Morgunblaðið - 24.04.1971, Síða 21

Morgunblaðið - 24.04.1971, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1971 21 - Geim- stöð Framh. af bls. 1 þremur eða fjórum Sojus-geim- fötum er skotið verði á loft. Alit i.ovklls Sir Bernhard Lovell, einn helzti sérfræðingurinn um geim vísindi Rússa, spáði því í dag að geimfararnir í Sojus 10 mundu reynda að fara um borð í Saljut. Hann sagði að eftir ætti að koma i ljós hvaða aðferð þeir notuðu, hvort um geimgöngu yrði að ræða eða tengingu. Hanri kvað Rússa mjög nálægt þvi marki að byggja mannaöa geimstöð, þar sem geimfarar dveldust langtímum saman og margir hópar geimfara gætu heimsótt, en slíka stöð mætti nota „til góðs og ills." Af opinberri hálfu í Moskvu er ekkert sagt um fyrirhugaða geimstöð, en geimfararnir hafa sjálfir gefið i skyn að bygging geimstöðvar sé tilgangur ferð- arinnar. Að sögn Tass-fréttastof- unnar er tiigangur Sojusar 10: • að gera tilraunir ásamt með rannsóknarstöðinni Saljut, sem sett var á braut umhverfis jörðu 19. apríl, • að gera heildarúttekt á end urbættum tækjakerfum geim- skipsins, • að endurbæta enn hand- stýrð og sjálfvirk kerfi til stjórnunar til að rétta geimfar- ið af á hinum ýmsu stigum flugsins, • að gera læknis- og liffræði legar athuganir á áhrifum geim- flugs á mannslíkamann. Um fjórum klukkutímum eft- ir geimskot Sojusar tilkynnti Tass að Saljut hefði farið 66 hringi umhverfis jörðu og að öll tæki störfuðu eðlilega. Sovézka sjónvarpið birti í morgun kvik- mynd af Sojusi 10 og lýstu geim- fararnir fyrsta hluta ferðarinn- ar. Þeir notuðu dulnefnin „Granít" Shatalov Granit 1., Yoliseyev Granít 2. og Ruka- vishnikov Granít 3. Geimfarinu var skotið frá hinni risastóru geimvísindastöð Rússa á eyði- mörkinni umhverfis Baikonur í Mið-Asíu, í sovétlýðveldinu Kazakstan. Avarp shatalovs Áður en Sojus 10. lagði af stað flutti Shatalov geimskip- stjóri ávarp, þar sem hann minntist þess, að Júrí Gagarín hefði haldið frá þessari sömu geimferðamiðstöð fyrir tíu árum. Hann sagði, að áhöfn Sojusar 10. mundi halda áfram því mikla starfi, sem þá var byrjað á og gera mjög víðtækar vísindalegar og tæknilegar athuganir og til- raunir. Vér þökkum, sagði hann, Kommúnistaflokknum og sovét- stjórninni það traust, sem okkur hefur verið sýnt. Ég fullvissa yður um að vér munum gera allt sem í voru valdi stendur til að frámkvæma þáu vérkefni, sem ættjörðin hefur falið okk- ur. GEIMFARARNIR Vladimír Shatalov er fæddur 1927 og var faðir hans járnbraut- arverkamaður. Hann ólst upp í Leningrad, gekk snemma í flug- skóla og lauk námi við Aka- demíu flughersins 1956. Hann var reyndur og hæfur flugmaður er hann var tekinn í sveit geim- fara 1963. Shatalov fór í fyrstu geimferð sina í janúar 1969 er hann stjórnaði Sojusi 4. og tengdi það með ágætum við geimfarið Sojus 5. og myndaði þannig fyrstu tilraunastöðina á braut umhverfis jörðu. 1 október sama ár fór hann í aðra geimferð sína — stjórnaði hann geimfarinu Sojusi 8. þegar þrjú geimför af sojusgerð fóru á loft i einu. Kona Shatalovs, Múza, er bú- fræðingur að .menntun og eiga þau tvö börn. Alexei Yeliseyev, verkfræðingur Þannig hugsa Rússar sér að geimstöð þeirra verði. Teikning- una gerði geimfarinn Alexei Leonov. Akureyri: Björgvins Guðmunds sonar minnzt geimskipsins, er fæddur árið 1934. Hann lauk námi við Bau- man- tækniháskólann í Moskvu og hefur siðan 1963 fengizt við vísindaleg vandamál, sem tengd eru þróun geimferðatækni. Hann er og íþróttamaður ágætur. Ár- \ ið 1966 var hann tekinn í sveit geimfara. Hann fór í fyrstu geimferð sína i janúar 1969, sem verk- fræðingur Sojusar 5., og fór þá m.a. út úr geimfarinu og yfir i Sojus 4., sem Shatalov stórnaði. 