Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 6
' 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 í/’ífc'* S j ómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar Hörpudisksdæla og hörpudisksskafa Hér á síðunni hefur tvívegis verið sagt frá enska dæluplógn um fyrir báruskel, sem IDU (Industrial Development Unit) tæknistofnunin í húll hef- ur verið að gera tilraunir með siðan 1966 og nú er kominn í notkun við sunnanvert Eng- land, þar sem báruskeljaveiðar eru mikið stundaðar á grunnu vatni. Mönnum var það str^x ljóst hér heima að dæling yrði framtíðarveiðiaðferðin á okk- ar hörpudiski, þar se<m hann ým ist liggur á botni eða lyftir sér frá botni og því auðveldara að dæla honum, en þeim hörpu- nema skelin sé í rauninni plægð upp, eins og báruskel eða kræklingur og sumar tegundir hörpudisks, en það á ekki við um okkar disk. Okkar veiðitæki er því skafa, eins og notuð er almennt við veiðar á Queens Seallopskelina við England, sem er sama tegund og okkar skel. Það er greinilega hægt að nota grundvallargerð báruskelj arplógsins, sem reynsla er þeg- ar komin á, en vandkvæðin verða og okkar höfuðverkur, sem veiðum á djúpu vatni, að koma fyrir slöngunum um borð í jafnldtlum bátum og stunda dælu til að hjálpa skelinni, sem plógtönnin kraflar upp, aftur i plóginn. Þessa dælu ættum við ekki að þurfa og okkar skafa yrði þvi einfaldari að gerð en báruskeljardæluplógurinn. Vandinn er sem sé að koma fyrir slöngunni, sem yrði mjög við, fyrir okkar hörpudisk. Báruskeljardælan er til dæmis með 5—6 tommu barka og slang an þarf að vera fast að þvi tvö- falt lengri en dýpið, sem veitt er á, sé til dæmis veitt á 20 föðmum þyrfti um það bil 35— 40 faðma slöngu. Mönnum hef- ur helzt dottið í hug að hafa allega til að reyna staðsetningar kerfi á sjó byggt á sendingum frá himinhnöttum, líkt og flug- vélar eru farnar að nota. Slikt kerfi er sagt mjög ná- kvæmt, jafnvel nákvæmara en dekkakerfið, en tæknin um borð er enn mjög dýr eða á fimmtu milljón króna, en vonir standa til að þau geti innan tíðar orðið ódýrari og er þá fólginn í þessu sá möguleiki fyrir okkur, að við gætum jafnvel hlaupið yf ir dekkastigið. Það er þó aðeins hugmynd mín, byggð á Ktilli þekkingu. HEFBUNDNA HÖRPUDISKSSKAFAN Froskmenn og rannsóknar- menn í neðansjávartækjum hafa komizt að raun um, að hörpu- diskur af sömu tegund og okk- ar, bregzt ótrúlega hratt við, þegar veiðarfæri, hvort heldur það er troll eða skafa, nálgast hann. Þeir hafa sézt stökkva allt að einum metra upp frá botni og einnig til hliðar, ef honum þykir vænlegra að forða sér á þann veginn. Vegna þessa hefur hin hefð- bundna skafa ekki reynzt eins veiðin á sumum hörpudiskssvæð- um og botnvarpan (bómutroll) sem víða er notuð við hörpu- disksveiðar. Nú eru botnvörpu veiðar almennt bannaðar á grunnslóð og þess vegna hafa menn i því augnamiði að ná diski, sem lyftir sér mikið, reynt að smiða sköfu, sem næði hærra upp en sú skafa, sem al- gengast er að nota. Þetta hefur þó ekki, það ég veit, borið tilætlaðan árangur nema á mjög góðum og sléttum botni, en hugmyndin er athyglis verð. Hin hefðbundna hörpudisks- skafa er í grundvallaratriðum bómutroll með 2,4 fermetra opi (8 fet á lengd og 1 fet á hæð). Þessi grind er síðan á eins kon- ar sleðakjálkum, sem ná 3 fet fram og aftur af henni. Netpoki er siðan festur á grindina. Und- irbyrðið í pokanum er víða úr stálhringjum, þriggja tommu í þvermál og þeir tengdir sam- an með öðrum smærri hringum, sem eru ein tomma í þvermál eða svo. Þetta stálnet hefur þó ekki alls staðar lánazt vel, til dæmýs ekki hérleiidis á vestfirzku hörpudisksmiðunum. Það olli fest um. Efra byrði pokans er svo úr nælon. Aftan á pokann eru Skozka skafan. diski eða báruskel, sem grefur sig niður. Tæknideild Fiskifé- lagsins fylgdist með þessum til- raunum og nú hafa henni bor- izt nákvæmar teikningar af dæluplógnum og væntanlegir eru upp sérfróðir menn og ágæt- ir vinir okkar, sem hyggjast gefa okkur góð ráð um smí^i dælusköfu. Plógur er rangnefni þessar skelfisksveiðar. Tækni mennirnir telja þó þetta leysan legt verkefni. Þær dælur, sem hér