Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 síðustu árum að svolítil breyt- ing hefur orðið á þessu fárán- lega fyrirkomulagi, en ennþá eru skólarnlr í uppbyggingu sinni og innihaldi að miklu leyti danskir, þar sem börn og unglingar verða alin upp með því aðaltakmarki að gerast góð ir og gegnir danskir þegnar, en ekki Færeyingar. Svona mætti lengi telja, en allt er þetta sagan um hvernig farið er að þvi — vitandi vits eða ekki, það kemur út á eitt — að eyðileggja litla þjóð og drepa i henni eðlilega þjóðern istilfinningu, viðnámsþrótt og traust á eigin mátt. Að þessu höfum við lengi bú ið -— og búum að miklu leyti að þvi enn. Þvi ber heldur ekki að leyna, að Færeyingar eru yfirleitt gætnir menn, sem vilja ekki fara að neinu óðslega. Þeir vilja sjá hvað setur og athuga málin nákvæmlega, áður en mikilvægar ákvarðanir verða teknar Og síðast en ekki sizt hafa Færeyingar áhyggjur út af þeirri skerðingu lífskjara, sem — að margra áliti — mundi leiða af skilnaði við Danmörku og færeysku sjálf- stæði. Eigin fjárlög Færeyja eru nú liðlega 100 milljónir kr., en framlag Danmerkur — allt innifalið — 69 millj. kr. Það er þessi upphæð, sem sjálfstæði mundi „kosta'*. Þannig er í stuttu máli hugsanagangur þeirra, sem eru á móti skilnaði. Skilnaðarmenn hafa gegn þessari staðhæfingu beitt þeim röksemdum, að með sjálfstæð- inu myindu Færeyingar fá tæki í hendi, sem þeir hafa ekki sem stendur, til þess að reka árang ursríka fjárhags- og efnahags- pólitík, og á þann hátt bæta skaðann af því að missa þessar 69 milljónir — og vel það. Auk þess hafa þeir bent á aðra leið — eða leið jafnhliða þessari. Hún er sú að fá aðstoð annarra fyrst í stað — aðstoð, sem svo færi smám saman minnkandi þangað til hún hyrfi að fullu. Látum okkur þá reikna með — ekki 69 — heldur 100 millj. kr. á ári fyrst í stað. Þá myndu þetta verða 5 kr. á hvern íbúa í ríkjum Norðurlanda. Þegar tekin eru mið af Marshallaðstoð, aðstoðinni við þróunarlöndin, þar á meðal að- stoð Norðurlanda við þessi lönd — iðnþróunarsjóð Islend inga mætti líka nefna í þessu sambandi — þegar á allt þetta er litið — væri þessi hugsun, að hin Norðurlöndin veittu Færeyingum þess háttar að- stoð, ekki óraunveruleg. Að mínu áliti þyrftu Fær- eyingar ekkert að skammast sin fyrir að taka á móti slíkri aðstoð, og sem Norðurlandabúi myndi ég segja, að hún væri sjálfsögð, já, beinlinis skylda. Þessi lausn mála myndi gera Færeyinga hamingjusamari og Norðurlöndin öll rikari — með því að fá þessa litlu þjóð í sinn hóp til viðbótar við þær 5 frjálsu þjóðir, sem þegar eru þar. Þar myndi blóðið renna til skyldunnar. En hvað sem þessu líður, þá tel ég það enn sem áður aðal- verkefnið, að sýna færeysku þjóðinni fram á, að hún eigi sér — kannski ekki einmitt glæsi- lega — þá að minnsta kosti sómasamlega fortíð, að sýna henni fram á, hvernig hún hef ur verið meðhöndluð gegnum aldaraðir og hvernig hún enn i dag verður meðhöndluð, að sýna henni fram á þá mörgu og miklu möguleika sem við blasa, og síðast en ekki sízt, að telja í hana kjark, sjálfstraust og þor. Það er von mín, já, ég er þess fullviss, að þetta megi takast — þrátt fyrir allt. En á þvi velt- ur framtíð okkar, sem færeyskr ar þjóðar, sem norrænnar þjóð- ar og sem þjóðar — þótt litil sé — á alþjóðavettvangi. TIL HEIMA ER BEZT, Pósthólf 558, Akureyri £g undirrit óska að gerast áskrifandi a'ð tímaritinu HEIMA ER liEZT. □ Sendið mér blaðið írá síðustu áramótum. □ Sendið mér Bókaskrá HEB ókeypis. Nafn Heimili — vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af lang útbreiddustu og vinsælustu timaritum hérlendis, vegna þess að „Heima er bezt“ flytur þjóðlegt, fróðlegt og skemmtilegt efni fyrir alla fjölskylduna og vegna þess að við efnisval er reynt að sneiða hjá þvi efni og áhrifum, sem margir