Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 kman þeirra vébanda sé ein Jierraþjóð setrn stjórnar annarri eins og hveiri annarri nýlendu þjóð? Kem að þessu seinna. FÆREYSK ST.IÓRNMÁE I DAG En hvernig er þá umhorfs í færeyskum stjórnmá'lum í dag? Á lögþingi eiga nú sæti 26 kjörnir fulltrúar. Danski ríkis umboðsmaðurinn á þar einnig sæti, og getur tekið tii máls jafnt við aðra, en ekki hefur hann samt atkvæðisrétt. Auk þess eiga sæti á þinginu land- stjórnarmenn þótt þeir séu ekki þingmenn. Eins og stend- ur er enginn landstjórnarmað- ur þingmaður, annað hvort af þvi að þeir voru ekki kosnir eða af þvi að þeir hafa sagt af sér þip^mennsku eftir að þeir gerðust landstjórnarmenn. Eftir siðustu kosningar, sem fóru fram 7. nóvember síðast- liðinn, er flokkaskiptingin í Qögþinginu þessi: Jafnaðarflokkurinn 7 Þjóðveldisflokkurinn 6 Sambandsflokkurinn 6 Fólkaflokkurinn 5 Sjálfsstjórnarflokkurinn 1 Framfaraflokkurinn 1 Samtals 26 Lögþingskosningar fara fram fjórða hvert ár, og strax á eft- ir er landstjórnin kosin ti'l fjögurra ára. Þingið er ekki hægt að rjúfa og ekki verður efnt til nýrra kosninga, nema samþykki þingsins sjálfs komi fii. En til þess hefur aldrei komið frá þvi að heimastjómar lögin gengu í gildi, né heldur hefur það komið fyrir, að iandstjóm hafi sagt af sér á kjörtímabilinu. Aí fyrirmælun um um kosningu landsstjómar leiðir, að ekki er hægt að skipa minnihlutastjórn. Stjóm in verður ávallt að vera kosin af meirihluta þingsins. I>á er sá möguleiki, að þing- ið álytkti að kjósa nýja stjóm — og er ekkert því til fyrir- stöðu — en slítot hefur heldur aldrei átt sér stað, jafnvel þótt komið hafi til mikils ágreinings milli stjórnarflokka innbyrðis og þótt meiriháttar stjórnar- mm Á Ólafsvökimni safnast til Þórshafnar Færeyingar frá öllum byggðum Færeyja og þar á meðal kemur fjöldi róðrasveita til þess að keppa í róðri á þessari þriggja daga og nátta hátíð, sem er mjög sérstæð. Myndin var tekin á Ólafsvökudag fyrir þremur árum af blaðamanni Mbl. á j. frumvörp hafi fahið eða ekki náð fram að ganga á þinginu. Þeir flokkar, sem nú fara með völd í færeyskum heima- stjórnarmálum, eru Jafnaðar- flokkurinn með sína 7 þing- menn, Sambandsflokkurinn með sina 6 þingmenn og Sjálfs- stjórnarflotokurinn með sinn 1 þingmann, eða alls 14 þing- menn af 26. Þessir flokkar hafa í sameiningu kosið landstjóm. Er hún skipuð 5 mönnum og eiga þar sæti 2 jafnaðarmenn, 2 sambandsmenn og 1 sjálfs- stjórnarmaður. Forustumann landstjórnarinnar, sem kallast lögmaður, á Jafnaðarflokkur inn. Á timabilinu frá 1948 og þar til nú hafa þessir flokkar far- ið með völd: 1948—50: Sambandsflokkur, Jafnaðarfflokkur og Sjálfs- st j ómarflotokur. 1950—54: Sambandsflokkur og Fólkaflokkur. 1954—58: Sambandsflokkur, Fólkaflokkur og Sjálfsstjórn- arflokkur. 1958—62: Jafnaðarfflokkur, Sambandsfflokkur og Sjálfs- stjómarfflokkur. 1962—66: Fólkaflokkur, Þjóð veldisflokkur, Sjálfsstjórnar flokkur og Framfarafflokkur. 1966—70: Jafnaðarfiokkur, Sambandsfflokkur og Sjálfs- stjórnarflokkur. 1970— : Jafnaðarfflokkur, Sambandsflokkur og Sjáltfs- stjórnarflotokur. Hvernig er þá stjórnað og um hvað er barizt — eða rif- izt? Eins og gerist og gengur annars staðar, t.d. hér á Is- landi, en þó með þeirri undan- tekningu, að meðan sjálfstæðis málið er fyrir löngu til lykta leitt hér á íslandi með fullri samstöðu flokka og þjóðarinn- ar, þá er sjálfstæðismáiið enn á döfinni í Færeyjum og bar izt um það af mikiili heift, já stundum grimmd — eins og var hér á ísiandi á tímabili Uppkastsins. 3. Sjálfsstjórnarfflokkur. 4. Framfarafloktour. 5. Fólkafflokkur. 6. Sambandsflokkur. En með tilliti til sjálfstæðis- málsins mun röðin frá vinstri til hægri verða þessi: 1. Þjóðveldisflokkur. 2. Framfaraflokkur. 3. Fólkaflokkur. 4. Sjálfsstjómarflokkur. 5. Jafnaðarflotokur. 