Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti S, sími 10-100
Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakiS.
STJÓRNMÁLAYFIRLÝSING
LANDSFUNDAR
¥ stjórn.'málayfirlýsingu 19.
* liandsfundar Sjálfstæðis-
flokksins er lögð megin-
áherzla á grundvallaratriði
sjálfstæðisstefnunnar; mann-
helgi, er byggist á lýðræðis-
hugsjón og einstaklingsfrelsi.
í upphafi stjómmálayfirlýs-
ingarinnar segir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn leggi á-
herzlu á þessi grundvallar-
atriði sj álfstæðisstefnunnar:
„Að varðveita og tryggja
sjálfstæði og frelsi íslands og
standa vörð um tungu, bók-
menntir, kristindóm og amn-
an menningararf íslendinga.
Að treysta lýðræði og þing-
ræði.
Að vinna að víðsýnni og
þjóðlegri umbótastefnu á
grundveili eimstaklimgsfrelsis
og athafnafrelsis með hags-
mumi allra stétta fyrir aug-
um.
Að beita nútíma þekkingu
og tækni, svo að auðlindir
landsins verði hagnýttar í
þágu þjóðarinnar.
Að skapa öllum lands-
mömnum féiagslegt öryggi.“
Megineinkenni þessarar
stjómmálayfirlýsingar er sú
áherzla, sem lögð er á gmnd-
vallarstefnu flokksins. Frelsi
einstaklingsins til orða og at-
hafna er sú undirstaða, sem
byggt er á. Skilningur fer nú
ört vaxandi á þýðingu þess
að vernda einstaklimgana
gagnvart viðjum ríkisvalds
og oki hins tæknivædda þjóð-
félags nútímans. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur frá fyrstu
tíð staðið vörð um einstakl-
ingsfrelsið og með þessari
stjómmálayfirlýsingu er haf-
in ný sókn með öfluga fjölda-
hreyfingu að bakhjarli.
Hitt er ljóst, að sameigin-
lega mynda einstaklingarnir
það þjóðfélag, sem við lifum
í. Af þeim sökum er það höf-
uðskilyrði að tryggja félags-
legt öryggi þegnanna. Þessar
jafnréttishugsjónir em einn
meginþáttur sjálfstæðisstefn-
unmar og em skýrt markaðar
í stjómmálayfirlýsingunni.
Einstaklingsfrelsi og félags-
leg samstaða em engan veg-
inn tvö gagnstæð markmið í
frjálsu þjóðfélagi. Sjálfstæð-
isstefnan tengir saman þessi
tvö markmið í eina órofa
heild. í því felst styrkur
Sjálfstæðisflokksins, enda er
stefnan mótuð með hags-
muni allra stétta fyrir aug-
um.
Stjórnmálayfirlýsing lands-
fundarins leggur þunga á-
herzlu á eflingu lýðræðis og
dreifingu valdsins í þjóðfé-
laginu. f því sambandi er m.a.
bent á að aufca þurfi sjálf-
stæði sveitarfélaga, tryggja
verði réttaröryggi í stjómsýsl
unni og korna verði í veg fyr-
ir vöxt ópersónulegs ríkis-
bákns. Bent er á, að fjármála
valdið þurfi að vera sem mest
í höndum borgaranna sjálfra.
í stjómmálayfirlýsingunni
segir ennfremur, að almanna
tryggingar og félagslega sam-
hjálp þurfi að efla með því
að bæta aðbúnað og auka
bætur, þar sem þeirra er þörf.
Þá segir að fella eigi fjöl-
skyldubætur inn í skattakerf-
ið og tryggja þeim greiðslu,
sem ekki ná lágmarkslaun-
um. En umfram allt stefnir
Sjálfstæðisflokkurinn að efna
hagslegu sjálfstæði einstakl-
inganna.
Einstaklingsfrelsi og félags-
leg samistaða þróast ekki,
nema maðurinn sjálfur standi
vörð um umhverfi sitt. Um-
hverfisvernd er því eitt af
markmiðum sjálfstæðisstefn-
unnar, svo að íslendingar geti
notið auðugra og fegurra
mannlífs.
Nýsköpun og gróska felst
í eðli sjálfstæðisstefnunnar;
í því felst, að fordómum er
hafnað og nýjar slóðir eru
troðnar. Þannig leggur lands-
fundur Sjólfstæðisflokksins
áherzlu á, að forðast eigi ein-
strengingslegar hugmyndir
um störf kynjanna. Bent er á
nauðsyn endurskoðunar á
vinnulöggjöfinni ogmikilvægi
samstarfsnefnda aðila vinnu-
markaðsins með aukið at-
vinnulýðræði í huga. Allt
þetta stuðlar að aukinni
dreifingu valdsins og skýtur
stoðum undir andlegt og
efnalegt frelsi fólksins í land-
inu.
