Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 Línurnar sýna siglingrarleiðir Kólumbusar í hinum fjórum ferð um hans yfir Atlantshafið. Kristófer Kólumbus var sannfærður um það, að sigldi hann nógu lengi í vesturátt, þá kæmi hann fyrr eða síðar til Asíu, líkast til Indlands. Ekki er unnt að kenna honum ein- um um skyssu þá fræga, sem hann gerði, heldur eiga korta- gerðarmenn þeirra tíma þar einnig nokkra sök. Þeir höfðu nefnilega fyrir sið við gerð korta af Atlantshafinu að dreifa á það eyjum og eyja- klösum eftir sögusögnum, þjóð- trúm og jafnvel aðeins eftir því, sem andinn innblé3 þeim hverju sinni. Má nefna hér eyj- arnar Antiliu og Cypango, sem enn eru ófundnar, þótt grannt hafi verið leitað og lengi. Þegar Kólumbus hafði lokið við að leggja á ráðin um ferð sína varð honum næst fyrir að afla fjár til hennar. Hann leitaði fyrst til Jóhanns Portú- galskonungs en ekki báru þær málaleitanir neinn árangur. Þá var það, að hann sneri sér til Isabellu Spánardrottningar. Það tók Kólumbus sex ár að sannfæra drottninguna um það, að smá fjárframlag af ríkisins hálfu mundi færa því meiri andlegan og fjárhagslegan gróða, en þau óraði fyrir. En jafnframt þvi, sem Kólumbus lofaði drottningunni gulli og grænum skógum, þá vildi hann einnig fá nokkuð fyrir eigin snúð; var það eitt, að hann yrði skipaður landsstjóri yfir öllum þeim löndum, sem hann kynni að finna. Þegar vilyrði drottningar var fengið, sneri Kólumbus sér til Pinzón- bræðranna, sem voru reiðarar í Palos, þaðan, sem Kólumbus lagði loks upp, og vann þá til stuðnings við sig. Að þessu loknu var hann reiðubúinn til ferðar, og hinn þriðja ágúst árið 1492 létu hinar þrjár húkkortur hans svo í haf. Af þessúm þremur skipum var flaggskipið eitt, Santa Maria, fulldekkað. Santa Maria var eitt hundrað lestir að stærð, en hin tvö, Pinta og Nina, fimmtíu og fjörutíu og voru þau bæði opin miðskips. Kolumbus sjálfur hafði stjórn á hendi á flaggskipinu, en tveir Pinzónbræðra stjórnuðu hinum. Á Santa Maria var fimmtíu og tveggja manna áhöfn, en átján á hvoru hinna um sig. Siglt var íyrir stað- vindum og vegurinn beinn og breiður. Aðaláhyggjuefni Kólumbusar voru sjálfir skipanna. Mennirnir voru nefnilega samnfærðir um það, að þeir ættu ekki afturkvæmt heim. Heldur tók þó að glaðna yfir þeim, er þeir urðu einn daginn varir við fugla, er flugu í vesturátt. Martin Pinzón lagði að Kólumbusi að fylgja þeim eftir 'og varð það úr. Hinn ellefta október, þrjá- tíu og þremur dögum eftir, að lagt var upp frá Kanarí- eyjum, sá Kólumbus loks land undan stafni. Þetta var ein eyjanna í Bahamaklasanum og gaf Kólumbus henni nafn- ið San Salvador. Kólumbus hélt að Kúba væri meginland og sendi hann flokk manna í könnunarleiðangur um eyna. Það var i þeirri ferð, sem Evrópubúar komust fyrst í kynni við tóbaksreykingar. Hér fer á eftir brot úr frá- sögn Kólumbusar af svipuðum könnunarleiðangri um eyna Hispanjólu: — Við ströndina er fjöldi hafna og margar stór- ar ár renna þar til sjávar. Eyj- ar eru þarna allt í kring; eru þær hæðóttar og viða mjög há fjöll. Allar eru þær fagrar yfir að líta, aðgengilegar og þétt- vaxnar háum og sverum trjám af ótal tegundum. Blómstruðu sum þeirra, en önnur báru ávexti. Næturgalarnir sungu söng sinn, svo og þúsundir ann arra fuglategunda. Þarna vaxa sex eða átta pálmategund ir og eru þau tré undur á að Iíta og frábær að fegurð. íbúarnir, jafnt konur sem karlar, ganga um kviknaktir. Þeir eiga hvorki yfir að ráða járni né stáli og engum vopn- um yfirleitt. Þeir