Morgunblaðið - 30.04.1971, Síða 31

Morgunblaðið - 30.04.1971, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 31 MIKILL ÁHI GI II.íA STÚLKTJNXJM Geysilegur áihugi er nú hjá dðnskum stúlkum á knattspyrnu iðkunum. Fyrsta Danmerkur- meistaramótið í knattspyrnu kvenna utanhúss er að hefjast og hafa um 300 lið tilkynnt þátt töku. Verður tekin upp deildar- skipting, og forleikir látnir ráða því í hvaða deild liðin hafna. Eitt mesta vandamálið sem við er að etja í sambandi við mót þetta er hversu fáir dómarar vilja dæma kvennaleiki. Aðeins fjórar stúlkur hafa tekið dóm- arapróf, en knattspyrnudómara- félagið hefur ekki viljað viður- kenna þær. 114. LANDSLEIKURINN Ungverjaland sigraði Austur- ríki í landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Austurríki ný- lega með tveimur mörkum gegn engu. 35 þúsund áhorfendur fylgdust með leik þessum, sem þótti heldur slakur. Bæði mörk- in skoraði Bene fyrir Ungverj- ana i síðari hálfleik, eða á 70. og 84. minútu. Gerði hann síð- ara markið eftir að markvörð- ur Austurríkismanna hafði sent boltann fyrir fætur honum, þar sem hann var í oþnu færi. Þetta var Í14. landsleikur þjóðanna í knattspymu. Ungverjar hafa sigrað 58 sinnum, Austurrikis- menn 23 sinnum og 33 sinnum hefur orðið jafntefli. PELE OG BARDOT Brasilíska knattspyrnukapp- anum Pele var fagnað sem þjóð- hetju er hann kom með liði sínu Santos, til Parísar fyrir skömmu en þar keppti Santos við úrvals lið úr þremur félögum: St. Eti- enne, Olympique og Marseille. Strax eftir komuna til Parísar; var Pele ekið í litilli, opinni bifreið niður eftir aðalgötunni í París, Champs-Elysées. Stöðvað- ist þá öll umferð þar og tug- þúsundir manna streymdu út á götuna og reyndu að koma auga á knattspyrnuhetjuna. Fjöldi manna reyndi að stökkva upp á bifreið Pele og kyssa hann og var Pele óspar á kossana á móti. „Lifi Pele,“ hrópaði mannfjöld- inn, en hann kallaði aftur á móti „Lifi Frakkland “ Fánar Frakklands og Kongós héngu í flestum trjám við Champs-Elysées meðan á sigur- för Peles stóð. Ástæðan var sú að fyrr um daginn hafði forseti Kongó, Joseph Mobuto, sem var í opinberri heimsókn I Frakk- Inadi, ekið sömu leið, en komu hans var veitt sáralítil athygii miðað við þá sem Pele vakti. Leikur Santos og frönsku lið- anna var leikinn í góðgerðar- skyni og hófst með þvi að hin fræga þokkagyðja Birgitte Bard ot gekk út á knattspyrnuvöil- inn, klædd niðþröngum hvitum buxum og gulri peysu. Heilsaði hún knattspjrrnugörpunum og tók siðan upphafsspyrnu leiks- ins. Hvort sem það var hún eða eitthvað annað sem truflaði garpana, var það víst, að þeir sýndu engin snillibrögð í þess- um leik, sem lauk án þess að mark væri skorað. ”r.r þá höfð stutt vítasþyrnukfppm og skyldu þrjár spyrnur teknar á hvort mark. Frakkamir skor uðu úr öllum sínum spyrnum, en aðeins ein spyrna Brasilíumann anna lenti í netinu og auðvitað var það Pele sem hana átti. HÁTT BOÐ í EUSEBIO Franska liðið Olympique Mars eille hefur boðið svimandi háa upphæð í „svörtu perluna'* Euse bio. ■ Ekkert hefur verið ákveð- ið um hvort hann fer frá Bene fica, en sjálfur hefur kappinn látið hafa eftirfarandi eftir sér: „Það er ekki ósennilegt að ég undirriti samning við Olympi- que, eftir að lið mitt hefur leik ið við það í París í Maí. Tilboðið er freistandi, en ég verð að ræða við framkvæmdastjóra Benefica, áður en ég get tekið endanlega ákvörðun." Olympique hefur fyrir tvo út- lendinga: Roger Magnusson frá Svíþjóð og Skoblar frá Júgó- slavíu. BÚLGARÍA VANN GRIKKLAND Búlgaría sigraði Grikkland með 1 marki gegn engu í lands- leik í knattspyrnu sem fram fór í Aþenu. Markið var gert af mið herja búlgarska