Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 13

Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1971 13 Frásögn sjónar- votta vestra gangslaust væri að reyna að þvo fuglana eins og fólk þar vestra væri að gera. Við Torrey Canyon slysið var reýnt að þvo 8000 fugla og taiið var um tima að unnt yrði að bjarga 200 til 300 og þeir gætu lifað. En eftir síð- ustú fréttum að dæma virð- ist enginn þessara fugla geta liíað í náttúrunni og ástæðan er sú, að um leið og fuglarnir eru þvegnir og olían fjarlægð úr fiðri þeirra, hverfur um leið það fituefni, sem hindrar það að sjór komizt inn að skrokknum. Fuglarnir verða þungsyndir í sjónum, er f jaðr irnar halda ekki lengur vatn- inu frá; þeir skríða i fjörur og innan tíðar verður þeim kalt og þeir krókna úr kulda. Þetta er einmitt að ger- ast við Djúpið nú, Mik- ið af þessum fugli er iif- andi enn og oft þarf ekki nema sáralítinn olíublett á fugiinn til þess að hleypa vatninu inn undir. Sitja þessi grey á steinum i fjörunni og reyna að þrifa sig — en það er vonlaust verk. 'OIíúsorinn liggur sums stað ar í lögum á ströndinní eins ©g svartbrúnn, límkenndur massi. Sporrækt verður ef gengið er í honum og sér þá í fjörusandinn undir — hann límist við skó manna. • AI.I.T I NDIR VEÐRI KOMIÐ Haidist veður hins vegar ekki gott getur mikið slys gerzt — þá verður stórfelld- ur fugladauði og getur orðið óskaplegt vandamál að hreinsa olíuna. Sú björgunar- leið, sem kosið hefur verið að fara, er ekki tímafrekari en Kortið sýnir varpstöðvar æðarfugls við ísafjarðardjúp og strandstað við Amarnes. að dæla oliunni úr togaranum, þeir eð svo mrkla undirbúnings vinnu þarf að framkvæma. Auk þess er dæling olíu mjög háð því að veður sé gott. Hjálmar R. Bárðarson gat þess að ekki skorti viljann frá hendi Breta til þess að hindra oliumengun. Kvað hann Breta raunar hafa mesta reynslu i ráðstöfunum gegn olíumengun. Dr. Finnur Guðmundsson sagði í viðtali við Mbl., að búast mætti við því ef veður héldist gott að hinir dauða- dæmdu fugiar yrðu lengi að drepast. Olian, sem iekið hefði út, væri þó smáræði í saman burði við þá olíu sem í togar- anum er. f>að væri þvi allra von að veður héldist óbreytt, svo að skipið haggaðist ekki, unz unnt verður að gera ráð stafanir. Ekki kvað dr. Finn- ur unnt að segja um þann fugladaúða, sem nú ætti sér stað, að hann væri stórfelldur. Hann kvað ágizkunartöiur þeirra félaga 3000 til 5000 þó láta nokkuð nærri að sinu áliti. • ÆÐARVARP í HÆTTU Mbl. ræddi við Halldór Haf liðason, bónda i Ögri og spurð ist fyrir um olíuna. Halldór sagði að engin oHu hefði sézt þar enn og kvað hann lognið síðastliðna þrjá daga hafa bjargað því. Hins vegar kvaðst Bjöm Bjarnason, bóndi í Vig- ur hafa fundið um 70 til 80 fugla með olíu í fiðri, er hann hefði gengið fjörur eyjarinn ar i gær. Engin olíubrák sást þá frá Vigur. Bjöm sagðist aðeins hafa fundið 3 æðar- fugla —■ hitt hafi allt verið svartfugl, lundi og teista. —- u' Deyjandi langvía leitar skjóls milli steina í fjörunni. Við óttumst að oiían muni reka hingað inn til okkar ef vindátt breytist, sagði Bjöm og þá er hætt við að allt blotni í olíu. Varpið hér hjá okkur hefur gefið árlega um 60 til 70 kg og þegar 4000 krónur fást fyirir hvert kg sést að töluvert er í húfi hjá okkur. 1 Isafjarðardjúpi er auk Vigurs einnig æðarvarp í Æð- ey, Borgarey, sem er innar- lega í Djúpinu, Hrútey á Mjóa firði og í hólmum í Ögri, Ög- urhólmum og í hóima við Hvítanes. AUt er þetta æðar varp í bráðri hættu vegna olíu mengunar. Þá er lundinn ný- kominn í Djúpið og er þar nú svo hundruð þúsunda skipt ir. Er hann einnig í bráðri hættu. Næststærsta æðarvarp á ís- landi er í Æðey — aðeins Mýrar í Dýrafirði hafa meira varp. Mbl. ræddi í gær við bóndann i Æðey, Helga Þór- arinsson. Hann sagðist hafa gengið kringum eynna í gær- morgun og fundið 30 til 40 fugla — mest þó svartfugl, en einnig æðarfugl, teistu og lunda. Engin brák er við eyna og