Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 5

Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 5 loks tekui' að rofa til og ákveð ið er að stofna byggðahverfi i hluta af hreppnum, er enn far- ið að rœða flugvallargerð og þar með að fæla fólk frá að setjast þar að. HÁVAÐANN SKULU BEYKVÍKINGAR OG KÓPAVOGSBtFAR ÁFRAM HAFA Flugvellir eru nauðsynlegir en eigi að siður vandræðafyrir brigði í byggð. Því er i sjálfu sér ekki að undra, þótt Reyk- vikingar, Kópavogsbúar og ann að fólk í nágrenni Reykjavíkur flugvallar vilji losna við þau óþægindi, sem honum fylgja. Þeim verður hins vegar ekki af létt með flugvallargerð á Álfta- nesi. í skýrslu B. L. Hellmans, flugvallarverkfræðings ICAO, sem birt er sem fylgiskjal i áliti flugvallarnefndar, eru þessir 5 ókostir taldir við flugvöll af X tilhögun á Álftanesi, þ.e. í Bessa staðanesi (leturbreytingar mín- ar): „Ókostir: 1. Óheppileg lega aðal (blind- - aðflugs) brautar með hlið- sjón af hindruninni af út- varpsstöð á Vatnsenda. 2. Þverbraut verður að liggja út i Lambhúsatjörn (ef hún á að vera lengri en 1400 m), og sú fylling er tiltöiulega dýr. 3. Takmarkað athafnasvæði fyr ir flugstöö og flugskýli. 4. Hávaðasvæði aðalbrautar nær yfir íbúðahverfi í Kópa- vogi. 5. Hávaðasvæði þverbrautar nær yfir miðbæjarsvæði Reyk,javíkur.“ Enn skulu Kópavogsbúar hafa hávaðann og enn skal mið bærinn í Reykjavík hafa hávað ann, þar á meðal Alþingi, en ná lægðar Alþingishúss við Reykja víkurflugvöll hefur verið getið sem einnar af ástæðunum fyrir því að leggja ætti þann flug- völl niður. Breytingin er sú, að nú skal ekki einungis skrifstofa þjóðhöfðingjans í Alþingi vera á hávaða- og hættusvæði, held ur skal svo frá gengið, að það nái til forsetasetursins einnig, og gildir þá einu, hvaðan vind- urinn blæs. Að sjálfsögðu mætti draga verulega nú þegar úr hávaða á Reykjavikurflugvelli með því að banna allt þotuflug um völl- inn. Það var óþarfi að leyfa nokkurn tímann, að þota Flug- félags íslands lenti þar (nema þá í sérstakri nauð, en önnur flugfélög virðast þó blessunar lega laus við að þúrfa á Reykja- vikurflugvelli að halda fyrir þotur sínar). Ef félagið var þess ekki umkomið að gera þotu sína út að öllu leyti frá Keflavikur- flugvelli, var það heldur ekki fært um þotuflug, og þá hefði ekki átt að veita því þá fjárhags legu fyrirgreiðslu um almanna- fjármuni, sem gert var. En óska barnið hafði verið tekið á brjóst og það virðist vera búið að sjúga sig fast. Ráðuneytið getur þess sem sé í yfirlýsingu sinni, að flugvöllur á Álftanesi sam- kvæmt X tilhögun „myndi nægja minni gerð af þotum þ.á.m. þotu þeiiTÍ, sem Flugfélag ís- lands h.f. nú á“ (Leturbreyting mín). Eðlilega er fjárhagsleg ábyrgð ríkisins á afborgunum þotunnar ofarlega í huga en var ekki ráðuneytið að ræða um hugsanlega skipan þessara mála ■eftir 15 ár í sömu andránni? Á hve mörgum árum er venja að afskrifa svona þotur? Elf sér- stakan flugvöíl þarf vegna inn- anlandsflugs nær þéttbýlis- kjarnanum við Faxaflóa en Keflavíkurflugvöllur er, þá þarf hann ekki að vera fyrir flugvélar af öðrum gerðum en þeim, sem notaðar eru milli þess flugvallar og annarra á Iandinu. Meira rými þarf þó vegna afgreiðslu, verkstæða, æf ingarvéla og þarfa hinna gagn- legu smáflugfélaga. ANDVARALEYSI GAGNVART B Y GGING AFRAMK V ÆMD- UM I REYK.IAVÍK Reykjavikurflugvöllur hefur nægt fyrir innanlandsflug. Nú er talað um, að til þess kunni að koma, „að ekki þyki gerlegt" að halda honum opnum, og hverjar eru áistæðumar? Ráðu- neytið segir, að hann „sé að ýmsu leyti takmarkaður, aðal- lega vegna byggingafram- kvæmda í nágrenni flugvallar- ins síðari ár“. Það talar um „andvaraleysi" að hafa þá ekki tiltækt land undir flugvöll, þeg- ar að þessu kynni að koma. 1 skýrslu flugvallarnefndar er þess m.a. getið sem ástæðu fyr- ir þvi að stefna eigi að því að leggja Reykjavikurflugvöll nið- ur, að væntanlégt ráðhús við Tjörnina muni tefla öryggi flug- vallarins í hættu. Það er ekki sama, hver ætlar að byggja og hvar á að byggja. Á Álftanesi var sett bann við þvi, að fólk fengi að koma sér upp þaki yfir höfuðið, og þá m.a. með tilliti til þess, að borgaryfirvöld Reykjavíkur kynnu einhvern timann að láta verða af því að reisa ráðhús við Tjörnina,. Það er rétt, að þrengt hefur verið að Reykjavikurflugvelli hin síð ari ár, og skipulagsyfirvöld Reykjavikur vilja vafalaust, þegar í óefni er komið, velta óþægindunum af flugvelli yfir á aðra, þótt ekki hafi hingað til þótt stórmannlegt að sópa frá eigin dyrum yfir til nágrann- ans. Hefur ekki andvaraleysi einmitt átt sér stað gagn- vart byggingaframkvæmdum í Reykjavík og hver ber ábyrgð á þvi? Eru það skipulagsyfir- völd og borgarstjórn Reykja vikur? Er það skipulagsstjórn ríkisins og skipulagsstjóri? Er það yfirstjórn flugmála í land- inu? Eitt er víst, það eru ekki Álftnesingar. F.IARLÆGÐIN YFIR SKER.IAFJÖRÐ I skýrslu B. H. Hellmans, flug vallarverkfræðings, sem áður er vitnað til, segir svo um kosti flugvallar á Álftanesi af X-gerð: „Kostlr tilhögunar X. 1. Hlutfallslega hátt notagild með hliðsjón af vindi. 