú á að snúast um þau
mál, sem Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson báru helzt fyrir brjósti og
beitbu 3ér hvað mest fyrir, þá er ekkert
mál liklegra til að sameina alla Sjálf-
stæðismenn, alla góða menn, til styrkt-
ar þeim málstað.
★
En um hvað snýst deilan, í hverju er
ágreiningurinn fólginn? Hann kemur
einkum fram í tvennu. 1 fyrsta lagi
krefjast stjómarandstæðingar þess, að
samningnum við Breta og Þjóðverja frá
1961 verði sagt upp og í öðru lagi vilja
þeiir að því sé lýst yfir nú þegar, að
landhelgin verði færð út í sept. 1972.
Landhelgismálto og kröfur Islendtoga
til landgrunnsins alls, eiga djúpar ræt-
ur í þjóðemisvitund Islendinga, er rétt-
lætismál í augum allrar þjóðarinnar. Á
því er engton vafi, sú krafa er hafin
yfir aiUa flokkadrætti. Því reynist létt
verk, að höfða til tilfinninga þjóðarinn-
ar og setja fram djarfar kröfur, sér í
lagi, ef almenningi er ekki ljóst, hvað
mikið er undir því komið, að kröfunum
sé rétt og skynsamlega fylgt eftir. Kapp
og ákafi er góðra gjalda vert, en þó
til lítils ef ekki fylgja rök og forsjá.
Það á við í dag, sem Bjami Benedikts-
son sagði í ræðu um landhelgismálin
1952, „að það er minnstur vandinn, að
setja fraim sem allra mestar kröfur, en
af kröfugerðinni etoni verður enginn
miki'll". Þessa ræðu er að finna I „Land
og lýðveldi 11“ og ættu sem flestir að
kynna sér þann kafla bókarinnar, sem
um landhelgismál fjallar, því þar koma
glögglega fram skoðanir Bjama og þau
ágreiningsatriði, sem nú er aftur deilt
um.
★
Þegar stjórnarandstæðingar nú, halda
því fram, að segja eigi upp samningnum
við Breta og Þjóðverja frá 1961, þá
hafna þeir því höfuðsjónarmiði, m. a.
Bjarna Benediktssonar, að Islendingar
eigi að skoða það sem stærsta ávinning
sinn, að samningurinn sé óuppsegjanleg-
ur. Það sé okkar bezta haldreipi.
Samningurinn kemur engan veginn í
veg fyrir, að við færum landhelgina ein-
hliða út og að þvi leyti er réttarstaðan
ótvíræð og óumdeild hérlendis. En komi
upp ágreiningur geta Bretar eða aðrir,
sem mótmæla kunna útfærslunni, ekki
beitt okkur vopnavaldi eða virt ákvarð-
anir okkar einskis. Með samningnum
hafa þeir þvert á móti skuildbundið sig
til að hlita niðurstöðu Alþjóðadómstóls-
ins, alþjóða'laga í hugsanlegu þrætu-
máli.
Ef við Islendtogar teljum okkur eiga
rétt á einhliða útfærslu landhelginnar,
þá er það vegna lífshagsmuna okkar
sem þjóðar, og með stoð í aJlþjóðarétti.
Engtain á rétt sem ekki fær staðizt fyr-
ir lögum. Islendtogar og þá um leið
Bretar og Þjóðverjar tiilheyra vestræn-
um réttarríkjum, við virðum lýðræðis-
legar réttarhugmyndir og fyrir smáþjóð
etas og Island er það ráunverulega lífs-
Skilyrði að lög og regiur séu í heiðri
hafðar, jafnt af okkur sem öðrum. Þess
vegna er stuðningur við alþjóðalög okk-
ur mest virði eins og flestir ábyrgir
stjórnimálamenn á Islandi, að kommún-
istum undanskildum, hafa viðurkennt og
lagt áherzlu á.
