Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1971 17 Reykjavík - áfangastaður á leið til aukinnar evrópskr- ar samvinnu 1 þessari vifeu er haldinn í Reyfejavík ráðherrafundur Fríverzlunar.samtaka Evrópu, EFTA, sem marfear nýjan á- l'anga í samvinnu Evrópu- rikja. í dag fimmtudag kom hingað til lands frá Briissel Geoffrey Rippon, aðalsamn- ingamaður Breta um inn- göngu þeirra í Efnahags- bandalagið og gaf ráðherra- fundi EFTA skýrslu sína um framgang viðræðnanna, sem nú eru að komast á lokastig. Á blaðamannafundi við komu sína hingað sagði Ripp- on, að á löngum fundi hans með talsmönnum EBE i gær hefði miðað mjög vel og náðst hefði viðunandi lausn varð- andi landbúnaðarmálin, iðnað armálin og stöðu brezku sam- veldislandanna eftir aðild Breta að bandalaginu. Frek- ari umræður þyrftu að fara fram um framlög Breta til sam eiginiegs sjóðs Efnahags- bandalagsins en lýkur fyrir viðunandi lausn í þeim við- viðræðum væru góðar og einnig kæmi varla til meiri- háttar ágreinings út af stefnu bandalagsins í fiSkimálum, en nauðsytniegt væri fyrir Breta að fá breytingu á henni, áður en þeir gengju í bandalagið. Rippon sagði, að nú yrðu mál in rædd á brezka þinginu og formleg aðild Breta að Efna- hagsbandalagi Evrópu gæti orðið 1. janúar 1973. Þann 20. og 21. þessa mán aðar munu þeir koma saman til fundar í Paris, Pompidou, Frakfelandsforseti og Heat'h, forsætisráðherra Bretlands og ræða til þrautar þau mál, sem enn eru óleyst varðandi inngöngu Breta í Efnahags- bandalagið. Þessi fundur þjóð arleiðtoganna bendir til þess, að nú verði ekki gefizt upp fyrr en í fulla hnefana. Á ráðherrafundum EFTA hefur það allt frá upphafi verið venja að ráðgazt náið um frekari samvinnu Evrópu ríkja. EFTA er samkvæmt stofnsamningi sínum aðeins á- fangi aðildarríkjanna til frefe ari evrópsferar samvinnu. Nú háfa þrjú aðildarríki EFTA sött um aðild að Efnahags- bandalaginu. Svíar, sem áður voru meðal umsæfejenda um aðild að EfnaJhagsbandalag inu, hafa dregið umsókn sína um fulia aðiid til baka, þar sem þeir segja, að aðild að bandalaginu samrýmist ekki hlutleysisstefnu þeirra. Bret ar, Danir og Norðmenn eru því þau þrjú EFTA-lönd, sem nú sækja um fulla aðild að EBE. Flest önnur EFTA-lönd eiga nú í viðræðum við full- trúa Efnahagsbandalagsins um einhvers konar tengsl við bandalagið. Island er í hópi þeirra ríkja og hófust samn- ingaviðræður okkar við Efna hagsbandalaigið í nóvember s. 1. 1 þeim viðræðum hefur því verið haldið fram, sem er yfir lýst stefna aílra íslenzkra stjórnmálaflokka, að full að- ild Islands að bandalaginu komi ekki til greina. Hins vegar hefur verið sótzit eftir því, að við öðlumst viður kenningu bándalagsins a.m.k. á sömu réttindum og við hlut um við inngöngu okkar í EF TA. í þessu sambandi ber að minnast þess, að þau EFTA- lönd, sem nú sækja um aðild að EBE, hafa lýst þvtí yfir, að þau muni stuðla að þvi, að ekfei verði raskað þeim við- skiptakjörum, sem ■ EFTA- löndin hafa skapað sín í milli, enda þótt sum þeirra gangi i EBE. Á ráðherrafundinum í dag gerði Rippon, samningamaður Breta við EBE grein fyrir þeim viðræðum, sem hann hef ur átt við Efnahagsbandalag ið nú í byrjun þessarar viku. Þar feom fram, að betur horfði EFTIR BJÖRN BJARNASON nú en nofekru sinni fyrr um, að samningar náist milli Bret lands og Efnahagsbandalags ins um þau mál, sem deilt hef ur verið um. En þau eru fyrst og fremst varðandi stöðu Sam veldislandanna og hlutdeild Breta í sameiginlegum fjár- málum Efnahagsbandalags- landanna. Bretar hafa orðið að gæta hagsmuna Ný-Sjá- lendinga, sem flytja mikið af smjöri inn til Bretlands og þeirra samveldislanda sinna, sem flytja sykur inn til Bret lands. En eins og kunnugt er, 9lógu Efnahagsbandalags- iöndin mjög af kröfum sínum varðandi sykurverð fyrir fundinn í Briissei nú og þar tófest i stórum dráttum að komast að samkomulagi um þau. Þá hefur það einnig ver ið deiluefni hversu mikið Bretar ættu að leggja til sam eiginlegs sjóðs Efnahags- Ibandalagslandanna á aðlög- unartíma síinum, og er það mál enn óútfeljáð. Skýrsla Rippons á EFTA- fundinum hér í Reykjavik hef ur verið þess efnis, að efeki er hætta á því, að aðild Breta að Efnahagsbandalaginu verði heft i þeim samningavið ræðum, sem nú fara fram. Raunar má segja, að við þess ari niðurstöðu af viðræðum hans í Brussel hefði rnátt bú ast, þegar ljóst var nú um síð ustu helgi, að þeir mundu koma saman til fundar Pom- pidou og Heath. Fundur þjóð arleiðtoganna hefði efeki ver- ið