Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 15 „Afhending handritanna í anda lýðháskóla- hreyfing- arinnar 66 I m 1 segir J. Th. Arnfred fyrrverandi lýðháskólastjóri í Askov Lýðháskólahreyfingin í Danmörku hefur átt stóran þátt í handritamálinu frá því að alvarlega var byrjað að vinna að lausn þess fyrir aldarfjórð- ungi. Afhending handritanna samræmd- ist mjög stefnu þeirri, sem lýðháskól- arnir voru grundvallaðir á, en sú stefna var og er í megindráttum sú, að allar þjóðir skuli hafa rétt til sjálfstæðis, eigin tungu og menningar. Handritin, sem menningararfur íslendinga, féllu því vel inn í þennán ramma. Nú, þegar handritin eru að koma heim, hefur íslenzka rikisstjórnin boðið J. Th. Arnfred, fyrrverandi lýðháskólastjóra á hösu fo'rna menningarsetri Asko.v, heim til íslands, sem fulltrúa lýðhá- skólahreyfingarinnar. Fréttamaður Mbl. hitti Arnfred á heimili hans í Askov sl. sunnudag og ræddi stuttlega við hann um skerf lýðháskólahreyfingar- innar til lausnar handritamálinu. J. Th. Amfred er nú háaldraður maður, 88 ára, en hefur haft með höndum kennslu við lýðháskólann í Askov þar til í vetur. Þótt árin séu orðin þeíta mörg, hefur hann allt yfirbragð og þrek manns á miðjum aldri og er hann sýndi fréttamanni Mbl. skólasvæðið varð fréttamaðurinn að hafa sig allan við til að fylgja honum eftir. — Hver voru fyrstu afskipti lýðhá- skólahreyfingarinnar af handritamál- inu? — Það var árið 1947, er við sendum opinbert áskorunarskjal til danska Þjóð þingsins. Skjal þetta var samið af C.P.O. Christiahsen, lýðháskólastjóra og undirritað af öllum lýðháskólastjór- um í Danmörku. — Hver var hinn raunverulegi til- gangur þessa áskorunarskjals? — Fyrst og fremst til að vega á móti þeim, sem höfðu skrifað gegn af- hendingu handritanna og einnig vegna þess að afhendingin var í anda lýð- háskólastefnunnar um rétt þjóða til sjálfstæðis, eigin tungu og menningar. — Hvernig var áskorunarskjalið byggt upp? — Það var í fimm liðum og kafla- heitin voru: 1. fslendingar eiga sið- ferðilega kröfu til handritanna. 2. fs- lenzk heimildarrit til íslenzkra vísinda manna. 3. Breytt aðstaða í Reykjavík. 4. Tilkoma ljósmyndartækninnar. 5. Mótbárur Dana. Fyrsta liðinn byggðum við á því, að handritin væru skrifuð á íslandi og væru því menningararfur íslenzku þjóð arinnar, þó að þau hefðu komizt í eigu Danakonungs, meðan ísland heyrði und ir hann. Þegar ísland var orðið sjálf- stætt ríki, var ekki lengur réttlætan- legt, að handritin væru áfram á danskri grund. Annar liðurinn fjallaði um það, að íslenzkir vísir.damenn væru færastir um að vinna að rannsóknum á íslenzkum frumheimildum og því bæri handritun um staður á íslandi. Þriðji liðurinn fjallaði um brevtta aðstöðu og v:ðhorf í Reykjavík, vegna stórbættra samgangna. Með tilkomu reglulegs áætlunarflugs, var ekki leng- ur hægt að skjóta sér á bak við það að ísland væri svo áfskekkt, að óger legt væri fyrir erlenda vísindamenn að ferðast til íslands til að vinna við hand ritárannsóknir. Einnig var í þessu sam bandi lögð áherzla á stórvaxandi gengi Háskóla fslands. Fjórði liðurinn skýrir sig nú raun- verulega sjálfur, því að þá var orðið ljóst, að mjög vel væri hægt að vinna að rannsóknum eftir ljósmyndum af handritunum og því enginn ví'sindaleg ur skaði fyrir Danmörku að skila hand- ritunum heim, til íslands. Fimmti liðurinn fjallaði síðan eins og heiti hans segir til um um mótbárur Dana, og var hér einkum átt við þröng an hóp vísindamanna. — Hvernig var þessu máli fylgt eft ir af hálfu lýðháskólamanna? — Lýðháskólamenn lögðu sig fram um að halda málinu vakándi og áhuga á því lifandi með því að flytja ræður á fundum og skrifa greinar í blöð og tímarit. Það voru margir menn, sem lögðu sig alla fram um að vinna að lausn málsins, því að þeir voru þess fullvissir að það væri í samræmi við vilja fólksins. Þessu var síðan haldið á fram, þar til þingið samþykkti árið 1961 að afhenda íslendingum handritm. Þá var hlutverki okkar sem hreyfingar lokið, því að vilji fólksins hafði fengið að ráða. Þó að málinu lyki ekki end- anlega fyrr en með dómi hæstaréttar í sl. mánuði, efaðist enginn um málalok, það var aðeins tímaspursmál hvenær af hendingin yrði formleg. — Þar höfðuð þið á réttu að standa. — Já, í dag gleðjumst við með ís- lenzku þjóðinni yfir að málið er komið í höfn, og að dýrgripir hennar eru á heimleið eftir langa fjarvist. 5? ,Tel mig hamingju- samasta mann * Islands“ :: ■ Segir Bjarni M. Gíslason Einn þeirra manna, sem hefur hvað ötullegast unnið að lausn handrita- málsins er Islendingurinn Bjarni M. Gíslason. Bjarni hefur unnið að hand- ncamálinu nú um nær aldarfjórðungs skeið. Hann hefur ritað um það tvær bækur, tugi af blaðagreinum og hald- ið mörg hundruð fyririestra í Dan- mörku og öðrum Norðurlöndum. Þá hef- ur Bjami einnig rætt við alla ráða- menn, sem á einhvem hátt hafa haft afskipti af málinu. Morgunblaðið hitti Bjarna að máli i Kaupmannahöfn um síðustu helgi og ræddi við hann um handritamálið. — Hver var stefna þín og hvað var það sem kom þér af stað þegar þú byrj- aðir árið 1946? — Árið 1945 fór íslenzka stjómin fram á það við Dani að athugað yrði með að skila handritunum og lagði til, að skipaðar yrðu nefndir, að því er mig minnir sérfræðinganefndir, til að at- huga málið. Ég hafði þá verið hér í Danmörku frá því árið 1934, kynnzt Dön- um töluvert og mundi þar að auki, að árið 1928 endaði þvilíkt nefndarbrask með því að íslendingar fengu 4 hand- rit. Stefna min frá upphafi var þess- vegna sú, að spyma gegn því að danska þjóðþingið smeygði sér undan ábyrgð- inni og setti hana yifir á þessar sér- fræðinefndir. Ég óttaðist, að þó að lærð ir íslendingar hefðu yfirburði sem fræðimenn, þá myndu danskir kollegar þeirra skenkja þeim smámunalega, ef þeir fengju völdin i sínar hendur. — Til hvaða ráða greipst þú þá? -— Það var þá og þess vegna, að ég sneri mér til þekktra lýðháskóla manna og ræddi málið við þá. Þeir ákváðu, að skora á þjóð og þing, að málið yrði leyst, áður en sérfræðing- arnir fengju það í hendurnar. Þetta gerðu þeir í opinberri áskorun til þings Franihald á bls. ÍfeM ^ i fpi W ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.