liðsins Vasilev, i siðari hálfleik. SVÍÞ-IÓÐ SIGRAÐI Svíar sigruðu í sinum riðli í Evrópumeistaramóti unglinga í knattspyrnu og komast því í lokakeppnina er fram fer i Tékkóslóvakíu 20. til 31. maí. Sigruðu Svíar Finna með 6 mörk um gegn 1 og Norðmenin með 3 mörkum gegn engu Norðmenn sigruðu svo Finna með tveimur mörkum gegn engu. LUXEMBURG SIGRAÐI Luxemburg sigraði nýlega Austurríki (áhugamenn) i lands leik I knattspyrnu með 1 marki gegn engu. Leikur þessi var lið- ur i undankeppni Olympíuleik anna. Markið gerði Dusier eftir 8 mínútna leik, en áður hafði Luxemburg misnotað víta- spyrnu. MALI — ALSÍR Mali og Alsir gerðu jafntefli 2-2 í síðari leik liðanna í undan keppni Olympíuleikanna. Fyrri leikinn vann Mali 1-0. HÆTTUR AÐ LEIKA AF ALVÖRU — Ég hef enga löngun til þess að vera áberandi og fá myndir af mér í blöðunum, sem sýna mig alilt öðru visi en ég er, sagði Palle Nielsen, þegar rætt var við hann um þá ákvörðun hans að segja skilið við handknatt- leiksíþróttina. Nielsen hefur löngum þótt sérstæður persónu leiki, og gert ýmislegt til þess að vera öðruvísi en aðrir. Hann er hár- og skeggprúður með afbrigðum og klæðist venju lega í hippabúning. Vakti hann t.d. mikla athygli í mjög fínni veizlu sem haldin var að lok- inni heimsmeistarakeppninni í París í fyrra, þar sem hann mætti í röndóttum buxnm, sem hann hafði prjónað sjálíur, í vesti, sem var mörgum númer- um of lítið og með miklar perlu festar um hálsinn. , — Fyrir nokkrum döigum þeg ar mótorhljólið mitt bilaði, þeg- ar ég var á leiðinni í vinnu, tók bifreiðastjóri mig upp í og sagði m.a. við mig, sagði Palde: — Þú líkist venjuilegum manni. Með því að horfa á þiig í sjón- varpinu hafði óg fenigið allt aðra hiugmynd um þig. Palle Nielsen — furðufugl í handknattlei knuni. — Ég heif alltaf haft mjög gaman af því að leiika hand- knattleik, sagði PaMe, en kröf- urnar eru orðnar mjög miklar, og óg á fjölþætt áhugamál, sem ég þarf iíka tima til þess að sinna. Þess vegna hef ég nú ákveðið að hætta að leika af alvöru, en vona að ég fái taaki færi tii þess að bregða mér í búning öðru hverju og leika mér til gamans. DANMÖRK — FÆREYJAR Svo sem kunnugt er hélt danska handknattleikslandsliðið til Færeyja, eftir að það hafði lokið landsleikjum sínum hér- lendis á dögunum. Lék það einn leik við „landslið" Færeyinga og sigraði með 24 mörkum gegn 8. Staðan í hálfleik var 14-5. Mikill áhugi var á leik þessum i Færeyjum og horfðu um 1100 manns á hann. Mörk Dananna gerðu: John Hansen 5, Iwan Christiansen 5, Keld Andersen 4, Jörgen Heidemann 3, Jögen Frandsen, Klaus Kaae, Claus From 2 hver og Bent Jörgen- sen 1. Fyrir Færeyjar skoruðu: Sverri Jacobsen 2, Vagnur Mich elsen 2 og Hanus Joensen 2. HEIMSMEISTARAMÓT STÚDENTA Heimsmeistaramót stúdenta í handknattleik er nú nýlega lok ið í Tékköslóvakíu. Sigruðu Rússar í úrslitaleik við Tékka 20:14 (8:5). Rúmenar urðu í þriðja sæti, Spánverjar í fjórða, Júgóslavar í fimmta, Pólverjar i sjötta, Svíar í sjöunda og Frakk ar í áttunda. ALVEG VIÐ HEIMSMETIÐ Sænski sundgarpurinn Gunn- ar Larsson varð tvöfaldur sigurvegari á bandaríska meist aramótinu, sem fram fór í Was- hington. Sigraði hann í 400 yarda fjórsundi á 4:01,5 mín, en það er aðeins 1 sek. lakari tími en heimsmet Gary Hall er á þessari vegatengd og svarar til beti'i tima en Evrópumetið er i Gunnar Larsson — einn frenisti 400 metra fjórsundi. Synt var i 25 yarda laug, en bezti tími sem Larsson hefur náð í þessari grein í 50 metra laug ér 4:36,2 min., og er það jafnframt Evrópumet. Larsson var einnig nálægt heimsmetinu í 200 metra fjór- sundi sem hann synti á 1:53,4 min. Frábær árangur náðist í mörgum öðrum