Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 2
r 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1971 f * l og föður síns. íslendingar voru háðir Norðmönnum um sigling- ar, og olli því timburleysi landsins fremur en dáðleysi þjóðarinnar. Á sama hátt voru Norðmenn þiggjendur, en is- lendingar veitendur á sviði bókmenntanna, bæði í kveð- skap og sundurlausu máli. En þessar gömlu hugmyndir um gagngeran mismun í bók- menntasköpun með þjóðum sem í öndverðu voru af einum stofni, munu þurfa nokkurrar endurskoðunar við. Hitt mun sanni nær að Norðmenn hafi kunnað að skapa og njóta nor- rænna bókmennta bæði lengur og betur en menn hafa stund- um gert sér ljóst. Hér skulu dregin fram nokkur atriði sem benda í þessa átt. Af rituðum heimildum er svo að sjá sem öll hirðskáld hafi verið íslenzk eftir að liða tók á 10. öld. Eyvindur skáldaspill- ir er síðastur nafngreindur norskra konungaskálda; hann mun hafa verið nokkum veg- inn jafnaldra Agli Skallagríms syni. En í konungasögum sem siðar gerast er varðveitt slang- ur af lausavísum eftir norska menn, þótt allur þorri kveð- skaparins sé eignaður íslenzk- um skáldum. Það vekur athygli hve mikið af hinum norsku vís- um er eignað sjálfum konung- unum. Til þess munu liggja tvennar ástæður: Verið er að segja sögur konunganna, og að skilið þessa mansöngsvísu — seinni hlutann helzt hóiti bet ur en við nútíðarmenn. En ann að skáld kýs þó að klœða man- söng sinn í einfaldari búning ljóðaháttar: Sæll ek þá þóttumk er vit sátumk í hjá, ok komat okkar maðr á meðal... Önnur dæmi uim norskan kveðskap frá þessum bókafáu tímum eru svonefnd alþýðu- kvæði („folkeviser"), af þeirri tegund sem hér á landi kallast fornkvæði með nafngift seinni tíma. Kunnast íslenzkra forn- kvæða er ljóðið um Ólaf lilju- rós, sem eitt sinn reið með björgum fram, en það kvæði á sér samsvörun um öll Norður- iönd og enn víðar. Slík kvæði voru í öndverðu sungin fyrir dansi. Sú íþrótt að s'lá dans í hring eftir hljóðfalli sagna- kvæða týndist snemma hér á iandi, en kvæðin sjálf lifðu í manna minni og voru skrifuð upp á 17. öld og síðar. 1 Fær- eyjum eru slíkir hringdansar stignir enn í dag. Frægast norskra alþýðukvæða er Draumkvæðið; það er dans- kvæði að formi, en að efni leiðsluljóð frá dánarheimum, í ætt við hin íslenzku Sölarljóð. Kvæðið er talið ort á miðöid- um, en ekki upp skrifað fyrr en um miðbik 19. aldar, þegar menn voru famir að hugsa til þess að endurvekja þjóðlegt rit mál í Noregi. LESIÐ Á BÓKBAND Annar fomleifafundur sem raunar er ekki nýr af nálinni, varpar einnig ljósi yfir bók- lestur og bókaeign Norðmanna á síðustu miðöldum. Upphaf þessa fundar varð laust fyrir miðja síðustu öld. Árið 1842 af- henti þáverandi rikisskjala- vörður Noregs, Henrik Werge- iand, Háskólanum í Ósló 20 brot úr fomum norrænum handritum, flest úr norskum lögbókum. Engin nánari vitn- eskja er nú til um uppruna þessara brota, en þau munu hafa fundizt með líkum hætti og önnur sem síðar komu í leit- irnar. Þremur árum síðar varð Christian Lange skjalavörð- ur eftir lát Wergelands. Þegar hann tók að rannsaka gamla iénsreikninga í safninu, varð hann þess var að í bandi margra bókanna voru snepl- ar sem skornir höíðu verið úr gömlum skinnhandritum. Bútar þessir höfðu á sínum tíma ver- Árið 1955 brann hluti hinna gömlu verziunarhúsa á Bryggjunni í Björgvin. Úr brunarúst- iinum voru grafnar merkar fornleifar frá síðustu miðöldum, meðal annars fjölmargar rúna- ristur. Þarna fundust nokkrar vísur og vísnbrot letruð með rúnum, vitnisburður um kveð- skapariðkun Norðmanna á 13. og 14. öld. Bók þessi lýsir í máli og myndum and- stæðum íslenzkrar náttúru. Is og eldur hefur frá upphafi