Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21, APRÍL 1971 14 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson, Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Augiýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraati 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstraati 6, sími 22-4 30. Áskriftargjaid 196,00 kr. á mánuði innaniands. i iausasðlu 12,00 kr. eintakið. | r. Bjami Benediktsson kormt eitt sinn svo að |orði, þegar hamdritamáiið var til umræðu Ifyrir hálfum öðrum áratug, að það væri sam- jvizkuspummg fyrir Daini. Nú hafa Danir leyst samvizku sína úr viðjum yfirdrottnunarþjóða. Þeúr hafa sýnit drengskap, sem vart á sinm líka, í samskiptum sín- um við gamla nýlendu. Af þeim sökum taka nú aliir ístendingar heils hugar undir með Hávamálum og segja: Gefemdur heilir. Gestur er imm komirtm. Síðam spyr ljóðskáld Hávamála: Hvar skal sitja sjá? Við svörum fyrir harns hönd, því að það var hamm og starfsbræður hans, sem fyrst og síðast gera þeninan dag eftirminnilegan: Gestir vorir skulu sitja í öndvegi. Aldrei hafa þeir jafn velkomnir verið. argvísleg er speki fomra sagna og ljóða. Höf- undur Hávamála minmlr okkur á, hvermig menn úgi að umgangast vini sína. Hamm segir: Vin sínum skal maður vinur vera, Og hamn bætir við: Og gjalda gjöf við gjöf. Islendingar eiga emga gjöf betri dönsku þjóðínni till handa em þá vináttu, sem nú er sprottin úr misjöfnum jarðvegi formra kymma. Þessi jarðvegur hefur nú verið erj- aður með uppskeru hlýrra voma í huga. jaldan hefur verið meiri ástæða til þess en nú að íslendingar sameinuðust í gleði sinni og pakklæti. „Nú er dagur bókarinnar,“ segir I Jóhamn Hafstein, forsætisráðherra, í ávarpi, sem hamn skrifar í sérstakt handritablað Morgunblaðsins, sem út kemur í dag af einstæðu tilefni. Forsætisráðherra bætir við: „Danir færa okkur Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu. Þetta eru konunglegar gjafir, svo sem þær áður voru, þá er þær fiuttust í komungsgarð. Þegar íslenzku handritin koma heim, mumu þau tendra á ný þann gneista menningar og mennta, sem er kveikja þeirra sjálfra." Vonandi hefur forsætisráðherra lög að mæli. Handritin ©ru í sjálfu sér ekki aðalatriði, heldur hitt að andi þeirra sé ávallt ríkjandi í þjóðlífi Islendinga. Ástæða er því til að óska íslenzku þjóðinmi þess, á svo merkum degi sem nú er upp runninn, að hún beri gæfu til að taka kinnroðalaust við handritunum og efni .þeirra: af innri þörf, ólæknandi ásfríðu, em ekki sýndarmennsku; að hún sýni í verki — og þá ekki sízt í samskiptum við skáld sín og rithöfunda — að hugur fylgir máli, þegar glaðzt er yfir handritaheimt. r þá kornið að samvizkuspumimgu okkar sjálfra. Handrita- sáttmálinn HINN 1. apríl sl. skiptust fulltrúar ls- lands og Danmerkur á fullgildingar- skjölum á sáttmála landanna um afhend ingu handritanna. Það var gert við há- tíðlega athöfn I Kristj ánsborgarhöll. Þar með tók gildi sáttmálinn, sem und- irritaður var 1. júli 1965 í Kaupmanna- höfn af Per Hækkerup, þáverandi utan- ríkisráðherra og Gunnari Thoroddsen, þáverandi sendiherra. Sáttmálinn um af- hendingu handritanna er svohljóðandi: „Sáttmáli milli Danmerkur og fslanda vun flutning á hluta af handritum Stofnunar Árna Magnússonar í vörzlu og umsjón Háskóla fslands. Hans hátign konungur Danmerkur og forseti lýðveldisins Islands, sem óska af heilum hug að gera þvilíka skipun varðandi handrit þau af islenzk- um uppruna, sem nú eru í Danmörku, að orðið sé við óskum íslenzku þjóðar- innar að hafa sjálf umráð þessara þjöð- legu minja," og óska af heilum hug að staðfesta og styrkja gott samkomulag þjóðanna í anda norræns samhugar; og með tilliti til aldalangs stjórnmála- sambands landanna; að hafa ákveðið að gera sáttmála um að flytja til Islands handrit, sem