greinum á þessu sundmóti og má nefna, að í 500 yarda skriðsundi sigraði John Kinzella, USA, á 4:28,8 mín., í 200 yarda skriðsundi sigraði Brian Job, USA, á 2:04,0 mín., og í 100 yarda skriðsundi sigr- aði Mike Stamm, USA, á 51,2 sek. EVRÓPUMET í FLUGSUNDI Austur-þýzki sundmaðurinn Roland Matthes setti nýlega Evrópumet í 100 metra flug sundi, sem hann synti á 56,1 sek., Eldra metið átti Hans Lampe, V-Þýzkalandi og var það 57,5 sek. LANDSKEPPNI Svíar sigruðu Tékka í lands- keppni í sundi, er fram fór í Prag með 162 stigum gegn 130 (Karlar 89-57 og konur 73-73). ÞRIGGJA LANDA KEPPNl Um páskana fór fram þriggja landa sundkeppni í Budapest og mættust þar lið frá Ungverja- landi, V-Þýzkalandi og Svíþjóð. Sigurðu Ungverjamir með 260 stigum, Þjóðverjamir hlutu 229 stig og Svíar 199 stig. Mjög góð ur árangur náðist í mörgum greinum og má nefna sem dæmi, að í 100 metra bringusundi sigr- aði Gunther, V-Þýzkalandi á 1:09,6 mín., í 200 metra skrið- sundi sigraði Sven von Holst, Svíþjóð, á 2:01,2 mín., i 100 m skriðsundi sigraði Szentirmai, Ungverjalandi á 54,3 sek., og í 100 metra baksundi sigraði Cseh frá Ungverjalandi á 1:01,4 mín. Svíar sigruðu tvöfalt i einni grein 1500 metra skrið- sundi, þar sem Anders Bellbring varð fyrstur á 17:05,2 mín., og Per Hagström annar á 17:24,0 mín. Sænska stúlkan Gunnilla Jonsson sigraði i tveimur grein um: 400 metra skriðsundi á 4:48,5 mín., og 200 metra skrið- sundi á 2:15,4 mín. EVRÓPUMET Á sundmöti í Budapest bætti Andrea Gyarmathy frá Ung- verjalandi Evrópumetið í 100 metra baksundi kvenna í 1:06,5 mín. HEIMSMET f 800 rnetra SUNDI Nýlega sétti Ástralíumaður- inn Graham Vubdeatt heimsmet i 800 metra skriðsundi á móti er sundmaður heims fram fór í Sidney. Synti hann á 8:28,6 mín. ÁTTA MET Á NORSKA MEISTARAMÓTINU Átta ný norsk sundmet voru sett á norska meistaramótinu, sem fram fór í Alta fyrir skömmu, auk þess sem góður ár angur náðist í flestum grein- um, Helztu úrslit í mótinu urðu þessi: 4x100 m. bringusund kvenna: Sveit TSLK 5:36,7 mín. (met) 4x100 metra skriðsund karla: Sveit BSC 3:52,4 mín. 4x100 metra fjórsund karla: Sveit BSC 4:21,9 min. 800 m. skriðsund kvenna: Trine Krogh 9:58,6 mín. (met) 200 m. skriðsund karla: Carsten Wangsmo, 2:02,7 mín.. 200 m. bringusund kvenna: Eva Bruusgaard, 2:53,9 mín. 100 m. bringusund karla: Freddy Jacobsen 1:11,3 mín. 200 m. fjórsund kvenna: Trine Krogh 2:34,7 mín. 100 m. baksund kvenna: Turid Stien 1:14,6 mín. 100 m flugsund karla: Atle Melberg 1:03,0 mín. 4x100 m skriðsund kvenna: Sveit Kirkens 4:28,7 mín. 4x100 m bringusund karla: Sveit OI 4:58,0 mín (met). 800 m skriðsund karla: Haakon Iversön, 8:46,9 mín. 200 m skriðsund kvenna: Trine Krogh 2:15,8 mín. (met). 100 m bringusund kvenna: Eva Bruusgaard, 1:20,9 mín. 200 m bríngusund karla: Freddy Jacobsen 2:35,9 mín. (met). 100 m flugsund kvenna: Trine Krogh 1:11,5 mín. 200 m fjórsund karla: Atle Melberg 2:20,3 mín. 100 m baksund karla: Reidar Lorentzen 1:06,2 mín. LANDSKEPPNIR Auk þess sem Skotar heyja landskeppni í sundi við Islend inga á sumri komanda keppa þeir einnig við Norðmenn og Dani í Edinborg, dagana 7.—8. maí, og verður lið þeirra í þeirri keppni að Wigmestu leyti skip að sama sundfólkinu og keppti hér í Reykjavík s 1. sumar. SÆKJA UM EVRÓPUBIKARKEPPNINA Danska sundsambandið hefur sótt um að fá að halda C-riðil í Evrópubikarkeppni kvenna I sundi, en keppni í honum á að fara frám 28. og 29. ágúst n.k. Sviss hafði áður fengið leyfi til að halda þennan riðil, en dreg- ið sig til baka. Noregur hefur sótt um leyfi til þess að sjá um framkvæmd á C-riðli i karla- keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.