íslandsbyggðar kom- ið mjög við sögu íslenzku þjóðar- innar, því að á öllum öldum hefur hún háð harða baráttu við náttúruöílin. Þegar hafísinn lokaði siglingum og sjósókn til fiskveiða og seint voraði, var vá fyrir dyrum. Nafn sitt hlaut ísland af hafísnum, sem annað veifið hefur lagzt að ströndum þess, en hefði eins getað dregið nafn sitt af jöklunum. ‘Eldland’ hef ði það líka mátt heita, og ekki er ósennilegt að víkingar hefðu gefið því það nafn, ef þeir hef ðu orðið vitni að eldgosi við komuna til landsins. þvi er eðlilegt að þeirra kveð- skap sé haldið til haga fremur en öðrum. Á hinn bóginn er viðbúið að nöfn konunga hafi dregið að sér kveðskap ótign- ari manna, annaðhvort í munn- mælasögnum ellegar á blöðum hinna íslenzku sagnaritara. Vissulega eru litlar Ilkur til að konungar hafi fremur kunn að að yrkja en aðrir norskir menn. En hvort sem þeim er eignaður þessi kveðskáp- ur með réttu eða röngu, þá bendir hann eindregið til þess að dróttkveðskapur hafi verið iðkaður í Noregi miklu meir og um Björgvinjarborgar á 13. og 14. öld. Meðal þessara fom- minja voru fjölmörg „rúna- kefli“ méð ýmsum áletrunum. Þar voru til að mynda orðsend ingar milli manna eða stutt sendibréf, rist á spýtur. Og þarna var einnig dálstið af kveðskap. Undir dróttkvæðum hætti fundust tvær vísur heil- ar og brot úr nokkrum fleiri, en fáeinar visur eða kviðling- ar undir léttari háttum, og minnir sumt áf því á Eddu- kvæði. Margt af þessu er óheilt, og sumt torlesið eða tor skýrt þótt lesið verði. Áletr- anir þessár ná yfir um það bil tveggja alda tímabil, frá lokum 12. aldar og fram undir 1400. Áður voru kunnar nokkrar áletranir með kveðskap frá sama tíma, en þetta er mesti fundurinn. Aslak Liestöl rúna- fræðingur hefur lesið áletran- irnar og leitazt við að skýra kveðskapinn, að nokkru með tilstyrk erlendra fræðimanna, meðal annars íslenzkra. Góð skil á fomu skáldskaparmáli hefur sá Norðmaður kunnað sem svo kvað, skömmu áður en Snorri Sturluson ritaði kennslubók sína Eddu handa dróttkvæðaskáldum: Fell til fríðrar þellu fárlegrar mér árla fiskáls festibála forn byrr hamarnorna. Þeim mundi hug þundar þornlúðrs jölunbúðar, gaumárr gýgjartauma galdi's, fastlega haldit. Við verðum að vona að sú „þella fiskáls festíbáls" sem „hamarnorna byr“ (= hugur) skáldsins stendur til, hafi get- ís og eldur lengur en hinar einlitu is- lenzku ritheimildir segja bein- um orðum. Svo vill og til að á síðari tímum hafa komið fram óvænt gögn þessu til sönnunar. L.ÍÓÐ ÚR ÖSKU Fyrir sextán árum brann helmingur hinna gömlu verzl- unarhúsa á Bryggjunni í Björgvin. Fórust þar merkar heimildir um norska byggingar list og menningarsögu. En sú líkn lagðist með þraut að úr rústum Bryggjuhúsanna voru síðan grafin enn eldri heimildargögn, frá viðgangsár- andstæður íslenzkrar náttúru mál og myndir eftir Hjálmar R. Bárðarson sérútgáfur á íslenzku og ensku Tilboð óskast í farþegaflutninga Mosfellshreppur óskar eftir tilboðum í flutning á skólanem- endum sem sækja skóla í Reykjavík næsta vetur, þ. e. 1971—1972. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Mosfellshrepps, Hlégarði, fyrir 31. maí næstkomandi og þar verða einnig gefnar nánari upplýsingar eða í símum 66218 og 66219. Sveitastjóri Mosfellshrepps. V/ð Skaftahlíð Til sölu er við Skaftahlíð 5 herbergja íbúð á 1. hæð, suður- og austursvalir. Björt og sólrík íbúð. Laus strax. HÚSAVAL, Skólavörðustíg 12, símar 24647 og 25550. Þorsteinn Júlíusson, hrl. Helgi Ólafsson, sölustjóri. Kvöldsími 41230. Hluthafi Hluthafi óskast í gott iðnaðarfyrirtæki. Tilboð óskast sent í pósthólf 1297, merkt: „Iðnaðarfyrir- tæki — strax". r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.