Núveramdi formaður Framsóknar-
flokksins sagði um þetta atriði fyrir
nokkrum árum: „Vissulega er það svo,
að smáþjóð verður að varast það, að
ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf
verið við því búin að leggja mál sín
undir úrlausn alþjóðadómstóls, því sann-
leikurinn er sá, að smáþjóð á ekki ann-
ars staðar frekar skjóls að vænba, held-
ur en hjá alþjóðasamtökunum og stofn-
unum, af því hún hefur ekki valdið til
að fylgja eiftir sínum ákvörðunum etos
og stórveldin."
Betri rökstuðning með málstað stjóm-
arflokkanna er ekki hægt að fá, og und-
irstrikar rækilega, að við eiigum aldrei
að segja samntagmum við Breta upp,
heldur halda því stíft fram, að hann sé
óuppsegjanlegur. Það skerðir á engan
hátt rébt okkar til útfærslu, þegar við
sjálfir teljum okkur henta, þegar við
teljum réttan tima kominn.
★
Hvenær það skuli gert er svo hin
spurningin og um leið annar megin
ágretoingurinn milli stjórnar og stjóm-
arandstöðu.
Eins og fyrr segir vilja stjórnarand-
stæðingar lýsa yfir útfærslu frá og með
september 1972. Stjómta hefur ekki vi'Ij-
að stiga það skref, þó svo, að sá mögu-
leiki sé alls ekki útilokaður, því þeim
dyrum er haldið opnum sem áður.
Vegna þessa blæbrigðamunar og rök-
studdrar varkámi stjómarinnar, er hún
sökuð um heigulshátt og undanlátssemi
og hræðslu gagnvart öðrum þjóðum.
Virðist svo sem vtona eigi kjósendur til
fylgis við stjómarandstöðuna vegna
þessa yfirboðs.
Ef málið væri svo einfalt, ef stjófn-
arflokkamir hefðu ekki talið það skerða
málstað Islendinga, þá hefðu þeir í
ábyrgðarleysi og kosningahita getað tek-
ið undir þessa kröfu — og komizt á
þann etafalda hábt hjá þvi, að láta þessa
yfirlýsingu verða sér að falli í kosn-
ingum. Tiil þess ráðs er þó ekki gripið
af gildum ástæðum. Ekki vegna hugleys-
iis og þjónsluudar heldur vegna þeirrar
vissu að tíminn vinni með okkur, að í
dag hafi slík yfirlýsing enga úrslita-
þýðtogu en geti þvert á móti skaðað
málstað okkar.
★
Árið 1973 verður haldin alþjóðaráð-
sbefna um landhelgi og landgrunnsmál
og til þessarar ráðstefnu er efnt að til-
hluban íslands á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Við höfum óskað þeirra við-
ræðna, þessa samstarfs þjóða heims, I
þeim tilgangi að móta skýrari alþjóða-
reglur, í þeirri vissu að sjónarmið okk-
ar verði ofan á.
Hvar þykir það mannsæmandi eða
viturlegt, að hlaupa til áður en slikar
viðræður hefjast, hundsa þá leið, sem
við sjálfir höfum lagt áherzlu á? Varla
er það kænlegt til að sannfæra mót-
stöðumenn okkar um, að fundurinn
verði þess virði, að við okkur sé rætt;
varla vísbendtog um trú okkar á, að
málsbaður okkar sé í samræmi við al-
þjóðavillja.
Islendingar eru allir á einu máli um,
að rébtur okkar til landgrunnstos sé
ótvíræður. En í vissu Okkar skulum við
ekki spilta því, að rébburtan verði okk-
ar í reynd, að stærri þjóðir í skjóli
valds og vopna virði þennan rébt okkar
að vettugi.
Kosningaslagur má ekki spiila sam-
eiginleguim málstað okkar og þvi verður
ekki trúað að óreyndu, að kjósendur láti
yfirboð og kosningaglamur viila sér sýn
í þessu máli.
þeir verði ekki kveðnir upp
nema a£ skattstjóra eða lög-
giltum fulltrúa hans. Ekki
verður annað séð, en að
breytingatillögur þingnefnd-
arinnar séu til bóta en mestu
skiptir þó, að um þær hefur
náðst víðtæk samsfcaða utan
þings og innan.