telja til lýta eðajafnvel skaða i islenzku þjóðlífi á vorum dögum, og ekki sizt vegna þess að hverri áskrift að „Heima er bezt“ fylgja veruleg fjárhagsleg hlunnindi. Og hvað kostar þá þetta útbreidda tímarit? „Heima er bezt“ fæst ekki í lausasölu, það er eingöngu fyrir áskrifendur, og verðið er ótrúlega lágt, aðeins 400 kr. árgangurinn. Fyrir þessa smávægilegu fjárupp- hæð fáið þér sent heim að minnsta kosti 36 síðu hefti í hverjum mánuði. Það er að segja 12 hefti á ári með um það bil 500 stórum lesmálssíðum af þjóðlegu, fróð- legu og skemmtilegu lesefni. Það er ódýrt, því „Heima er bezt“ birtir aldrei neinar venjulegar verzlunaraug- lýsingarl Hverjir skrifa í „Heima er bezt“ og um hvað skrifa þeir? Á síðum „Heima er bezt“ munuð þér finna ritgerðir, frásagnir, ljóð, endurminningar, skáldsögur o. m. fl. eftir marga þjóðkunna höfunda og fólk úr öllum stétt- um þjóðfélagsins, lesefni sem er varanlegt að verðleik- um, fróðlegt, skemmtilegt og umfram allt, þjóðlegt, lesefni sem öll fjölskyldan mun hafa óblandna ánægju af að lesa bæði núna og síðar meir. Þér munuð finna framhaldssögur eftir kunna rithöfunda, já, stundum uppgötvum við nýjan rithöfund, sem okkur finnst ástæða til að kynna fyrir ykkur, og þá birtum við ef til vill smásögu eða framhaldssögu eftir hann. í hverju hefti munuð þér finna sérstakan þátt fyrir yngri lesendurna, þátt með nýjustu íslenzku dægurlaga- textunum og myndasögu. í hverju hefti er sérstök myndskreytt grein um einhvern góðan íslending, sem skarað hefir fram úr á einu eða öðru sviði, eða verið athafnamaður eða kona í sínu byggðarlagi. Þegar hafa á annað hundrað íslendingar verið kynntir á þennan hátt i blaðinu. Öll eru heftin ríkulega myndskreytt, og i mörgum þeirra munuð þér finna spennandi verðlaunagetraunir bæði fyrir yngri lesendurna og þá fullorðnu, með mörg- um glæsilegum verðlaunum. Leiðarar ritstjórans, Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um, sem birtast í hverju blaði, hafa vakið þjóðar at- hygli, en auk þess viðar ritstjórinn stöðugt að sér efni úr öllum áttum, sem er líklegt til að verða áskrifendum bæði til fróðleiks og skemmtunar. Og hvaða hlunnindi cru því samfara að gerast áskrifandi að „Heima er bezt"? í fyrsta lagi fá allir nýir áskrifendur að velja sér góða bók algjörlega ókeypis, og þeir öðlast réttindi til að taka þátt í hinum spennandi verðlaunagetraunum „Heima er bezt“. Þar að auki fá þeir árlega senda stóra og myndarlega, litprentaða bókaskrá með á þriðja hundrað bókatitlum, sem þeim er heimilt að velja úr og panta eftir því sem þá lystir á verði sem er um það bil 30% lægra en bókhlöðuverð bókanna. Hér munuð þér rekast á bækur um ótal efni, skáldsögur, smásögur, endurminningar, handbækur, ljóðabækur, barnabækur og margt fleira. Ennfremur standa yður til boða falleg- ar bókahillur úr fínasta viði, en á mjög hagstæðu verði, bókahillur sem myndu prýða heimili yðar og sem hægt er að auka við í það endalausa, eftir því sem þörf kref- ur og veggpláss leyfir. „Heima er bezt" hcfur nú verið gefið út f 20 ár og á því láni að fagna að hafa að bakhjarli margar þúsundir ánægðra áskrifenda, og fjöldi þeirra fer stöðugt vaxandi. Þér ættuð að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt fslenzkt timarit við vægu gjaldi, sem þér fengjuð sent heim til yðar í hverjum mánuði. Útfyllið þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendið hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, Akureyri, og þá mun nafn yðar umsvifalaust verða fært inn á áskrifendaspaldskrána og yður mun verða sent blaðið mánaðarlega, en þá munið þér um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“. HEIMA ER BEZT þjóðlegt heimilisrit fyrir nágranna yðar, og fyrir yður, ER B.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.