Morgunblaðið - 31.03.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVl tCUDAGUR 31. MARZ 1971 ISLAND — eins og í árdaga — segja franskir blaðamenn í FRANSKA tímaritinu L’auto- journal birtist nýlega grein um Island eftir tvo af blaðamönn- um ritsins, J. F. Tourtet og Guy Bouiller, sem komu hingað til að skrifa um ísland í vetrar liam. Fylgja greininni ákaflega fallegar litmyndir, bæði frá hlaðamönnunum sjálfum og einnig eftir íslendingana Gunn ar Hannesson og Hrafn Hafn- fjörð. Ná myndirnar yfir heil- ar síður og heilar opnur. Þeir félagar segja, að náttúra íslands sé ósnortin eins og í árdaga og eru mjög hrifnir af landinu þó þeir kæmu um há- vetur og lentu í gráma og rign ingu. En þeir virðast hafa verið varaðir við, því í upphafi grein arinnar segja þeir frá símtali sem þeir áttu, áður en þeir lögðu af stað og sem þeir færa vafalaust í stílinn og líkja við leikrit Ionesco: — Hvað er að sjá á fslandi um vetur? Ekkert, herra minn, það er ekkert að sjá. — Halló . . . afsakið, er þetta ekki sendiráð íslands? — Jú, monsieur, það er ís- lenzka sendiráðið! — Ég veit að hinn sígildi ferðamannatími á íslandi er frá maí til september, en haldið þér samt ekki að þessi svart- hvitu litir . . . — Það er ekkert að sjá og svo er skammdegi, engin birta. — En þið hafið þó eldfjall? — Það er ekki hægt að sjá það á veturna. Það er lokað. Og það eru jöklarnir líka. — N-ú, eru eldfjöllin lokuð á veturna? Vegna úrkomu? En hvalstöðin vík? — Hún monsieur. í nánd við Reykja- er lokuð á vetrum, — En litlu fiskihafnirnar ykk ar? Það hljóta þó að vera til litlar fiskihafnir, þar sem sjó- mennirnir sitja á knæpum og ylja sér um hjartað? — Herra minn, það er bann á áfengi hjá okkur! Og þetta samtal varð til þess að blaðamaðurinn fann til ómót stæðilegrar löngunar til að fara til íslands, sem hann gerði og safnaði heilmiklu af skemmti legu efni — þó í skammdegi væri og um hávetur. franska blaöinu L’auto-journal Frá ráðstefnu háskólamenntaðra kennara: Hentugra að kennara- háskóli yrði deild i HÍ Vilja ráða skólastjóra á „grunn- skólastiginu44 til f jögurra ára í senn Mengun hafsins rædd á fundi Norrænu fiski- málanefndar- innar Þrándheimi, NTB. MENGUN hafsins verður eitt ( af aðalmálunum á fundi Nor- i rænu fiskimálanefndarinnar, þegar hún kemur saman til1 fundar í Osló, 1. apríl næst-1 komandi. Þá verffa meffal ann i ars rædd þau vandam-ál sem viff blasa þegar veriff er aff ‘ vinna olíu á hafsbotni. Undir- búningsvinna vegna ráffstaf-1 ana gegn mengun hafsins er ( þegar hafin í Noregi, og miff- aff er viff samstöffu allra Norff \ urlandanna í því efni. í Norr- | I ænu fiskimálanefndinni eiga | sæti fulltrúar allra Norffur- landanna, og starfar hún sem i I ráðgjafi Norffurlandaráffs. FÉLAG háskólamenntaðra kenn- ara hélt ráðstefnu um grunn- skólafrumvarpið og kennarahá- skólafrumvarpið um síðustu helgi. Samþykkti ráðstefnan ályktun um hvort frumvarpið fyrir sig og var þar m.a. í, að ráðstefnan taldi, að hagkvæmara hefði verið, að kennaraháskól- inn yrði deild eða stofnun inn- an Háskóla íslands. Taldi ráð- stefnan að ýmis framkvæmdar- atriði kennaraháskólafrumvarps ins orkuðu tvimælis og með til- liti til mikilvægis málsins þyrfti að kanna slík atriði nánar áður en frumvarpið yrði lögfest. „Það væri þvi mikið fljótræði að samþykkja frumvarpið á því Al- þingi, sem mi situr, án þess að slík endurskoðun fari fram.