2. Ltmdið er að mestu í ríkis eign. 3. Bessastaðir eru allvel utar flugvallarmarka." Rétt er að líta nánar á þessi atriði. Miðað við Reykjavíkur flugvöll er nú veðurfarið tæp ast stórum frábrugðið. Fjarlægð in yfir Skerjafjörð frá brautar enda hvorrar brautarinnar sem væri í Bessastaðanesi að braut arenda Reykjavíkurflugvallar sem liggur út að Fossvogi, er t.d. heliningi styttri en fjarlægí in frá hafnarmynninu í Reykja- vík að sama brautarenda Reykjavíkui-flugvallar. Tækni legur munur er varla mikill á þvi, hvorum megin Skerjafjarð ar flugbrautir liggja, og sízl minnkar slysahætta og hávaði í þéttbýlinu við það, þótt flug- brautirnar yrðu í Bessastaða- nesi og skurðpunktur þeirra færðist frá því sem nú er um minna en þrjá km i áttina að hinni 25 þús. manna byggð i Kópavogi, Garðahreppi og Hafn arfirði. Reykjavik yrði eftir sem áður í næsta nágrenni. ATHUGUN Á KAPELLUHRAUNI Aðrir staðir en Reykjavik og Álftánes við innanverðan Faxa- flóa, sem helzt hafa komið til álita undir flugvöll, eru Garða- hraun og Kapelluhraun (Al- menningur). Hugmyndin um flugvöll i Garðahrauni var kveð in niður með einni rökfastri blaðagrein. Flugvallarverkfræð- ingar hafa talið, að frá flug- tæknilegu sjónarmiði væri Kap- elluhraun lakara en hinir þrír staðirnir, en þeir hafa ekki tal- ið það óhæft. Því má líka hver trúa, sem vilí, að svo þrengi að um aðflug og svo misvindasamt sé þar, að lakara sé en helztu flugvellir annars staðar á land- inu, sem þó þykja nothæfir. Ráðuheytið segir, að þar yrði flugvallargerð mjög ódýr, að flugvallarstæðið sé í eigu ríkis stofnunar og enn fremur, að lega Reykjanesbrautar (Kefla- víkurvegar), staðsetning mann- virkja i Straumsvik og há- spennulínan þangað frá Búrfelli hafi m.a. verið „ákveðin með hliðsjón af því, að ekki væru skertir möguleikar á flugvallar- gerð i Kapelluhrauni i framtíð- inni". Þctta ætti ráðuneytið að láta nægja t.il þess að falla al- gjörlega frá flugvallargerð á Álftanesi eins og gert var i Garðahrauni (sem raunar er hluti af hinu gamla Álftanesi). Þá er sagt, að talið sé, að nota- gildi slíks flugvallar í Kapellu- hrauni, miðað við Reykjavík og sama aðflugsbúnað, væri allt að 11% minna. Væri nú ekki hægt að htigsa sér, að flugvélarnar notuðu Keflavíkurflugvöll í þeim tilvikum, þegar lendingar- aðstaða væri slæm, eða má alls ekki nefna hann í þessu sam- bandi? Þó rekur ýmsa minni til þess, að þegar flugvallarnefnd- in var skipuð, hafi hún átt að athuga flugvallarmál Suð-Vest- urlands, en ekki Reykjavíkur eingöngu. 1 meðferð nefndar innar er það þó Reykjavík ein, sem hún virðist hafa í huga. Ef til vill er það þess vegna að ekki er minnzt á þéttbýlið suður með sjó og hvað því hentar. Ef flugvallargerð í Kapellu- hrauni kemur til greina þarf þó nauðsynlega að kanna til hlítar áður, hvort hann ylli hávaða í ***.*■» r.i mmpmt Álafoss gólfteppi í TollstöÓina... hversvegna? Hnanyyu. Til þess liggja góð og gíld rök. þeirra þekkið þér þegar, önnur e. Sum t. v. ekki. Tökum dæmið um „Innovation" vöruhús- ið i Brussel. Það þrann fyrir fjórum árum. Fjöldi fólks týndi lífi i brunanum. Husið hefur verið endurreist og opnað á ný - en nú eru menn reynslunni rikari. Öll gólf þess - á fimm hæðum - eru lögð al- ullarteppum. Ástæðurnar eru einkum þrjár: 1. Eldmótstaða ullar er mikil vegna hins háa íkveikjustigs hennar. 2. Myndun staðbundins rafmagns ér lítil i alullarteppum. 3. Alullarteppi er auðvelt að hreinsa og sparast þvi stórfé i ræstingarkostnaðí. Þegar þessa er gætt, auk þess sem þegar er vitað um endingu og útlit Álafoss teppanna, skal engan undra þótt þau séu valin á stóra gólffleti, jafnt sem smáa, Þau eru Wilton-ofin úr alull. ÁLAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK. SÍMI 22090 umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.