Morgunblaðið - 24.04.1971, Side 28

Morgunblaðið - 24.04.1971, Side 28
28 MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 24. APRfL 1971 *• 65 “ aftur til Lydenbridge, sagði hann rólega. Þeir stigu upp í bilinn og óku þögulir til bæjarins. En rétt áð- ur en komið var að Drekanum, sneri Priestley sér að Jimmy: — Yður er sjálfsagt orðið mál að hitta starfsbróður yðar, hann Appleyard fulltrúa, sagði hann. — Þá vilduð þér lika sjálfsagt tilkynna honum, að grunur hr. Woodsprings sé á góðum rökum reistur. Hrunið á turninum var áreiðanlega af mannavöldum en ekki neiri forsjónarinnar ráð- stöfun. Og ef þið fulltrúinn kær ið ykkur um að hitta mig á hótel inu klukkan níu í kvöíd, kann ég að geta útskýrt fyrir ykkur, hvernig þetta gerðist. Jimmy vissi, að það þýddi ekkert að spyrja neins frekar í bili. Hann gekk því á fund App- leyards og skýrði honum frá því sem gerzt hafði, — Það er skrítinn náungi, þessi prófessor, lauk hann máli sínu. - Hann er nú hættur rann sóknarstörfum, en hefur aðal- lega gaman af að hleypa upp fundum vísindamanna með at- hugasemdum sínum. En aðalgam an hans er þó að leysa glæpa- mál. Ég vil ekkert vera að leyna því, að hann hefur hvað eftir annað leyst vanda Scotland Yards. Og nú er hann búinn að fá einhverja flugu í kollinn í sambandi við turninn þann arna. Hann segir, að einhver hafi fellt hann og hann vill að við hittum sig í kvöld í Drekanum til að heyra, hvað hann hefur til mál- anna að leggja. — Ég er nú ekki viss um, að mig langi neitt til að hlusta á neinar kynjasögur, nöldraði App leyard. En ég skal nú samt koma. Þú segir, að þessi gamli kunn- ingi þinn hafi mikinn áhuga á glæpamálum ? Kannski vildi hann þá segja okkur, hvar hann Benjamín hefur falið sig? — Ég veit ekki. Þér getið spurt hann ef þér viljið. En þeg ar þér minnizt á það, þá man ég, að víst sagði hann, að hann kynni að geta hjálpað okkur til þess. — Hjálpa okkur! Hjálpa Verkokvennaiélogið Framsókn Þær félagskonur, sem óska orlofsdvalar í húsum félagsins í Ölfusborgum, og ekki hafa dvalizt þar áður sæki um það fyrir 1. maí. Ekki tekið á móti pöntunum i gegnum síma. OPIÐ FRA KL. 2 — 6. STJÖRNIN. Til fermingargjafa Tjöld — svefnpokar — vindsœngur Opið til klnkknn 4 í dag Skeifunni 15. Tilboð óskast í Bedford vörubifreið, árg. 1961, fyrir 4,7 tonna hlassþunga. Bifreiðin er með dieselvél, vökvasturtum og Faco krana, sem gefinn er upp fyrir 1,5 tonn. Bifreiðin er til sýnis hjá Sildarverksmiðjum rikisins, Síglufirði. Tilboðum sé skilað til Innkaupastofnunar ríkisins, Borgar- túni 7, Rvík., fyrir 3. mai n.k. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS 60RGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Scotland Yard, eigið þér við? Og það er ekki laust við, að þeir þarfnist hjálpar. Það eru nú fjórir dagar síðan Benjamín hvarf og hefur ekki sézt né heyrzt til hans sxðan!. Gott og vel. Ég skal hitta yður í Drek- anum, rétt fyrir níu, og við skulum heyra, hvað þessi dá- samlegi prófessor hefur að segja okkur. Jimmy gætti þess að borða snemma þetta kvöld, því að hann vissi, að Priestley mundi ekkert kæra sig um að hitta hann Appleyard í forsal gisti- hússins. Þeim var sagt, að Priestley og Merefield væru búnir að borða og hefðu farið til herbergja sinna. Þegar klukkan sló níu, börðu þeir þar að dyrum, og var boðið að koma inn. Priestley heilsaði honum kurteis lega. — Gleður mig að kynn- ast yður, fulitrúi, sagði hann. — Harold, vilt þú sjá um, að gestirnir fái þá hressingu, sem þeir vilja. Þér hafið sjálfsagt sagt samstarfsmanni yðar af komu okkar að tuminum í dag? — Já, ég hef sagt honum frá því, sagði Jimmy. — Gott og vel. Nú munið þér sjálfsagt eftir ritningarstöðun- um á ættarbiblíunni, með yfir- skriftinni: „Ritningarstaðir handa ætt minni.