6. Sambandsfflokkur. Ég er ekki viss um, að þessi niðurröðun nái samþykki allra Færeyinga, en þó hygg ég, að hún sé nærri sanni. Menn veiti því athygli, að í báðum þessum mðurröðunum er Þjóðveldisflokkurinn lengst til vinstri en Sambandsflokk- urinn lengst til hægri, enda eru andstæður þessara flokka mestar og mun samstarf eða samstaða þeirra milli óhugs- andi með öllu. En nú má spyrja: hvar eru þá mörkin milli annars vegar vinstri flotoka og hins vegar hægri fiokka? Eins og að likindum lastur geta verið skiptar skoðanir um það, en að mwmi hyggju eru mörkin þannig: í innanlandsmálum eru vinstri flokkarnir Þjóðveldis- iflokkurinn og Jafnaðarflokk- urinn, en hægri flokkarnir Sam bandsflokkurinn, Fólkaflokkur inn, Framfaraflokkurinn og Sjálfsstjórnarflokkurinn. 1 sjálfstæðismálinu eru vinstri flokkarnir Þjóðveldis- flokkurinn, Framfarafflokkur- inn, Fólkaflokkurinn og Sjálfs stjórnarflokkurinn, en hægri M.S. GULLFOSS Frá Reykjavík í júní 2/6 til Leith og Kaupmannahafnar. 16/6 til Kaupmannahafnar um Akureyri, Thorshavn og Bergen. 30/6 til Kaupmannahafnar um Akureyri, Thorshavn og Bergen. EIMSKIP Allar nánari upplýsingar veitír; FARÞEGADEILD EIMSKIPS, Sími 21460 Ferðizt ódýrt ferðizt með GLLLFOSSI STEFNUMUNUR FLOKKA I MILLI Ég ætla nú ekki út í æsar að skýra ykkur frá stefnum flokkanna — til þess vinnst ekki tími — en til hægðar- autoa og svo að menn geti glöggvað sig iitilsháttar á Wut unum má nota „vinstri-hægri“ mælikvarðann, en þannig að hann sé notaður bæði með til- liti til innanlandsmála og með tilliti til sjálfstæðismáia. Með tilliti til innanlandsmála mun þá röðin verða þessi — talið frá vinstri til hægri: 1. Þjóðvéldisflokkur. 2. Jafnaðarflokkur. (gníineníal Nælonstyrktar viftureimar, vanal. kílreimar og kíl- reimaskífur. FAE Arcanol vatns- verjandi legufeiti fyrir jeppa og fjallabila. ATH. að véladeildin er opin frá kl. 8 fh FÁLKINN & STAL n floktoarnir Sambandsflokkur- inn og Jafnaðarflokkurinn. Eins og gefur að skilja gera þessi misjöfnu viðhorf þessara 6 flokka færeysk stjómmál af- ar flókin — og er þar grund- völlur að margs konar kaupum og sölum á hinum pólitíska hrossamarkaði. En ef gáð er að flokkaskipt- ingunni eftir síðustu kosningar, þá munum við sjá, hvort heldur skipt er eftir innan landsmálum eða eftir sjálfstæð ismálinu, þá stendur fylgi vinstri og hægri flokkanna nákvæmlega á jöfnu: 13 á móti 13. Meirihlutanum náðu Jafnað arflokkurinn og Sambands flokkurinn með þvi að sá eini sjálfsstjórnarmaður „hljóp yf- ir“ og fyllti i skarðið. Við höfum þess vegna í dag — eins og síðastliðin 4 ár —• stjóm, sem að yfirgnæfandi meirihluta er hlynnt óbreyttu ástandi í sjálfstæðismálinu, en í innanlandsmálum fylgir eins konar miðlunarstefnu. Nefna má, að á tímabilinu 1962—66 áttu vinstri flokkarn arnir í sjálfstæðismálinu — Fólkaflokkur, Þjóðveldisflokk ur, Framfaraflokkur og Sjálfs stjórnarflokkur — meirihluta á þingi, og fóru þá með stjóm sem kalla mætti vinstri stjórn i sjáltfstæðismálinu, en miðlunar stjórn í innanlandsmálum. Þessir flokkar töpuðu meiri- hluta sinum i kosningunum 1966, og var þá heldur ekki grundvöllur fyrir vinstri stjórn í innanlandsmálum. Þetta breyttist talsvert í síð ustu kosningum, þvl að þá fengu Þjóðveldisflokkurinn og Jafnaðarfflokkurinn helming þingmanna. Var þá þar með gef ið að ekki væri hægt að kjósa stjórn, nema með aðstoð ann- ars þeirra. Þjóðveldisflokkur- inn bauð þá Jafnaðarflokkn- um samvinnu á grundvelli þeirrar vinstri stefnu, bæði I innanlandsmálum og í sjálf stæðismálinu, sem þessir tveir flokkar áttu saman — að minnsta kosti í orði kveðnu — en þau reyndust, þegar að því kom og málin voru könnuð til hlitar, allmörg og alls ekki lít- ilfjörleg. í byrjun hafði Þjóð- veldisflokkurinn svo gott sem tryggt sér stuðning Framfara- flokksins, sem myndi hafa gef- ið þessum flokkum meirihluta í þinginu — eða 14 atf 26 — en nefndir voru líka möguleikar á samvinnu Jatfnaðarflokksins og Þjóðvéldisfflokksins við Fólkaflokkinn og/eða Sjálfs- stjórnarflokkinn, en jafnframt var sú skoðun látin í ljós, að samstarf við Sambandsfflokkinn kæmi undir engum kringum- stæðum til greina vegna hægri- stefnu þess flokks bæði í inn- anlandsmálum og í sjálfstæðis- málinu. En þessari málaleitun Þjóð- veldisflokksins var algerlega hafnað af Jafnaðarflokknum, og hélt hann þvi áfram sam- Hjöruliðskrossar og sturtuhjöru- liðir í öll tæki og vélar. . 5 daga vikunnar Suðurlandsbraut 8 Sími: 8-46-70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.