Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 28

Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 • * 70 ‘ * að láta okki skotið breyta neitt útliti. En ef nú þessi sami maður, hefur átt önnur Nimrodskot fyrir. Þá gat hann æft sig á þeim skotum þangað til ekki bar neitt á neinu. — Woodspring er talinn hafa keypt eitthvert dót, þar sem í voru nokkur Nimrodskot, á upp boðinu eftir John Blackbrook, sagði Jimmy. — En ég bara gleymdi því alveg eftir að ég írétti að skotin, sem fundust eftir Caleb hefðu verið keypt nýlega. — Já, það er eftirtektarvert, sagði Priestley. — í>að, að Woodspring átti nokkur Nim- rodskot fyrir, mundi koma honum til að kaupa sömu teg- und seinna. Nú skulum við at- huga bréfmiðann, sem fannst í kassanum. Það leikur enginn vafi á uppruna hans. Hann er rifinn af bréfi, sem Benjamín skrifaði ungfrú Black- brook, sem segist hafa rifið bréf Ið, en man ekki hvar eða hve- nær. — Hvernig getur nú vera þessa miða í kassanum og sekt Benjamíns komið heim og sam- an? Það mætti halda því fram, að Benjamín hefði sett hann þarna, til þess að greina bróð- ur sínum, hver sendandinn væri og til að sanna honum, að ekk- ert væri bogið við skotin. En mér skilst, að miðinn hafi fund- izt á botninum á kassanum. Hefði Benjamín viljað láta bróð ur sinn sjá hann hefði hann sett hann efst í kassann, þar sem hann sást greinilega. En hefði nú Benjamín farið að leiða að sér grun og auk þess að ung- frú Baickbrook? Yfirleitt finnst mér þessi bréfmiði benda ein- dregið á einhvern allt annan Benjamín. — En hvernig náði þessi maður í miðann? Það getum við ekki sagt um með neinni vissu. En það er að minnsta kosti vel hugsanlegt, að ungfrú Black- brook hafi rifið sundur bréfið þar sem hún sat við borðið sitt í leigubókasafninu, og fleygt snifsunum i bréfakörfuna. Og þá hefði miðinn auðveldlega getað komizt i hendur Woodsprings. Hann hefði, flest- um mönnum fremur getað þekkt rithöndina og gert sér ljóst, hvert gagn mætti hafa af miðan um. — Og það, hvernig kassan- um var komið í bílinn hans Mowbrays leiðir enn frek- ar gruninn frá Benjamín. Þið vitið nú ekki hvenær þetta átti að hafa gerzt, en þó að likind- um um 6. ágúst, svo að ekki skakki meira en viku. All- an þennan tíma var Benjamin úti á sjó. Hafi hann sent skotin, hlaut hann að hafa haft ein- hvern sér til aðstoðar. Og hafi þessi hjálpari hans haldið send- inguna vera meinlausa, þá er undarlegt, að hann skuli ekki hafa gefið sig fram. Hins vegar er hann meðsekur, hafi hann vitað um innihald sendingarinn ar. En mundi maður, sem ætlar að drepa bróður sinn trúa öðr- um fyrir þessari fyrirætl- un sinni ? Ég efast um það. —- En ef við göngum út frá því, að þarna hafi enginn hjálp- armaður komið við sögu, verðum við að álykta, að morðinginn hafi sjálfur sett kassann inn i bílinn. Hr. Woodspring á heima þarna í bænum að staðaldri. Hann gat verið þarna á flakki í húsagarðinum, hvenær sem vera vildi, án þess að vekja nokkra eftirtekt. — Sendinguna á grisjuböggl- inum má skýra á ýmsan hátt. Benjamín kann að hafa keypt hann, úr því að skipið hans var hér statt á þessum tíma. Hann kann að hafa ætlað grisjuna til að vinna úr henni sprengiefni, en hætt við það, af því að hon- um bauðst annað efni annars staðar. En þá rís eftirtektarverð spurning. Kenningin um sekt Benjamíns hefur, eins og ég hef þegar bent á, það í för með