“ Mér fannst frá upphafi ólíklegt, að Thaddeus Glapthome hefði val- ið þá af handahófi eða af því að hann héldi, að þeir gætu orð- ið ættinni að einhverju siðferði- legu gagni. Það virtist miklu lík legra að þeir hefðu inni að halda einhverjar bendingar, sem krefðust nokkurra sniðugheita til að skilja. En eins og versin komu fyrir, virtust þau sam- hengislaus. — Það var ekki fyrr en fund- ið var út úr merkjunum til hlið- ar við ritningarstaðina, að hægt var að botna frekar í þessu. En þegar réttu orðin voru valin varð útkoman eins og hér segir. „Takið bók drottins og lesið:“ „Auður ríka mannsins er hinn sterki turn hans." „Höggvið sundur járnstengurn ar, en hvorki frá austri, vestri né suðri." „Gull þitt margfaldast." „Gættu þess, að auður þinn farLst ekki með þér.“ „Steinn er þungur og sandur sígur í.“ Priestley þagnaði og leit á Jimmy. — 1 sambandi við það, sem við sáum í dag, hvað fáið þér út úr þessu? spurði hann. —- Ekki annað en það, að á einhvern hátt átti tuminn að verða auðsuppspretta fyrir ætt- ina, sagði Jimmy. — Annað fæ ég ekki út úr þessu. — Turminn hefur þegar gefið í aðra hönd sjö hundruð og fimm- tiu pund, sem er miklu meira en verðmæti hans fyrr eða síðar, sagði Appleyard í fyrirlitningar tón. Priestley lét sem hann heyrði þetta ekki. — Það er til aðferð til að fella reykháfa og annað þvíumlíkt, frá gamalli tíð, og er enn viðhöfð, sagði hann. Og hvað snertir turna, hlaðna úr múr- steini er aðferðin sem hér segir: Segjum að turninum sé ætlað að falla á auðan blett til austurs, þá er sett í hleðsl- una austanmegin og í hæfilegri hæð trékubbar í múrsteina stað. Þessu er haldið áfram til aust- urs og vesturs þangað til tré- kubbamir ná til norðurs og suð urs gegn um austur. Þannig hef- ur verið sett tré sem svarar háifum hringnum, kannski tvö lög, í múrsteina stað. Næsta stigið er svo að hrúga eídivið við austurhelming inn á hringnum og kveikja í. Þá er turninn óstuddur öðrum megin, og fellur því í þá átt. Og ég er sannfærður um, að Farningcoteturninn hefur verið felldur með einhverri svipaðri aðferð. Nei, það kemur ekki til mála, sagði Appleyard. Það hefur enginn haft tíma til að . . . Hann þagnaði í miðri setningunni er hann sá ægissvip inn á prófessornum. - Ég sagði svipaðri aðferð, sagði Priestley byrstur. — Ef þér viljið hafa þolinmæði til að hlusta á mig, skal ég útskýra þetta nánar. Við skulum athuga eftirfarandi klausu hjá hon- um Thaddeusi Glapthorne: „Höggvið sundur járnstengurn- ar, en hvorki frá austri, vestri né suðri." Með það í huga, að þessi klausa minnir á turninn, er eðli- legt að halda, að járnstengum- ar standi í einhverju sambandi við hann. Og það er greinilegt, að þetta járn átti að vera norð- anmegin. Ég var þegar farinn að ráða í þessa klausu og álit mitt var staðfest af Wally Chudley, sem er meira en í meðallagi eftirtektarsamur. Hann sagði mér, að járnrönd, fet á breidd væri þarna innan í turninum, um það bil í tveggja feta hæð frá jörðu. Sagði Wally yður það? spurði Appleyard, tortrygginn. — Ekki kannski með þeim orð um, en að efninu til. En nú skul- um við athuga endinn á grein- inni „Gæt þess, að auður þinn farist ekki með sjálfum þér. Steinn er þungur og sandur sig- ur í.