ákveðinn, ef Ijóst væri, að hann myndi verða árangurs- laus. Nú lítúr svo út, að meg- indrættir samkomulags um að ild Bretlands að Efnahags- bandalaginu verði lagðir fyr ir brezka þingið fyrir lok júli næstkomandi eins og Heath hefur stefnt að. Þess ber einnig að minnast, að þetta er fyrsta heimsókn for- sætisráðherra Brettands til Parísar í fjögur ár, og gefur það vissulega til kynna, að samskipti landanna eru batn andi. En brezfea stjórnin átti frumkvæði að þessum fundi þjóðarieiðtoganna. Það er mjög mikilvægt, breði fyrir Frakka og Breta, að samningaviðræðunum um aðild Bretlands að Efnahags- bandalaginu Ijúki, svo að unnt sé að gera þjóðþingum landanna grein fyrir niður- stöðum þeirra. Augljóst ér, að bæði í Bretlandi og Frakfe landi er að skapast sterkari hópur andstöðumanna gegn stækkun Efnahagsbandalags ins. Þeir Frakkar, sem eru andvigir aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu, halda því fram að Bretar muni draga úr forustu Frakka inn an bandalagsins og þeir stefni að þvi að breyta banda laginu og þá jafnvel Banda- rikjamönnum i hag. Hins veg ar er því haidið fram af and- stæðingum aðildarinnar i Bretlandi, að hún muni auka dýrtíð í landinu og tak- marka sjáifstæði þess. Þróun in hefur verið í þá átt, að andstæðingar aðildarinnar hafa fremur aukið fylgi sitt en hitt. Og þess vegna er nauðsynlegt að leiða mál- ið til lykta sem fyrst, áður en andstaðan magnast enn. Þegar horft er til annarra umsóknarlanda eins og Nor- egs og Danmerkur, þá verður þess einniig vart, að andstæðingar aðildar að Efnahagsbandalaginu verða öflugri eftir því sem samn- ingaviðræðurnar taka lengri tíma. Nýskipuð stjórn Verka mannaflokksins i Noregi er tvímælalaust á þeirri skoðun, að landið eigi að gerast aðili að Efnahagsbandalaginu. Errda þótt segja megi, að stjórn þessi hefði aldrei ver- ið mynduð, ef ekki hefði auk izt andstaðan gegn aðild að bandalaginu í Noregi. Flokk- ur Per Bortens, fyrrverandi forsætisráðherra, var klofinn 1 Danmörku hafa allir flokkar komizt að samkomu- lagi um það, að bind- andi þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram, um það, hvort landið gerist aðili að EBE eða ekki. Tillaga um þetta efni kom fram frá sósi- aldemókrötum, stjórnarand- stöðuflokknum, en atkvæða greiðslan hefði vafalaust far ið fram hvort eð, þar sem þörf er á samþykki 5/6 hluta þjóðþingsins i slíkum málum, en náist slikur meiri- hluti ekki er skylt að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu. Af því sem hér hefur ver- ið sagt í tilefni af ráðherra- fundi EFTA á Islandi, Rippon, markaðsmálaráðherra Breta, og Brugger, efnahags- málaráðherra Sviss, takast í hendur á ráðherrafundi EFTA í ffær. í málinu, og réð það tvímæla- laust úrslitum um afsögn hans úr forsætisráðherraemb ættinu, enda þótt „Iekamálið“ hefði verið opinber ástæða hennar. 1 Noregi eru stjórn- málamenn sammála um það, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um aðildiina, en at- kvæðagreiðslan hefur ekki bindandi áhrif á stórþingið. Við upphaf ráðherrafundar EFTA í gær. Fremst á myndinni f.v. eru Sir John Coulson, fram- kvæmdastjóri EFTA, og svissneski ráðherrann Brugger, sem er í forsæti á fundinum kunna menn að spyrja, hvað þetta komi EFTA við. Þegar litið er til forsögu EFTA, þá kemur í ljós, að samtökin eru stofnuð vegna ágreinings um stofnun Efnahagsbanda- lagisins. Þrátt fyrir þennan ágreining hefur það ávallt verið stefna EFTA-landanna að ná einhvers konar tenigsl- um við Efnahagsbandalagið, og mörg þeirra hafa oftar en einu sinni sótt um aðild að EBE. Og i byrjun síðasta ára tugs var jafnvel til umræðu hér á landS, að Island gerðist aðili að EBE. Það kemur j Ijós á lokafundi ráðherranna frá EFTA-löndunum hér í Reykjavik á morgun, föstu- dag, hvort þeir vilja halda áfram nánara Evrópusam- starfi eða draga í land. Lík- legast má telja, að þeir kjósi framhald aukinnar sam- vinnu Evrópuþjóða og þess vegna verði Reykjavík áfangi á leiðinni til auk- innar evrópskrar samvinnu. I þeirri samvinnu verðum við Islendingar að vera virkir þátttakendur. Þó skyldu menn minnast þeirrar bjartsýni, sem ríkti á Norðurlandaráðs- fundinum hér í ársbyrj- un 1970 um stofnun NORDEK. Af þeim fundi hurfu menn í þeirri vissu, að þeim hefði tekizt að leggja grundvöllinn að NORDEK, en þeir voru ekki fyrr komn ir til heimalanda sinna en þeir byrjuðu að draga í land og síðan hefur hugmyndin um NORDEK heyrt sögunni til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.