eru svo fals- lausir og örlátir á eigur sinar, að því trúir enginn, sem ekki hefur séð það og reynt. - í þann mund, er snúið skyldi aftur heim til Spánar strand- aði flaggskip Kólumbusar og varð það úr, að hann skildi eftir fjörutíu og tvo manna sinna, og skyldu þeir leita að gulli þarna um slóðir þar til þeir yrðu sóttir. Þegar heim kom var Kólum- busi fagnað líkt og sigursæl- um hershöfðingjum rómversk- um forðum daga. Fáum mánuð- Amerigo Vespucci, sem síðar fór nokkra leiðangra upp á eigin spýtur. Meðal þeirra funda, sem Vespucci gerði voru Honduras og Mexikoflói. I annarri ferð sinni fór Vespucci með ströndum Brazilíu. Hann sneri aftur úr þeirri ferð með hlaðið skip þræla. 1 næsta leiðangri þar á eftir fann hann borgarstæði það, þar sem seinna meir reis af grunni Rio de Janeiro. Ástæðan til þess, að Ameríka var heitin í höfuðið á Amerigo Vespucci en ekki Kólumbusi, var að líkindum sú, að Kólum- bus hafði gengið fullhart eft- ir launum erfiðis sins i þágu konungshjónanna og var fall- inn í ónáð í konungsgarði. FRANK PEBERNHAM: GULLÖLD LANDAFUNDANNA Árið 1503, um það leyti er Kólumbus fór fjórðu ferð sína, höfðu Englendingar endur- fundið Vínland þao, sem Vík- ingarnir höfðu heimsótt fimm hundruð árum fyrr. Það voru John Cabot, Feneyjabúi, sem Kristófer Kólumbus. um síðar hafði hann lokið við að búa út annan leiðangur og í þeim leiðangri fann hann Jamaica, en það var ekki fyrr en í fjórðu ferðinni, árið 1503, sem hann fann loks meginland Ameríku. Markmið Kólumbusar á ferð um hans var þó ekki það að finna ný lönd, heldur var hann að leita að sjóleiðinni til Austurlanda. Kortagerðarmenn og sæfarendur voru allir þeirrr ar trúar, að sú leið lægi milli „eyjanna“, sem skildu Evrópu frá Austurlöndum. Þeir höfðu enga hugmynd um hið geyoi- lega meginlandflæmi Ameríku sem teygði sig því sem næst yfir þveran hnöttinn, frá norðri til suðurs. Þegar Kólumbus hafði i,fundið“ hið nýja meginland, lét hann þar staðar numið og gerði enga tilraun til þess að kanna það frekar. Allar síð- ari ferðir sinar fór hann í þeim tilgangi einum að finna leiðina til Indlands eða einhverra ann arra Austurlanda. Frásagn- ir hans af siðustu ferð sinni, en þá sigldi hann með strönd- um Mið-Ameriku, sýna ljós- lega, að hann hefur talið sig staddan einhvers staðar nærri Gangesfljóti. í aðra ferð Kólumbusar réðst með honum maður að nafni sezt hafði að í Englandi og Sebastian, sonur hans, sem átu heiðurinn af stjórn þriggja leiðangra frá Bristol, sem gerðu þessa endurfundi. Hinn varfærni konungur, Hinrik sjöundi studdi við bak- ið á þeim í þessum fyrirtækj- um þeirra. Hinrik var mjög áfram um það að styggja ekki Ferdínand Spánarkonung, svo að hann lagði rikt á við menn sína að koma hvergi nærri löndum þeim, er Kólumbus hafði fundið. Ef til vill er þessu um að kenna, hve lítið er nú vitað um leiðangra þessa. Þó er það vitað, að John Cabot tók land nærri Nova Scotia árið 1497 og hélt það vera hluta Asíu. Það var ekki fyrr en þremur árum síðar, að Sebastian, sonur hans, komst að raun um það, að Nova Scotia var hluti af áður óþekktu meginlandi. Hinum bristólsku sæförum og kaupmönnum var likt farið og Kólumbusi í því efni, að þeir voru staðráðnir í því að finna sjóleið til Austurlanda handan um hið nýfundna meg- inland. Þeir gerðu aðra tilraun aldamótaárið 1500 og studdu þá Corte-Real-bræðurna i leið- angur í þessu augnamiði; á þeirri ferð rákust leiðangurs- menn á eskimóa, þótt ekki liggl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.