1 október sama ár flaug hann svo aftur með Shatalov í Soj- usi 8. Kona Yeliseyevs, Larisa Komar ova, er verkfræðingur. Þau eiga eina dóttur. Nikolai Rukavishnikov, nýlið- inn, er 38 ára gamall. Hann lauk árið 1957 námi við Verkfræði- og eðlisfræðistofnunina i Moskvu. Hann reyndist fær og hugvits- samur verkfræðingur og góður skipuleggjandi. I janúar 1967 hóf hann þjálfun til geimferða. Kona hans, Nina, er tækni- fræðingur. Þau eiga einn son. Geimfararnir eru allir félagar í Kommúnistaflokknum. A UNDAN USA? í bandarisku geimvisindastöð- inni í Houston var sagt i dag, að ef rétt reyndist að áhöfn Sojusar 10. ætti að manna geim- stöð, væru Rússar að minnsta kosti tveimur árum á undan Bandaríkjamönnum. Fyrstu frumgerð mannaðrar geimstöðv- ar Bandaríkjamanna, sem verð- ur í stórum dráttum endurbyggt Apollo-geimíar og kallast „Sky- lab“, verður skotið á loft 1973 ef allt fer samkvæmt áætlun. Geim- stöðin á að rúma þrjá geimfara, sem eiga að dveljast í 28 daga i geimnum og gera ýmsar vísinda rannsóknir, svo sem stjörnu- rannsóknir, veðurathuganir og fjarskiptatilraunir, auk þess sem reyna á hæfni mannsins i að dveljast langtímum saman í geimnum. Akureyri, 23. apríl MINJASAFNIÐ á Akureyri efn ir til sýningar í Kirkjuhvoli, Að alstræti 58, vegna áttræðisaf- mælis Björgvins Guðmundsson ar tánskálds. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 25. apríl og verður opinn þann dag og næstu sunnudaga á .venjulegum sýning Sérstæður bílstuldur VOLKSWAGEN-bifreið — ár- gerð 1961 var stolið frá Skip- holit 35 um páskana. Bifreiðin var þar til viðgerðar og var ver- ið að ryðbæta hana. Eigandi bíls ins hafði haft orð á þvi, að sér þætti verkið sækjast seint, og komið til tals milli hans og við- gerðarmannsins, að hann mundi taka bilinn og fara með hann til viðgerðar annars staðar. Litlu síðar hvarf bíllinn, og taldi við- gerðarmaðurinn, að eigandinn hefði sótt hann. Ekki komst upp um stuldinn fyrr en i fyrra- kvöld, er eigandinn kom til að vitja bilsins, og kannaðist þá ekki við að hafa sótt hann áður. Billinn bar skrásetningarnúmer- ið R-20408, ljósgrænn að lit og talsvert ryðgaður. Annan framstólinn vantar. Margar kveðjur bárust til sendiráðsins Á HANDRITAHÁTlÐINNI síð- asta vetrardag bárust til danska sendiráðsins margar blómakveðj ur, símskeyti og bréf. Sendiherrann, Birger Kron- mann, sagði Mbl. í gær að sér væri það mikið ánægjuefni að taka við þessum vinsamlegu kveðjum, sem væru mikill vin- áttuvottur. Sendiherrann gat þess i stuttu samtali, að margir hinna dönsku sendinefndarmanna, hefðu sagt sér frá óvæntum og gleðilegum viðbrögðum fólks yfir endur- komu handritanna, er fólk á göt- um úti, — bláókunnugt -—hefði gengið til hinna dönsku gesta, tekið í hönd þeirra og þakkað þeim fyrir handritin. artima safnsins kl. 2 til 4 síð- degis. Einnig verður -sýningin opin afmælisdaginn, mánudag- inn 26. apríl kl. 5 til 7 síðdegia. Eftir lát Björgvins gaf ekkja hans frú Hólmfríður Guðmunda son minjasafninu margt muna og mynda úr búi þeirra hjóna til varðveizlu. Þessir hlutir verða meginuppistaða sýningar innar, en einnig verða þar sýn ishorn af bókum og handritum, sem eftir Björgvin liggja. — Sv. P. — Bent Larsen L’ramhald af bls. 17. litið er á það frá sjónarhóli skák meistarans, það kemur ekki aft ur. Það er mjög erfitt að segja, hvað það er, en maður tapar einhverju, sem ekki er unnt að vinna upp aftur. — En hvað um sjálfan þig? Verður þú aldrei leiður á skák- inni? — Ja, skákin er starf mitt. Ég hef ailtaf áhuga á henni, en stundum hugsa ég með sjálf- um mér, að ég muni ekki tefla neina alvarlega skák um nokk- urt skeið, sökum þess að mað- ur verður þreyttur á slíku, en það þýðir ekki það sama og að maður sé