Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 Til hvers er þessi önlicla jþjóð, Færeyingar — aðeins 'tæplega 40.000 sáJlir — búsettir á nokkruim smáeyjum hér á norðanverðu Atlantshafi — á þessum tímum stórvelda og lieimsve'lda, þar sem iðn- og Ihervæðing miMjónaþjóðanna virðist ráða lögum og lofum —■ itil hvers eru þessar fáu sálir, sem auik þess virðast búa við erfið náttúruskilyrði, að strit- ast við að sliíta þau bönd við aðrá, stærri þjóð, sem að því er virðist — veita þeim ör- yiggi og allsnægtir? Ég hygg, að þið íslendingar öðrum fremur munuð skilja þetta. Land ykkar er að vísu miklu, mikOju stærra og fötks- fjöldi iíka meiri, en þar með mun aðalmunurinn á aðstæðum færeysku og íslenzku þjóðanna til að lifa sjálfstæðu lí'fi vera talinn. Á það má lika benda, að þegar Islendingar voru að hefja frelsisbaráttu sína, var tala þeirra svipuð og tala Fær eyinga í dag. í>að má svara þessari spurn- ingu, sem ég varpaði fram, með annarri: hvers vegna vill mað- ur liifa sjálifstæðu lífi? Ef til vill er ekki hægit að gefa við- h'lítandi svar við þessari spurn ingu í stuttu máli. Við verðum einfaldiega að slá því föstu, að þetta sé nú einu sinni svona og að þessi ósköp verði ekki upprætt. Þannig er því líka far ið með þjóðirnar — allar, án tiillits til stærðar þeirra, stærð ar landsins, sem þær búa í, og án tillits til annarra skilyrða, svo sem náttúrugæða, og nátt- úruauðæfa — al'lar vilja þær vera frjálsar og ráða högum sínum sjálfar, án iMutunar ann arra. FRELSISBARÁTTA FÆREYINGA Frelsisbarátta Færeyinga er svipuð frelsisbaráttum annarra þjóða — líka frelsisbaráttu Is- lendinga, þótt hún byrjaði seinna — og þó að forsendur hennar og aðstæður væru að mörgu leyti öðru visi. Á það má benda meðal ann- ars, að saga Færeyinga á fyrstu öldum eftir landnám er að mestu hulin þoku. Þó vitum við, að Fæsreyinigar, á þessum fyrstu öldum, lifðu sjátfstæðu hfi með alþing sitt í Þórs- höfn. Við vitum, að þjóðvéldið forna var staðreynd þangað til Færeyingar gengu norskum konungum á hönd. Við vitum líka, að Þrándur í Götu barð- ist af alefli fyrir þessu frelsi eyjaskeggj'a og gegn ásælni Noregskonunga. Allt eigum við þetta fornbókmenntum ykkar íslendinga að þakka. En þjóðveldið forna leið und ir lok. Færeyjar urðu land Noregs- konunga. Einveldi var innleitt, biskupsstóM, iatínuskóli og lög þing var lagt niður. Krúnan lagði smám saman eign sína á um helming jarðeigna, lagði á þungar leigur og skatta, kom á einokunarverzflun, innleíddi er lenda tungu sem kickju- og op inbert mál. Þjóðin bjó við ófrelsi og fátækt. Ibúatalan stóð í stað. Það mun ein af furðum sög- unnar, að þessi litla þjóð lifði af þrátt fyrir allt. Þegar loksins tók að rofa ör lítið til — með afnámi einokun arverzlunarinnar og með stofn- un amtsráðs á miðri síðustu öld — var þessi liitia þjóð að mestu leyti búin að gleyma fortíð sinni og sögu. Af veraldarauði átti hún ekkert nema nokkrar kindur — eins og Bjartur 1 Sumarhúsum — og af andleg- um verðmætum áíti hún ékkert nema tungu sána, móðurmál sitt — og þó aðeins í munni fól’ks- ins — og sínar Pontusrímur. Svona var þessi litla þjóð að mesbu rúin því sem hún haifði átt. Það mun ekki erfitt að skiilja, að frelsishreyfing og hvers konar bjargræðistilhneigingar hafi áftt erfitit uppdráttar við þess háttar aðstæður. En síðan eru nú liðin 120 ár, og má þá spyrja: „Hvað er þá orðið okk ar starf, höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Þvi má hiklaust svara ját- andi, að því viðbættu, að enn er ekki komið að leiðarenda, og að við munum ekki gefast upp, heldur halda baráttunni áfram unz takmarkinu er náð: endur heimt fudls frelsis og stofnun færeyska þjóðveldisins. ÞJÓÐARATKVÆÐI 1946 Sú frelsishreyfing, sem gékk yfir Norðurlönd á öndverðri 19. öld, náði einniig til Fær- eyja. Þegar fór að 'losna um ein veldisfjötrana í Danmörku á 5. áratuig þeirrar aldar, tfóru Fær eyingar þess á leit að fá eigið lögþing. Því var synjað. 