Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 5 Tove Ditlevsen fær Gyldendalsverðlaunin DANSKA blaöið Information skýrði frá því fyrir helgi, að ákveðið hefði verið að veita skáldkonunni Tove Ditlevsen Gyldendalsverðlaumn, sem eru að upphæð 20 þúsund danskar krónur. Hlýtur hún viðurkenninguna fyrir nýj- ustu bók sina „Gift“ sem hefur vakið feiknalega at- hygli i Danmörku og sagt hefur verið frá hér í Mbl. Eggert Þorsteins- son ræðir meng- í Khöfn un Kaupmannahöfn, 19. apríl. EGGERT G. Þorsteinsson, sjávar útvegsmáiaráðherra, og Sigurður Bjarnason, sendiherra, áttu í dag fund hér í borg með A.C. Nor- man, fiskimálaráðherra Dana. Á fundinum var einnig Nörgaard, ráðuneytisstjóri. Á fundinum var fyrst og fremst rætt um þá vax- andi hættu sem stafar af mengun i höfunum, og þá helzt á hafsvæð unum kringum ísland og hin Norðurlöndin. Einnig var rætt um losun á hverskyns úrgangi í höfin, meðai annars frá efnaverksmiðjum. ÞBR ER EITTHUBÐ FVRIR BUB Gyldendalsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1958. Meðal þeirra höfunda, sem hafa fengið verðlaunin er gagnrýnandinn Torben Bro- ström, rithöfundurinn Klaus Rifbjerg og sagnfræðingur- inn Tage Kaarsted. Tove Ditlevsen gaf út fyrstu bók sína árið 1938, „Pigesind". Síðan hafa kom- ið út eftir hana tuttugu bæk- ur og hefur hún skrifað barnabækur, skáldsögur og siðast en ekki sizt getið sér gott orð fyrir ljóðagerð sína. Lýðveldi stofnað í SIERRA LEONE Mjög róstusamt í landinu að undanförnu Freetown, 19. apríl — NTB SIAKA Stevens, forsætisráð- herra Vi'stur-Afrikuríkisins Si- erra Leone lýsti í dag yfir stofn- un lýðveidis í landinu, strax eft- ir að þjóðþing landsins hafði saniþykkt stjórnarskrárbreyt- ingu í þá átt. með 53 atkvæðuni gegn 10. Áður fyrr ver Sierra Leone brezk nýlenda en fékk sjálfstæði 27. apríl 1961. Stjórnin i Sierra Leone hafði unnið að því frá árinu 1969 að gera landið að lýðveldi. Kemur lýðveldisyfirlýsingin nú i kjöl- far mikillar stjórnmálaókyrrðar, sem hófst 21. marz 1967, er Stevens varð forsætisráðherra. Aðeins nokkrum klukkustund- um síðar var stjórn hans steypt af stóli i valdaráni nokkurra hershöfðingja, en tveimur dög- um síðar gerði herinn og lög- reglan gagnbyltingu og komu á fót „Þjóðlegu umbótaráði." Þessu „Þjóðlega umbótaráði" var steypt af stóli i apríl 1968 af öflum innan hersins og lög- reglunnar. Var þá lýst yfir myndun „byltingarhreyfingar gegn spillingu." Síðar í sama mánuði sá þessi byltingarhreyf- ing um, að stjórnskipulegri rík- isstjórn var komið á fót á ný og Stevens var aftur gerður að forsætisráðherra. í marz sl. kallaði Stevens for- sætisráðherra á her nágranna- landsins Guineu til hjálpar, eftir að ný tilraun til valdaráns og tvær morðtilraunir höfðu verið gerðar gegn honum. Þannig gerðu hermenn árás á heimili Stevens 23. marz sl. og ollu þar miklum spjöllum og hin tilraun- in til þess að myrða hann var gerð stuttu siðar. Var þá skotið af vélbyssum á skrifstofu hans, er hann var á fundi með ráð- herrum sínum, en morðtilraun- in fór út um þúfur. * I Charlotten- borg .... | UM þessar nmndir stendur yí í Charlottenborg sýning á 1181 niálverki og höggniyndum i eftir 14 islenzka iistamenn. 'Þessi mynd er frá setningu I sýningarinnar, og er Sigurður I Bjarnason, sendiherra, í ræðu Karjalainen í Moskvu MOSKVU 19. apríl, NTB. — Ahti Karjalainen, forsætisráð- herra Finnlands byrjaði í dag opinbera heimsókn til Sovétríkj- anna með viðræðum við Kosygim forsætisráðherra og fleiri valda- menn. Stóðu viðræður þeirra i 2Vi klst. og var þar einkum rætt um efnaihagssamvinnu en einnig um alþjóðamál. — Sölumaður óskast Sölumaður óskast til að selja og keyra út matvörur. Tilboð óskast sent blaðinu fyrir 25. þ. m. merkt: ,,7161". VALE YALE lyftarinn eykur afköst og hagræðingu. Leitið upplýsinga og vér munum aðstoða yður við val á því tæki, sem henta yðar að- stæðum. G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — Símr 24250 \ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.