telja verði íslenzka menningareign, og hafa þeir tilnefnt sem fulltrúa sína með fullu umboði; Forseti lýðveldisins Islands: Sendiherra Gunnar Thoroddsen. Hans hátign konungur Danmerkur: Utanríkisráðherra Per Hækkerup. Þessir tveir fulltrúar hafa skipzt á umboðsskjölum sínum, þau reyndust vera góð og gild, og hafa þeir orðið sammála um eftirfaraftdi atriði: 1. gr. Jafnskjótt sem farið hefur fram sú skipting á Legati Árna Magnússonar (Stofnun Árna Magnússonar), sem mælt er fyrir um í dönskum lögum frá 26. maí 1965 um breytingu á skipulags- skrá legatsins frá 18. janúar 1760 í tvær deildir, skal flytja til íslands handrit þau og skjalagögn, sem Háskóli Islands skal varðveita og hafa umsjón með. 2. gr. Ríkisstjórn íslands tekur að sér, með atbeina Háskóla Islands, að varðveita og hafa umsjón með handritum þeim og skjalagögnum, sem til Islands verða flutt, í samræmi við reglur skipulags- skrár Legats Árna Magnússonar. 3. gr. Um leið og handritin eru flutt, skal skipta höfuðstól Stofnunar Árna Magn- ússonar, sem nú nemur um 100.000 dönskum krónum, og skal upphæð, sem tiltekin er í lögunum, 3. gr. 4. lið, lögð tii Háskóla íslands með þeirri skyldu, að hann hafi umsjón með þessu fé og noti það í samræmi við skipulagsskrá Stofnunarinnar. 4. gr. Handrit þau og skjalagögn, sem þessi sáttmáli f jallar um, ásamt fé því, er þar tilheyrir, skal mynda „Stofnun Árna Magnússonar á lslandi“, og verður það heiti staðfest af ríkisstjórn Islands. 5. gr. Stofnun Árna Magnússonar á Islandl skulu afhent handrit úr Konungsbók- hlöðu í Kaupmannahöfn, sem ákvæði 3. liðar 3. gr. fyrrnefndra laga taka yfir. 6. gr. Samningsaðilar eru sammála um það, að með þeirri skipan, sem hér er gerð, sé viðurkennt, að fullkomlega og end- anlega sé útkljáð um allar óskir af Is- lenzkri hálfu varðandi afhendingu hvers konar islenzkra þjóðlegra minja, sem í Danmörku eru. Samkvæmt því skal af hálfu íalenzka ríkisins eigi unnt í fram- tíðtnni að hefja né styðja krafur eða óskir um afhendingu slíkra minja úr dönskum skjalasöfnum eða söfnum, opinberum jafnt sem í einkaeign. 7. gr. Flutningur til íslands á þeim hand- ritum, sem að mati hinnar dönsku stjórnar stofnunarinnar þarf að nota við samningu nýrrar íslenzkrar orða- bókar, sem nú stendur yfir í Danmörku, skal eigi framkvæmdur fyrr en því verki er lokið, þó eigi síðar en 25 árum eftir gildistöku þessa sáttmála. 8. gr. Með samningi menntamálaráðherra beggja landa skulu settar reglur um gagnkvæma heimild beggja deilda stofn unarinnar til að fá lániuð handrtt tii afnota við visindalegar rannsóknir. 9. gr. Ef rísa kynnu deilur um skiptingu þessa sáttmála, skal um það fjallað með samningum milli ríkisstjórnanna eða fulltrúa þeirra. Ef eigi fæst viðunandi niðurstaða með því móti, skal málið lagt til fullnaðar úrlausnar fyrir nefnd, sem skipuð sé tveimur mönnum tilnefndum af ríkisstjórn Danmerkur, tveimur mönnum tilnefndum af rikisstjóm Is- lands og einum oddamanni, sem nefnd- armennirnir fjórir tilnefna, Nú verða þeir ekki á eitt sáttir um val odda- manns, og skulu þá aðilar fara þess á leit við forseta Alþjóðadómstólsins í Haag, að hann velji oddamanninn. 10. gr. 1. Þessi sáttmáli, sem gerður er bæði á dönsku og íslenzku, þannig að báðir textar skuli jafngildir, skal staðfestur og skipzt á staðfestingarskjölum í Kaupmannahöfn, svo fljótt sem verða má. 2. Sáttmálihn öðlast gildi frá þeim degi, sem skipzt er á staðfestingarakjöl- unuta Þessu til staðfestu hafa íulltrúarnir undirritað sáttmála þennan og sett við hann innsigU sín í Kaupmannahöfn, hmn 1. júlí 1965. Undir islenzka textann skrifar Gunn- ar Thoroddsen, þáverandi sendiherra, en undir hinn danska skrifar þáverandi utanríkisráðherra, Per Hækkerup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.