“ Gagnvart grunnskólafrumvarp- inu kom fram sá andi, að með því væri of mildð vald dregið til menntamálaráðuneytisins og gengu tillögur ráðstefnunnar i miklum mæli út á það að draga úr miðstjórnarvaldi ráðuneytis- ins og koma kennurum inn sem virkum aðilum í stjórn og fram- kvæmd. Um kennaraháskólafrumvarp- ið segir m.a. svo í ályktun ráð- stefnunnar: „Ráðstefnan fagnar þeirri meg inhugsun frumvarpsins að auka þurfi menntun kennarastéttar- innar. Hins vegar telur ráðstefn- an ýmis framkvæmdaratriði frumvarpsins orka tvímælis. Með tilliti til mikilvægis þessa máls þarf að kanna si ík atriði nánar, áður en frumvarpið verður lög- fest. Það væri því mikið fljót- r»>ði að samþykkja frumvarpið á því Alþingt, sem nú situr, án Ráðstefnu- og hljómleikahald — Bahá’ ía á íslandi DAGANA 2.—5. september nk. verður haldin hér á landi ráð- stefna á vegum Bahá’í-safnaðar- Ins á Islandi. Ráðstefnu þessa sækja 500—70« fulltrúar frá EvTópu og Ameríku. Bandariskir tóniistarmenn að nafni Seals og Crofts koma fram á hljómleikum í Háskólabíói þriðjudaginn 13. april nk. kl. 21 og fiytja þar tónlist i stíl, sem helzt mætti kaila þjóðlagapopp- stil, en á ensku gengur hann undir nafninu „folk roek“. Ald- urstakmark á hijómleikum þess- um er 16 ár, en aðgangur er ókeypis. Verður aðgöngumiðum úthlutað í miðasölu Háskóiabíós frá og með 3. apríl. þess að slík endurskoðun fari fram. Ráðstefnan telur að hagkvæm ara hefði verið, að kennarahá- skólinn yrði deild eða stofnun innan Háskóla Islands, e.t.v. með sérstakan fjárhag og sérstaka stjórn. Með slíku fyrirkomulagi hefði m.a. fengizt betri nýting fjármuna og starfskrafta. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því, að skv. 6. gr. frumvarpsins um nám og námstíma í kennara- háskóla eru gerðar minni kröf- ur til þekkingar kennara á nú- verandi unglingastigi i kennslu- greinum sínum en gerðar eru til B.A.- eða B.S.-prófs frá Há- skóla Islands." Síðan voru samþykiktar ýmsar breytingartillögur við frumvarp ið, þar sem „svo virðist sem mikið kapp sé á það lagt af háltfu stjórnvalda, að frumvarpið verði samþykkt sem skjótast. Ráðstefn an gerir því jafnvel ráð fyrir, að ókleift verði að breyta kenn- araháskólanum í háskólastofnun úr því sem komið er. Því viljum við koma á framfæri eftirfar- andi breytingartillögum sem miða m.a. að því að styrkja tengsl kennaraháskólans við Há- s'kóia ísiands og tryggja að um raunverulegan háskóla verði að ræða. Ráöstefnan gerði siðan ýmsar breytingartillögur við frumvarp- ið, þar sem m.a. uppeldisfélags- fræði, skólastjórn, námsefni og kennslubækur, skólakerfi og skólalöggjöf og íslenzk og erlend skólasaga eru settar inn sem námsgreinar fram yfir það, sem frumvarpið gerir ráð fyrir og einnig: „Nú óskar nemandi, sem tekið hefur lokapróf frá Kenn- araháskóla Islands, eftir að stunda nám til B.A.- eða B.S.- prófs við Háskóla Islands, og skal þá nám hans við kennara- háskólann metið sem ákveðinn hluti fyrrgreinds náms við Há- skóla íslands eftir nánari ákvæð um í reglugerð." Ennfremur: „Gerðar sku-lu svipaðar kröfur til nemenda og til námsefnis í kennaraháskóla og gerðar eru til nemenda í Háskóia Islands í jafnlöngu námi.“ Lögðu forsvarsmenn Féiags háskólamenntaðra kennara á það áherzlu á fundi með frétta- mönnum í gær, að málum yrði svo hagað, að kennaraháskólinn og Háskóli Islands kæmu ekki til með að vera að kenna hvor sínum hópinum sama efnið á sama tíma, þar sem um óþarfa tvíverknað yrði þá að ræða, auk þess sem þá mætti alltaf búast við, að kennaraháskólinn yrði undir í samkeppninni um hæfa kennara. —O— Grunnskólafrumvarpinu lýstu forsvarsmenn Félags háskóia- menntaðra kennara, sem ákveð- inni tilraun til að draga allt vald í kennslumálum undir hatt menntamálaráðuneytisins. Sögðu þeir, að frumvarpið gerði ráð fyrir fingrum ráðuneytisins svo víða og svo mjög inn