eru almennt um borð í bát- um og lögboðnar eru af skipa- skoðuninni, eru að áliti tækni- manna fulllitlar en þó mjög hugs aniega nothæfar. Við báruskeljardæluplóginn þarf auk aðaldælunnar þrýsti- GAIL flísar Höfum tekið að okkur einkaumboð fyrir hið heimskunna fyrirtæki VILHELM GAIL sche TONWERKE GIESSEN, sem framleiða aliskonar flísar, svo sem: gólf- og veggflísar fyrir iðnaðarfyrirtæki, frystihús, niðursuðu- verksmiðjur, sláturhús, bakarí og svo framvegis. Sundlaugaflísar, hljóðeinangrunarflísar, flísar til skreytinga ut- an- og innanhúss. Mikið litaúrval og fljölbreytni, fijót afgreiðsla, heimskunn gæða- vara, hagstætt verð. JÓNSSON & JÚLÍUSSON, Hamarshúsinu, vesturenda. Sími 25430. ALLIR ÞEKKJA JOHNS-MANVILLE glerullareinangrunina. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. JIS JON LOFTSSON HF Hringbraut 121 10-600 Mikróbylgjuofninn og færiband ið með skelinni. slönguna í pörtum, en einnig kæmi til greina að vinda hana upp á granna trommu. Það er heldur ekki útilokað, að það mætti innbyrða plóginn en leggja slöngunni við ból milli veiðiferða. Ástæðan til þess að menn fóru að glíma við smiði dælu- sköfu og plógs var sú, að 50% af veiðitíma skelfisksbáts fór í að innbyrða plóginn og losa hann. Þetta fannst tæknimönn- um nútímans afleit meðferð á veiðitima. Kanadstmenn veiða langt frá landi og á djúpu vatni og eru með báta allt að 100 fetum við veiðarnar. Þeir hafa áhuga bæði á dælingu og eins þvi að af- skelja fiskinn um borð, til þess að spara bátunum ferð til lands, þar sem langróið er. Við ættum að fylgjast með þeirra aðgerðum. Það er von- andi að tekið verði vel á móti Húll-mönnunum, sem koma hing að upp í vor, þvi að þar eig- um við hauka í horni, ekki að- eins á þessu sviði, heldur eru þeir fúsir til að miðla okkur þekkingu á fjölmörgum öðrum sviðum, en það er einróma álit manna, sem viða hafa farið og margt þekkja, að IDU í Húll, sé einhver „praktiskasta", tækni- stofnunin með fiskveiðiþjóðum við Norður-Atlantshaf. Tækni- mennimir við IDU vilja gera all ar veiðarfæratilraunir við raun- hæfar aðstæður og með vönu fólki, um borð í fiskiskipum, en ekki um borð í rannsóknaskip- um, og þess vegna vilja þeir gjarnan hafa samvinnu við okk- ur og við eigum að nota okkur það ótæpilega. Ekki sízt hvað snertir tilraunir þeirra með „telemeterinn" og „simulator- inn". Annað er tæki til að senda upplýsingar frá vörpunni til skips kapallaust, sem yrði miklu ódýrara en netaugað (netzonde), hitt er eftirlikingarkerfi til kennslu. Þeir koma upp í vor að Ny skel- fisksmið og ný tækni Það er varla vafa undirorpið að skelfisksveiðar verða at- vinnuvegur hér eins og annars staðar. Það voru að finnast ný- lega geysiöflug hörpudisksmið við norðurströnd Florida. Vís- indamenn áætla að veiðin þarna verði orðin 7—10 þúsund tonn árið 1975. Nýting þessara miða, segir i fréttinni í World Fishing, jan. 1971, er háð mikilli vélvæðingu um borð og við vinnsluna og einnig neðansjávarsjónvarpinu sem farið er að nota við þessar skelfisksveiðar, en með því tæki er hægt að fá góða yfirsýn yfir botnlagið, þó að farið sé yfir með allmiklum hraða. Bátarnir á áður nefndum mið- um, veiða nú að jafnaði 45 kg á klukkustund af úrskornum fiski. Skorið er úr með vélum um borð. Hér er um litla hörpu- diskstegund að ræða, sem vis- indamenn álíta að endurnýi sig árlega. OSTRUOPNARI Tilraunir þær, sem fiskiðnað- armenn í Gloucester í Massa- chusetts hafa gert með að opna ostruskel með mikrobylgjum (sen timetrabylgj um) lofar svo góðu að nú hefur verið byggður mikrobylgjuofn, sem færiband liggur í gegnum og þar er skel- inni raðað á. Þessi aðferð virð- ist geta sparað allt að þriðjung vinnukostnaðar og jafnframt fyrirbyggja að skelin flisist eða brotni. Tilraunir með annan skelfisk, svo sem krækling og hörpudisk lofa einnig góðu og liklegt að þessari aðferð verði líka beitt við vinnslu á þeim skelfiskstegundum. Það er næstum sannað mál, að eigi skelfisksveiðar að borga sig i dýrum þjóðfélögum, þá verði að vélvæða veiðarnar og vinnsl- una eins og framast er kostur á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.