sér, að ganga verður út frá einhverj um aðstoðarmanni. Hvers vegna notaði Benjamin þá ekki þennan aðstoðarmann sinn til þess að hirða fyrir sig grisjuböggulinn? - Á þessu stigi málsins vil ég benda ykkur á, að samkvæmt ykkar eigin sögn átti Benjamín við engan regluleg bréfaskipti nema ungfrú Blackbrook. Hún vinnur hjá Woodspring og er því í stöðugu sambandi við hann. Hjá henni gat Woodspring allt- af fengið að vita, hvað ferðum Benjamíns leið. — Nú skulum við athuga tim- ann frá því að skipið kom til London og lagði úr höfn aftur, þann 5. júní. Benjamín hafði aldrei ætlað sér að fara til Lydenbridge í það skiptið. Þess var heldur engin þörf þar eð ungfrú Blackbrook hafði ætlað að vera að minnsta kosti nokk- uð af þeim tíma í Catford hjá bróður sínum. Er það liklegast, að Benjamin færi að beina svona hættulegri sendingu til staðar, sem hann ætlaði sér alls ekki að koma á? — Nei, það virðist nú alls ekki líklegt, sagði Appleyard. — En þetta gerði hann nú samt. Hann bað Woodspring alveg sér staklega að hirða böggulinn og koma honum svo áleiðis. Priestley brosti. —- Það virð- ist kannski benda eindregið til sektar Benjamíns, finnst yður? svaraði hann. Og þar við bættist svo ákafi Benjamíns að fá að vita hjá Woodspring, hvort lögreglan væri búin að komast að því, hvernig skotin hefðu bor- izt til Klaustursins. Þér haldið þvi réttilega fram, að aðeins hinn seki hefði getað vitað um tilveru þessa bögguls og leynd- armálið í sambandi við sending- una á skotunum. Og það að Benjamín nefndi þetta við Wood spring, ætti þá að vera sönnun á sekt hans. Þar sem þér héld- uð, að Benjamín væri bara horf- inn rétt í bili, þá datt yður ekki í hug að efast um sannfræði ummæla Woodsprings um viðtal- ið við hann. Hann mundi ekki fara að ljúga að yður, þar eð hinn aðilinn mundi bráðlega koma á vettvang. — En það sem við fundum í morgun hefur breytt málinu al- gjörlega. Þér vitið nú, að Benjamín var þegar dáinn, er Woodspring ságði yður frá við- tali sínu við hann. Ef Wood- spring væri þegar kunnugt um fráfall hans, gat hann auðvitað sagt yður hvað sem honum datt í hug, vel vitandi, að aldrei var Nemendur Varmalandsskóla Nemendamót Húsmæðraskólans ó Vormalandi verður haldið sunnudaginn 16. maí 1971. Þátttö ku skal tilkynna eigi siðar en 7 maí til Nönnu Tómasdóttur, Blönduósi sími 4155, Grétu Finn bogadóttur Reykjavík, sími 30319 og Helgu Helgadóttur Borgarnesi, sími 7350 og 7201. Ferð með Sæmundi frá Umferðamiðstöðinni kl. 8 f.h. 16. maí. Geymið auglýsinguna. NEFIMDIN. FRÁ Leikfimiskóla HAFDÍSAR ÁRNADÓTTUR VORNÁMSKEIÐ SKÓLANS HEFST MÁNUDAGINN 3. MAÍ í ÍÞRÓTTAHÚSI JÓNS ÞORSTEINSSONAR VIÐ LINDAR- GÖTU. Upplýsingar og innrilun í síma 21724. hægt að afsanna það. Þar af leiðir, að frásögn Woodsprings af samtalinu getur verið og er sennilega upplogin frá rótum. Ég trúi því trauðlega, að að Benjamín hafi nokkurn tíma nefnt við hann böggulinn eða forvitni sína í sambandi við skot in. En sú trú okkar, að aðeins hinn seki gæti vitað um þetta, er i góðu gildi eftir sem áður. Woodspring vissi af þessu af þvi að hann hafði sjálfur sent böggulinn og komið skotunum fyrir í bíl Mowbrays. Hvorki Jimmy né Appleyard þorðu að hreyfa neinum andmæl- um, og eftir nokkra þögn hélt Priestley áfram: — Nú skulum við athuga, hvernig á stóð hjá Wood spring, þegar þettá samtal átti að hafa farið fram. Caleb Glap- thorne var