Það eru öðrum fremur
ungir sjálfstæðismenn, sem
mótað hafa meginkjarna
stjórnmálayfirlýsingar 19.
landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins. Það er því ekki til-
viljun, að hún einkennist af
ferskum blæ og nýjum hug-
myndum. Á þann hátt verð-
ur þessi stjórnmálayfirlýsing
undirstaða og jarðvegur
þeirrar einhuga sóknar, sem
sjálfstæðismenn um land allt
hefja nú til sigurs í alþingis-
kosningunum.
\VSJ
UTAN ÚR HEIMI
Átthagaf j ötr ar nir
í Sovétríkjunum
— Gjald fyrir vegabréf nemur
nú 37 þús. kr. — Ferðalög
forréttindi yfirstétta líkt
og á keisaratímanum
London — FWF
SÚ ákvörðim rithöfundarins
Alexander Solzhenitsyns að
fara ekki frá Rússlandi til
þess að veita bókmenntaverð-
launum Nóbels viðtöku, hefur
dregið athygfli manna að reg-1-
um þeim, sem sovézk yfirvöld
beita varðandi þegna sína að
því er tekur til ferðalaga
þeirra, jafnt innanlands sem
utan.
Nú hafa sovézk yfirvöld
lagt enn einn stein — og hann
þungan og dýran — í götu
þeirra Rússa, sem ferðast
vilja út fyrir Sovétríkin. Hef-
ur vegabréfsgjaldið, aem kraf-
izt er, verið tlifaldað, úr 40
rúblum í 400 rúbiur (um
37.000 ísl. kr.) eif viðkomandi
hyggst ferðast til útlanda í
einkaerindum. Hins vegar hef-
ur opinbert gjald fyrir vega-
bréf ekki verið hækkað ef för-
inni er heitið til vissra ann-
arra kommúnistaríkja, né
heldur er um er að ræða fólk,
sem ferðast í hópum utan-
lands, ellegar er í opinberum
sendinefndum.
Hin opinbera tilakipun um
þetta, sem birt var í 40. hefti
„Tiðinda frá Framkvæmda-
nefnd Sovétríkjanna" 1970,
segir, að hæfckunin, sem ekki
er nákvæmlega tilgreind, ætti
að bera kostnaðinn af útgáfu
opinbers plaggs, sem staðfesti
að umsækjanda hafi verið boð
ið að heimsækja erlent land.
Talsmaður stjónnarinnar
J bætti við í viðtali við frétta-
mecnn í vetur, að hækkunin
væri afleiðing þess, að bæta
hefði orðið við miklu af starfs
fóllki, sem ynni við útgáfu
vegabréfa. Talsmaðurinn
sagði, að æ fleira fólk ferðað-
ist tii útlanda og þetta krefð-
ist umfangsmeiri skipulags-
starfsemi.
Sovétstjómin heldur því
fram, að meira en miUjón
þegna hennar „fari til út-
landa" á hverju ári. Stað-
reyndin er hims vegar sú, að
meirihlutinn ferðast ekki á eig
in spýtur, og fæstir þeirra
komast lengra en til nærliggj-
andi kommúnistaríkja. Talið
er, að um 750 Rússar sæki ár-
lega um vegabréf i þvi skyni
að heimsækja ættingja í Bret-
landi. Að meðaltali hefur um
200 verið veitt slíkt leyfi ár-
lega.
Sérhver sá, sem viU ferðast
til Vesturlanda, verður að
sanna, að honum hafi verið
boðið í heimsókn af ættingja
og hann verður síðan að út-
fylla langt og nákvæmt um-
sóknareyðublað, sem öryggis-
lögreglan og önnur yfirvöld
kanna síðan náið. Engum sov-
ézíkum borgara er leyft að
fara að eigin frumkvæði sem
venjulegur ferðamaður til
Vesturlanda.
Nákvæmar reglur um brott-
för frá Sovétríkjunum og
heimkomu þangað, voru sett-
ar af Ráðherranefnd Sovét-
ríkjanna í júni 1959, en al-
menningur hefur yfirleitt
ekki aðgang að þessum regl-
um. Vitað er, að dipiómatisk,
opinber og „venjuleg" vega-
bréf, svo og dvalarleyfi til bú-
setu erlendis, eru gefin út af
utanríkisráðuneyti Sovétrikj-
anna, utanrífcisráðuneytum
Sovétiýðveldanna og deildum
leynilögregtunnar (MVD).
Sovézkir borgarar, sem veitt
eru vegabréf tii ferðalaga er-
lendis, verða að afhenda MVD
þau innan tveggja og hálfs
mánaðar frá heimkomu sinni.
Þá fá þeir innanlandsvegabréf
sín, sem þeir skila áður en
þeir fara til útílanda, afhent
á ný. Þetta milda eftiriit á að
öllum líkindum að gegna því
hlutverki að koma í veg fyr-
ir svartamarkað á vegabréf-
um til útlanda.