orðinn leiður á skák. Hvernig tekst þér að lifa af skákinni? — Mjög sæmilega. ég tef tekj- ur mínar af verðlaunum í móturn og af sérstökum greiðsium, sem ég fæ fyrir að taka þátt í mót- um. Sömuleiðis hef ég tekjur af því að tefla fjöltefli og flytja fyrirlestra um skák. Þá flyt ég einnig skákþætti i útvarpi og sjónvarpi og loks skrifa ég mik- ið um skák. Til samans kemur þetta ekki illa út. | - Ertu kvæntur? Jú, en við eigum ekki börn. — Teflir konan þín skák? Já og nei, hún kann mann ganginn. —- Fellur henni það, hve skák in tekur mikið af tíma þínum? Er hún ekki afbrýðissöm út í skákgyðjuna? — Nei, hún er ekki afbrýðis- söm út í skákgyðjuna. Fyrir kon unmi minini er skákin starí mitt, sem ég verða að einbeita huga minum að, rétt eins og ég væri læknir eða eitthvað annað. Kortasýning í Lands- höf ðingj ahúsinu í DAG verður opnuð i Lands- höföingjahúsinu, Skálholtsstíg 7 sýning á jarð’íræði- og gróður- kortum og sýnishornuni af vinnu Landmælingastofnunarinnar, en sú stofnun annast allar land- mælingar hér og kortagerð sem áður var unnin á vegum danskr ar stofnunar. Sýning þessi, sem er hin fyrsta sem haldin er í Landsliöfðingjahúsinu frá þvi Menntain&laráð og Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagið fluttust í það', verður opin frá ki. 1—7 i dag og á morgun. Menningarsjóður annast útgáfu jarðfræði- og gróðurkortanna. út 45 kort alls. Alls koma 10 ný gróðurkort út á þessu ári. Kort þessi eru gefin út í mæli- kvarðanum 1:40.000, en Ingvi Þorsteinsson hefur unnið að gerð kortanna, Landmælingar íslands annast einnig teikningu þessara korta fyrir prentun. Tilgangur inn með gerð kortanna er sá að afla almennrar og visindalegrar þekkingar á gróðri iandsins, hve mikill uppblástur á sér stað, og hvert beitarþol landsins er. Að sögn Ingva Þorsteinssonar á blaðamannafundi í gær eru stað reyndir þær sem komið hafa fram við gerð kortanna ekki glæsilegar. Sagði Ingvi að um 50% af gi'óðri landsins væri of nýttur og gróðurfar á niðurleið. Mest ofnýting á sér stað á Suð vesturlandi, en bezt er ástandið á Austurlandi, þar sem gróður er að aukast nokkuð. Allt há- lendið hefur nú verið kortlagt og þegar er búið að kortleggja Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu. Skaftafellssýslur verða kortlagð- ar í sumar. Á sýningunni í Landshöfðingja húsinu verða til sýnis 3 ný ís- landskort sem Landmælingar ís lands eru að senda frá sér á næstunni. Tvö þessara korta eru ætluð fyrir börn, en það þriðja sýnit' fiskimiðin við Is- land og eru heiti þeirra merkt inn á kortið. Að undanförriu hef ur verið unnið að hagræðingu á aðalkortunum, sem áður voru á 9 blöðum. Verða þau nú gef- in út á ný í 4 blöðum. Verður nafnaskráin, sem var aftan á eldri kortunum felld niður, í þess stað verða kortateikningar á táðum hiiðum. Kort af Suður- Vestur- og Norðurlandi eru þeg ar tilbúin, en kortið af Austur landi kemur út í vor. Þess má geta að Landmælingár íslands hafa nýlega gert tvö segulkort fyrir Raunvisindastofnunina og unnið er að því að fullgera stórt Rey k j a víkurkort. Undirbúningur að útgáfu Jarðfræðikorts af íslandi hófst árið 1955 og hafa þegar komið út fimm blöð aí jarðfræðikort- inu. Eftir er að gera þrjú kort blöð til þess að kortið nái yfir allt landið. Guðmundur Kjart- ansson hefur gert kortin, en Landmælingar Islands annazt teikningu þeirra undir prentun. Kortið er prentað í 12 litum og á því eru 60 tegundir tákna um jarðfræði. Fyrsta gróðurkortið var gefið út árið 1966 og í dag eru komin Vilhjálmur Þ. Gislason, form. Menntamálaráðs; Ingvi Þorsteinsson, Guðniundur Kjartansson og Sveinn Jakobsson, forstöðumaður Landmælinga islands. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.