dauður og Símon og Benjamín einir eftir af ættinni. Woodspring hafði í höndum samning, sem gerði hann að eig- anda að turninum, þegar eng- inn af fjölskyldunni hefði leng- ur eignarhald á neinu af eign- inni. Þetta voru vænleg- ustu samningar, sem hægt var að búast við af Simonar hálfu, sem trúði svo mjög á turninn. En þessi kjör nægðu alveg Woodspring. Næsta skrefið hjá honum var að heimsækja Benjamín um borð í skipinu. Það er að mínu viti býsna auðvelt að geta sér til um, hvað fram hafi farið hjá þeim. Wood- spring sýndi samninginn og lét þess getið, að sennilega mundi hann aldrei taka gildi. Hann hafði fengið hann sem eins kon- ar tryggingu fyrir þessum fimm hundruð pundum, sem var raun- verulega fyrirframgreiðsla Símoni til handa. Benjamín hef- ur sjálfsagt spurt, við hvað hann ætti með þessu og Wood- spring hefur þá sennilega hald- ið fram máli sinu á þessa leið: — í mesta trúnaði sagði hann Benjamín, að hann væri búinn að lesa úr ritningarstöðunum i biblíunni, og bauðst til að segja honum leyndarmálið. En hann gætti þess vel að hafa skýringarinar eins og honum sjálfum kom bezt. Hann sagði Benjamín, að gullið væri falið innan við járnsveiginn innan í turninum. En vitanlega hefði skýring hans geta verið skökk og því hafði hann ekki nefnt þetta neitt við Símon, þar er hvert taugaáfall hefði getað gert út af við gamla manninn. Það væri betra að nefna þetta ekki á nafn í Klaustrinu fyrr en búið væri að sannprófa það. Sjálfur gæti Benjamín hæglega gert tilraunina. Hann þyrfti ekki annað en saga sund- ur járnbogann og þá sæi hann strax, hvort eitthvað annað en steinn - væri undir honum. Fy.ndi hann gullið, sem getið var um í ritningarstaðnum, gæti hann greitt Woodspring aftur þessi fimm hundruð pund og Hrútiirinn, 21. niarz — 19. apríl. Reyndu að vinna sem bezt með vinum og félögum, svo að hug- myndir þinar komi að sem beztu gagni. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú verður að gjalda fyrir ákvörðun, sem þú hefur tekið, og ekki verður aftur snúið með. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Hugmyndir þínar virðast mjiig æskilegar. Gjörnýttu þær, meðan tími vinnst til. Krabbinn, 21. .iúní — 22. júll Gleymdu því ekki. að einhver hefur áður flutt þér ófullkomn- ar fréttir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. í ljós kemur. að hugmyndir þínar hafa komið að bctra gagni en þú gerðir þér vonir um. Láttu aðra vita af þessu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Því meira, sem þú hefur komið til leiðar, þeim mun meiri gagnrýni hlýturðu. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að finna ástæðuna fyrir lægðinni, sem þú ert í og losa um hana. Sporðdrekinn, 23. októbor — 21. nóvember. Reyndu að fá sem flesta sálufélaga í lið með þér_ Bog;niaðiirinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að skýra skoðanabræörum þínum frá framvindu mála. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú hefur gengið svo vel frá skipulagi einkainála og annarra málefna, scm þú fjallar um þessa dagana að hætta er á smáárekstrum Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Furðulegt ástand er yfirvofandi, og það fyrr en varir. Mskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Sambönd þín breytast, og styrkjast jafnvel. Loforð verða frem ur efnd en venjulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.