Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 17 Með hvaða hætti eigum við að fagna endurheimt handritanna? Fjögur skáld segja álit sitt Agnar Þórðarson: Háskólakennarar og stúdentar skyldu vera fremstir í flokki Samkvæmt dönsku lögunum, sem samþykkt voru 1965, eru íslenzku hand ritin afhent Háskóla íslands til varð- veizlu. Færi því vel á að háskólakenn arar og stúdentar væru þar fremstir í flokki við að fagna heimkomu handrit anna. Mætti það til að mynda fara fram á þann hátt að fara í fagnaðar- göngu til danska sendiráðsins og veifa dönskum fánum og gætu aðrir slegizt í förina, sem vilja láta í Ijós þakklæti sitt til dönsku þjóðarinnar fyrir dreng skap hennar í þessu máli. Guðmundur Daníelsson: Fom frægðin nægir ekki Rithöfundar og aðrir bókmennta- menn ættu að fagna handritunum á þann hátt að hætta skæruhemaði sín- um innbyrðis, en einbeita sár að því hlutverki að skapa andleg verðmæti handa þjóðinni. Til lengdar getur eng- inn orðið mikill af öðru en því ágæti, sem þjóðin finnur í verkum hans, ef til vill strax, kannski ekki fyrr en löngu eftir að dagar hans eru allir. Þjóðin í heild ætti að fagna handrit unum með því að rifja upp fyrir sér þá staðreynd, að það voru íslenzkir rithöfundar sem endur fyrir löngu skráðu þau og að það eru þessir menn og arftakar þeirra, sem hingað til og um ókomin ár hafa gert og munu gera henni kleift að vei’a sérstök þjóð meðal þjóðanna. Bóklaus þjóð er óhugsandi. Og forn frægðin ein nægir ekki — nema sem minnisvarði. Vér skulum virða skinnbækurnar og gleðjast yfir endurkomu þeirra og þakka þeim, sem settu þær saman og þeim sem varðveittu þær. En stuðlum jafnframt að því í orði og á borði, að einnig í okkar tíð verði bóklistarmönn um veitt sú aðstaða, að þeir fuilnýti vilja sinn og gáfu til að vinna þess háttar verk, sem hæfa nútíðiuni og þola þar að auki tönn tímans — eins og handritin. Indriði G. Þorsteinsson: Arfsins bíða nú hin góðu málaiok Danir hafa sýnt slikt drenglyndi í handritamálinu, að lausn þess mun yera nær einsdæmi í samskiptum þjóða í milli. Og nú, þegar fyrstu bækurnar koma heim, samkvæmt þeim sáttmála drengskaparins, sem gerður hefur verið um afhendingu handritanna, þá eru það einstæð tíðindi í sögu íslenzku þjóðar- innar. Þess hafa orðið dæmin víðar en á ís landi, að eins konar björgunarstarf hafi snúizt upp í þess háttar afhroð, að fólki hafi fundizt að það væri öllum góðum munum rúið. Svo var um brott flutning handritanna, sem hafa síðan orðið að þola langa útivist, og mátti á stundum örvænta um málalok. Um það leyti, sem handritin voru flutt utan ríkti þannig ástand í landinu, að óvíst er í hvaða mæli þau hefðu bjargazt, og ekki biðu þeirra minni harmkvæli. Annars vegar voru vond geymisluskil- yrði í slæmum húsakynnum. Hins veg ar beið víðáttumikið úthaf, sem heimti sinn skatt í flutningunum, og síðar urðu mörg þeirra eldi að bráð. Slík er saga þessara verðmæta. Arfur íslendinga, handritin, er samt ærinn að vöxtum enn í dag, og nú bíða hans hin góðu málalok. Hann á fyrir sér að komast heill í höfn, og til átt- haga sinna, sprottinn af sterkum þráð- um orðsins listar, sem aldrei hefur rakn að í sundur, og stendur enn í æðstri frægð meðal þjóða heims. Grundvöll- urinn og samtíðin mætast hér af full- um skilningi, þótt nær þúsund misjöfn ár séu liðin, því tungan er söm og ein. Okkur hlýtur að vera efst í huga þakklætið til hinna mörgu, sem hafa unnið að því að móðurmál okkar á skinni flyzt að nýju yfir úthafið hing- að norður til síns heima. Og það hlýj- ar íslenzku þjóðinni áreiðanlega um hjartarætur þegar gömul sorgarsaga fær slíkan góðan endi. k Gunnar Gunnarsson: Heimkoma handritanna er einstætt ævintýr Heimkoma handritanna er einstætt ævintýr, en hvernig menn líðandi stund ar fagna því skiptir minna máli. Sag an, óljúgfróð, mun bera því vitni, hvort sú þjóð, sem á sínum tíma glataði þeim, átti endurheimt þeirra skilið. Hver sá, er lifir slíka hamingjustund, hlýtur að ala þá von í brjósti, að sá dómur verði jákvæður: annan eins burðarás innlendrar menningar myndi margt stórveldið þiggja. Þakklæti og auðmýkt er það, sem bezt á við, því allt jaðrar þetta við kraftaverk, ekki hvað sízt göfgi fyrr- verandi sambandsþjóðar vorrar, Dana, göfgi, sem á rót sína í jafn aldönsku fyrirbæri og hinum lífvænu hugsjónum lýðháskólahreyfingarinnar, og ber þar að sama brunni, að gæfan bezta er trúnaður við sjálfan sig og það sem maður traustast veit. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.