þar eð svartfugl virðist hafa farið verst út úr oHunni og hann heldur sig fjarri landi — taldi Helgi brákina ekki vera við landið. Fyrir fjórum dögum gekk Helgi fjörur á Snæfjalla- strönd. Sagðist hann þá hafa fundið 3 til 4 teistur ataðar olíu. Lítið er komið af æðar- fúgli á varplönd enn og held ur hann sig mikið við útnes — svo sem eins og við Am- arnes, þar sem Cæsar strand aði. Helgi kvað 5 til 6 þúsund hreiður vera í varpstöðvun- um i Æðey og þau 10 ár, sem hann hefði verið þar vestra hefði hann mest fengið 90 kg eitt sumar en minnst 70 kg. Það er því mikið i húfi þessa daga. — Mér finnast alþjóða- reglur harla lltils virði — sagði Helgi, ef ríkisvald í landi því sem skip strandar í, getur ekki gert sínar var- úðarráðstafanir. Helgi sagði að þegar Notts County strand aði á Snæfjallaströnd í febrú ar 1967, hafi verið skilin eftir í skipinu olía allt fram í júní. Lét Helgi í ljós mikla óánægju með framgang þessara má'la. Þá má geta þess að skipin, sem koma frá Noregi með flothylkin eru væntanleg til landsins um helgina og von- andi helzt veður gott þar til sem hingað til eftir þetta bagalega slys. - < Frá slýsstað. Broncoinn fremst, en Volkswagen-öíllinn sést álengd ar. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Enn slys á Sléttuvegi - Kringlumýrar- braut SLYS varð á gatnamótum Sléttu- vegar og Kringlumýrarbrautar um þrjúleytið i gærdag. Volks- wagen-bíll var á leið austur yfir gatnamótin í átt að Borgarspítal- anum og er hann var kominn yfir á eystri akbrautina skall Bronco-jeppi á hægri hlið hans. Ökumaður litia bilsins kastaðist út úr bílnum, svo og kona, sem sat við hlið hans. Slösuðust bæði eitthvað, en farþega í aftursæti sakaði ekki. Litli bíllinn stöðvaðist ekki við áreksturinn, heldur rann af stað aftur og fór í miklum sveig út fyrir götuna um 20 til 30 metra og inn á Kringlumýrarbrautina aftur að staðnæmdist á miðri brautinni. Farþeginn, sem sat við hlið ökumanns, svo og hann, voru fluttir í slysadeild Borgarspital- ans, en ekki var kunnugt um meiðsl þeirra — en talið var, að þau hefðu sloppið betur en á horfðist i fyrstu. Biilinn skemmd ist mikið. Vilja Torden- skjöld heim SÍDAN Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddu-kvæða vom af- hentar Islendingnm hafa þær raddir heyrzt á Norðurlönd- nm að Dönum beri að afhenda Norðmönnum jarðneskar leíf- ar sjóhetjnnnar Peter Tord- enskjolds. 1 lesendabréfi í „Berlingske Tidende“ er á það bent að Tordenskjold var aðmiráll í dansk-norska flotanum þegar Danmörk og Noregur höfðu sameiginlegan konung. Hvatt er til þess að lík hetjunnar verði flutt til dómkirkjunnar í Þrándheimi þar sem hann eigi heima en ekki í Dan- mörku. Þetta sé „eðljleg gjöf og skylda við Noreg að sýna þeim þakklætisvott fyrir mik- il afrek sem Peter Torden- skjold hafi unnið fyrir Dan- mörku . . .“ Gerpla — nýtt íþrótta- félag í Kópavogi STOFNAÐ hefur verið nýtt íþróttafélag, Iþróttafélagið Gerpla í Kópavogi. Skammstöf- un félagsins er Í.G.K. Stofnfund sóttu konur, sem liafa undan- farna vetur æft rithmiska leik- fiini og fl. lijá Margréti Bjarna dóttur í Kópavogi. 1 lögum félagsins er þess get- ið, að félagið sé opið jafnt körl- um og konum á öllum aldri. Á stefnuskrá félagsins er m.a. að þjálfa fimleika og íþróttir hvers konar. 1 vor á t.d. að stofna flokka fyrir badminton, tennis og skokk. Á stofnfundi var kosin stjórn félagsins til eins árs, og var Margrét Bjarnadóttir einróma kjörin formaður. Nánari upplýsingar um félag- ið verða gefnar í simum 81423 og 42467. Tólf ára drengur lenti í hakningnnt á fleka út á Skerjafirði í gær. Flekinn var gerðtir úr tveimur tnnnum, sent lmndnar voru sam- an með snæri. Hafði flekann rekið um 800 nietra frá landi, þeg- ar lögregla kont á vettvang. Fórn lögreglunienn í gúnibjörgtinar- bát út að flekanum og drógu hann í land. Ekki varð snáðaniun meint af volkimt. (Ljósm. Kr. Brn.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.