Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRTL 1971 Návist handritanna hvetur til að þeim sé sinnt Spjallað við Ólaf Halldórsson og Stefán Karlsson ■ handritasérfræðinga í Arnagarði MEÐAL starfsmanna Handritastofnun- ar íslands eru handritafræðingarnir Ólafur Halldórsson og Stefán Karlsson. Þeir starfa í Árnagarði, en Handrita- stofnunin er í tengslum við Háskóla ís- lands, sem í dag fær fyrstu handritin afhent við hátíðlega athöfn. — Mbl. ræddi nýlega við þá félaga og spurði þá fyrst um breytingar, sem verða á starfi þeirra við heimkomu handrit- anna. Stefán: f raun verða engar skyndi- legar breytingar. Þessi tvö handrit — Konungsbók Eddukvæða og Flateyjar- bók koma nú, vegna þess að þeirra er getið í lögunum sjálfum. Þá kann áð verða einhver bið, þar til næstu handrit koma, og gert er ráð fyrir að afhending fari fram smám saman á 25 árum. Ólafur: Við höfum haft handrit að láni við þau verkefni sem við erum að vinna að. En oft þarf að fletta upp í öðrum handritum, þótt þau komi ekki verkefninu sjálfu við, og leita að ýmsu, sem getur orðið að liði við rannsóknirn- ar. Stefán: Handritalán milli safna á Norðurlöndum eru ákaflega frjálsleg. Til rannsókna höfum við getað fengið að láni handrit ekki aðeins frá Dan- mörku heldur og frá Svíþjóð. Einnig hefur Landsbókasafnið lánað handrit og nú á að gera sérstakan samning um handritalán milli Danmerkur og ís- lands. Ólafur: Mér vitanlega hefur aldrei komið til að bækur eins og Flateyjar bók eða Sæmundar Edda hafi verið lánaðar úr landi síðan á dögum Þor- móðar Torfasonar. Báðar eru þær til Ijósprentaðar, og Ijósprent Flateyjar- bókar er t.d. mjög gott, og kemur varla fyrir að unnt sé að lesa meira í sjálfu handritinu en ljósprentuninni. Sjálfur hef ég gengið úr skugga um þetta, þegar ég gaf út Ólafssögu Tryggvasonar í Kaupmannahöfn, þá reyndist naumast meira en 10—20 stað ir, sem þurfti að fletta upp á í hand- ritinu sjálfu. Sæmundar Edda er hins vegar ekki eins hrein, en ljósprentin eru góð engu að síður. Stefán: Sæmundar Edda hefur verið ljósprentuð tvisvar — fyrst 1891 og er sú prentun ekki gíðri en hin yngri. Einnig höfðum við ljósmyndir af hand ritinu, sem eru enn betri en ljósprent- in. Það er með Konungsbók seni fleiri handrit, að sums staðar hafa verið skafn ir út stafir og breytingar gerðar. Slíkar breytingar er oft mjög erfitt að sjá, nema í handritinu sjálfu. Þó verður oft að notast við ljósmyndir og filmur. Sumt efni er til í mörgum handritum, sem eru út um allar jarðir — Svíþjóð, Bretlandseyjúm og víðar. Við útgáfu vinnu þarf því .oft að nota mörg hand- rit _ samtímis, og mikinn hluta starfsins er þá hægt að vinna á grundvelli ljós- mynda. Haganlegra er þó að hafa hand- ritin sjálf á staðnum, og nauðsynlegt urn þau handrit sem mestu máli skipta. Ólafur: Já, — þegar við sendum handrit landa milli notum við póstþjón ustuna og sendúm þá með skipapósti í ábyrgð. Stefán: Um tryggingar póstsendinga gilda ákvæði hjá pósti en ef um dýr- mæt handrit er að ræða, þá er tekin sú trygging sem hæst er og unnt er að fá. Að sjálfsögðu er þó ógemingur að meta handrit Konungsbókar Sæmuhdar Eddu til fjár. Stefán: Hvers vegna blöð úr skinnbók eru mislæsileg? Mjög algengt var og ein ástæðan að bækur væru óbundnar eða lausar í bandi. Þá var unnt að taka kver úr bókinni og eðlilega slitnuðu þá mest yztu blaðsíður kveranna. Kver er bað sem á r.útímamáli myndi kallað örk. Ólafur: Ég veit ekki, hvort Konungs bók verður rannsökuð í bráð. Hún hef- ur verið mjög vel gefin út, en við frekari rannsóknir þarf hiklaust að nota handritið. Stefán: Já, henni hafa verið gerð rækilegri skil en flestum eða öllum öðr um íslenzkum handritum — þó má segja að lengi sé hægt að mjólka kúna. Ólafur: Satt er það að síðan farið var að nota útblátt Ijós við lestur hand ritanna, sést mun meira . . . Stefán: . . . Já, en hins vegar hafa ekki verið gerðar verulegar tilraunir með bætta lesturstækni, nema hvað varðar ljós. Eðlisfræðingar hafa tjáð mér að með eðlisfræðilegum aðferðum sé vel hugsanlegt að unnt verði að ná fram stöfum, sem alls ekki sjást við nei.tt ljós. Stefán: Um aðstöðumun má segja að aukinn fjöldi handrita hér og að auki myndasafn af handritum um víða ver- öld er mjög nauðsynlegt. Þá held ég að við Ólafur séum sammála um það og þar tölum við af reynslu, því að báðir höfum starfað í Kaupmannahöfn, að návist handritanna sjálfra er hvöt til að sinna þeim og verkefnum, sem þau bjóða. Maður tekur sér handrit í hönd og rekst á eitthvert atriði, sem vekur spurningu, sem nauðsynlegt er að fá svar við. Verkefnin eru svo mikil ef gera á þeim þokkaleg skil. Því er ekki hætta á atvinnuleysi í stéttinni og nýj ar leiðir til rannsókna opnast í sífellu. Það starf, sem unnið er á stofnun eins og þessari og á Árnastofnun í Kaup- mannahöfn er og hefur verið mest út- gáfa texta og um leið rannsóknir á málfari, uppruna og ferli handritanna, sem notuð eru við útgáfuna. Ólafur: Jú, það er afskaplega skemmtilegt að þessu handritamáli er endanlega lokið — það hefur verið leið inlegt, þótt samstarf okkar við Árna safn og Konunglega bókasafnið hafi allt af verið jafn vinsamlegt . . . Stefán: . . . Þó varð handritamálið um skeið til þess að vekja upp kala- tilfinningar, sem áður voru farnar að hjaðna. Nú vonum við bara að yfir þær grói á ný hið skjótasta. Andstaða danskra fræðimanna er skiljanleg, þótt þeir, sem mest hafa haft sig í frammi séu raunar ekki þeir, sem nánustum böndum eru tengdir handritunum . . . Ólafur: . . . afskaplega hefur verið erfitt að ræða málið með rökum og satt að segja lítið gert af því. Þá sögðu þeir félagar, að ekki væri við því að búast og raunar ekki æski- legt, að öll rannsóknastarfsemin flyttist til íslands. í Árnasafni hefur verið kom ið upp miklu og góðu safni mynda af handritum úr söfnum mjög víða. Mjög æSkilegt er að þessi fræði séu stunduð á fleiri en einum stað því að þá skap- ast heilbrigð samkeppni um verkvönd un og verkefnaval sögðu Stefán Karls- son og Ólafur Halldórsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.