“ Þetta er sýnilega við- vörun, enda þótt hún sé dálítið óljós. Steinn er þungur. Turn- inn var óvenju sterkbyggður. En sandur sígur í. Manni verð ur á að spyrja: Hvaða sandur? Er hægt að ímynda sér einhvern sand, sem gæti orðið hættuleg- ur hverjum þeim sem reyndi að höggva járnstengurnar sundur? Bæði Jimmy og Appleyadr hristu höfuðið og botnuðu ekki neitt í neinu, og eftir nokkra þögn hélt Priestley áfram: — Þið hafði sjálfsagt heyrt, að Thaddeus Glapthorne fékk ítalska verkamenn til að hlaða turninn. Hvað sem nú þessir menn kunna að hafa haft til brunns að bera, þá er eitt víst, að heimamenn skildu ekki tal þeirra. Hafi því bygging turns- ins verið eitthvað frábrugðin, þá vissu ekki aðrir en verka- mennirnir af því, að sú vitn- eskja mundi ekki breiðast út. Þessi járnbogi innan í turn- inum bendir mér til þess, að ekki einasta var byggingin eitt- hvað afbrigðileg, heldur hvern- ig hún var það. Ég skal reyna að skýra þetta betur: Turninn var byggður úr steinlögum í tveggja feta hæð frá jörðu. Síð- an voru settir i hleðsluna tveir hálfhringar af járni, lík- léga ekki nema þumlungs þykk- ir, og reistir upp á rönd. Þessir hálfhringar voru annar að inn- anverðu og hinn að utanverðu á hleðslunni, og bilið milli þéirra fyllt af sandi, en að öðru leyti var hringurinn að dyrunum undanteknum — hlaðinn upp á venjulegan hátt. Mér skilst, að turninn hafi verið múrhúðaður að utan, þannig að ekki bar á ytri járnhringnum. Nú skulum við hugsa okk- ui', hvað mundi gerast ef ein- hver hyggi sundur járnhringinn, Ilniturinn, 21. marz — 19. apríl. Sömu vandamálin koma alltaf aftur í ýmsum myndum. Reyndu að bregðast við þcim á nýjan hátt, og læra eitthvað í leiðinni. Nautið, 20. apríl — 20. maí. í dag skaltu ráðast i leiðinlegasta verkið fyrst, og síðan koll af kolli. Tvíburarnir, 21. maí — 20. jiiní. Reyndu að kynna þér eigin verkefni betur ofan í kjölinn, áður en þú segir hverjum, sem hafa viil, fyrirætlanir þínar. Krabbinn, 21. jnní — 22. jiilí. I>ú getur skemmt þér alveg prýðilega, ef þú leggur smásálina á hilluna í dag. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Styddu nú við bakið á þínum nánustu. Meyjan, 23. ágúst — 22. septeniber. Þú færð góðar fréttir fyrr en varir. Vogin, 23. september — 22. október. Metnaðargirnin er alveg að sliga þig núna. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Tengslin við umhciminn eru ekki sem bezt. Bofrmaðurinii, 22. nóvember — 21. desember. Þú ert dálaglegur núna, ef þú heldur ekki striki. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þér er óhætt að slaka á um helgina. Vafcnsberinn, 20. janúar — 1H. febrúar. Þú lækkar stöðugt í áliti hjá þeim, sem teljast yfirboðarar þínir. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú átt þess kost að hækka í tign, ef þig lystir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.