í öll smá- atriði, að helzt mætti líkja við veldi kaþólsku kirkjunnar, er hún bældi allt mannslif niður á þeim forsendum, að það líf, sem skipti öllu máli, væri lífið eftir dauðann. Ganga flestar tillögur ráð- stefnunnar í þá átt að auka lýð- ræði í stjórnun skólamála, en um það segir m.a. í ályktunum ráðstefnunnar: „Nauðsynlegt er að stjórn skóiamála verði mun lýðræðis- Legri en nú er. Einkum ber að leggja áherzlu á að kennarar og nemendur taki þátt í stjórn skólamála að nokkru leyti, en frumvarpið gengur í þveröfuga átt. Það eykur enn miðstjórn- arvald i skólamáluan. Þetta er afleiðing af skipan nefndarinn- ar. 1 nefndinni er enginn full- trúi kennara, enginn fulltrúi dreifbýlisins, enginin fulltrúi frá atvinnuldfinu. Þá leitaði nefnd- in ekki samráðs kennara eða skólastjóra í undirbúningsstörf- um sínum. Þær tillögur, er hér fara á eftir marka fyrstu áfangana, sem ný fræðslulög eiga, að áliti ráðstétfnunnar, að kveða á um, svo lýðræði aukist við stjórnun skólamála og einstakra skóla. Tillögurnar fjalla einkum um hlutdeild kennara í þeim efnum, ráðningarskilyrði embættis- manna er fara með völd í skóia- kerfinu og eflingu fræðslumála- stjórnar utan menntamálaráðu- neytisins.” Helzta nýjung í tillögum ráð- stefnunnar felast í því, að kennarasamtök í fræðsluum- dsemi eigi að kjósa fræðslustjóra til 4 ára í senn og að skólastjór- ar verði ráðnir til sama tíma, „og áframhaldandi skipun verði ekki nema eftir umsögn kenn- arafundar viðkomandi skóla.“ Um starfstíma skóla segir svo: „Óheppilegt er að setja í 62. gr. nákvæm fyrirmæli um það hvenær grunnskólar skuli starfa. Víða í dreifbýli skapar það erfið leika í atvinnulífi, ef nemend- ur hefja skólanám 1. september. Sums staðar kann að eiga bet- ur við að halda skóla að nokkru að sumrimu, en fella niður haust- og vorkennslu í staðinn. Þetta getur farið eftir atvinnuháttum á hverjum stað.“ 1 niðurlagi ályktana ráðstefnu háskólamenntaðra kennara um grunnskólafrumvarpið segir svo: „Frumvarp tii laga um grunn- skóla er gallað að því leyti, að viða er blandað í lagagreinarnar atriðum, sem betur ættu heima í reglugerð eða jafnvel sem skýr ingar og athugasemdir. Dæmi um þetta er 91. gr., er fjéillar um aga og á betur heima í reglu- gerð og að nokkru í kennara handbókum. Ráðstefnan telur að setning nýrra fræðslulaga um skyldu- nám hafi dregizt of lengi, of langur frestur sé gefinn til framkvæmda. Endurskoðun laga um önnur skólastig þarf að haldast i hendur við endurskoð- un á skyldustigi og er eðlileg afleiðinig af henni, sé skipulega á málum halddð — verkefnin leyst í eðlilegri röð." Óhagstæður vöruskipta j öfnuður BRÁÐABIRGÐATÖLUR um verffmæti útflutnings og inn- flutnings í febrúarmánuffi sl. liggja nú fyrir. Þá var flutt út fyrir samtals 775.5 millj. króna, og fyrstu tvo mánuffi ársins fyrir 1.6 milljarða króna. í fyrra var hins vegar flutt út fyrir 752.7 milljónir króna og tvo fyrstu mánuðina fyrir 1.529,4 millj. kr. í febrúarmánuði sl. var flutt inn íyrir 1.132,3 millj. króna og tvo fyrstu mánuðina fyrir 2.133,0 millj. kr. í íebrúar í' fyrra var fiutt inn fyrir 667,1 millj. króna og tvo fyrstu mán- uðina á árinu fyrir 1.377,9 millj. króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar sl. var því óhagstæður um 356,8 milljónir, og um 536.3 milljónir fyrstu tvo mánuði árs- ins. í febrúar í fyrra var hann hins vegar hagstæður um 85.6 milljónir kr. og hagstæður um 151,5 milljónir tvo fyrstu mán- uðina. Varðandi innflutninginn ber að hafa í huga, að í tölum um hann er innifalin trygging og fiutningsgjaid.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.