Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. maí 1971. OBÐ I.AUSNARANS f I'SLENZKU FJÓSI Fyrir noltkrum árum dvald- ist ég um skeið í Noregi við að skrásetja íslenzk handrit sem þar eru niður komin í op- inberum söfnum. 1 Háskóla- bókasafininu í Ósló, sem jafn- framt er þjóðarbókhlaða Nor- egsmanna, var um þær mundir haldin sýning á ýmsum útgáf- um og handritum Biblíunnar — „Bibelen gjennoim tiderne," eða eitthvað í þá áttina. Þar gaf að líta danskar og norskar Bibliuþýðingar frá ýmsum tím- um. Þar var ljósprentun hinn- ar frægu Biblíu Gutenbergs sem út var gefin árið 1455, ein hver hin fegursta bók sem prentuð hefur verið. Frá Árna safni í Kaupmannahöfn hafði verið lánuð islenzk skinnbók, AM 227 fólíó; þar á er letruð hin forna þýðing Gamlatesta- meoitisins sem kölluð er Stjórn. Bók þessi er forkunnlega myndlýst, og mun brátt birtast um skreytingar hennar sér- stakt visindarit eftir forstöðu- mann ListaSafns ríkisins, dr. Selmu Jónsdóttur. En innan um allar þessar skrúðbækur kom ég auga á eitt lítið og heldur fátækilegt kver sem bar svolátandi titilblað: „Þetta er hid nya Testament Jesu Ghristi, eigenlig ord og Evangelia huer hann sialfr predikadi og kendi, hier i heime, Sem hans postular og Guds spjalla menn sidan skrif- udu. Þau eru nu hier vtlogd a Norrænu, Gudi til lofs og dyrdar, enn almuganum til sæmdar og Salu hialpar.“ Þarna var þá komið Nýjatesta- menti Odds Gottskálkssonar sem hann þýddi, að sögn, í fjós inu í Skálholti, en út gefið í Hróarskeldu árið 1540, elzta prentbók ísilenzk sem til er. En þótt þessi íslenzka bók væri smá í sniðum innan um doðr- anta sýningarinnar, þá hlýnaði mér um hjartarætur við að sjá hana þarna, og ég skynjaði bet ur en nokkru sinni fyrr hve hún hafði verið máttug til áhrifa. MISJÖFN BRÆÐRABÝTI í Noregi varð þróunin á ann an veg. Norðmenn fengu Nýja- testamentið, og síðan Biblíuna aila í danskri þýðingu á sið- skiptatimanum. 1 fylgd með Kitningunni komu önnur dönsk Lúterstrúarrit. Um sömu mundir voru fornlög Magnúsar lagabætis þýdd á dönsku, þótt þau væru ekkd prentuð þegar í stað. Á grundvelli þýðingar- innar voru síðan samin hin „norsku lög“, Kristjáns fjórða. Þau voru að sjálfsögðu einnig á dönsku, en norsk aðeins í þeim skilningi að þau áttu að gilda í Noregi. Hin forna norska tunga hafði allt frá 14. öld orðið fyrir miklum áhrifum frá sænsku og dönsku, samfara konungstengslum við Svíþjóð og síðar við Danmörku. Flest embættisbréf voru skrifuð á dönsku eftir miðja 15. öld. Hin dönsku kirkjurit og lög ráku síðan smiðshöggið á verkið, og eftir tilkomu þeirra var úti um hina fornu norrænu tungu sem skrifmál í Noregi. En á Islandi varð Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar upphaf mik- iilla trúarbókmennta á þjóð- tungunni. Það brúaði bilið frá fornöld til nútíðar og bægði frá dyrum þeirri hættu að ís- lenzk tunga drukknaði i flaumi dansk-þýzkra siðskiptabók- mennta. í kjölfar þess komu önnur trúarrit á móðurmálinu, og munaði þar mest um hina gífurlegu útgáfustarfsemi Guð- brands biskups Þorlákssonar, sem meðal annars gaf út alla Biblíuna í þýðingu Odds og annara árið 1584. Ásamt Nýja- testamenti Odds var Guð- brandsbiblía áhrifamest allra íslenzkra bóka og myndaði grundvöll undir hirtu trúarlega ritmáli. Orðfæri Lútersmanna var að vísu nokkuð mengað áhrifum frá upphafslandi sið- skiptanna, en það var þó ís- lenzkt mál, og bæði Oddur og Guðbrandur voru þróttmeiri rithöfundar en Biblíuþýðendur síðari tíma. En hvað olli þá þessari mis- skiptu þróun í Noregi og á Is- landi? Nábýli við hið danska konungsland greiddi áhrifun- um leið til Noregs, en fleira hné i sömu átt. Norðmenn voru miklu minni bókmenntamenn heldur en íslendingar. Hér á landi var lestrar- og skriftar- kunnátta langtum almennari, og óslitin tengsl við forna bók- menntaarfleifð þjóðarinnar. Sú stefna hefur löngum ver- ið drottnandi að gera fremur lítið úr bókmenntahlut Norð- manna á fornum tímum, saman borið við íslendinga. Þessi mun ur þjóðanna virðist koma fram þegar eftir landnám íslands. Norðmenn áttu að visu skáld á dögum Haralds hárfagra, að talið er; en síðan hefur mönn- um þótt sem skáldskapariðkun hafi flutzt til Islands, og þurftu norskir konungar jafn- an að fá íslenzk skáld til að yrkja lofdrápur um orustur sínar og örlæti við þegnana. Svipuð misskipting hefur þótt koma fram á ritöldinni. Islend- ingar gerðust mikil bókmennta þjóð að norrænu máli og skrif- uðu sögu Noregs jafnt sem síms eigin lands. 1 Noregi var að vísu dálítil innlend bókmennta starfsemi, einkum á 13. öld fyr ir atbeina Hákonar gamla Há- konarsonar og Magnúsar laga- bætis sonar hans (Konungs- skuggsjá, riddarasögur, Lands- lög Magnúsar o. fl.). En þó þurfti Magnús konungur að leita til hins islenzka sagnarit- ara Sturlu Þórðarsonar, þegar hann vildi láta rita sögu sina * * Grcinarhöfundur í Háskólabókasafni í Osló. f höndum hefur hann eftirrit Fagurskinnu, frægnar skinnbókar sem fórst í eldinum mikla í Kaupmannahöfn 1728. Einu leifar sjálfrar skinnbókarinn- ar eru ræma neðan af blaði. sem fannst í Ríkisskjalasafni Noregs á síðustu öld. Ræman hafði ver- ið notuð I band um fógetareikninga frá Harðangri frá árinu 1627. Jónas Kristjánsson, handritafræðingur: BÆKUR EIGA ■ ■ ORLOG SIN r- ‘im am h gr>» ♦ < // 4 • iijnjivim! atj. 'Si a t ^ rWn'íJrrfW**«ní inw-1* n-.'Slianfisr-j!i'Hr< ýf aftt! aruStaífnSfiit-niitnraíitsl iifei tntis (W-iitiiiía m áfiáf iistwimjjuasniSTtf ás Blað úr Stjórnarhandritinu AM 227 fol., sem skrifað er og skreytt á 14. öld. Stjórn er norraen þýðing á fyrstii bókum Gamlatesta mentis, gerð á 13. og 14. öld. Spjall um rúnakefli og skinnhandrit i Noregi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.