1 stað inn voru Færeyjar innlimaðar í Danmörku og þegnunum gert að lúta danskri stjórnarskrá og rikisþinginu danska, án þess að þjóðin nokkru sinni væri spurð, hvað þá að hennar sam- þykki hefði fengizt. Færeyingar urðu ekki aðnjót andi þess frelsis, sem danska þjóðin hlaut. Einn af helztu stjórnmálaskörungum Dan- merkur þá komst þannig að orði, að Færeyingar vitandi vits hafi verið beittir órétti. 1 staðinn fengum við amts- ráð, núverandi lögþing. Það var eins konar smyrsl á sárið. Þessari Skipan var þröngvað upp á færeysku þjóðina. Hún lét hana sér að vísu lynda, en samþykki þjóðarinnar fyrir henni fékkst aldred. Þegar líða tók á 19. öld, vaknaði þ j óðernishreyf ing á ný. Þessi nýja hreyfing tók fyrst í stað á sig mynd bar- áttu fyrir endurreisn færeyskr- ar tungu og fyrir réttindum móðurmálsins, en um sííðustu aldamót færðist hún beint inn á svið stjórnmálanna. Jafn- framt hélt baráttan fyrir rétt- indum móðurmálsms áfram, og var þess full þörf, sem meðal annars má marka af þvi, að allt fram tiil ársins 1938 var kenn- urum og börnum gert að skyldu að tala dönsku í öllum kenns'lustundum skólanna. En ástand það, sem skapaðist um miðja 19. öld, hélzt óbreytt í um það bi'l hei'la öld. Vegna vaxandi frelsishreyfingar, eink- um i síðustu heimsstyrjöld, fóru menn að igera sér grein fyrir, að það gat ekki haldizt til lenigdar. Danir buðu þá Fær eyingum skilnað, frelsi og sjálf stæði, svo framarlega sem það yrði samþykkt við þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin 14. september 1946, og leiddi í ljós, að meirihluti þjóðarinnar, þótt naumur væri, var hlynntur aðskitoaði og sjálf stæði. Þar með átti rmáJlið að vera útkljáð. Þáverandi lögþing fýsti einnig að hrinda málinu í framkvæmd og hóf hinar fyrstu u n d i rbú n in gs ráðstaf anir. En þá gerðist það furðulega, að dans'ka ríkisstjórnin stöðv- aði þennan undirbúning með því að leysa lögþingið upp og láta efna til nýrra kosninga. Danir lofuðu, að Færeyjar skyldu Verða annað og meira en amt í Danmörku, og hafin var Erlendur Patursson flytur ræðu sína. Erlendur Patursson lögþingsmaður í Færeyjum, flutti nýlega fyrirlestur um íæreysk stjórnmál í Norræna húsinu. í fyrir- lestri þessum rekur hann hina sögulegu þróun í færeyskum stjórnmálum og sjálfstæðismálinu og lýsir viðhorfum í færeyskum stjórnmálum í dag. í fyrirlestrinum er mikiil fróðleikur um færeysk málefni og birtir Morgunblaðið fyrirlesturinn hér í heild. Klakksvík hefur lengi verið ein af framfaramestu byggðum í ið við sær, at i Klaksvik hava ieitað mong fyri at seta búgv, andi at halda framí tí enn eins og áður eigur Klaksvíkin ríkai grimmdarleg áróðursferð í því skyni að vekja ótta þjóðarinnar við að henni væri um megn að ráða ráðum sínum sjálf. Afleið- ingarnar urðu þær, að ftokkarn ir, sem tekið höfðu jákvæða aístöðu til þjóðaratkvæðaúrsliit- anna, megnuðu ekki að halda velli og misstu meirihlutann í lögþinginu. Málalokin urðu þá þau, að við misstum það frelsi, sem við einmitt höfðum endurheimt með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Og eins og hundrað árum áður fengum við smyrsl á sárin, þ.e. a.s. núverandi heimastjórn. Færeyjar voru á nýjan leik inn limaðar í Danmörku og fengu eimmitt það stjórnarfar, sem vísað hafði verið á bug í þjóðaratkvæðagreiðslunTii. Við fengum ekki stjórnarfars legt frelsi í líkinigu við það sem aðrar þjóðir Norðurlanda höfðu, en samkvæmt dönskum lögum frá 23. marz 1948 — „stöðuilögunum“ færeysku —- fengum við héraðsréttindi og sjálfsstjórn í vissum innan- landsmáium. Við slíkt stjórnar- far getur lýðræði í réttum skilningi þess orðs —- þess orðs, sem virðist vera á vörum allra manna á þessum tímum — ekki þróazt. Þjóðin var ekki spurð álits á þessari skipan og því síður samþykk’ti hún hana. Hér endurtók sig sagan frá 1949 — við vorum beittir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.