Miklu auðveldara og fljót-
legra er að fá vegabréf til ein-
hvers aninars kommúnista-
lands, en það lítur út eins og
venjulegt nafniskírteini. Þar
til fyrir fáum árum þurftu
sovézkir borgarar vegabréfs-
áritanir til þess að geta heim-
sótt önnur kommúnistalönd,
og öll vegabréf til ferða utan
Sovétríkjanna voru eins. En
þá gerðist það, að nokkur hóp-
ur fólfcs, sem hafði leyfi til
að heimsækja Búlgaríu, fór
þaðan til Júgóslaviu og Italíu
og ákvað að setjast að á Vest-
urlöndum. Þar með var þessu
kerfi hætt.
FORRÉTTINDI
1 Sovétrikjunum, líkt og var
á dögum keisaraveldisins í
Rússlandi, virðast ferðallög
ennþá vera forréttindi yfir-
stéttanna og þeirra, sem
stjórnin hefur samþykkt að
leyfa að ferðast um takmark-
aðan tíma. Þetta á efcki aðeins
við um ferðir til útlanda, held-
ur einnig um ferðalög innan-
lands, í fríi, heimsófcnir til ætt-
ingja eða í opinberum erinda-
gjörðum. Flestir sovézkir borg
arar hafa innanlandsvegabréf,
en án þeirra væri ógemingur
að ferðast á milli landshluta
í Sovétrílkjunium. Menn verða
að gefa sig fram við lögregilu-
stöð á ákvörðunairstað með
vegabréí sitt innan sólar-
hrings írá komu til staðarins.
Á lögregdustöðvunum eru
vegabréfin skráð. Þó menn
hafi innanlamdsvegabréí jaifn-
gildir það hinis vegar ekki því,
að menn hafi rétt til þess að
fara í heimsókn eða taka upp
búsetu einhvers staðar annars
staðar í landinu; vegabréfið
veitir sem slikt ekki farar-
leyfi. Verkamenn á samyrkju-
búum hafa ekki innanlands-
vegabréf og verða að fá sér-
stakt, skrifflegt leyfi til þess
að fara frá heimaþorpum
sínum.
Yfirvöld löggæzlu í Sovét-
ríkjuuum lýsa innanilandsvega
bréfinu sem „mjög mikilvægu
tæki til þess að vernda röð
og regiu og öryggi ýíkisins".
Frá 1932 haifa sovézkir borg-
arar frá 16 ára aldri, sem búa
i borgum, úthverfaborgum,
landamærahéruðum og öðrum
nánar skilgreindum og sér-
stökum landssvæðum, verið
skyldir að bera innanlands-
vegabréf. Sama gildir um þá,
sem vinna við byggingar eða
flutniniga á fljótuim eða á
járnbrautarlestum. Breytingar
á heimilisfangi, vinnu og hjú-
sfcaparstétt eru skráðar í
vegabréfið af yfirvöldum, svo
hægt sé að fylgjast með öllu.
Starfsmenn í verfcsmiðjum,
sem framleiða fyrir varnar-
málaráðuneytið, svo og þeir,
sem vinna við kolagröft, fiutn-
inga og í bönkum, verða að
afhenda yfinmönnum sínum
vegabréfið þann tíma, sem
þeir eru í vinnu hjá viðkom-
andi fyrirtæki.
Bílaeign Sovétmanna er,
sem kunnugt er, langtum
minni en gerist á Vesturlönd-
um. í Moskvu, sem telur sjö
millljónir íbúa, eru aðeins um
80.000 einfcabílar. Ef aukning
yrði á bíllaeign almennings
myndi það gera eftirlit stjóm-
vaida með fólkinu mun erfið-
ara. Á meðan Japan jók bíla-
framleiðslu sína úr 165.000 bil-
um 1960 í 3 milljónir 1970,
framleiddu Rússar 140.000 bíla
1960 og 1970 hafði sú fram-
leiðsla aðeins tvöfaldazt eða
þar um bil.
(Forum World Features
— Einkaréttur Mbl.)
Flugvöllur á
Svalbarða?
Osló, 28. apríl. NTB.
TALSMAÐUR norska utanríkis-
ráðuneytisins neitaði því í dag
að Norðmenn hefðu rætt við
Rússa um flugvallargerð á Sval-
barða. Samkvæmt norskum
blaðafréttum hafa Rússar neitað
að taka þátt í gerð flugvaUar,
sem nota má allt árið, þar sem
siíkur flugvöllur yrði dulbúinn
herflugvöllur að dómi Sovét-
stjórnarinnar. Flugvallargerðin
iiefur lengi verið í athugun, og
Phnom Penh, 23. apríl NTB.
LON Nol marskálkur, sem baðst
lausnar frá embætti forsætisráð-
herra fyrir f jórum dögum vegna
heUsubrests, hefur ákveðið að
halda áfram í embættl en skipa
ekkert er því til fyrirstöðu sam
kvæmt samningum að Norð-
menn geri slíkan flugvöll.
þrjá varaforsætisráðherra ttí
þess að sinna daglegrum venjw-
verkum, að því er skýrt var frá
í Phnom Penh i dag. Lon Nol
fékk hjartaáfaU fyrir tveimwr
mánuðum og hefur síðan verið
hálflamaður.
Lon Nol hættir ekki